Morgunblaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2007 47 FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR SHREK OG MADAGASCAR KEMUR JÓLAMYNDIN Í ÁR Sýnd kl. 6 með íslensku tal Sýnd kl. 6 og 8 með ensku tali -bara lúxus Sími 553 2075 ATH. SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónumwww.laugarasbio.is Hvað myndir þú gera til að vernda fjölskyldu þína? Pierce Brosnan heldur hjónunum Gerard Butler (úr 300) og Mariu Bello í heljargreipum! En ekki er allt sem sýnist í þessari mögnuðu spennumynd! MÖGNUÐ MYND SEM ENGINN MÁ MISSA AF - STÚTFULL AF ÆÐISLEGRI BÍTLATÓNLIST! YFIR 30 BÍTLA-LÖG Í NÝJUM ÚTFÆRSLUM, SUNGIN AF FRÁBÆRUM AÐALLEIKURUM MYN- DARINNAR. ALL YO U NEED I S LOVE ALHEIMSFERÐ SÍÐUSTU SÝNINGAReeee - B.B., PANAMA.IS eeee - S.V., MORGUNBLAÐIÐ Hvað ef sá sem þú elskar... Hverfur sporlaust? eee - Ó.H.T., Rás 2 “Grípandi!” Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 16 ára Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 16 ára ENGIN MISKUN Sýnd kl. 10 Kauptu bíómiða í Háskólabíó á Þú færð 5 % endurgreitt í Háskólabíó SÝND Í REGNBOGANUM OG HÁSKÓLABÍÓ eeee - H.S. TOPP5.IS eee METNAÐARFULL SKRAUTSÝNING - A.S. MBL.IS eee ÁST ER EINA SEM ÞARF - R.V.E. FBL eee BÍTLALÖGIN FÆRÐ Í NÝJAN BÚNING - T.S.K. 24 STUNDIR Magnaður spennutryllir sem gerður er eftir hinum frábæru tölvuleikjum með Timothy Olyphant úr Die Hard 4.0 í fantaformi. eee - V.J.V., TOPP5.IS Duggholufólkið kl. 6 - 8 - 10 Butterfly on a Wheel kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 16 ára Across the Universe kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i. 14 ára Rendition kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára Veðramót Síðustu sýningar kl. 5:40 B.i. 14 ára eee - Ó.H.T. RÁS 2 SÝND Í HÁSKÓLABÍÓ SÝND Í HÁSKÓLABÍÓSÝND Í HÁSKÓLABÍÓ ÚR BÝFLUGNABÚINU Í BULLANDI VANDRÆÐI MYND SEM ENGIN ÆTTI AÐ MISSA AF! Stærsta kvikmyndahús landsins BEE Movie, nýjasta afurð Dream Works teiknimyndasmiðjunnar, er sú mynd sem flestum krónum skilaði í afgreiðslukassa íslenskra kvik- myndahúsa um þessa helgi. 2.669.890 krónum, nánar tiltekið. Bee Movie var frumsýnd um helgina og segir þar af ævintýrum ungrar býflugu, Barry B. Benson, sem er ung og uppreisnargjörn og heldur út í heim í leit að starfi. Hun- angsgerðin heillar ekki býfluguna þá. Bjólfskviða, eða Beowulf, leikstýrð af Robert Zemeckis, nýtur enn mikillar aðsóknar og er næsttekjuhæst eftir þriggja vikna sýningartíma. Bjólfs- kviða skartar stórstjörnum á borð við Angelinu Jolie, Ray Winstone og Anthony Hopkins, reyndar í tölvu- teiknuðu formi og í þrívídd. Beowulf er unnin með s.k. „motion capture“, þar sem leikarar eru látnir leika og svo teiknað ofan í þær hreyfimyndir. Þrátt fyrir slaka dóma hangir Hit- man í þriðja sæti listans en íslenska fjölskyldumyndin Duggholufólkið vermir það fjórða, frumsýnd liðna helgi. 1.163.900 krónur voru greiddar í aðgangseyri að þeirri mynd, nýjustu kvikmynd Ara Kristinssonar sem segir af glæfraför 12 ára drengs. Hrollurinn Saw IV, eða Sögin IV, einnig frumsýnd liðna helgi, er í fimmta sæti og á hæla henni kemur unglingamyndin Sidney White, fellur reyndar úr 3. sæti í það sjötta. Bófa- hasarinn American Gangster fellur sömuleiðis og fallið jafnmikið, úr 4. sæti í 7. Tekjuhæsta myndin á lista, sé litið til 24 mynda lista sem barst blaðinu, er Veðramót Guðnýjar Halldórs- dóttur. Tekjur af henni nema nú rétt tæpum 19,6 milljónum króna, enda hafa sýningar á henni staðið yfir í 14 vikur. Hún er í 23. sæti listans. Tekjuhæstu kvikmyndir bíóhúsanna að lokinni helgi Fjöldi Íslendinga fylgdist með ævintýrum býflugu        * D.  (                      ! "  " # $%  & ' ()* '  + ,   '$%  &('** - '*                    Bee Movie Fjölskylduafþreying frá teiknimyndarisanum Dream Works. Eins og sjá má er ekkert sældarlíf að vera býfluga. ER sá fasti raunverulegur að því betri sem tónlistin er, því lengra fari hún undir radarinn? Á meðan hér- lendar sem erlendar sveitir og lista- menn leika fyrir yfirfullum Höllum og skúmaskotum árið um kring og gróskan er við það að drepa okkur; niðurhal OG sala aldrei verið meiri þurfti ein umræddasta neðanjarð- arrokksveit síðustu ára, Akron/ Family frá Brooklyn, að leika fyrir hálftómum sal í Organ. Hvar var (flipp)liðið eiginlega spyr ég? Í jóla- glögg? Phosphorescent reið á vaðið, aðfluttur einherji frá Brooklyn (hann kemur frá Athens, Georgíu). Fyrsta lagið lofaði góðu en svo húrr- aði allt niður á við í öðru lagi – og áfram. Tónlistin mjög svo í anda Will Oldham – en án alls þess sem gerir þann mæta listamann stórkostlegan. Lögin voru öll sem eitt gersneydd tilþrifum og með öllu óspennandi. Hér með ætla ég að gefa honum sæmdarheitið Will Newham. Annað var uppi á teningnum hjá Hjaltalín. Settið var skemmtilegt og líflegt þó mér sé fyrirmunað að skilja hvernig hljómsveitin komst fyrir á sviðinu. Það er afrek út af fyrir sig að ná fram jafnvægi og þéttleika miðað við hvaða hljóðfæri eru brúkuð við seiðmögnunina. Þá var komið að stjörnunum, Ak- ron/Family. Meðlimirnir þrír áttu auðvelt með að ná salnum á sitt band og hljómsveitin er orðin örugg og vel tilkeyrð tónleikasveit. Við tók eitt rosalegasta stílaflökt sem ég hef séð á tónleikum; farið var úr lág- stemmdum, Beach Boys rödduðum, þjóðlagaballöðum yfir í argasta há- vaðarokk með sýrulegnum sólóum að hætti Grateful Dead. Hljóm- sveitin átti þá ekki í erfiðleikum með því að færa sig úr barnagælu, yfir í ættbálkatrommukafla þar sem allir meðlimir hömuðust á trumbum og svo enn yfir í hreinan hávaðagjörn- ing. Þetta flakk var vel útfært og flott og sveitin stóð sig með ágætum, þó hún ætti það til að dvelja fulllengi við suma kaflanna. Megingallinn var að stemningin í salnum var ekki að gera sig nægilega og það var meira að segja farið að kvarnast úr áhorf- endahópnum þegar leið á spila- mennskuna hjá Akron. Ótrúlegt. Þetta er greinilega ekki eins ex- ótískt og flippað land eftir allt sam- an. Nema að það sé jólaglöggið sem togar svona allsvakalega í ölóðan Ís- lendinginn í desembermánuði … Fjölskyldumeðferð TÓNLIST Organ Akron/Family, Hjaltalín og Phosphores- cent, föstudagskvöldið 6. desember. Akron/Family  Arnar Eggert Thoroddsen Morgunblaðið/Frikki Akron/Family „Meðlimirnir þrír áttu auðvelt með að ná salnum á sitt band og hljómsveitin er orðin örugg og vel tilkeyrð tónleikasveit.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.