Morgunblaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Randi Mohr í Þórshöfn FÁDÆMA lágt hlutfall kvenna í færeyskum stjórnmálum og svo- nefnd „mjúk“ gildi – lífeyrismál, fjöl- skyldumál og þess háttar – eru helstu málin sem deilt hefur verið um fyrir lögþingskosningarnar í dag. En jafnframt gerist það í fyrsta sinn um langa hríð að Færeyingar kjósa án þess að spurningin um það hvort Færeyjar eigi að vera full- valda ríki eða í nánu sambandi við Danmörku er ekki ofarlega á baugi. „Umræðurnar um aukna sjálfs- stjórn hafa ekki verið miklar að þessu sinni gagnstætt því sem var við síðustu kosningar. Þeim stjórn- málamönnum sem leggja mesta áherslu á fullveldið hefur ekki tekist að fá sjálfsstjórn setta á dagskrá og þar að auki hafa sjónarmið flestra flokka nálgast í þessu máli,“ segir Jógvan Mørkøre félagsfræðingur. Allir vilja efnahagslegt sjálfstæði Allir flokkarnir, þ. á m. Sam- bandsflokkurinn, sem vill halda í sambandið við Danmörku og Græn- land, segja að Færeyingar eigi að stefna að því að efnahagurinn verði sjálfbær. Til langs tíma litið geta því allir flokkarnir verið sammála um að Færeyingar eigi ekki að reiða sig á stuðninginn frá Dönum sem nemur nú rösklega 600 milljónum danskra króna, um 7,7 þúsund milljón ísl. kr., á ári. En lágt hlutfall kvenna í stjórn- málum landsins er efni sem hefur mjög verið rætt í aðdraganda kosn- inganna. Lögþingið er nú skipað 29 körlum en aðeins þrem konum. Í öðrum norrænum löndum, sem Fær- eyingar bera sig helst saman við, er hlutfall kvenna á þingi um 41%. „Þetta er alvarleg ógn við lýðræð- ið,“ segir Eyðgunn Samulsen, for- maður samtakanna Demokratia sem berjast fyrir jafnrétti á vettvangi stjórnmálanna. „Og þetta er ein af ástæðum þess að færeyskar konur sem sækja sér menntun til útlanda flytja ekki aftur heim. Samfélag þinginu að allir flokkar segist ætla að taka á umræddum málaflokkum. Færeyjar nú eitt kjördæmi Færeyjar voru fyrir nokkrum mán- uðum gerðar að einu kjördæmi en þau voru áður sjö. Afleiðingin er að við þessar kosningar beinist athygl- in mun meira en áður að ein- staklingum af því að kjósendur geta nú valið á milli allra frambjóðend- anna. En síðustu skoðanakannanir benda til þess að litlar breytingar verði á þingmannatölu flokkanna. Undanfarin fjögur ár hefur verið við völd samsteypustjórn Jafn- aðarmanna og tveggja borgaralegra flokka, Sambandsflokksins og Þjóð- arflokksins, jafnaðarmaðurinn Joan- nes Eidesgaard er lögmaður, þ. e. forsætisráðherra. Gallup spáir jafn- aðarmönnum sjö þingsætum og hin- um flokkunum tveim átta og sex. Gangi þetta eftir verða þeir því sam- anlagt með jafnmörg sæti og núna. Í stjórnarandstöðu er stærsti flokkurinn Þjóðveldisflokkurinn, sem spáð er átta sætum og hinum tveim, Miðflokknum og Sjálfstæð- isflokknum, er báðum spáð tveim sætum. Sætum á þingi verður fjölg- að um eitt í 33 og talið að Sjálfstæð- isflokkurinn hreppi það. Venjulega tekur langan tíma að koma saman nýrri ríkisstjórn eftir kosningar í Færeyjum. Mørkøre álítur þó að það muni ekki gerast í þetta sinn. Og einnig getur það gerst að breiða samsteypan, sem verið hefur við völd, haldi áfram eftir kosningar. okkar er ekki aðlaðandi fyrir vel- menntaðar konur. Það er ekki nóg með að það hafi áhrif á fjölgun þjóð- arinnar að konur á barneignaraldri fari. Það mun einnig hafa áhrif á þróun samfélagsins, öflun þekkingar og efnahaginn. Við horfumst í augu við mikið lýðræðislegt vandamál.“ Demokratia hefur sent fjölda áskorana til kjósenda um að sjá til þess að fleiri konur fari á þing. En þótt flokkarnir hafi jafnframt sýnt vilja til að stilla upp konum á list- unum hafa flokksfélögin stundum átt erfitt með að fá konur til að bjóða sig fram. Eyðgunn Samulsen segir að skýringa sé að leita í hugarfari al- mennings í landinu og þess sem skapi það – þ. á m. trúnni – og kosn- ingakerfinu. Hún segir einnig að í Færeyjum sé skortur á kvenfyr- irmyndum í atvinnulífinu og annars staðar í opinberu lífi. Auk þess sé erfitt fyrir konur að laga þátttöku í stjórnmálum að skyldum við fjöl- skylduna. „Við viljum þess vegna stefnu sem er fjölskylduvænni,“ segir Eyðgunn. „Ég tel að við í Demokratiu höfum verið ákaflega athafnasöm í kosn- ingabaráttunni og ég verð vonsvikin ef okkur tekst ekki að fá 6-7 konur kjörnar á þing í þetta sinn.“ Mjúku málin, aðbúnaður þeirra sem standa höllum fæti, heilbrigð- isþjónustan, lífeyrismál og þess háttar, hafa verið mikið rædd fyrir kosningarnar. Jógvan Mørkøre seg- ir að það geri erfitt fyrir færeyska kjósendur að gera upp á milli flokk- anna sex sem nú eiga fulltrúa á Lög- Konur í Færeyjum vilja aukin áhrif Morgunblaðið/Ómar Hafnarstemmning Frá Þórshöfn í Færeyjum. Efnahagurinn stendur nú með blóma og atvinnuleysi mælist aðeins liðlega einn af hundraði. Nýtt Lögþing kosið í dag en lítið rætt um sjálfstæðið að þessu sinni FRÉTTASKÝRING Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is BRYNJA, Hússjóður Öryrkja- bandalags Íslands, er sjálfseignar- stofnun sem sett var á fót á árunum 1965-66. Stofnendur voru ÖBÍ og sex styrkarfélög fatlaðra og sjúkra. Fyrstu eignir hans voru Hátún 10- 10b, og Fannborg 1 í Kópavogi, sem byggð voru á 7. og 8. áratugnum. Ný- lega hefur sjóðurinn selt Fannborg 1, sem í eru 43 íbúðir. Engu að síður verða leigjendur hans þar áfram næstu tvö árin þar til gildandi samn- ingar renna út. Eftir þá sölu á hann 640 íbúðir vítt og breitt um landið. Í eignaskrá kemur fram að tæplega 500 eru í Reykjavík, 43 á höfuðborg- arsvæðinu utan Reykjavíkur og 102 utan höfuðborgarsvæðisins. Á landsbyggðinni eru flestar íbúð- ir sjóðsins staðsettar á Akureyri (29) og Selfossi (18), en almennt miðast kaup við eftirspurn eftir félagslegu húsnæði á hverjum stað. Breytingar undanfarinn áratug Hin síðari ár hefur stefna sjóðsins breyst og hann reynt að dreifa eign- um sínum. Ákveðið var að byggja nýjar íbúðir við Sléttuveg 7 og 9 í Reykjavík fyrir um tíu árum, en íbúðir þar eru færri og stærri en í Hátúni. Síðan þá hafa aðallega verið keyptar stakar íbúðir eða íbúðasam- býli, þar sem 4-6 einstaklingar búa. Í mars árið 2005 gengu í gildi skriflegar verklagsreglur um eigna- umsýslu. Í þeim koma fram markmið um stærð og gæði íbúða, en ljóst er að nokkuð er í að þau náist. T.a.m. segir þar að einstaklingsíbúðir skuli vera að lágmarki 50 fermetrar. Í eignaskrá kemur hins vegar fram að 32 stakar íbúðir sjóðsins eru undir 49 fermetrum, að frátöldum íbúðunum í Hátúni 10-10b, sem eru á bilinu 28- 60 fermetrar. Átak í viðhaldi á fasteignum sjóðs- ins hefur verið í gangi undanfarin átta ár, og er gert ráð fyrir að því ljúki á næsta ári. Á þeim tíma hefur um einum milljarði króna verið varið í viðhald. Einnig hefur um tveimur milljörðum verið varið í nýtt hús- næði fyrir um 100 öryrkja á sama tíma, sem samræmast á kröfum nú- tímans betur. Á síðasta ári var ákveðið að hætta nýliðun öryrkja inn í Hátún og hug- myndir kynntar um að leigja þar ófötluðum íbúðir. Einnig er unnið að því að sameina minnstu einstaklings- íbúðirnar svo að tvær litlar geri eina sem fullnægir stærðarkröfum. Mörgum kann að þykja þetta skjóta skökku við, því á sama tíma hafa ver- ið 200-400 manns á biðlistum eftir húsnæði. Að sögn þeirra sem þekkja til varð það ofan á í forgangsröðun að sjóðurinn byði öryrkjum upp á hús- næði sem fullnægði nútímalegum kröfum. Tekjur úr þremur áttum Fjármögnun Brynju hefur að sögn oft verið örðug, en undanfarin ár hafa tekjur sjóðsins aðallega verið þríþættar. Leigutekjur standa straum af rekstrarkostnaði fast- eignanna, en ekki stofnkostnaði og vöxtum. Árið 2006 hafði sjóðurinn 343 milljónir í leigutekjur og búast má við að þær hafi verið um 350 milljónir á síðasta ári. Þá fær hann árlega um helming af lottótekjum ÖBÍ, 80 milljónir á síðasta ári. Í þriðja og síðasta lagi hefur sjóðurinn gert samninga við félagsmálaráðu- neytið um niðurgreiðslur frá ríkinu, gegn því að hann aðstoði ráðuneytið í ýmsum verkefnum. 200 milljónir króna hefur hann fengið í stofnstyrki frá ríkinu til niðurgreiðslu á leigu, auk þess sem það leigir hluta af hús- næði hans á kostnaðarverði en fram- leigir það öryrkjum á lægra verði. Sú niðurgreiðsla er þó hluti af fyrr- nefndum leigutekjum. Mikil umsvif Hússjóðs mið- að við lítil efni Í HNOTSKURN »2006 var gerð þjón-ustukönnun meðal leigjenda. Könnunin náði til íbúa í Hátúni, Sléttuvegi og Fannborg, alls 182 íbúa. » Íbúar á Sléttuvegi sýndumesta ánægju með aðstæður sínar, en íbúar í Hátúni minnsta. Þó sögðu aðeins 6% íbúa í Hátúni frekar eða mjög slæmt að búa þar. »74-84% íbúa töldu sig öruggþar sem þau búa, síst í Fann- borg en mest á Sléttuvegi. Einu sinni var ég í svo-nefndri brígöðu á Kúbu.Veran þar gekk út á aðfræðast um kúbverskt samfélag. Við unnum á samyrkjubúi á morgnana og fengum fræðslu um byltinguna eftir hádegi. Í brígöðunni var okkur sagt að á Kúbu væri allt frábært. Þar væri menntun fyrir alla og fyrirtaks heilsugæsla. Ég kinkaði kolli. Svo var aftur sagt að Kúba væri frábær. Þar væri menntun fyrir alla og fyrirtaks heilsugæsla. Ég kinkaði aftur kolli. En svo var einu sinni enn sagt að Kúba væri frábær. Þar væri mennt- un fyrir alla og fyrirtaks heilsugæsla. Og þá fór ég að efast. Klifunin sáði hjá mér fræjum efa- semda. Nú er það alveg rétt að á Kúbu er menntun fyrir alla og ágæt heilsugæsla, en meðan þrástagast var á því var kannski eitthvað annað sem ekki var rætt. Þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar ég las í vikunni nýtt frumvarp utan- ríkisráðherra til varnarmálalaga. Tvær klifanir vöktu einkum athygli mína. Sú fyrri er alls ekki ný af nálinni og hefur verið gegnumgangandi í ís- lenskum utanríkismálum allt frá lok- um seinni heimsstyrjaldarinnar, þ.e. fullyrðingin um herleysi Íslands. Í frumvarpinu er sagt fjórum sinnum að Íslendingar séu herlaus þjóð. Her og ekki her Auðvitað eru Íslendingar að nafn- inu til herlaus þjóð og auðvitað er frábært að almenn samstaða sé um að ekki verði stofnaður íslenskur her. En stöðugt tal um herleysi verður hálfhjákátlegt þegar horft er til þess að hér hefur verið rekin hernaðarleg starfsemi í áratugi, auk þess sem Ís- land tekur virkan þátt í hernaðar- bandalaginu NATO. Eða er höfuð- atriði hverrar þjóðar herliðið eða starfsfólkið þegar kemur að hernað- arlegri starfsemi? Hin klifunin sem ég hnaut um tengist forræði verkefnanna sem um ræðir í frumvarpinu. Mikil áhersla er lögð á að varnir verði einungis tryggðar með samstarfi við önnur ríki og innan alþjóðastofnana. Það sé „eðli málsins samkvæmt“ á forræði utanríkisráðherra. Þarna er tilgangurinn augljóslega að draga skýra línu milli dómsmála- ráðuneytisins og utanríkisráðuneyt- isins. Af umræðunum á Alþingi að dæma virðist Björn Bjarnason dóms- málaráðherra þó ekki líta svo á að frumvarpið breyti nokkru um starf- semi stofnana ráðuneytis síns. Hann hefur bent á að það sé engin ástæða til þess að halda úti sérstakri vakt- stöð til að fylgjast með þeim merkj- um sem tæki fyrrum ratsjárstofn- unar afla. Slíkt eftirlit geti verið hjá flugumferðarstjórum jafnt sem vakt- stöðinni í Skógarhlíð. Björn sagði í umræðum um frum- varpið að engin ákvæði í því útiloki að staðið verði að eftirlitinu á þennan hátt. Samt sem áður á að koma á fót varnarmálastofnun sem á að sinna einmitt þessu hlutverki. Í frumvarpinu er lögð mikil áhersla á mikilvægi þess að aðgreina almenna löggæslu frá landvörnum. M.ö.o. eiga borgaralegar varnir að vera aðgreindar frá verksviði varn- armálastofnunar. Varnarmálastofn- un er því ekki borgaraleg, en hvað er hún þá? Hvað með RIKK? Það er kannski óþarfi að lesa of mikið í frumvarp sem er fyrst og fremst stjórnsýslulegs eðlis og já- kvætt sem slíkt. Svo virðist samt sem byrjað hafi verið á öfugum enda. Eins og ritstjóri Fréttablaðsins benti á var fyrst tekin ákvörðun um fjár- framlag til málaflokksins og síðan lagt fram stefnumótandi frumvarp. Þá eru niðurstöður starfshóps sem á að vinna hættumat fyrir Ísland ekki væntanlegar fyrr en næsta haust. En að allt öðru. Önnur umræða um jafnréttisfrumvarp félagsmála- ráðherra fór fram snemma í vikunni. Það er ákveðið gleðiefni að það hafi einkum verið skipan jafnréttisráðs sem deilt var um, auk hugmynda um vottun fyrir fyrirtæki, enda þýðir það að lending hefur náðst um afar mik- ilvæg skref í jafnréttisbaráttunni. Hins vegar er varla annað hægt en taka undir með Kolbrúnu Halldórs- dóttur um að vægast sagt sé undar- legt að gera ekki ráð fyrir að Rann- sóknarstofa í kvenna- og kynja- fræðum (RIKK) eigi fulltrúa í ráðinu, enda er þar mesta fræðilega þekkingin á kynjamisrétti í sam- félaginu. Rökin um að leita þyrfti eftir full- trúa frá félagi sem væri mótvægi við kvennahreyfinguna eru óskaplega rýr og ég sæi þeim beitt á öðrum stöðum, þar sem fremur hallar á kon- ur. Hvað sem öðru líður þá er frum- varpið að nálgast að verða að lögum og það er fagnaðarefni fyrir alla sem eru áfram um jafnrétti. Ísland er herlaust, Ísland er herlaust ÞINGBRÉF Halla Gunnarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.