Morgunblaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
ÞRÍR fyrrverandi fíkniefnalög-
reglumenn í New York hafa höfðað
mál á hendur Universal Pictures
kvikmyndaris-
anum vegna
ásakana sem
koma fram á
hendur þeim í
stórmyndinni
American
Gangster. Þre-
menningarnir
fara fram á sam-
anlagt 55 millj-
ónir dollara í
skaðabætur, en það nemur rúmlega
3,5 milljörðum íslenskra króna.
Ástæðan er sú að í myndinni eru
þeir allir gerðir að miklum skúrk-
um, en American Gangster er sann-
söguleg mynd sem fjallar um fíkni-
efnabaróninn Frank Lucas. Þegar
lögreglunni í New York tókst að
hafa hendur í hári Lucas hóf hann
að hjálpa lögreglunni, og samkvæmt
myndinni kom hann upp um mikinn
fjölda spilltra lögreglumanna sem
höfðu unnið náið með honum og
öðrum glæpamönnum í borginni. Í
lok myndarinnar kemur fram að
með hjálp Lucas hafi tekist að sak-
fella þriðjung allra fíkniefna-
lögreglumanna í New York, en því
mótmæla þeir Louis Diaz, Gregory
Korniloff og Jack Toal harðlega.
Lögmaður þeirra félaga heldur því
fram að engir lögreglumenn hafi
verið sakfelldir í kjölfar upplýsinga
frá Lucas. Í yfirlýsingu frá verj-
endum Universal Pictures kemur
hins vegar fram að fyrirtækið
standi við það sem fram kemur í
myndinni.
Vilja ekki bara bætur
„Með þessari yfirlýsingu svertir
verjandinn mannorð fjölda heið-
arlegra og hugrakkra opinberra
starfsmanna, og kemur óorði á þá á
meðal milljóna íbúa borgarinnar,“
segir meðal annars í yfirlýsingu frá
lögmanni þremenninganna.
Þeir höfða málið í nafni u.þ.b. 400
fíkniefnalögreglumanna sem störf-
uðu í New York á árunum 1973 til
1985. Auk skaðabótanna fara þeir
fram á að dreifingu myndarinnar
verði hætt, eða að texta sem birtist í
lok hennar verði breytt. Þá vilja
þeir að allur ágóði af myndinni
renni í styrktarsjóð bandarískra
fíkniefnalögreglumanna.
Leikstjóri American Gangster er
Ridley Scott, en með aðalhlutverkin
fara þeir Denzel Washington og
Russell Crowe. Myndin sló í gegn
beggja vegna Atlantsála nú í haust.
American
Gangster
ósönn?
Fyrrum lögreglu-
menn höfða mál
Denzel Washington
sem Frank Lucas.
FRANSKA kvikmyndin Á
bout de souffle eftir Jean-Luc
Godard verður sýnd í í Bæj-
arbíói, Strandgötu 6 í Hafn-
arfirði, kl. 16 í dag. Um er að
ræða lykilmynd í sögu frönsku
nýbylgjunnar, en það er Kvik-
myndasafn Íslands sem stend-
ur að sýningu hennar. Myndin,
sem er frá 1960, segir frá smá-
krimmanum Michel (Jean-Paul
Belmondo) sem er á flótta und-
an vörðum laganna eftir að hafa stolið bíl og drep-
ið lögregluþjón. Hann felur sig hjá hinni fögru
Patriciu, en lögreglan hættir ekki leitinni. Myndin
er með enskum texta, miðaverð er 500 krónur og
miðasala verður opnuð um 15.30.
Kvikmyndir
Jean-Luc Godard
í Hafnarfirði
Úr Á bout de
souffle.
BORGARBÓKASAFNIÐ, í
samstarfi við ÍTR, stendur fyr-
ir ljóðaslammi á Vetrarhátíð
2008. Ljóðaslamm felst í flutn-
ingi frumsamins ljóðs eða ljóða
þar sem áherslan er ekki síður
á flutninginn en á ljóðið sjálft.
Þannig telst hefðbundinn
ljóðaupplestur ekki til ljóða-
slamms, heldur er áherslan á
ljóðaflutning sem sviðslist og
miðað við að flytjandi eða flytj-
endur fari með ljóðið samhliða tónlist, myndlist
eða leiklist. Hvort sem er einstaklingur eða hópur
getur flutt ljóðið. Skráningarfrestur er til 20. jan-
úar, en sjálf keppnin fer fram 7. febrúar. Frekari
upplýsingar má finna á www.borgarbokasafn.is.
Ljóðlist
Skráðu þig í
ljóðaslamm 2008!
Úlfhildur
Dagsdóttir
LISTAMAÐURINN Erró
mun árita bókina Erró í tíma-
röð – líf hans og list í Bókabúð
Máls og menningar, Laugavegi
18, klukkan 11 í dag. Með
hverri seldri bók fylgir áritað
og númerað grafíkverk sem
hægt er að fella inn í bókina.
Um tvenns konar grafíkverk er
að ræða en einungis 100 eintök
eru til af hvorri mynd. Í för
með Erró er höfundur bók-
arinnar, Danielle Kvaran listfræðingur, sem bú-
sett er í Noregi, og mun hún einnig árita bókina.
Erró og Danielle munu einnig árita bókina og gefa
áðurnefnd grafíkverk á Listasafni Reykjavíkur í
Hafnarhúsi klukkan 14.
Myndlist
Erró áritar á
tveimur stöðum
Erró
Eftir Gunnhildi Finnsdóttur
gunnhildur@mbl.is
SÖNGSTJÖRNURNAR Bergþór
Pálsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir
koma nú aftur fram á nýárstónleik-
um Tríós Reykjavíkur eftir nokkurt
hlé. „Það eru þrjú ár síðan þau
Beggi og Diddú hafa verið með okk-
ur. Við höfum verið með aðra frá-
bæra söngvara, en þau eru komin
aftur og það finnst okkur mjög gam-
an,“ segir Guðný Guðmundsdóttir
sem skipar Tríó Reykjavíkur ásamt
þeim Peter Máte píanóleikara og
Gunnari Kvaran sellóleikara. Tríóið
hefur síðustu ár staðið fyrir nýárs-
tónleikum þar sem klassísk tónlist í
léttari kantinum er í fyrirrúmi. „Það
kemur alltaf upp góð stemning og
við finnum upp á allskonar sprelli
líka. Við gerum ýmislegt fleira en að
spila og syngja,“ segir Guðný sem
vill ekki spilla ánægjunni fyrir tón-
leikagestum með því að gefa meira
upp.
Tvennir tónleikar verða haldnir, á
sunnudagskvöld og mánudagskvöld.
Báðir fara fram í Hafnarborg og
hefjast klukkan átta.
Klassík í ársbyrjun
Hefð er að skapast fyrir því að
fagna nýju ári og hækkandi sól með
klassískum tónleikum og þess vegna
hefur verið mikið úrval af þeim und-
anfarið. „Við sem stöndum fyrir
þessum tónleikum reynum að rekast
ekki á hvert annað og dreifa þessu
svolítið svo að fólk komist á alla við-
burði sem það hefur áhuga á,“ segir
Guðný.
Í lagavali verður lögð áhersla á
létta og skemmtilega tónlist. „Það er
þessi stemning sem fólk hefur gam-
an af á þessum árstíma. Þetta verða
tónleikar til þess að virkilega njóta,
hvort sem fólk telur sig hafa vit á
tónlist eða ekki og bæði fyrir unga
og aldna. Við gerum svo alltaf eitt-
hvað skemmtilegt í leiðinni og reyn-
um að koma fólki svolítið á óvart.“
Verk eftir Strauss, Lehár, Kálm-
án og síðast en ekki síst Mozart eru
meðal þess sem boðið verður uppá.
„Mozart er náttúrulega helsta Vín-
artónskáldið og það verða þarna til
dæmis smá sýnishorn úr Töfraflaut-
unni. Beggi og Diddú verða líka með
lög úr bandarískum söngleikjum
eins og Porgy og Bess og ég ætla að
spila sígaunaljóðið fræga eftir Pablo
de Sarasate.“
Guðný segir mikla grósku í klass-
ískri tónlist þessa dagana og ungt og
vel menntað tónlistarfólk vera að
gera nýja og spennandi hluti. „Það
eru svo margir nýir sprotar að koma
upp og ný form og ný sköpun að
verða til þar sem klassísk tónlist
blandast inn. Hinsvegar stendur
þessi gamla tónlist alltaf fyrir sínu
og stendur á gömlum merg, Bach og
Mozart eru ómissandi hluti af menn-
ingunni rétt eins og Laxness og
Kjarval.“
Í léttari kantinum
Tvennir nýárstón-
leikar Tríós Reykja-
víkur fara fram
í Hafnarborg
Árvakur/Golli
Tríó Reykjavíkur Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, Peter Maté píanóleikari og Gunnar Kvaran sellóleikari
flytja létta klassíska tónlist í byrjun hvers árs. Í ár njóta þau liðfylgis Bergþórs Pálssonar og Diddúar.
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
„ÞETTA er eiginlega aldarspegill,“
segir Daði Guðbjörnsson listmálari,
en í dag klukkan 15 opnar hann sýn-
inguna Dans elementanna í Lista-
safni Reykjanesbæjar í Duushúsum.
„Ég segi aldarspegill, því þetta er
í raun yfirlit yfir það sem ég hef ver-
ið að mála það sem af er öldinni,“
segir hann og brosir. Salur Lista-
safnins í Duushúsum er með
stærstu sýningarsölum landsins og
Daði segir hann henta sér vel, því
hann sýni nú mest stór verk, fleka
sem eru margir um eða yfir tveir
metrar á kant, þeir taki sig vel út í
salnum. Og hann er spenntur fyrir
sýningunni, þótt hann hafi fyrir
nokkrum árum íhugað að hætta að
standa í svona sýningastússi, þar
sem hann var orðinn þreyttur á því.
„Flest þessi verk hafa verið lengi
á vinnustofunni og ég hef verið að
taka þau fram og vinna í þau aftur
og aftur. Myndirnar eru því talsvert
massaðar, ég hef legið yfir þeim.
Fyrir tveimur og hálfu ári byrjaði
ég að stunda sahaja-jóga, fór þá að
taka til í sálarlífinu og hef verið að
huga að andlegum hlutum. Hvernig
lífið og sálarlífið virka. Þegar maður
er leitandi þá koma ýmis tákn inn í
verkin, eiginlega ósjálfrátt. Ætli það
sé ekki áberandi á sýningunni. Ég
hengi mig samt ekki í þá heimspeki
heldur byggi á eigin reynslu. Nota
til að mynda litla fugla sem tákn-
mynd sakleysis. Það eru margar vís-
anir úr ólíkum áttum á sýningunni.“
Sem dæmi um verkin nefnir hann
Ljóð á ís, mynd af gralinum helga,
sem fyrirhugað er að leita að á Kili,
en Daði færir upp í jökul. Segist
hafa sína kenningu um hann þar.
„Ég veit meira um þetta en þeir sem
ætla að grafa eftir honum,“ segir
Daði og skellir uppúr. „Í verkinu
Vistaskipti er djöfullinn svo öðru
megin og guðinn hinumegin. Og eld-
ur á milli.“
Svarar ekki lífsgátunni
Daði segist alls ekki reyna að
svara lífsgátunni í þessum verkum
heldur beri þær frekar merki um
leitina. „Aðalmálið er að mála mynd-
ir sem standa fyrir sínu. Þegar mað-
ur er kominn á þennan aldur er
maður að vinna sömu hluti upp aft-
ur, velta þeim betur fyrir sér, og
taka svo eitthvað nýtt inn með.“
Aldarspegill málarans
Árvakur/Ómar
Yfirlega „Flest þessi verk hafa verið lengi á vinnustofunni og ég hef verið
að taka þau fram og vinna í þau aftur og aftur,“ segir Daði Guðbjörnsson.
Daði Guðbjörnsson sýnir úrval síðustu ára í Reykjanesbæ