Morgunblaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
ÞETTA HELST ...
● ÚRVALSVÍSITALA íslensku kaup-
hallarinnar hækkaði um 0,3% í gær
og endaði í 5.531 stigi. Lækkun
hennar frá áramótum nemur nú
12,5%. Mest hækkaði verð hluta-
bréfa í Teymi í gær, um 2,03% og Ex-
ista um 1,36%. Hlutabréf í Icelandair
lækkuðu mest, um 0,91%. Utan vísi-
tölunnar hækkaði verð bréfa í Flögu
mest í kauphöllinni, um 1,85%, en
bréf í Century Aluminium lækkuðu
mest, um 8,47%. Alls námu hluta-
bréfaviðskipti 2,7 milljörðum.
Lítil hlutabréfaskipti
● KCAJ-
sjóðurinn, sem er
rekinn af Arev í
Bretlandi, syst-
urfélagi Arev-
verðbréfa, hefur
keypt meirihluta
hlutafjár í versl-
unarkeðjunni
Aspinal of Lond-
on sem verslar með leðurvörur.
Verslunin stefnir á að opna tvær
stórar verslanir í London á árinu og
verið er að skoða staðsetningu búð-
ar í New York. Á næstunni setur
verslunin jafnframt upp útibú í stór-
verslun Harrods í London. Stefnt er
að því að keðjan verði farin að velta
frá 5 til tæplega 8 milljörðum króna
árið 2011, segir í Retail Week.
Arev kaupir hlut í
Aspinal of London
● KVOS, eignarhaldsfélagið sem á
m.a. prentsmiðjuna Odda og Kassa-
gerðina, hefur stofnað dótturfyr-
irtæki í Færeyjum til að halda utan
um sölustarfsemi félagsins þar. Fyr-
irtækið hefur fengið nafnið Kassa-
gerðin Føroyar P/F en því er ætlað
að styrkja stöðu Kassagerðarinnar í
Færeyjum, að því er segir í tilkynn-
ingu. Með stofnun fyrirtækisins í
Færeyjum vilja stjórnendur Kvosar
taka sölu og markaðssetningu í eigin
hendur og efla samskipti við við-
skiptavini.
Kvos stofnar Kassa-
gerðina í Færeyjum
NÆSTU mánuðir verða nokkuð erf-
iðir á hlutabréfamarkaði, svo lengi
sem ekki sér til botns varðandi lækk-
anir í Bandaríkjunum. Ýmislegt
bendir samt til þess að lækkunar-
hrinan sem dunið hefur á fjármála-
fyrirtækjum sé að nálgast endastöð.
Þó er ekki von á snörpum umskipt-
um á gengi þeirra fyrr en óvissu sem
ríkir á mörkuðum hefur verið eytt.
Þetta er mat greiningardeildar
Kaupþings en deildin spáir því að ís-
lenska úrvalsvísitalan muni ná 6.850
stigum í lok árs 2008. Hækkun henn-
ar á árinu nemi því 8,5%.
Spáin byggist á V/H-gildum í fjár-
málaþjónustu á Norðurlöndum en
þau nálgast nú sögulegt lágmark
sitt, sem er undir 9. Það þýðir að
markaðurinn metur hlutafé fyrir-
tækis á innan við nífaldan hagnað
þess. Greiningardeildin segir það
ekki geta staðist til lengdar og reikn-
ar með að á árinu muni gildin hækka
í átt að 10 ár meðaltali, í kringum 11.
Og fremur vegna hækkunar á hluta-
bréfaverði heldur en lækkun hagn-
aðar. Þetta muni svo að sama marki
lyfta verði hlutabréfa í íslensku
bönkunum en þess má geta að V/H-
gildi Kaupþings er nú 8 en Glitnis og
Landsbankans í kringum 10.
Haraldur Yngvi Pétursson, sér-
fræðingur hjá greiningardeild Kaup-
þings, sagði á fundi með blaðamönn-
um í gær að á síðasta ári hefðu
fjármálavísitölur á Íslandi gert mun
betur en fjármálavísitölur almennt
og það skýrði að hluta lækkunina í
janúar. Mjög miklar væntingar um
vöxt íslensku bankanna hefðu verið
byggðar inn í verð þeirra. Greining-
ardeildin telur að í fyrsta skipti um
langa hríð sé lítill ytri vöxtur í kort-
unum fyrir íslensku bankana.
Haraldur væntir þess að íslensku
fjármálafyrirækin elti meira erlend-
ar fjármálavísitölur í framtíðinni og
minnti á að íslenska vísitalan væri í
raun fjármálavísitala, vegna 90%
vægis fjármálafyrirtækja í henni.
Lækkunarhrina bankanna
líklega að nálgast endastöð
vinnuleysi vestanhafs hefur ekki
verið meira í tvö ár.
Á mánaðarlegum fundi sínum með
þinginu fyrr í vikunni sagði Ben
Bernanke, seðlabankastjóri Banda-
ríkjanna, að framundan væri hægur
hagvöxtur á þessu ári þótt ekki vildi
hann – enn – spá fyrir um niður-
sveiflu. Bernanke sagði að 50-150
milljarða dala örvun myndi hafa mik-
ilvæg áhrif á hagvaxtarstigið. Það
væri ekki sýndarmennska. Hann
minnti jafnframt á mikilvægi þess að
slík örvun væri úthugsuð og notuð á
réttan hátt.
Leggur til allt að 150
milljarða dala örvun
Hefði mikilvæg áhrif á hagvaxtarstigið að sögn Bernanke
Reuters
150 milljarðar Hank Paulson fjármálaráðherra svarar spurningum frétta-
manna um hvernig örva eigi hagkerfið í Bandaríkjunum.
Eftir Guðmund Sverri Þór
sverrirth@mbl.is
ÓTTINN við að efnahagsleg niður-
sveifla sé framundan í Bandaríkjun-
um vex og nú er svo komið að George
W. Bush forseti hefur tilkynnt að
hann muni leita leiða til þess að ná
samkomulagi við báðar deildir þings-
ins, þar sem Demókrataflokkurinn
fer með völd, um aðgerðir til þess að
örva hagkerfið. Bush hyggst dæla
allt að 150 milljörðum dala inn í hag-
kerfið og sagði það hafa forgang í
efnahagsmálum.
Bush hefur falið fjármálaráðherra
sínum, Hank Paulson, að sníða í sam-
starfi við leiðtoga demókrata á þingi
aðgerðaáætlun og því liggur ekki
fyrir hverjar áherslurnar verða en ef
marka má orð forsetans má vænta
þess að skattar lækki, hjá bæði neyt-
endum og fyrirtækjum. Bloomberg
hefur eftir heimildum að meðal hug-
mynda Bush sé 800 dala skattaaf-
sláttur fyrir einstaklinga og 1.600
dala afsláttur fyrir heimili.
Samkvæmt frétt Wall Street
Journal eru stóru flokkarnir vestan-
hafs báðir þeirrar skoðunar að grípa
þurfi til aðgerða til þess að afstýra
niðursveiflu en vísbendingar um að
hagkerfið gæti verið á leið inn í slíka
verða æ fleiri. Nýjustu dæmin eru
skarpur samdráttur iðnframleiðslu
og aukið atvinnuleysi. Atvinnuleysi
var í desember 5% og jókst um 0,3
prósentustig á milli mánaða. At-
Í HNOTSKURN
» Hagfræðingar skilgreinaniðursveiflu (e. recession)
sem samdrátt (neikvæðan
hagvöxt) í hagkerfinu í tvo
samfellda ársfjórðunga.
» Þróunin á hlutabréfa-mörkuðum var misjöfn í
gær. Vísitölur hækkuðu al-
mennt í Asíu en lækkuðu í
Þýskalandi og Bandaríkj-
unum. Í Bretlandi var FTSE
nánast óbreytt.
SKUDATRYGGINGARÁLAG ís-
lensku bankanna er of hátt miðað
við aðra evrópska banka. Þetta
kemur fram í nýrri skýrslu grein-
ingarfyrirtækisins Credit Sights.
Þar segir að þrátt fyrir að álagið á
bréf íslensku bankanna eigi að
þeirra mati að vera hærra en evr-
ópsku bankanna en álagið sé nú í
röngu hlutfalli við það sem eðlilegt
sé miðað við þá áhættu sem bréf-
unum fylgi.
Eins og fram hefur komið á und-
anförnum vikum hafa hremmingar
fjárfestingarfélagsins Gnúps orðið
til þess að hækka tryggingarálag
bankanna en að sögn Credit Sights
ætti fall Gnúps ekki að hafa „veiga-
mikil fjárhagsleg áhrif á bankana.“
Það myndi hins vegar ekki koma á
óvart þótt fleiri fjárfestingarfélög
myndu lenda í vandræðum enda
væri veðköllum frá bönkunum að
fjölga. „Það væri barnalegt að
halda að Gnúpur væri eina fjárfest-
ingarfélagið sem lendir í vandræð-
um, sérstaklega í ljósi krosseigna-
tengsla meðal íslenskra fjárfesta,
en bankarnir segja okkur allir að
þeir séu í þægilegri stöðu hvað lán
til fjárfestingarfélaga og trygging-
ar varðar og að flest fjárfesting-
arfélög standi skil á frekari trygg-
ingum,“ segir í skýrslunni.
Sókn bankanna í frekari ytri
vöxt er áhyggjuefni að mati Credit
Sights en í ljósi markaðsaðstæðna
er lítil von um að innri vöxtur muni
eiga sér stað á árinu 2008. Það sé
rétt af fjárfestum að vera varkárir
varðandi yfirtöku Kaupþings á
NIBC en hugsanlegri yfirtöku
Landsbankans á Close Brothers
fylgi hins vegar lítil áhætta.
Í niðurlagi skýrslunnar segir að
framtíðarhorfur íslenska hagkerf-
isins séu ekki bjartar. Spáð sé
hægari hagvexti en áður en á
næstu árum gætu umfangsmikil ál-
og orkuverkefni örvað hagvöxt á
ný. Stýrivextir séu einstaklega háir
og verðbólga sömuleiðis þótt lækk-
andi fasteignaverð gæti dregið úr
henni.
Tryggingaálagið of hátt
Credit Sights segir framtíðarhorfur íslenska hagkerfisins ekki bjartar
Árvakur/Brynjar Gauti
Landsbanki CS segir yfirtöku bank-
ans á Close Brothers hættulitla.
ÞÓRDÍS Sigurðardóttir, fram-
kvæmdastjóri fjölmiðla- og tækni-
sviðs Baugur Group, segir það frá-
leitt sem fram kemur í
Jótlandspóstinum í gær að félagið
hafi selt danska fjárfestinum
Morten Lund 51% hlut í Dagsbrun
Media á 1 danska krónu. Dagsbrun
Media er móðurfélag fríblaðsins
Nyhedsavisen.
Í fréttinni segir að kaupverðinu
fylgi það skilyrði að Baugur fái
hlutdeild í þeim hagnaði sem kann
að verða af rekstri Nyhedsavisen.
„Það er alrangt að nokkrum hafi
verið boðið Nyhedsavisen á eina
danska krónu,“ segir Þórdís og
bætir við að það hafi aldrei staðið
til að selja allan hlut Baugs í Ny-
hedsavisen.
„Við höfum haft úr nokkrum
spennandi kostum að velja og völd-
um þann kost að fá öflugan dansk-
an fjárfesti sem deilir með okkur
sameiginlegri framtíðarsýn,“ segir
Þórdís.
„Frétt Jót-
landspósts-
ins fráleit“
! ! "##
!"#
$
%
&#
'()*+
'
,
-./.
0#1
2
345
#"
" 61
"(##
(7
81
!"# "
+9#/
01 - -
:
-
;#
1
-/
!
: -
0 -< =
$
'
>?@A>3BC
>3555AC4>
>3DBA4@4?
AB?A>@543
43DCCCA55
A35>3DBA
3D@5A?>D
@5>B5?3D@
>CDD5@AB4
AD?????
CC??BBB@
A3B5DDB44
BDD?>C?A
,
>5335??
?
A4A4>5
@5DD?B@
>C533C3D
>BA5??
A>A@453
,
,
,
,
CCC?4???
,
,
BE?A
53E??
>DEB5
>?E44
A?E?5
3>E>5
A4EB5
CD@E??
3AE>?
>??E??
CE3D
>3ED5
5EB@
B4E??
>EBB
4EC3
>@?E??
>33?E??
D5CE??
?E55
>DAE??
3E53
A3EA?
,
,
ACB5E??
,
,
BE>5
53E3?
>5E??
>?EC3
A?E>5
3>E5?
ACEA?
C5?E??
3AEA?
>?>E??
CED?
>3ED4
4E?3
B4E5?
AE?>
4EC@
>@AE5?
>3DBE??
D@?E??
?E54
>D@E??
3E5@
,
,
,
A@A?E??
,
4E5?
/
- 5
AC
A5
5>
5@
C
C
C@
AC
3
A>
3>
>B
,
D
,
>
>@
>5
>
C
,
,
,
,
B
,
,
F#
-#-
>@>A??@
>@>A??@
>@>A??@
>@>A??@
>@>A??@
>@>A??@
>@>A??@
>@>A??@
>@>A??@
>@>A??@
>@>A??@
>@>A??@
>@>A??@
>C>A??@
>@>A??@
>C>A??@
>@>A??@
>@>A??@
>@>A??@
>@>A??@
>@>A??@
>C>A??@
B>A??@
4>AA??C
AA@A??C
>@>A??@
>?>A??@
>D>A??@
*&G *&G
H
H
*&G %G
H
H
F6I#
+
H
H
0'
F
H
H
*&G&>5
*&GD?
H
H
● ACTAVIS hefur keypt lyfjaverk-
smiðju á Ítalíu, skammt frá Mílanó,
sem sérhæfir sig í framleiðslu
krabbameinslyfja og var í eigu
Pfizer. Um stóra verksmiðju er að
ræða, þar sem gólfflöturinn er 300
þúsund fermetrar, og frá henni eru
send lyf til um 70 landa. Starfsmenn
eru um 340 talsins. Reiknað er með
samstarfi hennar og verksmiðju
Actavis í Búkarest í Rúmeníu, þar
sem krabbameinslyf eru þróuð og
framleidd. Með kaupunum, sem háð
eru samþykki ítalskra samkeppn-
isyfirvalda, er Actavis komið með 21
lyfjaverksmiðju í 14 löndum heims.
Actavis kaupir lyfja-
verksmiðju á Ítalíu
GREININGARDEILD svissneska
bankans UBS hefur ráðlagt fjár-
festum að selja hlutabréf í Kaupþingi
banka. Hingað til hefur bankinn verið
hlutlaus gagnvart Kaupþingi og þar
með mælt með því að fjárfestar haldi
bréfum sínum í bankanum.
Samkvæmt Bloomberg telur UBS
að hagnaður Kaupþings gæti dregist
saman vegna hægari vaxtar útlána á
þessu ári sem og hærri fjármögn-
unarkostnaðar.
Mælt með sölu
♦♦♦