Morgunblaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. LISTASKÁLD TAFLSINS Bobby Fischer var einn mesti af-reksmaður skáksögunnar.Hann stóð á tindi skákferils síns í Reykjavík og allar götur síðan hefur ljóminn af heimsmeistaratitli hans lýst á Ísland. Og við bárum gæfu til þess að bjarga honum í hús úr hrakningum hans um heiminn. Í því íslenzka skjólshúsi dvaldi hann síð- ustu árin. En nú er hann farinn, þetta sérstæða skáld skákborðsins, snill- ingurinn með barnshjartað, sem með tímanum höndlaði ekki sjálfan sig all- an, heldur laut örlögum útlagans í beisku andrúmi eigin hugar. Íslenzki stórmeistarinn Robert James Fischer fæddist í Bandaríkj- unum 1943 og varð 64 ára. Sex ára kynntist hann skákinni og strax ári síðar vakti hann athygli fyrir tafl- mennsku sína. Þrettán ára varð hann unglingameistari Bandaríkjanna í skák, sá yngsti í sögunni, og það ár tefldi hann fræga skák við Donald Byrne, skák sem kölluð var skák ald- arinnar. Fyrri hálfleikur í sókn Fischers eftir heimsmeistaratitlinum í skák hófst 1958; á millisvæðamóti í Port- oroz, þar sem hann mætti yngsti Bandaríkjameistari í skák. Í Port- oroz lágu leiðir hans og Friðriks Ólafssonar stórmeistara saman. En heimsmeistaratitillinn var ekki innan seilingar á þessum árum og 1963-68 tók Fischer sér hlé meðan hann leit- aði svara við andlegum spurningum, sem leituðu á hann. En 1969 hóf hann seinni hálfleikinn í sókninni eftir heimsmeistaratitlinum og eftir skrykkjótt upphaf, þar sem hann lenti upp á kant við mótshaldara út af aðstæðum og verðlaunum, héldu hon- um engin bönd. Spassky hefur lýst stöðu heimsmeistarans á toppnum, þar sem hann situr einn og sér kepp- endurna um áskorandaréttinn stika hærra og hærra upp eftir hlíðinni, unz einn tekur sig út úr og fetar sig að heimsmeistaraeinvíginu. Það hlýt- ur að hafa farið um Spassky þegar hann sá með hverjum ógnargangi Fischer sótti að honum; með yfir- burðasigri á millisvæðamóti á Mall- orca og í einvígjunum um áskoranda- réttinn vann hann fyrst Taimanov 6-0, síðan Larsen 6-0 og loks Petrosj- an 6,5-2,5. Skákheimurinn hafði aldr- ei séð annan eins kraft og kunnáttu. Það var eins og stormsveipur færi um taflborðið og gæfi andstæðingnum engin grið, hvergi skjól, aðeins ósig- urinn vísan. Aðdragandi og upphaf einvígis Fischer og Spassky í Reykjavík 1972 voru hlaðin spennu og ófyrirsjáanleg- um atvikum. Fischer var kröfuharður og setti allt á annan endann þegar hann lét líta svo út sem hann myndi ekki mæta, ef ýtrustu kröfum hans yrði ekki mætt. Þegar menn velta þessum hlutum fyrir sér verður að taka það með í reikninginn að Fischer var orðinn stjarna í heimalandi sínu og hann vissi að stjörnur, hvort held- ur í íþróttum eða listum, fengu vel borgað fyrir sinn snúð. Það var fjarri honum að meta sjálfan sig nokkru minna. Svo er hitt að Fischer gíraði sig greinilega upp með því að halda umhverfi sínu á tánum og vera í eins konar styrjaldarham gegn öllum og öllu. Þetta hélt honum gangandi. En þegar rykið var setzt runnu öll vötn til Dýrafjarðar, þar sem Fischer tefldi eins og sá sem valdið hefur og vann heimsmeistaratitilinn. Hann var snillingur! Fischer talaði sjálfur fyrir því að einvígið væri uppgjör hans og sov- ézka skákskólans og heimspressan tók því fagnandi að fjalla um einvígið sem styrjöld stórveldanna. Það fór ekkert á milli mála hver stóð með pálmann í höndunum, þegar því stríði lauk. En Akkilesarhællinn reyndist Fischer erfiður og jafnsætur og sig- urinn í Reykjavík var, var hann Fischer líka örlagaríkur á þann veg að heimsmeistarinn og snillingurinn urðu viðskila með þeim afleiðingum að sérvitringurinn tók öll völd. Fischer varði ekki heimsmeistara- titil sinn og tefldi ekki opinberlega aftur fyrr en 1992 þegar þeir Spassky settust aftur að tafli í fyrrum Júgó- slavíu. Bandarísk stjórnvöld höfðu bannað Fischer að tefla þar, það væri brot á viðskiptabanni Sameinuðu þjóðanna og forsetatilskipun George Bush, en Fischer hló bara og hrækti opinberlega á bannbréfið. Fischer vann einvígið og sagðist áfram vera hinn eini sanni heimsmeistari í skák. Meðan Fischer sat að tafli má segja að snillingurinn í honum hafi hlotið uppreist æru, þótt lotinn væri og langt frá sínu bezta 1972. En menn sáu hann í 20 ára gömlum ljóma og á meðan varð sérvitringurinn að sitja á sér. En ekki var einvígið fyrr afstaðið, Fischer dvaldi í Ungverjalandi um tíma og síðan á Filippseyjum, en Fischer var óþreytandi við að koma fram í útvarpi og bölva bæði Banda- ríkjunum og gyðingum. Ummæli hans eftir 11. september urðu m.a. til þess að hann var rekinn úr banda- ríska skáksambandinu og bandarísk stjórnvöld hertu róðurinn til þess að fá hann framseldan. Þótt Fischer tefldi ekki opinber- lega var skákin samt alltaf hans ær og kýr og hann kom m.a. fram með nýja tegund af skákklukku og skák. Fischer var handtekinn á Narita- flugvelli í Japan 2004 á leið til Fil- ippseyja og gefið að sök að framvísa útrunnu vegabréfi. Upphófst nú mik- ill diplómatískur hráskinnsleikur; Fischer sat í fangelsi í eina níu mán- uði, þar til Alþingi Íslendinga tók af skarið og veitti honum íslenzkan rík- isborgararétt. Þá gat Fischer komið til Íslands og fann hér loksins þann frið, sem heimsmeistara á efri árum sæmdi. Engum stóð það nær en okk- ur að færa honum þann frið. Hann er okkar skáldalaun fyrir taflmennsk- una í Laugardalshöllinni forðum. Bobby Fischer hafði ómæld áhrif á skákheiminn. Einvígið í Reykjavík gat af sér skákbylgju um allan heim og í Sovétríkjunum gátu menn ekki varizt aðdáun um leið og þeir sleiktu sárin. Örninn er setztur. En arnsúginn megum við enn greina í þeim stór- kostlega skáldskap sem Bobby Fischer skilur eftir sig á skákborð- inu. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Helga Ólafsson Bobby Fischer varð skákmeistariBandaríkjanna 14 ára gamall ogyngsti stórmeistari heims nokkrummánuðum síðar. Eftir ótrúlegustu sigurgöngu skáksögunnar var hann krýndur heimsmeistari í Reykjavík hinn 10. september 1972. Hinn 22. september 1972 afhenti borg- arstjórinn í New York, John Lindsay, honum lykil að borginni og kvað upp úr að þessi dagur yrði dagur Bobbys Fischers í New York. Hann sneri frá Íslandi sem bandarísk þjóð- hetja og kom hingað aftur seint um kvöld 23. mars 2005 eftirlýstur í öllum ríkjum Bandaríkj- anna. Þá hafði hann setið í fangelsi í Japan í níu mánuði. Á sama tíma og hann flaug hingað með íslenskt vegabréf í fórum sínum höfðu banda- rísk stjórnvöld samband við utanríkisráðuneyti Íslands og sögðu að koma Fischers til Íslands breytti engu, hann yrði handtekinn yfirgæfi hann landið. Goðsögn í lifanda lífi Knattspyrnuhetjan Pelé segir á einum stað í ævisögu sinni að á einhverjum punkti á ferli sínum hafi nafn hans farið að lifa sjálfstæðu lífi. Það sama má segja um Bobby Fischer. Nafn hans gnæfði yfir alla aðra meistara skákarinnar löngu eftir einvígið 1972. Hann gerbreytti ímynd skákarinnar á alheimsvísu og ruddi braut nýjum tækifærum fyrir flesta aðra en sjálfan sig. Fischer virðist hafa hreyft við ímyndunarafli fjölmargra listamanna. Hann kemur við sögu í kvikmyndum, t.d. Searching for Bobby Fischer og Fresh með Samuel Jackson í aðalhlutverki, söngleikurinn Chess hefði aldrei verið skrifaður nema vegna sögu Fischers. Um ástæður þess hvers vegna hann hafnaði öllum þeim ótal tilboðum sem honum buðust eftir einvígið 1972 skal ekkert fullyrt hér, en að hann skyldi afsala sér heimsmeistaratitlinum árið 1975 þó að Filippseyingar hefðu boðið fram 5 milljóna dollara verðlaunafé fyrir einvígi hans við áskorandann Anatoly Karpov, var mörgum erfiður biti að kyngja. Og árin liðu. Fischer var í „sjálfvalinni út- legð,“ sögðu blöðin en annað veifið bárust frétt- ir um möguleg einvígi. Ég hitti Borís Spasskí 1987 og hann var þá nýkominn af fundi Fisch- ers í Pasadena. Þeir ræddu um mögulegt ein- vígi en mér fannst þetta orðin fremur þreytt tugga og lagði varla við hlustir. En svo kom ein- vígið við Borís Spasskí í Sveti Stefan og Bel- grad 1992. „Mesta endurkoma sögunnar síðan Napóleon ýtti einmöstrungi sínum úr vör frá eyjunni Elbu á k v v t k f v f V N i h a m m á Í G a B s r s l B r Helgi Ólafsson minnist einmana snillings sem Íslending Fischer ruddi braut Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Ein frægasta og umdeild-asta goðsögn skáksög-unnar er látin í Reykja-vík. Bobby Fischer var 64 ára þegar hann lést og þótt hann tefldi ekkert opinberlega frá 1972, ef undanskilið er einvígið við Spasskí í Júgóslavíu 1992, er ferillinn stór- brotinn. Hann batt í „Einvígi ald- arinnar“ enda á nær þriggja áratuga einokun Sovétmanna á heimsmeist- aratigninni og fullyrti að hann hefði sannfært heiminn um að Banda- ríkjamenn ættu ekki síður gáfu- menn en aðrar þjóðir en þeir ekki þakkað sér á viðeigandi hátt. En andúð hans á samlöndum sín- um snerist smám saman upp í hatur, einkum þegar hann var sakaður um að brjóta gegn samskiptabanni SÞ gegn Júgóslavíu með einvíginu við Spasskí 1992. Það sem Bandaríkja- menn áttu erfiðast með að fyrirgefa honum voru alræmd ummæli 11. september 2001 þegar fréttir höfðu borist af árásunum á New York og Washington þar sem um 3.000 manns létu lífið. Fischer hringdi þá í útvarpsþátt á Filippseyjum og sagði þetta vera „dásamlegar fréttir“. Hann sagðist vona að Banda- ríkjaher tæki völdin og „loki öllum sýnagógum, handtaki alla gyðinga og hundruð þúsunda samsæris- manna úr röðum gyðinga“. „Gott að sjá þá engjast“ Þótt Fischer verði að sjálfsögðu aðallega minnst í framtíðinni fyrir snilld sína við taflborðið var hann síðustu árin alræmdur fyrir haturs- fullar yfirlýsingar af þessu tagi. Hann sýndi oft á ferlinum merki um vænisýki á háu stigi. Og sumt sem hann sagði um andstæðinga við skákborðið var ekki beinlínis mann- úðlegt. „Mér finnst gott að sjá þá engjast,“ sagði hann. Aðrir geta sagt að Fischer hafi bara verið hrein- skilnari og minni diplómat en aðrir skákmenn, þeir hafi kunnað betur listina að þegja. Fischer bar ekki gæfu til að fylgja sigrinum á Spasskí eftir heldur hætti að keppa opinberlega næstu 20 árin. Alþjóðaskáksambandið svipti hann heimsmeistaratitlinum 1975 enda sumar kröfur Fischers vegna fyrirhugaðs einvígis við Anat- olí Karpov í reynd óaðgengilegar. Lengi eftir 1975 var lítið vitað um Fischer, hvar hann var og hvað hann hafði fyrir stafni. Vitað er að hann lét mikinn hluta af verðlaunafénu úr einvíginu við Spasskí renna til sér- trúarsafnaðar er boðaði endurkomu Krists, Worldwide Church of God, sem hann tengdist lengi en sleit síð- ar tengslin við. Hann var handtek- inn í Kaliforníu snemma á níunda áratugnum vegna þess að lögreglan taldi hann hafa átt aðild að banka- ráni. Var Fischer þá fúlskeggjaður og eins og umrenningur til fara. Hann harðneitaði að segja til nafns og varð því að dúsa í fangelsinu þangað til borin voru kenns Ljóst er að Fischer var snilldargáfu á afmörkuðu fullyrt er að greindarvísit hafi verið 181, hærri en hjá mönnum eins og Albert Fölsk hógværð þjakaði han hann var eitt sinn spurður h fremstur skákmanna og „Það er fallegt að vera hó það væri asnalegt ef ég s sannleikann. Það er Fische En hann var maður sem iðar kröfur til samfer sinna. „Herra Fischer er ek sem auðvelt er að fást vi Goðsögn skákma Átök Frá einvígi aldarinnar 1972, Bobby Fischer og Borís Spassk Sæll! Guðmundur G. Þórarinsson reynir að heilsa Fischer. Á my má einnig sjá Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjón og Einar S. Ein Árvaku Ferill skáksnillingsins Bobbys Fischers minnir á harml í harmleik og beina spjótunum meira gegn sjálfum sér e
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.