Morgunblaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 46
… en hann er með alltof marga eyrna- lokka fyrir minn smekk …48 » reykjavíkreykjavík  Eins og fram kom á þessum stað í blaðinu á dögunum hefur sýningaréttur á söngleiknum Ást verið seldur í Englandi en von er á því að sýn- ingin fari á fjalir einhvers leikhúss- ins í London í byrjun maí og þá með enskum leikurum. En velgengni Ástar einskorðast ekki við erlenda sigra því hér á landi hefur sýningin gengið fyrir fullu húsi frá því verkið var frum- sýnt haustið 2006. Nú hefur heyrst að forráðamenn sýningarinnar hyggist fjölga sætum á Nýja svið- inu, þar sem verkið er sýnt, og bæta við heilum 100 sætum. Aðsókn á sýninguna er enn slík að auðvelt er talið að selja í aukasætin en einnig mun vera reynt að koma til móts við mikinn kostnað við hverja sýn- ingu en í henni taka þátt um 20 leik- arar og söngvarar. Ástin lætur ekki að sér hæða. Ást nýtur vinsælda hér sem ytra  Veitinga- og skemmtistaðurinn Kaffibrennslan var lengi mjög vin- sæll skemmtistaður en gullald- artími staðarins var líklega um það leyti sem Tómas Tómasson stýrði staðnum undir lok tíunda áratugar síðustu aldar. Nú hefur nýr staður verið reistur á grunni Kaffibrennsl- unnar og kallast sá Brons. Nafnið tengist öðrum veitinga- og skemmtistöðum sem staðsettir eru í sömu húsalengju, þ.e. Gulli og Silfri sem finna má í húsakynnum Hótel Borgar en sömu rekstraraðilar standa að öllum þremur stöðunum. Nýi staðurinn hefur farið í gegnum allmikla andlistlyftingu eins og venja er þegar nýir eigendur taka við og glænýr matseðill hefur verið settur saman af kokkum staðarins. Þá verður einnig boðið upp á áfenga drykki þó bjórúrvalið verði öllu fátækara en áður enda státaði Kaffibrennslan af myndarlegasta öl-úrvali norðan Alpafjalla. Nýr staður, Brons  Þeir aðdá- endur Sigur Rósar sem ekki urðu nógu snöggir til þegar viðhafnarútgáfa af plötunni Takk kom út fá nú tækifæri til að lappa upp á safnið því um 100 eintök af útgáfunni fundust nýverið í ótil- greindri vöruskemmu og fást nú keypt í netverslun sveitarinnar. Platan kom út á sínum tíma í 3.000 eintökum en meðfylgjandi eru 48 síður af handmáluðum myndum eft- ir hljómsveitarmeðlimi auk heim- ildamyndar á mynddiski. Týnd eintök af Takk finnast í skemmu DANSÞÁTTUR þjóðarinnar, eins og hann er kall- aður, Party Zone á Rás 2, kynnir árslista sinn í kvöld á milli kl. 19.30 og miðnættis. Síðar sama kvöld verður svo árslistakvöldið svokallaða haldið á NASA. Þar koma fram hinn þýski Marc Romboy og hinn sænski Tomas Andersson. Morgunblaðið lagði nokkrar laufléttar en um leið dúndrandi hressar og stuðvænar spurningar fyrir kauða. Marc Marc Romboy hefur hrundið af stað fjölda raf- tónlistarútgáfna en dagvinnan, ef svo má kalla, snýst um Systematic-útgáfuna sem gerir út frá Berlín. Tónlist Romboy er hústónlist, undir sterk- um áhrifum frá Chicago-skólanum. „Kannski er það vegna þess hversu iðnvætt landið er,“ segir Marc þegar blaðamaður spyr hann hvort hann hafi einhverjar skýringar á hinni góðu heilsu sem þýsk raftónlist hefur notið í gegn- um árin. „Áhrif Kraftwerk eru þá mjög mikil en þýskar útvarpstöðvar tóku að spila lög með henni strax í upphafi áttunda áratugarins þannig að í huga Þjóðverja hefur sú tónlist aldrei verið framandi. Ég held líka að verðlag í borgum eins og Berlín og Köln ýti undir þetta, sjáðu t.d. London sem er rán- dýr.“ Marc segir danstónlistarsenuna vissulega afar alþjóðlega. Tæknivæðingin hafi gert það að verk- um að stutt sé á milli, en þó að teknó sé stundað um allan heim er alltaf einhver blæbrigðamunur á hljómi hvað einstök svæði varðar, einhverra hluta vegna. Þetta heimsþorpslíkan er þá af hinu góða að hans mati, t.a.m. gaf hann út plötu á dögunum með brasilíska raf-/danstónlistarmanninum Gui Boratto en þeir eiga enn eftir að hittast í eigin persónu! Marc sýtir að geta ekki sinnt tónlistinni meira, en annir í kringum rekstur eru talsverðar. Og hvað áhrifavalda í tónlist varðar tiltekur hann ekki bara tónlistarmenn, heldur umhverfið sjálft; útvarp, sjónvarp, göngutúr um lystigarð og bösk- arann á götuhorninu. „En til að svara þessu almennilega þá ólst ég upp við Bítlana og Stones en fyrsta platan sem ég keypti mér var The Robots með Kraftwerk. Þá er ég mikill Kiss-aðdáandi (!). Svo var það nýbylgjan, Joy Division, Smiths og svo varð ég mjög hrifinn af Front 242. Svo komst ég í kynni við danstónlist- ina í Chicaco og „acid-house“-bylgjuna og þá varð ekki aftur snúið.“ Marc ætlar að gefa sér meiri tíma fyrir fjöl- skyldu og vini í framtíðinni og hyggst hlaupa meira um í skóginum (hann gefur ekki nánari skýringar á því atferli). Önnur breiðskífa hans, Contrast, kemur svo út í júní. Tomas Tomas Andersson er sænskur sveitadrengur sem flutti í borgina (Stokkhólm) og fór að læra lögfræði. Hann byrjaði ferilinn í hljómsveitum en fór svo að þeyta skífum og skipuleggja uppá- komur. Hann hefur gefið út tugi platna síðan hann hóf raf-/danstónlistarferilinn (’99). Und- anfarið hefur samstarf hans og útgáfunnar Bpitch Control verið einkar farsælt en á vegum þess kom tólftomman Washing Up út árið 2005 og sló í gegn, var m.a. endurhljóðblönduð af hinum kan- adíska Tiga. „Þetta er alltaf að verða betra,“ segir Tomas um raf-/danstónlistarsenuna í Svíþjóð. „Það eru mestmegnis litlir klúbbar sem eru að sinna þessu en það hefur verið ágætt streymi af þekktum er- lendum nöfnum í gegnum borgina undanfarin ár. Þeim sem eru að semja svona tónlist fjölgar þá stöðugt.“ Tomas er sammála kollega sínum, Marc, um að danstónlist í dag sé einkar „alþjóðleg“ en alltaf sé hægt að greina ólíkan hljóm og ólíka nálgun, sem sé skemmtilegt. „Austur-Evrópubúarnir eru t.d. miklu harðari einhvern veginn.“ Hann á ekki í erfiðleikum með að greina á milli viðskiptahliðarinnar og þeirrar listrænu, segist einbeita sér að því skemmtilega (þ.e. að skapa og spila tónlist) og leyfa fólkinu með viðskiptanefið að sjá um þau efni. Tónlistaráhugi Tomasar beindist fljótt í átt að tölvu- og hljóðgervlatónlist og hann tiltekur nöfn á borð við Kraftwerk og Jean Michel Jarre og einnig diskó frá áttunda áratugnum. „Þá verð ég að nefna The Stooges og Velvet Underground. Svo hefur Elvis alltaf verið til stað- ar fyrir mig.“ Hann segist eiga erfitt með að sjá fyrir sér að hann geri ekki tónlist í framtíðinni. „Fyrir mig er þetta sálarhreinsandi ferli og ég verð að gera þetta, hvort sem einhver er að hlusta eða ekki.“ Meira Auk þeirra Marcs og Tomasar mun sænska snúðatvíeykið Super Diskant þeyta skífum og fulltrúar Fróns verða DJ Casanova og DJ Lazer. Party Zone gerir upp árið Stuðbolti Marc Romboy hlustaði á Bítlana og Rolling Stones þegar hann var yngri en fyrsta platan sem hann keypti sér var The Robots með Kraftwerk. Þrettánda árslistakvöld Party Zone fer fram á NASA í kvöld og er haldið í samvinnu við Jón Jónsson. Sjóðheitir plötusnúðar frá Þýskalandi, Svíþjóð og, já, okkar ástkæra Íslandi þeyta skífum fram á nótt. Arnar Eggert Thoroddsen tók tvo erlenda skífuþeytara tali í tilefni af dansveislunni. Svíinn Tomas Andersson verður væntanlega hress í kvöld þó myndin gefi það ekki til kynna. arnart@mbl.is Sjá nánar á www.pz.is og www.jon-jonsson.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.