Morgunblaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MUN ódýrara er fyrir sjúkling, sem reglulega þarf lyfjaskammt, að fá þriggja mánaða skammt en t.d. til eins mánaðar. Ástæðan er að greiðslukerfið virk- ar þannig að þak er á kostnaði sjúklingsins. Sem dæmi má nefna lyf sem kostar 10.000 krónur. Sjúk- lingur greiðir t.d. 3.000 krónur fyrir mánaðar- skammt, miðað við að sú tala sé þakið. Á þremur mánuðum greiðir hann kostnaðinn þannig þrisvar, alls 9.000 krónur. Ef sjúklingurinn hins vegar fær þriggja mánaða skammt í einu kostar lyfið 30.000 krónur í heildina, þakið er hið sama og kostnaður sjúklingsins því eingöngu 3.000 kr. Í frétt í Morgunblaðinu í gær kom fram að apó- tekin hentu á tilteknu tíu mánaða tímabili fimm tonnum af vannýttum lyfjum. „Það eru margar ástæður fyrir því að lyfjum er hent,“ segir Rann- veig Gunnarsdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar. Regl- ur eru um að ónotuðum lyfjum eigi að skila til apó- tekanna en Rannveig segir ljóst að fólk hendi jafnframt lyfjum sjálft og engin leið sé að gera sér grein fyrir hversu miklu magni er hent þannig. Birgðastýring getur verið ástæða þess að lyfjum er hent og að sjúklingar taki ekki lyfin sín, sem m.a. kemur til af því að sjúklingum finnist lyfið ekki verka sem skyldi, það hafi óæskileg áhrif og jafnvel að fólk hafi ekki nægar upplýsingar til að vita hvernig taka á lyfið rétt. „Síðan getur vel verið að fólk hafi fengið þriggja mánaða skammt af því að leyft er að ávísa til þriggja mánaða í senn og svo komi í ljós að sjúklingur þoli ekki lyfið. Þá hættir hann náttúrlega að taka það,“ segir Rannveig. Þessu til viðbótar nefnir hún stóra skammta. Eina leið til úrbóta í þessum efnum segir Rann- veig vera að afgreiða minna magn í einu. „Það er að segja að skammta lyfin þannig að sjúklingur geti t.d. farið viku- eða mánaðarlega og fengið skammt- inn, þá fái hann nákvæmlega það sem hann eigi að taka. Slík skömmtun myndi líka hjálpa til við að lyf séu tekin rétt, af því að það er merkt hvernig á að taka þau og auðveldara að fylgjast með því þannig.“ Rannveig segir þó að aldrei verði alveg hægt að koma í veg fyrir að lyfjum verði hent, þar sem lyf fyrnast og alltaf verður eitthvað um að ávísað sé lyfjum sem fólk síðan þoli ekki. Nýtt kerfi í gagnið 1. maí? Nefnd er að störfum, undir forystu Péturs H. Blöndal, þingmanns Sjálfstæðisflokks. Hlutverk hennar er að endurskoða greiðsluþátttöku almenn- ings í heilbrigðiskerfinu. Vonast er til að nýtt kerfi varðandi lyfjakostnað komist í gagnið 1. maí. „Nú er umræðan um að breyta greiðslukerfinu þannig að það verði ekki hvetjandi að afgreiða meira en minna,“ segir Rannveig. Mikilvægt er að rétt sé staðið að förgun lyfja, um getur verið að ræða eiturefni sem geta komið sér illa fyrir náttúruna. „Æskilegast er að fólk fari með vannýtt lyf í apótekin, þannig að þeim sé fargað á réttan hátt. Í sumum tilvikum eru þetta einfaldlega eiturefni, t.d. má segja það um krabbameinslyf, þau eru hættuleg og ekki æskilegt að þau séu í nátt- úrunni. Mjög óæskilegt er að fleygja sýklalyfjum í klósettið, þá er mögulega verið að ala upp bakteríur sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum og það er alls ekki sniðugt að hormónalyfin fari út í náttúruna, svona sem dæmi,“ bendir Rannveig á. Þriggja mánaða skammtur mun ódýrari en eins mánaðar Morgunblaðið/Friðrik Lyf Apótekin sjá um förgun vannýttra lyfja. Mikilvægt að rétt sé staðið að förgun lyfja þar sem í þeim geta verið eiturefni Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is TOYOTA-skákmót eldri borgara fór fram í gær og tóku alls 26 manns þátt í mótinu. Magnús Kristinsson, eigandi Toyota-umboðsins, lék fyrsta leik mótsins í skák Haraldar Axels Sveinbjörnssonar og Björns Þor- steinssonar, sem vann allar 9 skákir sínar og stóð uppi sem sigurvegari mótsins. Árvakur/Ómar Eldri borgarar mættust við taflborðið „ÞESSAR auglýsingar endurspegla vel brennandi áhuga [Helga] á mál- efnum aldraðra og ég fagna því,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir fé- lags- og tryggingamálaráðherra en Helgi Vilhjálmsson birti í gær opnuauglýsingar í dagblöðum, þar sem hann skorar á Jóhönnu að beita sér fyrir lagabreytingum sem geri lífeyrissjóðum kleift að fjár- festa fyrir hluta innkomu sinnar í húsnæði fyrir aldraða. „Hann vill að lífeyrissjóðirnir byggi húsnæði fyrir eldri borgara en hann verður líka að líta á hina hlið málsins, sem er að lífeyrissjóðirnir hafa þá skyldu fyrst og fremst að tryggja lífeyr- isþegum viðunandi lífeyri og þeir verða því alltaf að hafa í huga að hámarka ávöxtun sjóðanna,“ segir Jóhanna. „Ef sjóðirnir eiga að koma inn í fjármögnun á húsnæðismálum aldraðra verða þeir að fá viðunandi raunávöxtun á sínu fjármagni og það má vel vera að eins og hluta- bréfamarkaðurinn er núna sé það skynsamleg ákvörðun að fara þá fjárfestingarleið sem Helgi nefnir. Vill heyra frá lífeyrissjóðunum Ég tek líka eftir að Helgi segir að stjórnendur sjóðanna haldi því fram að það strandi einungis á lagasetn- ingu. Þeir hafa ekki, að því er ég best veit, komið þeirri skoðun sinni á framfæri við stjórnvöld. Það væri þá ágætt að heyra skoðun þeirra á því. Það er rétt að finna þarf nýjar leiðir til að hraða t.d. uppbyggingu hjúkrunarheimila fyrir aldraða og fækka fjölbýli. Við erum að skoða í mínu ráðuneyti hvernig hægt er að gera það og erum við að skoða nýj- ar fjármögnunarleiðir í því sam- bandi.“ Getur ver- ið skyn- samleg leið Jóhanna Sigurðardóttir Nýjar fjármögnunar- leiðir til skoðunar Helgi Vilhjálmsson H efurðu hitt þennan Bobba?“ gall í einum 8 ára snáða á skákæfingu síð- astliðinn þriðjudag, „Bobba Fischer?“ Ég hugsaði með mér að þetta væri það sem ég ætti í raun að vera að gera allan ársins hring – það væri gagn í því, vit og gleði að kenna og tefla skák. „Þessi Bobbi, einn almesti snillingur hinna 64 reita, dó 64 ára að aldri í Reykjavík tveimur dögum síðar. Hann lést á sextugsafmæli Davíðs Oddssonar, sem í utanríkisráðherratíð sinni hafði um það pólitíska forystu að Fischer væri veitt skjól hér á Íslandi. Einvalalið ólíkra einstaklinga hér heima hafði haldið bar- áttunni fyrir frelsun Fischers gangandi vikum og mánuðum saman. Embætt- ismenn fóru á taugum í málinu, aðrir hik- uðu eða viku sér undan, en Davíð tók af skarið. Sæmi og Bobby féllust í faðma eftir 33 ára aðskilnað. Fischer var einn magnaðasti snillingur sem skáklistin hefur átt. Innsæi hans, skarpskyggni, frumleika, vinnusemi, ástríðu og afburðahæfileika gat enginn dregið í efa. Hann tefldi allar skákir til vinnings enda var óbilandi sigurvilji hans höfuðeinkenni. Bobby Fischer var fædd- ur til að tefla. Fischer var barn kalda stríðsins og leit stoltur á það sem sitt hlutverk að hnekkja á einokunarvaldi Sovétríkjanna yfir skáklistinni. Á margan hátt uppfyllti Fischer goðsögnina um ameríska draum- inn: Einstaklingurinn sem berst einn gegn kerfinu og yfirbugar stórveldi skriffinnskunnar af eigin rammleik, hug- fengi og frumleik. Hann var Öskubuska hins vestræna skákheims í kalda stríðinu – sá sem sigraði vélina sem öllum virtist ósigrandi. Með afrekum sínum færði hann skáklíf Vesturlanda og atvinnu- mennsku á langtum hærra plan en það hafði áður verið og lagði grunninn að nú- tímalegri vinnubrögðum. Það fór enda þannig að þegar Fischer sneri baki við skákinni þá sneri hann baki við inntaki lífs síns. Þegar listin sem blés sál hans lífi hvarf úr lífi hins unga og glæsilega 29 ára heimsmeistara árið 1972 hvarf Bobby Fischer inn í hugarheima sem flestum voru huldir. Einangrun varð hans hlutskipti. Í fjölda ára var Bobby Fischer grát- beðinn um að koma aftur að skákborð- inu. Hver milljónamæringurinn á fætur öðrum bauð honum gull og græna skóga fyrir að tefla. Svarið var alltaf hið sama: Nei. Svo gerðist það sem öllum kom í opna skjöldu: Fischer sneri aftur í eitt einasta sinn og tefldi við Spasskí árið 1992. Fyrir þessa endurkomu hefndist Fischer grimmilega og fangelsi varð á endanum raunin. Þeir Spasskí og Fisch- er hittust svo aftur í leyni árið 2006, á málþingi sem Skáksamband Íslands hélt til heiðurs Friðriki Ólafssyni. Þar urðu fagnaðarfundir og merkilegt að upplifa hið einlæga vinarþel á milli þessara gömlu andstæðinga. Engum dylst að á síðara skeiði lífs síns var Bobby Fischer þjökuð sál. Fischer af- neitaði föðurlandi sínu, móður sinni, vin- um sínum, trú sinni, köllun sinni og ástríðu. Hann var þar sjálfum sér verstur og úthýsti því sem stóð honum næst, sjálfskipaður útlagi eigin hamingju. Fischer svipar þannig til sumra annarra jöfra mannkynssögunnar á sviði lista og vísinda, hverra dyggasti félagi var snilli og innblástur en hvorki hamingja né blessun í mannlegu samfélagi, hvað þá hugarró. Ýmis ummæli Fischers og yfirlýsingar í seinni tíð eru andstyggilegar og óverj- andi og bera huga einangrunar og rang- hugmynda vitni. En hann var um leið ljúfur Ameríkani í fari og háttum sem sást á götum Reykjavíkur eins og vina- legur afi á vappi um bæinn, bankandi upp á hjá Braga bóksala á Klapparstígnum. Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótið 2008 er nú handan við hornið og fremstu skákmeistarar heims hvaðanæva úr heiminum munu enn á ný flykkjast til Reykjavíkur. Það er við hæfi að nú verði reynt að bjóða sérstaklega til leiks eldri heiðursmönnum á borð við Spasskí, Port- isch, Hort og fleiri sem Fischer atti kappi við á ferlinum. Þannig gætum við minnst PISTILL » Það fór enda þannig að þegar Fischer sneri baki við skákinni þá sneri hann baki við inntaki lífs síns. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Bobby Fischer skáksigra hans með eftirminnilegum hætti. Margir skákunnendur, fjölmargir, um allan heim, höfðu í vonbrigðum sínum og sorg yfir óforsvaranlegum hatursyfirlýs- ingum, vænisýki og ranghugmyndum Fischers á seinni árum snúið við honum baki sem manneskju. Margir skákmeist- arar voru í raun djúpt særðir yfir fram- komu hans, sárir, hneykslaðir og reiðir. Það er skiljanlegt. En þótt hatursyfir- lýsingar Fischers verði alltaf óverjandi er ég þakklát fyrir það að „þessi Bobbi“ skyldi boðinn velkominn til Íslands þegar aðrir sneru við honum baki og honum var ætlað að ljúka lífinu í fangelsi. Það er vonandi að ástríða hans og guðs gjöf á sviði skáklistarinnar, blómi hans, inn- blástur og sköpun fái að lifa í minning- unni, burtséð frá hliðunum svörtu og sársaukafullu. Hljóðpistlar Morgunblaðsins, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir les pistilinn HLJÓÐVARP mbl.is ÞAU slæmu mistök urðu í frétt af stöðu kjaraviðræðna í blaðinu í gær að þar sagði ranglega að upplýs- ingar um afstöðu Starfsgreina- sambandsins (SGS) væru hafðar eft- ir Sigurði Bessasyni, formanni Eflingar. Hið rétta er að þessi hluti fréttarinnar og tilvitnuð svör voru byggð á samtali við Kristján Gunn- arsson, formann Starfsgreina- sambandsins. Mistökin stöfuðu af því að blaðamaður fór mannavillt þegar leitað var eftir fréttaviðtali um stöðu samningamálanna í fyrra- kvöld, með þessum afleiðingum. Þá skal það leiðrétt að Flóafélögin eru ekki aðilar að aðgerðahópi SGS og ekki var haldinn sameiginlegur fundur SGS og Flóafélaganna um samningamálin í fyrradag eins og ranglega var fullyrt í fréttinni. Eru viðkomandi beðnir afsökunar á mis- tökunum. LEIÐRÉTT Ranglega borinn fyrir frétt um kjaramál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.