Morgunblaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðríður Bjarn-ey Ágústsdóttir fæddist á Selfossi 26. desember 1961. Hún lést 5. janúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Dagbjört Sigurð- ardóttir, f. 3. sept- ember 1924, d. 26. ágúst 2005 og Ágúst Guðbrandsson, f. 1. ágúst 1921, d. 13. nóvember 2005. Systkini hennar eru 1) Guðbrandur Stígur, f. 24.3. 1960, maki Brynhildur Arthúrs- dóttir, f. 9.5. 1969, börn a) Ingunn Ýr, sambýlismaður Hannes Þ. Sig- urðsson, b) María Björt, c) Dag- björt, d) Kristín Hrefna, e) Gyrðir Hrafn og f) Kormákur Ari. 2) Sig- Kristján Eldjárn Þóroddsson. 5) Ragnheiður Drífa, f. 3.1. 1948, maki Logi Hjartarson, f. 19.9. 1962, börn a) Dagbjört Lára, maki David Charles Kempf og b) Björgvin Daði, sambýliskona Helena Ketils- dóttir. 6) Kristín, f. 18.2. 1949, börn a) Sigurður Dagur, sambýliskona Sigríður Sif Magnúsdóttir, b) Karl Áki, sambýliskona Berglind Ragn- arsdóttir, c) Snorri, maki Fjóla Kristinsdóttir og d) Gauti. 7) Jason, f. 22.8. 1954, maki Hrönn Stur- laugsdóttir, f. 18.12. 1957, börn a) Steinþór, b) Sonja, sambýlismaður Sigurður Eggert Haraldsson og c) Sara, sambýlismaður Garðar Guð- jónsson. Dóttir Guðríðar Bjarn- eyjar og Hosni Ómars Hassan er Valborg Sonya, f. 4. nóvember 1993. Þau slitu samvistum. Guðríður Bjarney ólst upp á Stokkseyri til 17 aldurs. Eftir það bjó hún lengst af í Reykjavík og vann þar við verslunar- og þjón- ustustörf meðan heilsa leyfði. Guðríður Bjarney verður jarð- sungin frá Stokkseyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. ríður Inga, f. 26.12. 1961, börn a) Kristín Elísabet, b) Ágúst Georg og c) Kolbrún Tanya. 3) Dagrún Mjöll, f. 16.6. 1965, maki Aron Hauksson, f. 5.2. 1967, börn: a) Ágúst Aron, b) Birta Hlíf, maki Joshua David Epstein, c) Andri Dagur, unnusta Arndís Hrund Bjarna- dóttir, d) Diljá Mjöll og e) Aron Breki. 4) Hólmfríður Hlíf, f. 7.10. 1946, maki Einar Páll Bjarnason, f. 7.7. 1944, börn a) Steinþór, maki Áslaug Dís Ásgeirsdóttir, b) Guðjón Eggert, d. 16.12. 1983, c) Hólmfríður, sam- býlismaður Magnús Ragnar Magn- ússon og d) Silja Hrund, maki Guðríður Bjarney er látin, 46 ára að aldri, hvar endar þetta! Ég á við að hún var í rauninni að byrja lífið. Hún var hjá okkur Drífu 3. janúar í veislu og þar ræddum við um framtíðina og hún sá hana nokkuð skýrt og greini- legt að hún var að vinna í sínum mál- um. Hún var svo sannarlega ekki á förum héðan. Þegar við Drífa byrjuðum saman var Gudda sú fyrsta sem ég kynntist úr hennar fjölskyldu því hún gerði sér ferð í Mávahlíðina að skoða grip- inn. Hún kom mér vel fyrir sjónir, ákveðin og skemmtileg og tókst með okkur góð vinátta sem varði alla ævi. Hún fékk mig iðulega lánaðan hjá systur sinni til að fara á böll og alltaf var henni treyst fyrir mér. Hún var góður danspartner og krafturinn í henni! Ætli hún hafi logið þessu með mjaðmagallann? Hún var með með- fæddan mjaðmagalla sem háði henni alla ævi en aldrei á dansgólfinu. Þeg- ar hún var í stuði þá einhvern veginn tók hún allt yfir og allir stóðu og sátu eins og hún vildi, þvílíkur sjarmi sem stúlkan hafði! En líf Guddu var ekki dans á rós- um, síður en svo. Síðustu árin voru henni ábyggilega gríðarlega erfið. En hún æðraðist aldrei, hún var ótrúlega sterk þegar á reyndi. Bæði var hún tvíburi þannig að þær Inga höfðu allt- af styrk hvor af annarri og svo eign- aðist hún dóttur 1993 sem reyndist henni sannur sólargeisli, og eins voru börn Ingu henni gleðigjafar. Auðvitað vildi ég hafa verið henni jafn hjálpsamur og hún var okkur Drífu en við gerðum hvað við gátum og lokuðum engum dyrum og erum þakklát fyrir það. Hjálpsemi hennar meðan heilsan leyfði var slík að þar var við tröll en ekki mann að eiga. Nú ber að horfa fram á veginn og búa Valborgu, Ingu og börnum hennar og okkur öllum gott líf! Ó, faðir, gjör mig lítið ljós um lífs míns stutta skeið, til hjálpar hverjum hal og drós, sem hefur villst af leið. Ó, faðir, gjör mig sigursálm, eitt signað trúarlag, sem afli blæs í brotinn hálm og breytir nótt í dag. (Matthías Jochumsson.) Far í friði elsku, Gudda mín. Ég trúi því að þú hafir náð vopnum þín- um og sért í góðra vina hópi. Þinn Logi. Elsku Gudda, mig langar til að minnast þín með nokkrum orðum. Ég man svo vel eftir því þegar ég fékk að koma til þín í sveitina að Syðri-Gróf og dvelja hjá þér í dálít- inn tíma. Það var mjög skemmtilegur tími þar sem ég fékk að kynnast öllu því sem fram fer í sveitinni. Einnig bauðstu mér oft að koma og gista hjá þér í Reykjavík sem var alltaf skemmtilegt. Manstu þegar við vor- um að keyra út pizzurnar? Við hlóg- um og fífluðumst svo mikið. Þú varst alltaf hress og kát og hafðir háan, smitandi hlátur og fór ekkert á milli mála þegar þú varst annars vegar. Ég man ekki eftir þér öðruvísi en með bók við höndina. Ísfólksbækurn- ar voru þinn „fjársjóður“ og minna mig alltaf á þig. Þú lánaðir mér þær meðan ég vann í Árnesi í Þorlákshöfn veturinn eftir að ég kláraði stúdents- prófið og styttu þær mér svo sann- arlega stundirnar. Ég kláraði þær ekki allar en ég ætla að gera það einn daginn. Ég vildi að lífið hefði farið á annan veg hjá þér en ég held fast í þessar góðu og skemmtilegu minningar um þig. Ég vona að þú hafir það gott núna og að þér líði vel. Þín frænka, Hólmfríður. Elsku Gudda, þegar ég var yngri varstu uppáhaldsfrænkan mín og í raun sú eina sem ég almennilega um- gekkst af ættingjum. Það var ávallt líf, fjör og fólk í kringum þig. Þú varst með þína sérstöku takta eða stæla sem voru svo skemmtilegir og enginn gat leikið eftir þér. Þú hafðir þinn háttinn á að segja sum orð með spes áherslu. Þau sem voru t.d. með okkur í ferðinni til Portúgals muna hvernig þú sagðir Lisboa. Ég man eftir þér keðjureykjandi í eldhús- króknum með kókglasið ekki langt undan og símann. Að skipuleggja eitthvað hringjandi út um allt, þú varst svo mikil félagsvera og alltaf að útrétta. Þú hafðir gáfurnar og vissir hvernig söng. Í minningunni eru ofarlega í huga allir bíltúrarnir sem við tvær áttum saman þegar við fórum út á land. Þá var keypt mikið nammi í bílalúgu áð- ur en haldið var af stað til Ólafsvíkur, Galtalækjar eða hvert svo sem ferð- inni var heitið. Þegar þú skemmtir þér þá þokkalega skemmtir þú þér best, eins og í brúðkaupi nýlega, þá dansaðir þú eins og það væri enginn morgundagur. Enda kom í ljós að það voru ekkert svo margir morg- undagar sem þú áttir eftir. Ég get ímyndað mér að þú hafir verið sárk- valin eftir danskvöldið. Þú varst harðdugleg þrátt fyrir veikindin, lést þig hafa það og aldrei heyrði ég kvart í þér. Þú tókst skurk hvort sem það var í tiltekt, sörubakstri eða í vinnu. Þú passaðir mig oft þegar ég var lítil en þegar ég átti erfitt á táningsárun- um þá tókstu mig svolítið til þín og veittir mér skjól sem mig sárvantaði. Þér þakka ég fyrir það, mér þykir bara svo sárt að hafa aldrei almenni- lega tjáð þér það þakklæti. Þú reynd- ist móður minni vel og réttir ávallt hjálparhönd þegar á þurfti að halda. Á síðari árum málaðirðu þig út í horn gagnvart sumum en aldrei varstu nema góð í minn garð og minna. Ég veit hvað þú elskaðir mig og ég geymi í hjarta mínu þá sérstöku stund sem við áttum fyrir ekki svo löngu síðan. Mér þykir leitt að hafa fjarlægst þig en ég mun aldrei gleyma því góða sem þú barst elsku Gudda mín. Hvíl í friði. Elsku Valborg Sonya, þú hefur þurft að reyna mikið en ég vona að framtíðin eigi eftir að verða þér betri. Ég samhryggist þér elsku barn. Elsku Inga mín, tvíburasystir þín, sem var þér allt, nú er að sækja í styrkinn sem ég veit að þú hefur, ég samhryggist þér innilega. Dagbjört Lára Sverrisdóttir. Guðríður Bjarney Ágústsdóttir ✝ Sveinn Krist-jánsson fæddist að Langholtsparti í Hraungerðishreppi í Árn., 20. desember 1912. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði 13. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðríður Sveins- dóttir, f. á Rauða- felli í A-Eyja- fjallahreppi 14. maí 1872, d. 23. jan. 1967, og Kristján Diðriksson bóndi og kennari, f. í Króki í Hraungerðishr. 16. apríl 1861, d. 17. des. 1922. Sveinn ólst upp frá þriggja ára aldri hjá móð- urbróður sínum Sigurfinni Sveins- syni og konu hans Guðrúnu Þor- steinsdóttur að Bergsstöðum Biskupstungum þar sem hann eignaðist fjögur uppeldissystkini. En þau eru: Þorsteinn sem er lát- inn, Kristrún, Þórunn og Dórót- hea. Alsystkini Sveins voru: Elín, f. 1899, d. 1987, Diðrik Kristinn, f. 1900, d. 1916. Sveinbjörg, f. 1902, d. 1990, Einar, f. 1903, d. 1984, Gissur, f. 1904, d. 1993, Vigdís, f. 1906, d. 1994, Jón, f. 1907, d. s.á, Jón, f. 1908, d. 1994, Sveinn, f . 1910, d. 1997, Úlfhildur, f. 1911, d. 2003, og Gísli, f. 1914, d. 1926. Geir, og Ástrós, og b) Erla Þur- íður. 4) Gísli Rúnar, f. 10.3. 1949, kvæntur Sigurveigu Helgadóttur, þau eiga tvo syni, a) Svein, sam- býliskona Eva Jóhannesdóttur, þau eiga dótturina Bergdísi, og b) Helga, sambýliskona Gunnhildur Sveinbjörnsdóttir, þau eiga dótt- urina Sigurbjörgu. 5) Baldur Indr- iði, f. 23.1. 1954, kvæntur Betzý Marie Davíðson. Börn þeirra eru: a) Davíð Ingi kvæntur Berglindi Björk Guðnadóttur, þau eiga syn- ina Odd Olav og Auðun Inga, b) Hrafnhildur, í sambúð með Ragn- ari Sigurðssyni, og c) Sólrún María. Sveinn gekk í farskóla sveit- arinnar og síðar í Íþróttaskóla Sig- urðar Greipssonar í Haukadal. Íþróttir og andi ungmennafélag- anna voru honum í blóð borin. Eft- ir ýmis störf til sjós og lands festi hann kaup á jörðinni Drumbodds- stöðum I árið 1940. Þar bjuggu þau Magnhildur hefðbundnum búskap til ársins 1982, er þau brugðu búi og fluttu í íbúðir fyrir aldraðra í Reykholti. Sveinn var félagslyndur að eðlisfari og studdi ávallt dyggi- lega við ýmis framfaramál fyrir sveit sína. Má þar nefna stofnun Hestamannafélagsins Loga og uppbyggingu íbúða fyrir aldraða. Einnig var honum mjög annt um Bræðratungukirkju. Síðustu 9 árin dvaldi hann á Hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði. Útför Sveins fer fram frá Skál- holtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hálfsystir, samfeðra, var Jónína, f. 1898, d. 1985. Árið 1941 kvæntist Sveinn Magnhildi Indriðadóttur frá Efsta-Dal í Laug- ardal, f. 17. apríl 1914, d. 16.9. 1992. Foreldrar hennar voru Indriði Guð- mundsson frá Kjarn- holtum, f. 15.8. 1877, og Theodóra Ás- mundsdóttir frá Efsta-Dal, f. 25.4. 1884, d. 8.2. 1967. Sveinn og Magn- hildur eignuðust 5 börn, en þau eru: 1) Svavar Ásmundur, f. 6.5. 1942, kvæntur Laufeyju Eiríks- dóttur. Börn þeirra eru a) Jórunn, gift Jóni Halldóri Gunnarssyni, þau eiga 2 börn, Laufeyju Ósk og Ólaf Magna, b) Anna, gift Brynjólfi R. Hilmarssyni, og c) Dóra. d) Sveinn, í sambúð með Vigdísi Rut Andersen. 2) Ragnheiður, f. 13.11. 1944, giftist Geir Halldóri Gunn- arssyni. Þau skildu. Dóttir þeirra er Edda Heiðrún, gift Aðalsteini Ingvasyni, þau eiga 2 syni, Aron Kára og Arnar Daníel. 3) Guð- ríður, f. 22.12. 1945, gift Pétri Gauta Hermannssyni, d. 2006, dæt- ur þeirra eru a) Hildur Sólveig, giftist Magnúsi Orra Haraldssyni, þau skildu, börn þeirra eru Pétur Það fyrsta sem kemur upp í hug- ann þegar ég hugsa um afa Svein er söngur. Hann hafði mikla unun af söng og ég man varla eftir að hafa hitt hann án þess að lagið hafi verið tekið. Meira að segja hin síðari ár þegar hann var að mestu rúmfastur lifnaði hann allur við og bros færðist yfir andlitið þegar byrjað var að syngja. Ég átti þess því miður ekki kost að kynnast afa mjög vel á mínum upp- vaxtarárum þar sem ég ólst upp er- lendis en heimsóknirnar í sveitina að Drumboddsstöðum eru mér sérstak- lega minnisstæðar því mér fannst sveitalífið afar framandi og frjálslegt. Ég dáðist að vinnusemi afa og vissi frá fyrstu tíð að þar væri afar sterkur og fjölhæfur maður á ferð. Það styrkti mig enn frekar í þeirri trú þegar ég frétti að hann hefði sjálfur tekið á móti tveimur af börnum sínum heima á Drumboddsstöðum því amma var eina ljósmóðirin á svæðinu og því voru góð ráð dýr fyrir bóndann. Á þessum árum tíðkaðist ekki að karl- menn væru viðstaddir fæðingu barna sinna, hvað þá að þeir tækju á móti þeim. Hjálpsemi hans var aldrei langt undan og var hann oft beðinn aðstoð- ar af sveitungum sínum þegar dýrin voru veik eða önnur vandamál komu upp í sveitinni. Það er mér líka minnisstætt þegar afi og amma heimsóttu okkur til Kan- ada árið 1982. Ég get ímyndað mér að stórborgin hafi verið þeim jafnfram- andi og sveitin var mér, en þau vildu svo gjarnan upplifa þennan heim með okkur. Afi veitti dýrunum sem hann sá í ferðinni sérstaka athygli og það var ljóst að sveitin fór aldrei langt úr huga hans. Eftir að afi og amma hættu búskap tók afi virkan þátt í að byggja upp íbúðir fyrir aldraða í Reykholti og hafði sérstaklega gaman af félagsskap sveitunga sinna sem bjuggu í Bergholti. Á þeim árum komu listrænir hæfileikar hans enn frekar fram þegar hann hóf að búa til hina ýmsa muni úr hrosshári. Mig grunar að hann hafi verið að halda í tengslin við dýrin með þessari iðju sinni, þá ekki síst hestana sína. Hann spann og óf hluti sem glöddu augað og vöktu athygli meðal gesta. Hin síðari ár dvaldi afi Sveinn á Hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði og fékk þar afar góða umönnun. Þrátt fyrir að heilsunni hafi hrakað var eitt sem hann tapaði aldrei en það var sönggleðin. Hún mun alltaf einkenna afa fyrir mér og minning hans mun ávallt lifa í söngnum. Ég trúi því að afi hafi verið tilbúinn að kveðja þennan heim og hefja upp raust sína á æðri stað. Blessuð sé minning hans. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í farandaskjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, Sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir.) Edda. Hann afi kvaddi þennan heim 13. janúar sl., saddur lífdaga. Amma dó 1992 og eftir það horfðum við á neist- ann dofna ár frá ári. Nú getum við glaðst með afa því hann er laus úr glímunni við elli kerlingu. Við systkinin á Drumb vorum svo heppin í uppvextinum að hafa afa og ömmu í sama húsi. Seinna þegar þau drógu sig í hlé úr búskapnum fluttu þau í íbúðir fyrir aldraða í Reykholti sem var að miklu leyti þeirra hugar- fóstur. Íbúðin var nálægt skólanum og við kíktum oft á þau í hléum og vorum pottþétt mætt ef okkur leist ekki á matinn í skólamötuneytinu. Hestar voru afa hjartfólgnir, þeir voru vinir og vinnufélagar. Hann kynnti okkur fyrir hestunum og setti okkur á bak mjög ung. Afi reiddi mig oft fyrir framan sig og fékk ég þá að vera með í smalamennsku og reiðtúr- um. Það skapaðist samt fljótt vanda- mál, ég stækkaði svo fljótt að ég skyggði á útsýnið. Þá sat ég bara öf- ugt aftan við hnakkinn. Afi blístraði til að stoppa hestana í ákveðinni tón- tegund og hrekkjalómurinn hann afi var ekkert alltaf að segja fólki frá því þegar að hann lánaði hestana sína. Mörgum brá því í brún þegar hann setti okkur krakkana á bak hesti sem það sjálft réð ekki neitt við en hlýddu okkur eins og ekkert væri. Afi keyrði alltaf mjög sportlega, lét heyrast vel í bílnum og stundum þeg- ar þurfti að stoppa bremsaði hann og blístraði á bílinn svona til öryggis. Afi og amma voru bæði trúrækin. Afi var meðhjálpari svo þau fóru alltaf þegar messað var í sókninni, nokkuð sama hvernig viðraði. Við krakkarnir fórum oft með enda kirkjukaffið hennar Sigríðar í Tungu ekkert slor. Mér er það algerleg óskiljanlegt hvernig hann komst alltaf með okkur til kirkju á Saab 90 þegar mjólkurbíll- inn og pósturinn áttu í mesta basli með að komast á milli. Afi stundaði netveiði í Hvítá. Hann tók okkur krakkana með sér og kenndi okkur að bera virðingu fyrir þessu vatnsfalli. Það gilda strangar reglur um hvenær má leggja netin og einhvern tímann freistaðist afi til að láta netin liggja einum degi of lengi. Lögreglan mætti á svæðið og amma gaf þeim pönnukökur og kaffi. Fyrir dómi bar afi við aldri, sagðist aldrei muna númer hvað þessir dagar væru og hvað þá hvað þeir hétu. Dómarinn sýndi þessu skilning og bað hann að lofa sér að gera þetta aldrei aftur. Afi byrjaði hvern morgun á því að hlusta á sjö fréttirnar gera morgun- leikfimina og fara út í fjós. Stundum labbaði maður niður stigann og skreið upp í rúm hjá ömmu og kúrði. Hún kenndi okkur spil og spjallaði, og svo þegar afi kom úr fjósinu fékk maður súrt slátur og hafragraut (sem ég borðaði bara hjá afa). Afi söng mikið, það var oftast hægt að vita hvar hann var, maður gekk bara á hljóðið. Afi og amma voru samstiga í sínum búskap en ekkert endilega alltaf sammála hvort öðru. Þau voru vinir og ráðgjaf- ar sem hvöttu til dáða. „Já, já, þú get- ur alveg orðið geimfari en fyrst þarftu að læra að lesa.“ Það verður aldrei hægt að full- þakka fyrir allt sem þau gerðu. En vonandi hefur andi þeirra skilað sér til næstu kynslóða. Anna Svavarsdóttir. Sveinn Kristjánsson  Fleiri minningargreinar um Svein Kristjánsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.