Morgunblaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Ægir Breiðfjörð, lögg. fasteignasali. Netfang: borgir@borgir.is • www.borgir.is Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 KLEIFARVEGUR - REYKJAVÍK GLÆSILEGT EINBÝLISHÚS 434 FM MEÐ 135 fm AUKAÍBÚÐ Á EINSTÖKUM ÚTSÝNISSTAÐ OFARLEGA Í LAUGARÁSNUM. Húsið er teiknað af Sigvalda Thordarsyni og er allt hið vandaðasta. Eignin hefur ávallt fengið gott viðhald og er því í mjög góðu ásigkomulagi. Húsið er allt mjög rúmgott þ.e. stórar stofur og stór herbergi. Útsýni yfir borgina og í vestur. Staðsetning er innarlega í botnlangagötu í mjög rólegu umhverfi. m bl 9 61 37 4 BRESKIR vísinda- menn hafa hafið smíði öflugs jóna- hreyfils til að knýja BepiColumbo- könnunarhnettina, sem ráðgert er að muni halda á leið til Merkúr, innstu reikistjörnunnar í sólkerfinu, árið 2013. Þangað eiga þeir að koma árið 2019. Hreyflarnir sem um ræðir eru sagðir komast 6,3 milljónir km á lítranum af eldsneyti, ef svo má að orði komast. Verkefnið kostar hálfan milljarð punda, um 63,9 milljarða íslenskra króna, og er samvinnuverkefni Evr- ópsku geimferðastofnunarinnar, ESA, og Astrium, stærsta geimferðafyrir- tækis Evrópu. BepiColumbo samanstendur af tveimur könnunarhnöttum sem aðskiljast þegar nær dregur Merkúr og eru þeir sem fyrr segir knúnir jónahreyflum. Felur sú tækni í sér stöðugan straum rafhlaðinna agna sem þeyta þeim áfram um geiminn, en eins og áhugamenn um Star Trek-geimdramað vita er sú tækni einmitt notuð til að knýja Star Trek Enterprise-geimskipið. Vél könnunarhnatta minnir á jónahreyflana í Star Trek Geimur BepiColumbo (t.v.) og Star Trek Enterprise. FLUGSTJÓRI BA-farþegaþotunnar, sem brotlenti á eða við Heathrow-flugvöll í London í fyrradag, var í gær kallaður hetja og honum þakkað hve giftusamlega tókst til þrátt fyrir óhappið. Enginn farþeganna 136 eða flugliðanna 16 á Boeing 777-þotunni, sem var að koma frá Peking í Kína, slas- aðist en vélin náði ekki inn á flugbrautina eftir að hafa misst afl. „Sæmið hann orðu á stærð við steikarpönnu“ var fyrirsögnin í Daily Mirror um flugstjórann Peter Burkill og Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, hrósaði flugmönnum og öðru starfsfólki BA fyrir yfir- vegun og fagmennsku. Búist er við, að fyrstu niðurstöður rannsóknar á atburðinum verði birtar í dag en getgátur eru um, að fugl hafi lent í hreyfli eða jafnvel, að flugvélin hafi verið orðin eldsneytislaus. Haft var eftir einum farþeganna, að það hefði ekki tekið nema tvær eða þrjár mínútur að koma þeim öllum frá borði. „Þetta var mikill hamingjudagur,“ sagði hann. Flugstjórinn kallaður hetja eftir brotlendingu á Heathrow Björgunarmenn við BA-þotuna. CIA, bandaríska leyniþjónustan, hefur tekið undir þá fullyrðingu pakistanskra stjórnvalda, að pak- istanski stríðsherrann Baitullah Mehsud og al-Qaeda-hryðjuverka- samtökin hafi staðið fyrir morðinu á Benazir Bhutto. Kom þetta fram hjá Michael Hayden, yfirmanni CIA, í viðtali við Washington Post en hann greindi ekki frá því hvaða heimildir hann hefði fyrir þessu áliti. Mehsud sjálfur neitar allri sök en pakistanska leyniþjónustan segist hafa hlerað síma hans og komist að aðild hans svo óyggjandi sé. Sagði Hayden, að tilgangur hryðjuverka- manna væri að valda sem mestum glundroða í Pakistan. Reuters Fallin Benazir Bhutto, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Pakistan. Nefna morð- ingja Bhutto OMAR Osama bin Laden, sonur leiðtoga al-Qaeda- hryðjuverkasamtakanna, segist vonast til, að hann geti orðið nokkurs konar friðflytjandi og sáttasemjari milli múslíma og vestrænna ríkja. Hefur Omar, sem er 26 ára, óskað eftir að fá að setjast að í Bretlandi en á síðasta ári kvæntist hann breskri konu, Jane Felix-Brown, sem er helmingi eldri en hann, 52 ára. Omar er eitt af 19 börnum föður síns og hann segist vilja vinna gegn þeirri skoðun margra, að arabar, svo ekki sé talað um bin Laden-slektið, séu hryðjuverka- menn upp til hópa. Segist hann hafa verið í þjálf- unarbúðum al-Qaeda í Súdan á sínum tíma en sagt skilið við föður sinn vegna þess, að hann hefði verið andvígur því, sem hann þóttist berjast fyr- ir. Nú vildi hann gerast sendiherra friðar og sátta. Friðflytjandinn bin Laden Omar bin Laden BÚIST er við, að kínverskir bílar hefji fyrir alvöru innreið sína í Evrópu á þessu ári. Hafa aðrir bíla- framleiðendur miklar áhyggjur af því. Þykja bílarnir ekki vandaðir en verðið er hins vegar miklu lægra. Óttast Kínabíla SAGT er, að minnst 36 hafi legið í valnum eftir að til vopnaviðskipta kom með lögreglumönnum og fé- lögum í íröskum dómsdagssöfnuði í borginni Basra í Suður-Írak. Mikið mannfall MIKIL flóð voru 20% fleiri á síðasta ári en verið hefur til jafnaðar síð- astliðin sjö ár. Dauðsföll af völdum náttúruhamfara voru samt færri á síðasta ári en á tímabilinu 2000 til 2006 segir í skýrslu frá SÞ. 2007 mikið flóðaár ÁSTRALIR sóttu í gær tvo menn frá samtökunum Sea Shepherd í japanskt hvalveiðiskip. Þar hafði þeim verið haldið eftir að hafa ruðst óboðnir um borð til að mót- mæla hvalveiðum. „Gestirnir“ sóttir STUTT Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is STERK staða Rússa á evrópska orkumarkaðnum efldist enn frekar í gær eftir samninga um sölu á gasi til Búlgaríu að verðmæti hundruð millj- arða íslenskra króna. Vladímír Pútín Rússlandsforseti undirritaði samningana í tveggja daga opinberri heimsókn sinni til Búlgaríu, ásamt Georgy Parvanov, forseta landsins, og fól sá stærsti í sér lagningu 900 km gasleiðslu sem mun liggja yfir Svartahafið og síðan skiptast í tvennt: Annar hlutinn mun liggja til Austurríkis en hinn til Grikklands og þaðan vestur til Ítalíu og er verðmæti samningsins áætlað um 950 milljarðar króna. Evrópusam- bandið undirbýr lagningu leiðsl- unnar Nabucco, sem á að liggja frá Mið-Asíu til Evrópu og ætlað er að draga úr þörfinni fyrir inn- flutt gas frá Rússlandi, og þykja samningarnir nú vega á móti þeirri orkustefnu. Miklar hækkanir í Evrópu Miklar verðhækkanir á gasi í Bretlandi héldu áfram í gær þegar British Gas varð þriðja orkufyrir- tækið í landinu til að hækka gasverð á árinu. Hækkunin nemur 15% og nær til yfir 13 milljóna viðskiptavina. Fyrirtækið lækkaði verð á gasi til heimila um 20% í mars í fyrra, skref sem hefur nú verið tekið til baka. Þá hefur franska orkufyrirtækið EDF hækkað verðið á gasi um 12,9% til 5,5 milljóna viðskiptavina í suður- hluta Bretlands, þ.m.t. í Lundúnum. Er áætlað að meðalorkureikning- ur viðskiptavina EDF muni fara yfir 128 þús. kr. á ári eftir hækkunina og er óttast að hinir tekjuminni muni freistast til að draga úr hitun. Búast sérfræðingar við að orku- fyrirtækin E.On, Scottish & South- ern Energy og Scottish Power muni öll hækka verðskrár sínar. Rússar styrkja takið  Sölusamningur við Búlgaríu um kaup á gasi eflir markaðs- stöðuna í Evrópu  Miklar verðhækkanir á gasi í Bretlandi Vladímír Pútín KÍNVERSKUR verkamaður horfir á útskorna ólympíu- hringi sem eru til sýnis á 22. Yanqing-snjóhátíðinni í Peking. Þema hátíðarinnar í ár er Sumarólympíuleik- arnir í borginni í ágústmánuði í ár, en stjórnvöld gera þá kröfu til gesta á opnunarhátíðinni að þeir framvísi mynd og persónuupplýsingum fyrirfram. AP Ólympíuhringirnir höggnir í ís
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.