Morgunblaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 29
árið 1815,“ skrifaði Charles Krauthammer í
Time. Síðasti sigur Fischers var dýru verði
keyptur. Með því að tefla aftur eftir 20 ára hlé
var honum gefið að sök að hafa virt að vettugi
viðskiptabann Sameinuðu þjóðanna. Hand-
tökuskipanin var gefin út í Bandaríkjunum í
kjölfarið en kom þó ekki í veg fyrir að hann
fengi nýja vegabréfsáritun árið 1997. Í júlí 2004
var hann hinsvegar handtekinn á Narita-
flugvellinum í Tókýó á leið til Manila.
Veiðiferð í Gljúfurá
Nokkrum dögum eftir að Fischer kom til lands-
ins fór ég með Sæmundi Pálssyni upp á sama
hótelherbergi og hann hafði þegar „einvígi ald-
arinnar“ fór fram. Það var ekki erfitt að hitta
mann í fyrsta sinn sem hafði verið þáttur í lífi
manns um áratuga skeið. Bobby var afar
ánægður fyrstu daga og mánuði dvalarinnar á
Íslandi. Undir lok ágúst 2005 fórum við í veiði í
Gljúfurá ég, Jóhann Sigurðarson, Viggó Hilm-
arsson og Bobby. Þessi ferð byrjaði ekki vel því
Bobby hafði allt á hornum sér vegna viðskipta
sinna við svissneska bankann UBS. Eins og
rakið hefur verið annars staðar hafði bankinn
sagt upp viðskiptum sínum við hann að öllum
líkindum vegna þrýstings frá Bandaríkjunum.
Bankinn hafði leyst upp eigur hans og sent á
reikning í Landsbankann. Mér varð á að spyrja
spurningar sem var sennilega fremur illa orðuð
og fékk yfir mig þvílíka reiðilestrargusu að ég
taldi öruggast að hafa mig lítt í frammi. En
þegar við komum í veiðikofann var Bobby búinn
að taka gleði sína aftur. Hann fór síðan út í á að
veiða með Viggó og eftir fimm mínútur var
hann búinn að landa sex punda hrygnu. Þegar
ég spurði hann hvort hann ætlaði ekki að veiða
meira sagði hann: „Nei, ég er búinn að veiða
minn lax, þessi dugar.“ Um kvöldið tók Jóhann
fram gítarinn og þá kom á daginn að Bobby
kunni meira og minna alla dægurlagatextana.
Hann söng hástöfum og við hinir líka og hver
með sínu nefi. Þegar Green, green grass of
home var tekið útskýrði Bobby fyrir okkur text-
ann sem inniheldur harmleik sem hafði ein-
hverja samsvörun við hans eigið líf. Sú stund er
einhver sterkasta minning sem ég á um hann.
Hrifnæmi hans yfir fyrirbærum eins og norður-
ljósunum kom sterkt fram þetta kvöld. Þegar
við snerum aftur og Bobby kom heim í búð sína
við Klapparstíg rétti hann Miyako laxinn hróð-
ugur á svip.
Þreifingar um einvígi
Eftir að Fischer kom hingað til lands vandi
hann komur sínar í bókaverslun Braga við
Hverfisgötuna. Hann hlustað mikið á fréttatíma
BBC og hafði mikinn áhuga á efni sagn-
fræðilegs eðlis. Hann fór oft í kvikmyndahúsin
en sjaldan á öldurhús. Hann var ágætur í snó-
ker og keppti eitt sinn við frægan íslenskan
snókermeistara og vann af honum tvo ramma.
Hann var mikill áhugamaður um tónlist, eink-
um þó soul- og blues-tónlist. Jackie Wilson var í
sérstöku uppáhaldi hjá honum. Hann hitti hina
þekktu söngkonu Pattie Smith þegar hún kom
til landsins haustið 2005. Þau ræddu um tónlist
í u.þ.b. tvær klukkustundir.
Hann virtist því miður vera orðinn afhuga
skáklistinni en margvíslegar þreifingar áttu sér
stað um einvígi í því sem kallað hefur verið
Fischer random eða Chess 960. Fischer kom
fram með nýja skáklukku fyrir einvígi sitt við
Spasskí árið 1992. Klukkan hefur bókstaflega
slegið í gegn en hann vann að endurbótum á
henni og hönnuðir frá Seiko komu hingað til
lands til skrafs og ráðgerða en engir samningar
náðust um framleiðslu.
Fischer missti móður sína og systur fyrir
meira en tíu árum. Hann var dulur um sína
einkahagi og lítið fyrir að flíka tilfinningum sín-
um. Hann sagði yfirleitt skoðun sína umbúða-
laust hvort sem mönnum líkaði betur eða verr.
Stundum fór hann offari í yfirlýsingum sínum
en hafa ber í huga að það kom yfirleitt þegar
brotið hafði verið á rétti hans. Hann mat mikils
þá tryggð sem vinkona hans Miyako Watai
sýndi honum en hún fór langa leið á hverjum
degi til að heimsækja hann í fangelsið fyrir utan
Tókýó. Garðar Sverrisson og fjölskylda hans
voru Bobby mikill stuðningur í erfiðum veik-
indum hans undir það síðasta. Ég er á þeirri
skoðun að þrátt fyrir allt geti menn verið stoltir
af því að hafa lagt í þann leiðangur að ná Bobby
Fischer úr fangelsi í Japan. „Glæpur“ hans var
sá að hafa teflt aftur eftir 20 ára hlé. Þegar
hann kom hingað til lands hafði hann verið
landflótta í 12 ár. Hann fann skjól á Íslandi og
var yfirleitt ánægður hér enda að mestu leyti í
friði fyrir fjölmiðlum.
gar tóku upp á arma sína
tina fyrir flesta aðra en sjálfan sig
Félagar Bobby Fischer í hófi í Reykjavík með
Helga Ólafssyni stórmeistara árið 2005.
sl á hann.
r gæddur
sviði og
tala hans
á afburða-
Einstein.
nn ekki –
hver væri
svaraði:
ógvær en
segði ekki
er.“
gerði erf-
rðamanna
kki maður
ið,“ sagði
dasaður forseti Alþjóðaskáksam-
bandsins, Hollendingurinn Max
Euwe, þegar heimsmeistaraeinvígið
var sett í Reykjavík að hinum óút-
reiknanlega Fischer fjarstöddum
1972.
Heillandi eða óþolandi
Og það sem aðdáendunum fannst
heillandi við hann fannst öðrum ein-
faldlega óþolandi. Hann krafðist
óbilandi hollustu af vinum sínum,
gerði endalaust kröfur á hendur
keppinautum sínum, gerði alls kyns
kröfur um aðbúnað á skákmótum og
skipti jafnvel um skoðun jafnflótt og
tekist hafði að uppfylla óskir hans.
Liðsmenn Skáksambands Íslands
þurftu að taka á honum stóra sínum
á mótinu 1972 og lagt var kapp á að
mismuna ekki keppinautunum. Ef
annar fékk glæsivagn varð hinn að
fá annan jafn flottan. Þegar Sæ-
mundur Pálsson varð aðstoðarmað-
ur Fischers lagði einhver til að
Magnús, eineggja tvíburabróður
Sæmundar, yrði fenginn til að gegna
sama hlutverki fyrir Spasskí. „Þá
getum við sagt að við leysum öll
vandamál, jafnréttið sé fullkomið!“
sagði einn stjórnarmanna sam-
bandsins í þröngum hópi.
anna í lifanda lífi
Ljósmynd/ Kristinn Ben
kí tefldu í Laugardalshöll. Þar lauk nær þriggja áratuga einokun Sovétmanna.
Árvakur/Golli
Íslendingur Bobby Fischer fær afhent ríkisfangsbréf sitt í Reykjavík.
Með honum eru Sæmundur Pálsson og Miyoko Watai.
yndinni
narsson.
ur/Sverrir
eik þar sem söguhetjan virtist í daglegu lífi vera eins og persóna
en andstæðingunum, þrátt fyrir yfirburðina við skákborðið
Garrí Kasparov, fyrrverandiheimsmeistari í skák, seg-ist í samtali við Morg-unblaðið harma mjög frá-
fall Bobbys Fischers sem hafi verið
afburðamaður og markað djúp og
byltingarkennd spor í sögu skáklist-
arinnar.
„Hann var vissulega mjög um-
deildur maður en framlag hans til
skáklistarinnar var einstakt, það er
það sem við minnumst núna. Þegar
ég var ungur strákur að tefla á átt-
unda áratugnum fylgdist ég eins og
margir aðrir með sigrum Bobbys
Fischers. Ég man enn hrifninguna
sem við fundum fyrir þegar hann
sigraði árið 1972 í Reykjavík. Og að-
dragandinn, hvernig hann bók-
staflega rúllaði upp frábærum
mönnum eins og Taímanov, Larsen,
Petrosjan og loks Spasskí, þetta var
ótrúlegt. Þegar maður er átta eða
níu ára og skákstjarnan í borginni
sinni vill maður helst verða eins og
sá besti í heimi. “
Kasparov segir Fischer hafa verið
fyrirmynd heillar kynslóðar skák-
manna, hann segist sjálfur hafa
gleypt í sig bók kappans, My 60
Memorable Games. „Fischer var
einstakt fyrirbæri í þeim skilningi að
enginn gat komist hjá því að dá
hann.“
Kasparov segist oft hafa hugsað
til þess hve stórkostlegt það hefði
verið ef Fischer og Anatolí Karpov
hefðu teflt einvígi eins og til stóð
1975. Fischer hefði hins vegar verið
yfirlýsingaglaður, sett ýmis skilyrði
fyrir einvíginu sem engin leið hefði
verið að fullnægja, meðal annars af
pólitískum ástæðum. Atburðarásin
öll hefði ekki einvörðungu skaðað
álit hans heldur skáklistarinnar sem
slíkrar.
„Það er ákaflega slæmt og hörmu-
legt að hann skyldi síðustu áratug-
ina vera að mestu í hálfgerðu tóma-
rúmi, áður en hann loksins settist að
á Íslandi.
Fischer var að sjálfsögðu að
mörgu leyti mjög erfiður maður og
oft erfitt að átta sig á ýmsum yfirlýs-
ingum hans og gerðum þegar hann
sat ekki við skákborðið. En það er
allt liðið og skiptir núna engu máli.
Sem skákmaður var hann frumherj-
inn mikli í skák atvinnumanna,
framlag hans mun lifa næstu áratug-
ina, eins lengi og skáklistin verður til
munu menn minnast Fischers.“
Árvakur/Sverrir
Garry Kasparov „Þegar maður er átta eða níu ára og skákstjarnan í
borginni sinni vill maður helst verða eins og sá besti í heimi.“
„Hann var frum-
herjinn mikli“
Garrí Kasparov segir að Fischer muni
verða minnst meðan skáklistin lifi
9. mars 1943: Robert James
Fischer fæðist í Chicago. Móðir
hans var Regina Fischer, af þýsk-
um gyðingaættum en faðirinn
Hans-Gerhardt Fischer, þýskætt-
aður lífeðlisfræðingur. Hjónin
skildu þegar Bobby var tveggja
ára.
Maí 1949: Eldri systir hans,
Joan, kennir honum mannganginn
þegar hann er sex ára. Hann verð-
ur fljótlega hugfanginn af skák.
Júlí 1956: Fischer, sem er 13
ára, verður yngstur allra til að
vinna unglingamót Bandaríkj-
anna. 14 ára að aldri sigrar hann á
meistaramóti Bandaríkjanna og
gerir það sjö sinnum í viðbót
næstu árin. Hann verður alþjóð-
legur meistari 15 ára, sá yngsti í
sögunni á þeim tíma.
September 1972: Fischer verður
heimsmeistari í skák í Reykjavík
þegar hann sigrar Borís Spasskí
frá Sovétríkjunum. Hann missir
hins vegar titilinn 1975 til Anatólís
Karpovs eftir að ekki náðist sam-
komulag um margvíslegar kröfur
Fischers varðandi einvígi þeirra.
September 1992: Fischer teflir
opinberlega í fyrsta sinn í tvo ára-
tugi er hann heyr aftur einvígi við
Spasskí, í þetta sinn í Sveti Stefan í
þáverandi Júgóslavíu. Fischer
sigrar en einvígið er brot á sam-
þykkt öryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna um bann við samskiptum
við stjórn Slobodans Milosevic
vegna mannréttindabrota hennar.
September 2001: Fischer lýsir í
útvarpsviðtali á Filippseyjum
fögnuði sínum yfir hryðjuverka-
árásunum á Bandaríkin. Hann seg-
ir að „þurrka beri Bandaríkin af
yfirborði jarðar“ og segir að gyð-
ingar séu „skepnur sem ljúga og
stela“.
13. júlí 2003: Fischer er hand-
tekinn í Japan og hótað brottvísun
til Bandaríkjanna þar sem hann
hefði sætt ákæru fyrir að hafa
hunsað samskiptabannið gegn
Milosovic. Hann er í níu mánuði í
varðhaldi í Japan en þá samþykkir
Alþingi að veita honum ríkisborg-
ararétt á Íslandi.
17. janúar 2008: Fischer deyr í
Reykjavík af völdum nýrna-
sjúkdóms.
Lífshlaupið