Morgunblaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Orðfræði
Orðatiltækið koma einhverju í hús vísarupphaflega til þess erheyi er komið í hús
(hlöðu) en fær síðan merkinguna
‘ljúka einhverju farsællega’. Af allt
öðrum meiði er orðatiltækið fylgja
einhverju úr hlaði en það vísar
upphaflega til þess er gesti er fylgt
úr hlaði en í nútímamáli merkir
það oftast ‘gera grein fyrir ein-
hverju (við upphaf þess)’, t.d. geta
menn fylgt tillögu sinni úr hlaði.
Þessum orðatiltækjum má ekki
rugla saman eins og gert er í eftir-
farandi dæmi: og mun Bjarni sitja
áfram sem stjórnarformaður REI
til að fylgja ráðgerðum verk-
efnum úr húsi (23.11.07). Hér virð-
ist merking orðasambandsins
fylgja einhverju úr húsi vera
‘fylgja verkefnunum úr hlaði,
fyrsta spölinn’ eða ‘koma verkefn-
unum af stað’. Umsjónarmanni
finnast kostir þessa nýmælis rýrir.
Atviksorðið skammt (af lo.
skammur) hefur tvær myndir í
miðstigi, annars vegar skemmra
og hins vegar skemur. Orðmyndin
skemmra vísar jafnan til staðar
eða rúms, t.d. mín tillaga gengur
skemmra en þín, en myndin skem-
ur vísar hins vegar oftast til tíma,
t.d.: hvort sem beðið verður lengur
eða skemur. Þessu tvennu er jafn-
an haldið aðgreindu en þó ekki í
eftirfarandi dæmi enda samræmist
það ekki málvenju: að þá sé skem-
ur [þ.e. skemmra] gengið [hvað
virkjanir varðar] (10.11.07).
Samræmi
Í nútímamáli eru nokkur brögð
að því að í þolmynd sé ekki gætt
samræmis í tölu og/eða kyni. Um-
sjónarmaður hefur alloft vikið að
dæmum um slíkt, t.d.: Krafa að
þeim [kynferðisbrotamönnum] sé
sett [þ.e. séu settar] ákveðnar
hömlur
(13.11.07);
Þar [í Noregi]
hefur [þ.e.
hafa] fórn-
arlömbunum
verið greidd-
ar bætur og
Um kl. 19
verður [þ.e.
verða] helstu íþróttaviðburðum
dagsins gerð skil. Óregla af þess-
um toga er einkum algeng með
sagnorðum sem stýra tveimur föll-
um og öðru í þolfalli sem þá ræður
sambeygingu (setja e-m e-ð;
greiða e-m e-ð). Hefðbundin sam-
beyging kemur glöggt fram við
umorðun, sbr. hömlur voru settar
þeim > þeim voru settar hömlur
og bætur voru greiddar þeim >
þeim voru greiddar bætur. —
Óreglu af þessum toga er reyndar
að finna í nýju Biblíunni: Þeir fara
einnig eftir mörgum öðrum fyr-
irmælum sem þeim hefur verið
kennt [þ.e. hafa verið kennd] svo
sem að hreinsa bikara, könnur og
eirkatla (Mark 7, 4 (2007)). Þess
skal getið að eldri þýðingar sýna
að hér er um að ræða tilvís-
unarsetningu en ekki samanburð-
arsetningu.
Með þgf.-sögnum er oftast
merkingargreinandi hvort notuð
er germynd eða þolmynd, t.d.
bankinn var lokaður (lengi) (ger-
mynd) eða bankanum var lokað
(kl. 12) (þolmynd). Munurinn er í
flestum tilvikum augljós enda vefst
það sjaldnast fyrir málnotendum
að halda slíkum dæmum að-
greindum. Í einstökum tilvikum
getur þó brugðið út af því og þá
getur útkoman orðið spaugileg,
t.d.: en vefur LungA var verr út-
leikinn, gagnagrunnurinn ónýtur
og fjöldi skráa spilltur (24.7.07).
— Menn geta vissulega verið
spilltir en í þessu tilviki hefur
skránum væntanlega verið spillt.
Úr handraðanum
Orðasambandið ekki múkk
merkir ‘alls ekkert’, t.d.: segja ekki
múkk og heyra ekki múkk frá ein-
hverjum. Það á rætur sínar í
dönsku: ikke et muk, dregið af
sögninni mukke ‘æmta, mögla;
vera fúll yfir einhverju’ en hún
mun eiga rætur sínar að rekja til
þýsku mucken. Orðasambandið
ekki múkk er frá 18. öld og á sér
því nokkra sögu í íslensku. Hætt er
þó við að það hljómi framandlega í
eyrum unga fólksins, sbr. eftirfar-
andi dæmi: Þrátt fyrir krassandi
kafla um t.d. átök Guðna og Hall-
dórs Ásgrímssonar heyrist ekki
múkk frá framsóknarflokknum
(Frbl. 18.12.09).
Í nútímamáli
eru nokkur
brögð að því að
í þolmynd sé
ekki gætt sam-
ræmis í tölu
og/eða kyni
jonf@rhi.hi.is
ÍSLENSKT MÁL
Jón G. Friðjónsson
120. þáttur.
ÞAÐ er að mörgu að hyggja
varðandi samgöngur að og frá höf-
uðborginni hvort sem litið er til
lofts, láðs eða lagar.
Vangaveltur mínar
lúta að samgöngum til
norðurs og vesturs að
og frá Reykjavík. Það
er ástæða fyrir okkur
sem búum í
Norðvesturkjördæmi
að blanda okkur mikið
í umræðuna um
Sundabraut, margir
koma að því verkefni
og vel á bætandi. Það
sem að okkur snýr
sem komum frá Vest-
ur- og Norðurlandi er
að það getur skipt
töluverðu máli hvar við komum inn
í vegakerfi borgarinnar eftir því
hvaða erindi menn eru að sinna
með tilliti til þess hvor leiðin verður
valin fyrir brautina.
Göngum til verka sem skila
árangri
En það er ekki bara Sundabraut
sem málið snýst um. Vestlendingar,
sveitarstjórar og sveitarstjórnir
hafa margsinnis lagt á það áherslu
að unnt væri að flýta samgöngu-
mannvirkjum t.d. frá Hvalfjarð-
argöngum í átt til Reykjavíkur. Til
staðar eru ályktanir og ýmis
áhersluatriði þar að lútandi. Ekki
ætti að vera margt til tafar með
tvöföldun vegar um Kjalarnes að
Kollafirði frá Hvalfjarðargöngum,
það myndi aðeins greiða fyrir heild-
arframkvæmd að hefjast handa frá
norðri. Mér er ekki kunnugt um að
deilur eða vandi sé fyrir höndum
varðandi það sem hér er nefnt.
Menn hljóta að leysa þau mál
sem varða legu Sundabrautar jafn-
vel þó opinberir aðilar eigi í hlut,
það þarf ekki endilega að vera ein-
kenni opinberra framkvæmda og
ákvarðana um þær, að þær gangi
seint og illa. Þegar kemur að
ákvörðun um legu vegar um Kolla-
fjörð hlýtur að koma að mikilvægri
ákvörðun um hvernig veglínan
verður. Tenging frá norðri í Kolla-
firði til Álfsness gæti
verið á þrennan hátt.
Með brú í fyrsta lagi
og göngum undir
fjörðinn og svo í stokk
ofan fjarðar. Það
svæði þar sem vegl-
ínan verður er eitt-
hvert versta veðurvítis
svæði sem þekkist á
Suðvesturlandi.
Stormsveipar af Esju
hafa lagt margt öku-
tækið á hliðina og vel
þekktir eru hvirf-
ilstrókar á Kollafirði.
Ég hvet til þess að menn skoði
mjög vel þetta atriði varðandi
ákvörðun um þverun Kollafjarðar
þannig að sá vandi sé leystur þegar
ákvörðun um Sundabraut liggur
fyrir.
Vegur um Grunnafjörð
Þeim sem um þetta fjalla, tvö-
földun Vesturlandsvegar, er vandi á
höndum þegar komið er norður fyr-
ir Hvalfjörð. Líklega er besta leiðin
að fara með tvöfaldan veg vestan
Akrafjalls, um Grunnafjörð og færa
þannig veg frá Hafnarfjalli út á
Hafnarmelana og komast þannig á
betra veðursvæði. Þar að auki er
um einhverja hagkvæmustu veglínu
að ræða varðandi styttingu leiðar
milli Reykjavíkur og Akureyrar
ásamt með styttingu vegar milli
Borgarness og Akraness um 7-8 km
með milljarða sparnað í kjölfarið.
Það er löng vegferð að koma þessu
áfram. Það var annars að mínu mati
undarleg ákvörðun að gera Grunna-
fjörð að Ramsasvæði til að vernda
eitthvað lífríki sem er í meiri hættu
með legu vegar á núverandi stað en
ef hann færðist til fjarðarmynnis
milli Hvítaness og Hafnarmela.
Það væri raunar fróðlegt að fá
niðurstöðu um rannsóknir á lífríki
Grunnafjarðar, hvenær þær hafa
verið gerðar og hversu oft frá af-
mörkun svæðisins og einnig hvaða
rannsóknir lágu til ákvörðunar um
að gera þarna sérstakt verndar-
svæði.
Framtíðin er björt
Höfuðborgin er og verður um-
ferðarmiðstöð landsbyggðarinnar,
það er mikil nauðsyn að samgöngur
séu greiðar og vel fyrirkomið frá
þjónustu- og öryggissjónarmiði.
Vangaveltur sem hér eru settar á
blað tengjast hundruðum ferða
undirritaðs til og frá Reykjavík við
margbreytilegar aðstæður á undan-
förnum áratugum. Hér er aðeins
drepið á fáeinum atriðum sem að
umræddum framkvæmdum lúta.
Tæknilega er til þekking til að
leysa þessi samgöngumál. Framtíð-
arsýn til aldar er það sem horfa
verður á. Íslendingum fjölgar hratt,
við eigum gott og áhugavert sam-
félag, þar sem hver framkvæmd
þarf að vera markviss. Um það
snýst allt það sem gert er á hverj-
um tíma.
Með kveðju og óskum til allra um
bjarta framtíð.
Sundabraut og aðrar
brautir að og frá Reykjavík
Gísli S. Einarsson fjallar um
samgöngur til norðurs og
vesturs að og frá Reykjavík
» Vestlendingar, sveit-arstjórar og sveit-
arstjórnir hafa marg-
sinnis lagt áherslu á að
hraða samgöngumann-
virkjum frá Hvalfjarð-
argöngum til Reykja-
víkur.
Gísli S. Einarsson
Höfundur er bæjarstjóri á Akranesi.
HINN 10. janúar sl. birti Frétta-
blaðið á forsíðu skoðanakönnun, þar
sem fólk var spurt hvað ætti að
gera við húsin á Laugavegi 4 og 6.
Svona til að halda því til haga, þá
vildu 30,9% aðspurðra láta byggja
þar stórt og glæsilegt hótel. 41,5%
vildu að reistar yrðu nýjar bygg-
ingar á lóðunum, þar
sem umfang húsanna
og útlit þeirra tæki
betur mið af núver-
andi götumynd heldur
en áðurnefnt hótel og
27,6% vildu að húsin
yrðu friðuð. Nið-
urstaðan gefur því til
kynna að ekki virðist
djúpur ágreiningur
vera milli hinna
tveggja síðarnefndu
hópa hvað varðar hæð
og umfang húsanna,
en ólíkar skoðanir
hinsvegar varðandi
væntanlegt útlit
þeirra.
En hér vaknar
spurning.
Er það raunveru-
lega svo að þau 41,5%
Reykvíkinga sem vilja
ný hús byggð sam-
kvæmt nýjum teikn-
ingum kjósi að þau líti
út með öðrum hætti,
en þeim sem end-
urspeglar bygging-
arsögu borgarinnar á
síðari hluta 19. aldar og kæri sig
ekkert um að húsin á Laugavegi 4
og 6, geti útlitslega fallið í flokk
með Aðalstræti 10, Geysishúsinu og
Bernhöftstorfunni? Sorglegt ef satt
er!
Eða gæti það verið að einhverjir,
innan þessa fyrrgreinda hóps, sjái
húsin fyrir sér í því sem næst upp-
runalegri mynd, þar sem þó er unn-
ið eftir nýjum teikningum og húsin
aðlöguð nýju hlutverki? Getur verið
að þeir hinir sömu séu hræddir við
hugtakið friðun, hugtak sem búið er
að menga allhressilega með því að
tvinna það saman við hugtökin
stöðnun og afturhald, og kjósi þar
af leiðandi ekki að líta á sig sem
friðunarsinna? Viðkomandi telur að
með friðun sé verið að tryggja öm-
urlegt ástand þessara gömlu húsa
við Laugaveg um ókomna tíð.
Hér er ekki um annað að ræða en
grátlegan misskilning. Frið-
unarsinnar hafa engan áhuga á að
viðhalda núverandi ásýnd um-
ræddra húsa. Friðunarsinnar hafa
engan áhuga á stöðnun. Það sem
þeir kjósa er að gömlum húsum sé
sýnd tilhlýðileg virðing … og hvers
vegna í ósköpunum ætti friðun,
verndun og umhyggja fyrir hinu
gamla að vera í einhverri mótsögn
við framfarir?
Úti um allan heim eru lagðar
gríðarlegar fjárhæðir í verkefni er
snúa að verndun, viðhaldi og end-
urbyggingu á hinu gamla. Hið
fræga Parthenon á Akrópólis-hæð í
Aþenu er eitt dæmi og Frúarkirkj-
an í Dresden er annað. Í mörgum
borgum í Evrópu sem fóru illa út úr
loftárásum í síðari
heimsstyrjöldinni hefur
ógrynni fjár verið varið
til endurbyggingar á
merkum byggingum. Í
einni fegurstu borg
veraldar, Prag, er
haldið fast í bygging-
ararfinn. Sama á við
um París og Flórens.
Varla væri verið að
standa í þessu, ein-
ungis í því augnamiði
að tryggja algjöra
stöðnun!
Nei, þvert á móti, á
þessum stöðum trúir
fólk því að framtíðin
byggist á fortíðinni.
Fortíðin er aðlöguð
kröfum framtíðarinnar,
í stað þess að hún sé
þurrkuð út. Og þessi
nálgun á viðfangsefn-
inu virðist virka því í
dag þykja áðurnefndir
staðir dásamlega fal-
legir og eru eftirsókn-
arverðir áfangastaðir
fjölda ferðamanna.
Aftur til Íslands. Á
9. áratug síðustu aldar voru „fram-
farasinnar“ á ferð í Aðalstrætinu,
rifu Fjalaköttinn og núverandi hús-
næði TM var byggt í staðinn. Klár-
lega höfðu Íslendingar ekkert að
gera með elsta uppistandandi bíó-
hús í Evrópu. En í hverju fólust
framfarirnar? Nú á dögum líta
mjög margir á niðurrif Fjalakatt-
arins sem meiriháttar menning-
arslys og þar hafi „framfarasinn-
arnir“ stigið stórt skref aftur á bak.
Fróðlegt væri að vita hvaða hlut-
verki þetta hús gegndi nú til dags,
ef því hefði verið þyrmt og það lag-
fært með viðeigandi hætti. Það
gæti til dæmis verið gott innlegg til
kynningar á Reykjavík sem kvik-
myndaborg, eins og góðir menn
hafa lagt til og veitt borginni sér-
stöðu umfram aðrar borgir!
Og það sem meira er … sér-
staðan er framtíðin. Að hafa eitt-
hvað fram að færa sem fáir eða
engir aðrir geta boðið upp á. Þar
gegnir byggingararfurinn veiga-
miklu hlutverki því meðal annars
þar liggur sérstaðan.
Er friðun and-
staða framfara?
Páll Jakob Líndal
skrifar um húsafriðun
Páll Jakob Líndal
»Hefði Fjala-kötturinn,
elsta uppistand-
andi bíóhús í
Evrópu, ekki
verið upplagður
til kynningar á
Reykjavík sem
kvikmynda-
borg?
Höfundur er doktorsnemi í umhverf-
issálfræði við Háskólann í Sydney.
OPIÐ HÚS VEGHÚSUM 31/903
Í dag, laugardag kl. 16 - 16:30
Stórglæsileg 92m² 3. herb. íbúð,
lækkað verð : kr. 21.900.000
Kristján sölufulltrúi, 896 3867