Morgunblaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 25
Árvakur/G.Rúnar Magnús Ólafsson fráSveinsstöðum skrifar: „Jón Bjarnason þingmaður var gestur hjá okkur á Lionsfundi. Hann sagði m.a. að hann saknaði Halldórs Blöndal úr þinginu, því hann hefði oft gaukað að sér vísu. Ég held ég sendi honum þessar með þökk fyrir komuna. Jón á íbúð á Blönduósi og er hér með lögheimili. Eitt af hans baráttumálum er að endurbæta gömlu kvennaskólabygginguna og finna húsunum verðugt hlutverk. Svona má nær því nota sömu orðin bæði til að hæla og hallmæla.“ Og vísurnar eru svohljóðandi: Ég held að fáir kappann kjósi sem kroppar vinstri græna haga. Svo býr hann lítt á Blönduósi bara sést þar fáa daga. Ég held að margir kappann kjósi Kvennaskólann vill hann laga. Svo býr hann líka á Blönduósi og berst á þingi flesta daga. Ingólfur Ómar Ármannsson yrkir um deilur gagnrýnanda og Borgarleikhússins: Greip þá ókyrrð huga hans hófst nú mikil þræta gagnrýni þessa góða manns Guðjón vildi ei mæta. Pétur Stefánsson komst varla út af bílaplaninu í gærmorgun fyrir fannfergi: Öll er byggðin einangruð, ofankomu er síst að linna. Heyrðu mig nú góði Guð; Geturðu látið snjóa minna? Í lok dags orti hann: Almættið ég eigi skil, ekki svarar það bænum mínum, ennþá gerir svo blindan byl að borgin öll er horfin sýnum. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af Guði og ofankomu MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 25 frábær verð um veröldina - bókaðu í dag! Kairó Dubai Bankok Manila                      !"     #!$ %   á www.klmiceland.is    "    " &&'   " &       #  $ (  &      !  $ klmiceland.is frá ISK 68.900 frá ISK 85.400 frá ISK 101.500 frá ISK 110.700 á því kæruleysi þeirra, að láta hundana ganga lausa. Láti lögreglan eða forráðamenn sveitarfé- laga það hins vegar átölulaust að fólk sleppi hundum sínum lausum er ekki við góðu að bú- ast. Göngubrautirnar á höfuðborgarsvæðinu voru ekki settar upp sérstaklega fyrir hundaeigendur, sem eru nú óðum að leggja þær undir sig með hundum, sem ganga lausir. Hundaeigendur geta komið í veg fyrir aðgerðir lögreglu. Þeir eru áreiðanlega með samtök sín í milli enda eru til samtök um allt milli himins og jarðar á Íslandi. Væri ekki ráð að hundaeigendur sjálfir tækju þetta upp til umræðu í sínum hópi og hvettu félaga sína til þess að brjóta ekki settar reglur? Það er skemmtilegra fyrir hunda- eigendur en að lögreglan verði knúin til aðgerða. Hundar geta verið skemmtileg dýr og auðvelt er að skilja að eigendur þeirra vilji að þeir geti notið sín frjálsir úti í náttúrunni. En þá verða þeir að velja sér rétt svæði til þess. Frjáls samtök fólks, sem á sam- eiginlegra hagsmuna að gæta eru líklegri til að skila árangri á jákvæð- um nótum en þvingunaraðgerðir lögreglu. Hér með eru hundaeig- endur hvattir til að leysa málið. Fyrir nokkrum vik-um hafði Víkverji orð á því, að of algengt væri, að hundaeig- endur væru með hunda sína lausa á gönguferð- um um höfuðborg- arsvæðið, þrátt fyrir skýrar reglur um að slíkt væri bannað. Á undanförnum vik- um hefur Víkverji fylgzt betur með ferð- um hundaeigenda og hunda þeirra en áður. Sú óformlega og óvís- indalega könnun hefur leitt í ljós, að sennilega lætur um helmingur hundaeigenda hunda sína ganga lausa, öðrum vegfarendum ýmist til skemmtunar eða ama. Það er ekki að ástæðulausu, að reglur hafa verið settar um, að fólk verði að hafa hunda sína í bandi. Sumt fólk er hrætt við hunda, ekki sízt þeir, sem hafa orðið fyrir hunds- biti. Í annan stað er ljóst, að hundar geta verið hættulegir eins og dæmin sanna. Eftir að hundahald breiddist út á ný eru nokkur dæmi um, að hundar hafi ráðizt á fólk. Í ljósi þess að stór hópur hunda- eigenda hefur bann við því að hundar gangi lausir á almannafæri að engu er óhjákvæmilegt að lög- reglan á höfuðborgarsvæðinu skeri upp herör gegn hundum, sem ganga lausir. Það er bersýnilega eina leiðin til þess, að hundaeigendur fari að lögum og reglum, að hart verði tekið         víkverji skrifar | vikverji@mbl.is alltaf á laugardögumLESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.