Morgunblaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 43 Félagsstarf Bólstaðarhlíð 43 | Stofuspjall Gunn- laugs A. Jónssonar guðfræðiprófess- ors verður 21. janúar kl. 14, hann mun fjallar um boðskap myndarinnar „Ba- bettes gæstebud.“ Föstudagur 25. janúar er þorrahlaðborð kl. 17. Skemmtiatriði, happdrætti og ball. Verð 3.700 kr. Skráning í s. 535- 2760. Félag eldri borgara Kópavogi, ferða- nefnd | Revíusöngvar – söngperlur úr íslenskum revíum. Sýning í Iðnó 5. febrúar kl. 14. Soffía Karlsdóttir og Örn Árnason rifja upp revíulög frá ár- unum 1902-1950. Skráning og uppl. í félagsmiðstöðvunum til 25. jan., greiða þarf fyrir þann tíma á skrif- stofu FEBK eða ferðanefnd. Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu-Hrólfar bjóða í heimsókn gönguhópunum Hananú í Kópavogi og Hæðargarði 31, í dag og er mæting kl. 10 í Stangarhyl 4. Félagsheimilið Gjábakki | Gönguhóp- ur Hana-nú fer í heimsókn til Göngu- Hrólfa í Reykjavík. Rúta fer frá Gjá- bakka kl. 9.30 að félagsheimili eldri borgara í RVK. við Stangarhyl og sameinast gönguhópum. Krumma- kaffi kl. 9. Hana-nú ganga kl. 10. Félagsstarf Gerðubergs | Dagana 6.- 10. febrúar er menningar- og listahá- tíð eldri borgara í Breiðholti, tengist Vetrarhátíð í Reykjavík. M.a.: íþróttahátíð á öskudaginn í samvinnu við FÁÍA, kynning á félagsstarfi, þjón- ustu og samstarfsaðilum með við- burðum, m.a. í Ráðhúsinu 9. febrúar. Hraunbær 105 | Þorrablót eldri borg- ara í Árbæ og Grafarholti verður í Fé- lagsmiðstöðinni 1. febrúar. Skráning og uppl. í félagsmiðstöðinni eða í síma 411-2730. Síðasti dagur skrán- ingar er 8. janúar. Verð 3.500 kr. Fé- dagbók Í dag er laugardagur 19. janúar, 19. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yðar himneskur fyrirgefa yður. (Matt. 6, 14.) Svanfríður Lárusdóttir er leið-beinandi á námskeiðinuBlandaðu þér í hópinn semhaldið verður næstkomandi miðvikudag. Námskeiðið er haldið í samstarfi við KMK, og fer fram í húsakynnum Samtakanna ’78, á 4. hæð Laugavegar 3. „Þátttakendur læra á námskeiðinu að „mingla“, nýta sér þá möguleika sem gefast til að kynnast nýju fólki og efla tengslanet sitt,“ segir Svanfríður, sem um árabil hefur starfað sem leið- beinandi hjá JCI. „Þau ráð sem kennd verða gagnast jafnt í kokteil- boðum og vinnustaðasamkvæmum, á viðskiptaráðstefnum og -fundum, og raunar á hverskyns mannamótum þar sem hægt er að stofna til nýrra kynna.“ Svanfríður segir algengt að Íslend- ingar kunni ekki að blanda geði, og nýti sér ekki þau tækifæri sem felast í að byggja upp gott tengslanet: „Gott tengslanet getur komið sér mjög vel í starfi, og gagnast bæði kaupendum og seljendum. Hægt er að ná hvers- konar markmiðum með því að byggja upp vandað tengslanet með skipu- lögðum hætti og með því að kunna að kynnast fólki þegar tækifæri gefst til,“ segir Svanfríður. „Íslendingar eru margir óframfærnir í marg- menni, og hættir til að króa sig af úti í horni með sínum hópi. Hver kannast ekki við fermingarveislurnar þar sem aðgreindir hópar ættarinnar setjast hver í sitt horn og engin blöndun verður. Sama gerist á faglega sviðinu, að fólki hættir til að hreiðra um sig í félagsskap vinnufélaganna frekar en efna til nýrra tengsla.“ Námskeiðið er um tveir tímar á lengd, og segir Svanfríður margt hægt að læra á svo stuttum tíma: „Við lærum verklega, æfum verkefni við ímyndaðar aðstæður og höfum umræður í hóp,“ segir hún. „Meðal annars munu þátttakendur læra að lesa úr líkamstáknmáli fólks, og finna réttu manneskjuna í hverjum hópi til að gefa sit á tal við. Einnig förum við yfir tækni til að flokka og þekkja fólk af nafnspjöldum sem skipst er á, og við lærum með virkum hætti að kom- ast yfir þann feimniþröskuld sem hindrar okkur í að gefa okkur á tal við ókunnuga.“ Námskeiðsgjöld eru kr. 2.500 og er námskeiðið öllum opið. Skrá þarf þátttöku með tölvupósti á kmk@kmk.is. Menntun | Námskeið um hvernig á að blanda geði og efla tengslanet Blandaðu þér í hópinn  Svanfríður Lárusdóttir fæddist í Reykjavík 1963. Hún á að baki víðtæka mennt- un á sviði ræðu- og sölumennsku og hefur starfað sem söluþjálfari og leiðbeinandi, m.a. á vegum JCI þar sem hún hefur alþjóðleg leið- beinendaréttindi. Svanfríður hefur starfað við sölu og ráðgjöf, og er nú prentráðgjafi hjá Háskólaprenti. Sambýliskona Svanfríðar er Guð- björg Ottósdóttir félagsráðgjafi og eiga þær tvö börn. Tónlist Norræna húsið | Íslenski saxófónkvartett- inn flytur rússneska og franska tónlist kl. 15.15. Íslenska saxófónkvartettinn skipa Vigdís Klara Aradóttir á sópransaxófón, Sigurður Flosason á altsaxófón, Peter Tompkins á tenórsaxófón og Guido Bäu- mer á barítónsaxófón. Organ | Tónleikar verða í tilefni þess að 19. janúar hefði Janis Joplin orðið 65 ára. Söngvarar eru: Andrea Gylfadóttir, Daníel Ágúst, Didda, Diva de la Rosa (Sometime), Elíza, Jenni í Brainpolice, Kenya, Lay Low, Lísa Páls, Ragnheiður Gröndal og leyni- gestir. Myndlist Norræna húsið | Ljósmyndasýning Re- bekku Guðleifsdóttur „Af jörðu ertu kom- in“ verður opnuð kl. 16, í kjallara hússins og stendur til 10. febrúar. Leiklist Möguleikhúsið | Hugleikur frumsýnir Út- sýni sem er dramatískt leikrit með léttu ívafi eftir Júlíu Hannam. Leikstjórar eru Rúnar Lund og Silja Björk Huldudóttir. Verkið er í tveimur þáttum, og fjallar um þanþol sannrar vináttu, traustið sem ríkir milli einstaklinga í hjónabandi, öfundsýki og sjálfsvirðingu. Mannfagnaður Breiðfirðingafélagið | Félagsvist í Breið- firðingabúð, sunnudaginn 20. janúar kl. 14. Fyrsti dagur í þriggja daga keppni. Nánari uppl. á heimasíðu Breiðfirðingafélagsins: www.bf.is Fyrirlestrar og fundir Framsókn í Reykjavík | Opið hús á Hverf- isgötu 33, kl. 11-12.30. Valgerður Sverr- isdóttir varaformaður Framsóknarflokks- ins ræðir um málefni líðandi stundar og þingstörfin. Stjórn SUF verður með kaffi- veitingar. Landnámssýningin Reykjavík 871±2 | Mjöll Snæsdóttir flytur fyrirlestur 22. jan- úar á Landnámssýningunni Reykjavík 871 ±2 í Aðalstræti 16. Fyrirlesturinn nefnist Hvernig var lífið í Aðalstræti á landnáms- öld? og fjallar um það sem fornleifarann- sóknir í Kvosinni hafa leitt í ljós. OA-samtökin | Allir boðnir velkomnir sem vilja losna undan matarfíkn. Engin þátt- tökugjöld. Nánari upplýsingar um fund- artíma á www.oa.is Frístundir og námskeið www.ljosmyndari.is | Þriggja daga ljós- myndanámskeið 11., 13. og 14. feb. kl. 18-22. Myndavélin, myndatökur, myndbygging, heimastúdíó myndataka, tölvumálin og Photoshop. Námskeiðsgjald 18.900 kr. Leiðbeinandi Pálmi Guðmundsson, s: 898- 3911. Skráning á www.ljosmyndari.is lagsmiðstöðin í samvinnu við Árbæj- arþrek býður eldri borgurum í Árbæ og Grafarholti upp á ókeypis 10 tíma námskeið í líkamsrækt í Árbæjarþreki sem hefst 22. jan. Ókeypis 10 tíma námskeið í stafgöngu frá Fé- lagsmiðstöðinni tvisvar í viku og hefst 22. janúar. Skráning og uppl. um námskeiðin er í Félagsmiðstöð- inni, sími 411-2730. Hæðargarður 31 | Gönguferð laug- ardagsmorgna kl. 10. Einnig er gengið alla virka daga kl. 9. Ókeypis tölvu- leiðbeiningarnar á miðvikud. og fimmtud. kl. 13.15-15. Nemendur úr Breiðagerðisskóla aðstoða ásamt Svavari og Líneyju. Uppl. 568-3132. Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Snæ- landsskóla, Víðigrund kl. 9.30. Upp- lýsingar í símum 564-1490 og 554- 5330. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Messa kl. 11. Sr. Svavar A. Jónsson. Félagar úr messuhópi aðstoða og félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja, organisti Lára Bryndís Eggertsdóttir. Sunnu- dagaskólinn hefst að nýju kl. 11 í Safn- aðarheimilinu. Súpa og brauð á vægu verði eftir messuna. GEORGE W. Bush, forseti Bandaríkjanna, gengur yfir lóð Hvíta hússins í Washington í gær. Eitt stórt skref fyrir mig … Reuters FRÉTTIR AÐALSKOÐUN hf. hefur tekið í notkun fullkomna skoðunarstöð fyrir öku- tæki. Nýja stöðin, sem jafnframt er sú sjötta sem félagið hefur yfir að ráða á landinu, er staðsett í Skeifunni 5 í Reykjavík. Í fréttatilkynningu kemur fram að í nýju stöðinni verði tvær afkasta- miklar skoðunarbrautir fyrir fólks- og sendibíla auk brautar fyrir sértæk- ar skoðanir. Brautirnar ráða við allt frá litlum fólksbílum upp í millistærð- ir bíla og jeppa. Öll hönnun stöðvarinnar miðar að því að skoðunin gangi greiðlega fyrir sig og aðstaða viðskiptavina sé sem best. Ekið er í gegnum húsnæðið til að auðvelda aðkomu og flæði bíla í gegnum stöðina. Borðaklipping Bergur Helgason, framkvæmdastjóri Aðalskoðunar, Krist- ján Möller samgönguráðherra og Jafet S. Ólafsson, stjórnarformaður Að- alskoðunar, við opnun nýju stöðvarinnar í Skeifunni 5. Aðalskoðun opnar nýja skoðunarstöð í Skeifunni MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun sem stjórn Blaðamannafélags Íslands sam- þykkti á fundi sínum: „Frelsi til að tala og rita það sem mönnum býr í brjósti telst til dýr- mætustu mannréttinda. Skoðana- frelsi, upplýsingafrelsi, málfrelsi og frelsi til að miðla hugmyndum eru forsendur til að nútíma lýðræðis- þjóðfélag fái þrifist. Án tjáningar- frelsis er engin leið að tryggja að annarra mannréttinda sé gætt. Því er tjáningarfrelsi forsenda þess að almennt lýðfrelsi ríki. Undanfarið hafa fallið dómar sem þrengja mjög að tjáningarfrelsi og byggja á mjög þröngri túlkun dóm- stóla á því sem getur kallast eðlileg umræða í lýðræðisþjóðfélagi. Í þess- um dómum birtist mjög neikvæð sýn á tjáningarfrelsi og þeim sjónarmið- um sem að baki því liggja. Blaðamannafélag Íslands varar við þessari þróun og brýnir dómstóla landsins að kynna sér alþjóðlega dómaframkvæmd á því sviði. Einnig er sérsök ástæða til þess að hvetja dómendur til að rifja upp dóm Mann- réttindadómstóls Evrópu í máli Þor- geirs Þorgeirsonar rithöfundar frá árinu 1992 (47/1991/299/370). Þar vekur Mannréttindadómstólinn at- hygli á því að tjáningarfrelsi „... er ein helsta grundvallarstoð lýðræðis- þjóðfélags; ... nær það ekki einungis til „vitneskju“ eða „hugmynda“ sem tekið er við með velþóknun eða tald- ar eru meinlausar eða litlu skipta, heldur einnig til þeirra sem valda sárindum, hneykslun eða ólgu. Það tjáningarfrelsi sem 10. greinin verndar er háð nokkrum undantekn- ingum, sem þó ber að skýra þröngt, og sýna verður fram á nauðsyn tak- markana með sannfærandi hætti.“ Í dóminum yfir Þorgeiri vék dóm- stóllinn einnig að hlutverki fjölmiðla með eftirfarandi orðum: „Það er ekki einungis hlutverk þeirra að miðla slíkri vitneskju og hugmynd- um; almenningur á einnig rétt á að taka við þeim. Að öðrum kosti gætu blöðin ekki rækt hið ómissandi hlut- verk sitt sem „varðhundar almenn- ings“. Blaðamannafélag Íslands telur nauðsynlegt að vekja athygli á þess- ari niðurstöðu Mannréttindadóm- stólsins og hvetur dómstóla landsins til að kynna sér hana til hlítar áður en þeir draga allt bit og líf úr þeirri umræðu sem hverri þjóð er nauð- synlegt að eiga.“ Ályktun til varnar tjáningarfrelsi ALÞJÓÐASAMTÖKIN Equality Now hafa veitt 9 grasrótarsamtök- um viðurkenningu fyrir framúrskar- andi starf í baráttunni gegn mansali. Samtökin fengu hver um sig 10.000 dollara til starfseminnar og var tals- konum þeirra jafnframt boðið til Nepal í desember til þess að leggja á ráðin um framtíðarsamstarf á al- þjóðavettvangi. Stígamót eru önnur tvennra samtaka í Evrópu sem hlotnaðist þessi heiður. Hin samtök- in eru frá Lettlandi, Kambódíu, Ind- landi, Filippseyjum, Bandaríkjun- um, Nepal og Perú. Í fréttatilkynningu kemur fram að Equality Now beiti sér gegn ofbeldi og hvers kyns órétti gagnvart kon- um og stelpum hvar sem er í heim- inum. Sérstaklega beita samtökin þrýstingi til þess að binda enda á nauðganir, ofbeldi í parasambönd- um, mansal, limlestingar á kynfær- um kvenna og kynjamisrétti, og efla rétt kvenna til þess að stjórna eigin barneignum og pólitíska þátttöku þeirra. Samtökin njóta mikillar virð- ingar í jafnréttisgeiranum og ein af áberandi liðskonum þeirra er leik- konan Meryl Streep. „Baráttan gegn mansali verður aðeins háð með alþjóðlegu samstarfi. Viðurkenning Equality Now er mikil hvatning fyrir starfsemi Stígamóta og mun brýna starfskonur til þess að leggja sig allar fram í baráttunni gegn vændi og mansali,“ segir í frétt frá Stígamótum. Stígamót hljóta alþjóð- lega viðurkenningu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.