Morgunblaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 49
AÐLÖGUN bókmenntaverks að
kvikmyndaforminu er vandasamt
verkefni sem glímt hefur verið við á
mismunandi hátt frá upphafi kvik-
myndagerðar. Best heppnuðu aðlag-
anirnar eru iðulega þær sem vinna
með og nýta sér ólíka eiginleika miðl-
anna í stað þess að reyna að þröngva
einu formi upp á annað. Kvikmyndin
Friðþæging (Atonement) er dæmi
um snjalla aðlögun á bókmennta-
verki, þar sem þáttum á borð við tón-
list og hljóðrás, sjónarhorni, klipp-
ingum og leikstíl er beitt á máta sem
ekki aðeins fangar margbrotnar hlið-
ar frásagnarinnar sem unnið er með,
heldur skapar sjálfstæða og heillandi
heild sem stendur á eigin forsendum.
Kvikmyndin sem um ræðir er
byggð á skáldsögu breska rithöfund-
arins Ian McEwan en leikstjórinn
Joe Wright heldur utan um aðlög-
unina í samvinnu við handritshöfund-
inn Christopher Hampton en báðir
hafa þeir áður unnið að vel heppn-
uðum aðlögunum bókmenntaverka. Í
Friðþægingu er sögð saga elskend-
anna Ceciliu Tallis (Keira Knightley)
og Robbie Turner (James McAvoy).
Robbie er sonur ráðskonunnar á ætt-
aróðali auðugra foreldra Ceiliu og
hafa börnin alist upp sem vinir og
leikfélagar. Lykilpersóna í sögunni
er jafnframt Briony (Saoirse Ronan),
hin þrettán ára gamla systir Ceciliu
sem hefur sterka skáldagáfu og ber í
brjósti leynda ást til Robbie. Briony
er sérstakt barn og hefur tilhneig-
ingu til þess að reyna að beygja veru-
leikann að vilja sínum eða réttar sagt
ímyndunarafli, líkt og leikpersónur í
leikriti. En vald sögumannsins er
hættulegt í höndum þrettán ára til-
finningaflæktrar stúlku sem er á
mörkum bernsku og fullorðinsára.
Hún missir sjónar á skilum veruleika
og skáldaðs heims, og gerist sek um
rangan vitnisburð í sakamáli sem
veldur Robbie og Ceiliu óaft-
urkræfum skaða. Þegar heimsstyrj-
öldin síðari brestur á að nokkrum ár-
um liðnum reynir Briony að bæta
fyrir brot sitt meðan persónurnar
velkjast um í hildarleik stríðsins.
Kvikmyndin töfrar í senn fram
heillandi ástarsögu og magnaða
stúdíu um samband skáldskapar og
veruleika, en Briony er þar í stöðu
sögumanns skáldverks sem teygir
anga sína utan um veruleika Robbie
og Ceiliu. Þessum vangaveltum er
miðlað á snjallan máta í kvik-
myndafrásögninni, þar sem skrif
Briony á ritvél verða að nokkurs kon-
ar upptakti sem síðan er sleginn
áfram af agaðri hugvitssemi út í
gegnum kvikmyndina. Aðrir þættir
myndarinnar eru jafnframt óaðfinn-
anlegir, ekki síst túlkun leikara á
tregafullum persónum sínum og
kvikmyndataka sem nær stór-
brotnum hæðum í atriðinu á strönd-
inni í Dunkirk þar sem bugaðir her-
menn bíða björgunar í kjölfar
skelfilegra stríðsátaka.
Töfrandi „Myndin töfrar í senn fram heillandi sögu og magnaða stúdíu um samband skáldskapar og veruleika.“
Margbrotin ástarsaga
KVIKMYNDIR
Háskólabíó og Borgarbíó
Leikstjórn: Joe Wright. Aðalhlutverk:
Keira Knightley, James McAvoy, Romola
Garai, Saoirse Ronan, Vanessa Redgrave
og Brenda Blethyn. Bretland / Frakk-
land, 2007. 130 mín.
Friðþæging (Atonement)
bbbbb
Heiða Jóhannsdóttir
eftir Yasminu Reza
Leikstjóri Melkorka Tekla Ólafsdóttir
VÍGAGUÐINN
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Frumsýning á Smíðaverkstæðinu 25. janúar
Kúgaður fjölskyldufaðir sem er búinn að fá gjörsamlega nóg...
Kaldrifjaður fulltrúi hins jakkafataklædda yfirgangs og lögmála
frumskógarins...
Óaðfinnanleg eiginkona sem á í örvæntingarfullri baráttu um athygli
eiginmannsins við gemsann hans...
Hugsjónakona sem uppfull af heilagleika býr yfir öllum
lausnunum á vandamálum heimsins...
Þekkir þú svona fólk?
Það veit ekki á hverju það á von!
Sjáðu og heyrðu meira á www. leikhusid.is
þri. 22/1 forsýn. uppselt
mið. 23/1 forsýn. uppselt
fös. 25/1 frumsýn. uppselt
lau. 26/1 uppselt
! " #
$ %
$ $ &' % $
$ (
&
) #((&
* + , !% - &
! "
. # ' /
* 0 &
/1
2 3 4& # 2 +!* $2%
35 6