Morgunblaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 49 AÐLÖGUN bókmenntaverks að kvikmyndaforminu er vandasamt verkefni sem glímt hefur verið við á mismunandi hátt frá upphafi kvik- myndagerðar. Best heppnuðu aðlag- anirnar eru iðulega þær sem vinna með og nýta sér ólíka eiginleika miðl- anna í stað þess að reyna að þröngva einu formi upp á annað. Kvikmyndin Friðþæging (Atonement) er dæmi um snjalla aðlögun á bókmennta- verki, þar sem þáttum á borð við tón- list og hljóðrás, sjónarhorni, klipp- ingum og leikstíl er beitt á máta sem ekki aðeins fangar margbrotnar hlið- ar frásagnarinnar sem unnið er með, heldur skapar sjálfstæða og heillandi heild sem stendur á eigin forsendum. Kvikmyndin sem um ræðir er byggð á skáldsögu breska rithöfund- arins Ian McEwan en leikstjórinn Joe Wright heldur utan um aðlög- unina í samvinnu við handritshöfund- inn Christopher Hampton en báðir hafa þeir áður unnið að vel heppn- uðum aðlögunum bókmenntaverka. Í Friðþægingu er sögð saga elskend- anna Ceciliu Tallis (Keira Knightley) og Robbie Turner (James McAvoy). Robbie er sonur ráðskonunnar á ætt- aróðali auðugra foreldra Ceiliu og hafa börnin alist upp sem vinir og leikfélagar. Lykilpersóna í sögunni er jafnframt Briony (Saoirse Ronan), hin þrettán ára gamla systir Ceciliu sem hefur sterka skáldagáfu og ber í brjósti leynda ást til Robbie. Briony er sérstakt barn og hefur tilhneig- ingu til þess að reyna að beygja veru- leikann að vilja sínum eða réttar sagt ímyndunarafli, líkt og leikpersónur í leikriti. En vald sögumannsins er hættulegt í höndum þrettán ára til- finningaflæktrar stúlku sem er á mörkum bernsku og fullorðinsára. Hún missir sjónar á skilum veruleika og skáldaðs heims, og gerist sek um rangan vitnisburð í sakamáli sem veldur Robbie og Ceiliu óaft- urkræfum skaða. Þegar heimsstyrj- öldin síðari brestur á að nokkrum ár- um liðnum reynir Briony að bæta fyrir brot sitt meðan persónurnar velkjast um í hildarleik stríðsins. Kvikmyndin töfrar í senn fram heillandi ástarsögu og magnaða stúdíu um samband skáldskapar og veruleika, en Briony er þar í stöðu sögumanns skáldverks sem teygir anga sína utan um veruleika Robbie og Ceiliu. Þessum vangaveltum er miðlað á snjallan máta í kvik- myndafrásögninni, þar sem skrif Briony á ritvél verða að nokkurs kon- ar upptakti sem síðan er sleginn áfram af agaðri hugvitssemi út í gegnum kvikmyndina. Aðrir þættir myndarinnar eru jafnframt óaðfinn- anlegir, ekki síst túlkun leikara á tregafullum persónum sínum og kvikmyndataka sem nær stór- brotnum hæðum í atriðinu á strönd- inni í Dunkirk þar sem bugaðir her- menn bíða björgunar í kjölfar skelfilegra stríðsátaka. Töfrandi „Myndin töfrar í senn fram heillandi sögu og magnaða stúdíu um samband skáldskapar og veruleika.“ Margbrotin ástarsaga KVIKMYNDIR Háskólabíó og Borgarbíó Leikstjórn: Joe Wright. Aðalhlutverk: Keira Knightley, James McAvoy, Romola Garai, Saoirse Ronan, Vanessa Redgrave og Brenda Blethyn. Bretland / Frakk- land, 2007. 130 mín. Friðþæging (Atonement) bbbbb Heiða Jóhannsdóttir eftir Yasminu Reza Leikstjóri Melkorka Tekla Ólafsdóttir VÍGAGUÐINN ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Frumsýning á Smíðaverkstæðinu 25. janúar Kúgaður fjölskyldufaðir sem er búinn að fá gjörsamlega nóg... Kaldrifjaður fulltrúi hins jakkafataklædda yfirgangs og lögmála frumskógarins... Óaðfinnanleg eiginkona sem á í örvæntingarfullri baráttu um athygli eiginmannsins við gemsann hans... Hugsjónakona sem uppfull af heilagleika býr yfir öllum lausnunum á vandamálum heimsins... Þekkir þú svona fólk? Það veit ekki á hverju það á von! Sjáðu og heyrðu meira á www. leikhusid.is þri. 22/1 forsýn. uppselt mið. 23/1 forsýn. uppselt fös. 25/1 frumsýn. uppselt lau. 26/1 uppselt                 !    "    #     $   %     $ $ &'   %     $   $ (  &            )  #((&         * +   ,  !% - &    ! "  . # '  / * 0  & /1 2 3 4& # 2 +!* $2% 35 6  
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.