Morgunblaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 32
Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist val- kosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr. Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Minningargreinar 32 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Elínborg Jó-hannsdóttir fæddist á Bjarna- stöðum í Unadal 3. september 1912. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Sauðárkróks 8. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Anna Guðrún Þorleifsdóttir, f. 26.12. 1883, d. 18.7. 1965 og Jó- hann Gunnarsson, bóndi, síðast á Krossi í Óslandshlíð, f. 20.8. 1880, d. 27.8. 1962. Bræður Elínborgar voru Arn- björn, f. 9.10. 1910, d. 11.1 1985 og Gunnlaugur, f. 19.4. 1914, d. 2.6. 2006. Hálfsystir þeirra sam- feðra var Svava, f. 6.12. 1915, d. 18.1. 1990. Móðir Svövu var Guðrún Ástvaldsdóttir. Svava giftist Ólafi Vilhjálmssyni, verslunarmanni á Siglufirði, f. 25.3. 1998, d. 29.1. 1947, börn þeirra eru Þóra, Guðrún og Jóhann. Elínborg bjó fyrstu æviár sín á Bjarnastöðum en flutti árið 1928 með foreldrum sín- um og bræðrum að Krossi í Óslands- hlíð. Eftir andlát föður síns 1962 fluttu systkinin til Sauðárkróks ásamt aldraðri móður sinni. Þau systkinin bjuggju saman á Freyjugötu 40 meðan þau höfðu heilsu til. Síðustu árin dvaldi Elínborg á Heilbrigð- isstofnuninni á Sauðárkróki. Útför Elínborgar verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir.) Móðursystir okkar, Elínborg Jó- hannsdóttir, eða Ella á Krossi eins og við kölluðum hana, er látin og ljúfar minningar um hana koma upp í hugann. Á okkar yngri árum þótti okkur það langt ferðalag að fara frá Siglufirði og inn að Krossi í Ós- landshlíð til að heimsækja afa, Önnu frænku og systkini hennar mömmu og var tilhlökkun mikil. Alltaf var tekið á móti okkur með hlýju viðmóti og kræsingum. Gest- risnin á Krossi var rómuð og höfð- um við systurnar það fyrir reglu að telja kökusortirnar sem aldrei voru undir tíu, allt bakað úr ís- lensku smjöri. Ef von var á okkur í heimsókn seinni hluta sumars var oft búið að tína bláber í hvömm- unum við Kolku, sem rann neðan við bæinn og biðu okkar þá nýtínd bláber með rjóma. Oftast var það Ella sem sá um veitingarnar og var sami háttur hafður á eftir að þau fluttu til Sauðárkróks. Mörg börn dvöldust sumarlangt á Krossi og vorum við systkinin þar á með- al. Guðrún var þar í þrjú sumur og Jóhann í níu og eiga þaðan góðar minningar. Á Sauðárkróki bjuggu systkinin saman á Freyjugötunni og eftir að Arnbjörn lést árið 1985 bjuggu þau Ella og Gunnlaugur þar meðan heilsan leyfði fram á tíræðisaldur. Þau voru sjálfum sér nóg með flesta hluti og fylgdust vel með því sem var að gerast í þjóðfélaginu. Ella vildi fá fréttir af börnum okk- ar systkinanna og barnabörnum og fylgdist vel með velferð þeirra. Hún hafði unun af fallegum hlutum og vildi hafa þá á heimili sínu. Gestrisnin var svo ofarlega í huga hennar að þegar við heimsóttum hana á sjúkrahúsið fannst henni sjálfsagt að við fengjum einhverjar veitingar og henni varð að ósk sinni hjá skilningsríku starfsfólki þar og færum við því þakkir fyrir. Nú hefur Ella á Krossi fengið hvíldina eftir langa ævi og við kveðjum hana með söknuði og þökk fyrir það sem hún var okkur. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson.) Þóra, Guðrún og Jóhann. Elínborg Jóhannsdóttir ✝ Árni Guð-mundsson fæddist í Ámunda- koti í Fljótshlíð 2. febrúar 1932. Hann lést á heimili sínu, Múlakoti í Fljóts- hlíð, 11. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Guð- mundsson bóndi í Ámundakoti og síð- ar Múlakoti í Fljótshlíð, f. 28. júní 1900, d. 9. feb. 1972 og Guðrún Halldóra Niku- lásdóttir húsfreyja, f. 26. júní 1901, d. 9. nóv. 1981. Systkini Árna eru Nikulás, f. 1929, búsett- ur á Hvolsvelli, kona hans Sigrún Jóhannsdóttir, f. 1930, börn þeirra eru þrjú, Guðmundur, f. 1961; Jóhann, f. 1965, og Mar- 1957, en lauk atvinnuprófi ásamt blindflugsréttindum 1964 og flugkennaraprófi nokkru síðar. Flug og flugvélar áttu hug hans og hjarta sem gleggst mátti sjá á því að hann réðst í það stór- virki að útbúa flugvöll við erf- iðar aðstæður á malaraurum neðan við heimatúnin í Múlakoti. Að því loknu byggði hann svo flugskýli. Árið 1968 kom hann al- kominn til foreldra sinna sem þá voru orðin heilsulítil og eftir frá- fall föður síns 1972 bjó hann og hélt heimili með móður sinni til dánardægurs hennar 1981. Bjó síðan einn í Múlakoti til æviloka. Árið 2001 eignuðust flug- áhugamenn Múlakotsjörðina og var hann mikill þátttakandi með þeim í þeirri miklu uppbyggingu sem þar hefur átt sér stað und- anfarin misseri. Einnig sá hann um umhirðu trjáasafns Skóg- ræktar ríkisins sem er á jörðinni. Útför Árna fer fram frá Hlíð- arendakirkju í Fljótshlíð í dag og hefst athöfnin klukkan 14. grét Halldóra, f. 1971. Þórir, f. 1936, d. 2004, bjó í Reykjavík. Ingi- björg, f. 1941, búsett á Selfossi, maður hennar Sigurður Símon Sigurðsson, f. 1935, dóttir þeirra Guðrún Halldóra, f. 1964. Árni fluttist með fjölskyldu sinni að Múlakoti um 10 ára aldur og bjó þar alla tíð síðan. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Héraðsskól- anum á Laugarvatni 1950. Frá 1954 til 1968 vann Árni yfir ver- tíðir hjá Hraðfrystihúsi Þorkötlu- staða í Grindavík. Hann tók einkaflugmannspróf 1954 og var flugskírteini hans númer 316, bóklegt atvinnupróf tók hann Ég vil með nokkrum orðum minn- ast Adda frænda míns. Árni Guð- mundsson flugmaður í Múlakoti, móðurbróðir minn, hefur alltaf verið fastur punktur í tilveru minni. Þegar ég var lítil, á sjöunda áratug síðustu aldar, bjó hann í Múlakoti þar sem hann hjálpaði foreldrum sínum, ömmu og afa, með bústörfin og þegar afi dó 1972 voru bara amma og Addi eftir í sveitinni. Addi hafði lært flug á sjötta ára- tugnum og tók bæði atvinnuflugpróf og flugkennarapróf. Ég hef oft velt því fyrir mér hversu ólíkt líf hans hefði orðið ef hann hefði t.d. orðið flugstjóri í millilandaflugi, sest að í Reykjavík og eignast fjölskyldu? En örlögin höguðu því þannig að hann varð um kyrrt í Múlakoti og sinnti fluginu meðfram búskap. Reyndar var flugið honum þvílík ástríða að hann gerði flugbraut á Markarfljót- saurunum, reisti þar flugskýli og átti þar flugvélar. Það var ekkert slor að fá að fara í útsýnisflug á röndóttu tví- þekjunni, TF-KAN, sem ég held að sé fallegasta flugvél á Íslandi. Þegar ég var lítil leit ég upp til Adda frænda og þótti hann mikill heimsmaður. Hann fór á þeim árum oftar til Reykjavíkur en margur og alltaf kom eitthvað óvenju spennandi úr jólapökkunum frá honum. Þó hann byggi í nokkurri einangrun í sveitinni var hann alltaf í góðum tengslum við umheiminn, skrifaðist á við erlenda flugmenn, keypti blöð og tímarit frá útlöndum og svo var auðvitað flug- völlurinn vinsæll viðkomustaður flug- manna. Addi var rólyndur og þolinmóður við okkur frændsystkinin þegar við vorum í sveitinni á sumrin og leyfði okkur að taka þátt í öllum störfum, hvort sem það var girðingavinna eða að takast á við baggana í heyskapnum og ekki var minna spennandi þegar hann hjálpaði okkur í pappírsskutlu- gerð og við þreyttum kappflug eftir ganginum eða milli trjánna. Addi var áhugamaður um ljós- myndun, framkallaði sjálfur og átti mikið undratæki sem var Polaroid- myndavél sem voru sjaldséðar á sjö- unda áratugnum. Það var mikill gald- ur þegar hann stakk inn á sig mynda- plötunni og dró fram tilbúna mynd. Hann átti líka ferðagrammófón og leyfði mér stundum að hlusta á djass- plötur með þeim Ellu og Louis. Þó Addi hafi verið orðinn 75 ára þá kom fráfall hans mér á óvart. Hann hugsaði vel um heilsuna, hjólaði og skokkaði og það er ekki hægt að segja að hann hafi verið orðinn gamall mað- ur. Addi frændi var kannski feiminn á yfirborðinu en ræðinn og hress í góðra vina hópi, áhugasamur um þjóðmál, hjálpsamur, barngóður og mikill dýravinur. Guð blessi minningu hans. Guðrún Halldóra Sigurðardóttir. 11. janúar fengum við þær fréttir að mætur vinur okkar í nær hálfa öld, Árni í Múlakoti, væri allur. Fréttin kom sem þruma úr heiðskíru lofti. Þótt Árni ætti stutt í að verða 76 ára þá töldum við okkur eiga eftir að fá að njóta hans lengi enn. Árið 1960 eignaðist undirritaður hlut í flugvél með Árna. Þetta var Fleet Finch flugvélin TF-KAN. Árni hafði eignast hlut í vélinni 1956 en þegar hér var komið sögu þá var hún óflughæf. Fleetinum var komið í flug- hæft ástand og flaug vélin aftur í október 1961. Sameiginlegur áhugi okkar Árna á flugi tengdi okkur föst- um böndum og áhuginn entist Árna ævina á enda. Þótt Árni lyki öllum sínum flug- prófum með sóma, þá varð atvinnu- flug ekki ævistarf hans. Ýmislegt kom þar til. Erfitt var að fá slíka vinnu á þeim tímum og foreldrar Árna voru orðin roskin. Umhyggja Árna fyrir þeim varð til þess að hann fór alfarið heim í Múlakot til að sinna búi með foreldrum sínum. Ýmis færi gáfust þó til að sinna fluginu og þótti Árni einkar laginn við að draga svifflugur á loft og var hann oft fenginn til þess. Þá var Árni áhugasamur um að finna nýja lendingarstaði og lenti víða, meðal annars í Þórsmörk. Um 1960 ræðst Árni í það stórvirki að útbúa flugvöll í Múlakoti. Með elju og þrautseigju fékk hann flugvöllinn viðurkenndan af Flugmálastjórn, en Árni lét ekki staðar numið við að hafa komið sér upp löglegum flugvelli. Í kringum 1968 ræðst hann í annað stórvirki, byggingu flugskýlis og var Árni einn af þeim fyrstu til að reisa einkaflugskýli á Íslandi. Flugvélin okkar, Fleetinn, flutti svo í Múlakot 1969 og átti þar heima þar til vélin missti flugfjaðrirnar í ágúst 1996. Árni var afar fróður maður og vel lesinn. Oft var hringt í Árna til að fá skorið úr ýmsum málum, oft tengdum flugi. Þá átti hann í bréfaskriftum út um allan heim og var félagi í mörgum fagklúbbum erlendis. Um aldamótin var komið að kafla- skiptum í lífi Árna. Búskapnum var eiginlega sjálfhætt og ekki að vita hvað við tæki. Árni var þá enn með brennandi áhuga á flugi og svo var jú flugvöllurinn hans og flugskýlið í Múlakoti. Sameiginlegur vinur okkar Árna, Ágúst Karlsson, tók sig þá til og safnaði saman hópi flugáhuga- manna til að kaupa jörðina og koma þar upp sælureit fyrir flugáhugafólk. Þetta var mikið átak, en með þraut- seigju tókst Ágústi að sannfæra menn um ágæti þessa verkefnis. Árni var efins í fyrstu, en verkefnið var freist- andi, svo hann sannfærðist líka. Mikið verkferli fór í gang og var frístunda- byggð flugáhugamanna skipulögð á jörðinni og eru fyrstu húsin þegar ris- in og önnur munu rísa áður en langt um líður. Það var komið upp vatns- veitu og var Árni ötull liðsmaður í því starfi eins og öllu öðru sem að verk- efninu laut. Síðustu árin hefur því verið mikið um að vera hjá Árna og það var auðséð að hann naut þess vel. Við þökkum Árna fyrir einstaklega góð kynni og hans mun mikið og sárt verða saknað í Múlakoti á komandi árum. Erling Jóhannesson. Alfhild Nielsen. Árni, flugmaður í Múlakoti, er greypt í hugskot mitt frá því ég fór að fikta við að læra flug upp úr 1970. Bóndinn austur í Fljótshlíð sem átti tvíþekjuna og dró svifflugur á loft. Af þessum manni heyrði ég fljótt og langaði að hitta er ég fór að fljúga einn míns liðs. Nú eru liðin rúm 35 ár, og alltaf kom Árni labbandi, í róleg- heitum, niður á flugvöll í Múlakoti þegar ég lenti þar á hinum ýmsu flug- vélum sem áttu það sammerkt að vera með nefhjólið að aftan. En föstu- daginn 11. janúar sl. kom Árni ekki til að hitta mig, þótt hann ætti vissulega von á mér í þetta sinn. Það hlaut eitt- hvað að vera að! Árni í Múlakoti var hlédrægur mað- ur en skemmtilegur og ræðinn þegar maður kynntist honum, fróður með af- brigðum um flugvélar og flugmál. Hann hélt skrár yfir ýmsar flugvéla- gerðir sem honum þóttu áhugaverðar, hérlendis og erlendis, vissi hvar flestar þessara flugvéla voru, ef þær voru á skrá og átti í bréfaskriftum við ýmsa flugvélaeigendur víða um lönd. Hann átti og mikið safn mynda af íslenskum flugvélum. Þegar ég var á sínum tíma ritstjóri tímaritsins „Flug“ eða um 1976-79 bað ég Árna um viðtal til að birta í blaðinu. Jú, hann samþykkti það en baðst und- an að vera kallaður „bóndi“ hann stæði varla undir því heiti. Ég held að Árni hafi orðið hugfanginn af „fluginu“ strax á unglingsárum og gleypt í sig allt er viðkom flugi og flugvélum. Síðar eftir að Árni tók flugpróf, eignaðist hann Fleet Finc-flugvélina TF-KAN um 1956 og fór þá fljótlega að útbúa flugbraut og byggja sér flugskýli í Múlakoti. Þar átti Fleetinn húsaskjól í rúm 45 ár og hefur það eflaust bjargað þeirri vél frá því að verða sett í uppfyll- ingu flugbrauta í Reykjavík, eins og varð hlutskipti margra eldri flugvéla á Íslandi fyrir 1970. Árni vildi kynnast flugvélategund- um, reyna þeirra flugeiginleika og kar- akter. Hann skipti um flugvél eins og margir skipta um bíl. Hann átti, auk Fleetsins, Citabria 7AC, Jodel DR-221, Stinson Voyager, Piper Clip- per, og nú síðast Jodel DR-250. Eina fallega helgi sumarið 1982 átt- um við félagarnir Ragnar J. Ragnars- son og fjölskyldur mjög skemmtilega útilegu helgi í Múlakoti með Árna, og Jodelum-, Fleet- og Citabria-flugvél- um og skiptumst á að prufufljúga hver hjá öðrum. Þarna lék Árni á als oddi. Trúlega var þetta upphaf Múlakots- fjölskylduflugkomanna sem síðan hafa verið árvissar í Múlakoti. Fyrir nokkrum árum seldi Árni jörð sína „flugáhugafólki“ sem hefur verið að byggja sér sumarhús í nágrenni við flugvöllinn. Þarna held ég að Árni hafi verið mjög sáttur við sitt framlag, og að geta verið áfram á jörðinni sem hann unni og hafði aldrei yfirgefið, en vildi vera nærri fluginu, sem átti svo stóran hlut í lífi hans allt frá bernsku. Ég vil í lokin þakka Árna í Múlakoti skemmtilegar samverustundir og fræðandi umræður um flugvélar og eiginleika þeirra undanfarin 35 ár. Með flugkveðju. Jón Karl Snorrason. Látinn er Árni Guðmundsson í Múlakoti í Fljótshlíð, tæplega 76 ára gamall. Árni starfaði um árabil og fram á síðasta dag fyrir Skógrækt ríkisins í Múlakoti í Fljótshlíð. Í Múlakoti er að finna eitt af eldri og merkilegri trjásöfnum á Íslandi og er það sprottið upp úr gömlu gróðrarstöð- inni í Múlakoti sem stofnuð var 1935. Ólst Árni upp á staðnum, bjó þar alla tíð og bar miklar tilfinningar til hans. Sýndi Árni það í verki því fáir aðrir hefðu haldið trjásafninu jafn fallegu og snyrtilegu og hann. Árni var fróð- ur um sögu skógarins í Múlakoti og var gaman að rifja upp með honum sögur af starfseminni fyrr á árum. Fróðlegt var að heyra frásagnir af þeim tíma er Hekluaska lagðist yfir trjásafnið í 1947 gosinu, sem og þeim aðbúnaði sem fyrstu starfsmenn Skógræktarinnar á Suðurlandi bjuggu við á staðnum. Það gustaði ekki af Árna heldur fór hann hljóð- lega um og gerði ekki mikið úr sínum verkum þó hann skilaði meira verki en margur annar. Samstarfsfólk hans hjá Skógrækt ríkisins vill hér með þakka Árna fyrir góð kynni. Starfsfólk Skógræktar ríkisins á Tumastöðum. Kveðja frá Svif- flugfélagi Íslands Árni í Múlakoti var flugmaður af lífi og sál. Hann var dulur og það tók tíma að kynnast honum. Hann var dráttarflugmaður okkar svifflug- manna Íslandsmót eftir Íslandsmót. Á morgnana vakti hann okkur í tjöld- unum á Helluflugvelli er hann kom frá Múlakoti á flottu tvíþekjunni sinni, Fleet Finch árg 1942. Það var ljúft að vakna við taktfasta og skell- andi hljóðið í stjörnuhreyflinum. Árni var listaflugmaður og sérstök upplifun var fyrir okkur svifflug- menn að vera dregnir í loftið á tví- þekjunni hans Árna. Árni var með flugvöll í túngarð- inum sem við flugmenn notuðum óspart enda einn vinalegasti flugvöll- ur landsins. Það verður öðruvísi að lenda á Múlakoti og eiga ekki lengur von á að Árni komi og heilsi og spjalli um flug og flugvélar. Við félagar í Svifflugfélagi Íslands þökkum Árna í Múlakoti samfylgd- ina og vottum aðstandendum öllum dýpstu samúð okkar. Kristján Sveinbjörnsson. Árni Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.