Morgunblaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 21 ÁRBORGARSVÆÐIÐ hann hefði ákveðið að ráða sig í starfið á sín- um tíma. Starfsemi HSU skiptist í meginatriðum í þrennt: Heilsugæslu, sjúkrahús og hjúkrun- ardeildir aldraðra. Heilsugæslustöðvar eru átta, frá Þorlákshöfn og Hveragerði í vestri og til Kirkjubæjarklausturs í austri. Sjúkra- hús er á Selfossi þar sem m.a. er veitt þjón- usta í fæðingar- og kvensjúkdómalækningum, skurðlækningum, lyflækningum, myndgrein- ingu, rannsóknum og sjúkraþjálfun. Í ný- byggingunni verða síðan tvær hjúkrunar- deildir fyrir aldraða, samtals 40 rúm. Þá annast stofnunin alla sjúkraflutninga á Suður- landi, ásamt því að reka Réttargeðdeildina að Sogni þar sem vistaðir eru ósakhæfir ein- staklingar. 2 milljarðar í veltu Á fjárlögum ársins 2008 er fjárveiting til HSu um 1.750 milljónir kr. og til Réttargeð- deildarinnar um 195 milljónir. Heildarvelta þessar starfsemi er því tæpir tveir milljarðar á þessu ári. „Starfsemin er enn í svipuðu horfi og fyrir sameiningu. Betur hefur þó gengið að ráða í lausar læknastöður, geðlæknisþjónusta hefur verið aukin á Sogni og Litla-Hrauni, iðjuþjálfun barna er nýbyrjuð og heimahjúkr- un utan dagvinnutíma hefur verið aukin á þjónustusvæði heilsugæslustöðvanna í Hvera- gerði, Þorlákshöfn og á Selfossi. Með tilkomu nýbyggingarinnar styrkist þjónustan enn frekar með fleiri hjúkrunarplássum fyrir aldr- aða og bættri aðstöðu fyrir bráðaþjónustu og Selfoss | Ný viðbygging við Heilbrigðisstofn- un Suðurlands (HSU) verður tekin í notkun næstkomandi fimmtudag. Nýbyggingin er þrjár hæðir auk kjallara. Áætlaður kostnaður við bygginguna er 1,5 milljarðar króna. Á 2. og 3. hæð verða tvær 20 rúma hjúkr- unardeildir fyrir aldraða, á 1. hæð verður heilsugæslustöð og í kjallara aðstaða fyrir endurhæfingu, kapellu, fundi og kennslu, tæknirými, geymslur ofl. Hver hæð er um 1300 ferm., samtals rúmlega 5.200 ferm. Arki- tekt er Helgi Hjálmarsson en Framkvæmda- sýsla ríkisins hefur haft umsjón með fram- kvæmdum. Sjúklingar á hjúkrunardeildinni Ljósheim- um á Selfossi munu um næstu mánaðamót flytjast yfir í nýju bygginguna. Heillandi sameining Magnús Skúlason tók við stöðu fram- kvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Suður- lands 1. september 2004 við sameiningu heil- brigðisstofnana á Suðurlandi. Áður hafði hann starfað í fjögur ár á fjármáladeild heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. „Mér fannst þessi sameining heillandi verkefni og áhuga- vert að fá að stýra uppbyggingu þessarar nýju stofnunar. Taldi mig hafa góðan und- irbúning til þess vegna fyrri starfa. Það var líka ágætt að breyta um umhverfi, en einnig vegna fyrri tengsla við Suðurland, ég var í sveit í Rangárvallasýslu á árum áður og á ættir að rekja þangað í báðar ættir,“ sagði Magnús þegar hann var spurður af hverju endurhæfingu. Þá stendur til að styrkja þjón- ustu í geðheilbrigðismálum,“ kom fram hjá Magnúsi þegar hann var spurður hvort starf- semin hefði vaxið mikið eftir sameininguna. Hjúkrunarrýmum fjölgar Með tilkomu nýju byggingarinnar á Sel- fossi fjölgar hjúkrunarrýmum fyrir aldraða úr 26 í 40 á Selfossi, heilsugæslan fær nýtt og rúmbetra húsnæði á 1. hæð, endurhæfing- araðstaða verður stórbætt, auk þess sem stofnunin fær nýjan og stórglæsilegan aðal- inngang og anddyri. Í eldri byggingunni verð- ur betri aðstaða fyrir rannsóknadeild, lækna- móttökur, skrifstofur ofl. „Nú er verið að taka í notkun 1. áfanga framkvæmdanna sem er 20 rúma hjúkrunar- deild á 2. hæð, nýr aðalinngangur og anddyri með afgreiðslu og símavakt. Á næstunni verð- ur ný kapella tilbúin og í apríl nk. verður hin hjúkrunardeildin á 3. hæð tekin í notkun, ásamt aðstöðu fyrir endurhæfingu í kjallara. Fyrri hluta ársins verður væntanlega boðin út framkvæmd við að ljúka 1. hæð og kjallara. Þá verður eftir að gera nauðsynlegar breyt- ingar í eldri byggingunni,“ sagði Magnús. Allir jákvæðir „Þetta er auðvitað krefjandi, skemmtilegt og gefandi starf þó alltaf sé of mikið að gera. Það hefur verið ánægjulegt að finna jákvæð- an hug starfsfólks, íbúa, þingmanna og sveit- arstjórnarmanna fyrir því að styrkja heil- brigðisþjónustuna á svæðinu. Nú er árangurinn að koma í ljós með viðurkenningu stjórnvalda á þessum sjónarmiðum. Viður- kenningin felst m.a. í auknum fjárveitingum til reksturs og uppbyggingar húsnæðis stofn- unarinnar,“ sagði Magnús. Hann lét þess getið að föstudaginn 25. jan- úar kl. 15 – 17 yrði opið hús fyrir almenning til að skoða hið nýja húsnæði. Í kjölfarið verð- ur síðan farið á fullu í að undirbúa flutning vistmanna á Ljósheimum á nýju deildina á 2. hæð. 1,5 milljarða króna hús tekið í notkun Langþráðar úrbætur Magnús Skúlason fram- kvæmdastjóri fagnar bættri aðstöðu í við- byggingu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Hjúkrunarrýmum fjölgar úr 26 í 40 með nýbyggingu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands SUÐURNES Reykjanesbær | Forsvarsmenn veitingastaðarins Primo hafa gerst aðilar að samkomulagi veit- ingastaða og opinberra aðila í Reykjanesbæ um nýjar leiðir í for- vörnum gegn ofbeldi og fíkniefna- notkun í bæjarfélaginu. Góður ár- angur er af verkefninu, að því er fram kemur á vef Reykjanesbæjar. Í samkomulaginu felst meðal annars að afgreiðslutími staðanna er styttri en áður var og dyraverðir sækja námskeið á vegum bæjarins. Dyraverðir eru í beinu talstöðv- arsambandi við lögregluna. Þá sammælast aðilar um skemmtana- bann á fólk sem veldur ítrekað ónæði eða gerist brotlegt. Reykjanesbær hefur komið upp öryggismyndavélum í miðbænum til eftirlits í nágrenni skemmtistaða við Hafnargötu og vaktar lögreglan þær. Ein slík myndavél bætist nú við. Árangur af sam- starfi um eftirlit við veitingastaði Ljósmynd/Dagný Gísladóttir Forvarnir Veitingastaðurinn Primo gerist aðili að samningum. Grindavík | „Við stefnum að því að þetta verði fimm stjörnu tjaldsvæði. Þau gerast ekki betri,“ segir Óskar Sævarsson, markaðs- og ferðamála- fulltrúi Grindavíkurbæjar. Bærinn er að láta gera nýtt tjaldsvæði á Hópstúni við Austurveg í stað eldra tjaldsvæðis sem fer undir aðkomu og bílastæði knattspyrnuhallar sem er verið að byggja. Nýja tjaldsvæðið tekur um tvö hundruð manns, samkvæmt drög- um að skipulagi sem Forma – lands- lagsarkitektar hafa gert og eru til umfjöllunar hjá Grindavíkurbæ. Svæðið er um tíu sinnum stærra en eldra tjaldsvæðið. Þar verður öll sú aðstaða sem krafist er á bestu tjald- svæðum í dag. Sérstök áhersla verður lögð á að þjóna þeim stóra og vaxandi hópi fólks sem ferðast um landið á húsbílum. Byggt verður þjónustuhús við tjaldsvæðið. Auk hefðbundinnar snyrtiaðstöðu eru uppi áætlanir um að gera þar svefnloft og eldhús- aðstöðu þannig að hægt verði að taka á móti gestum í gistingu. Ekki er síst verið að hugsa um íþrótta- hópa enda er tjaldsvæðið stutt frá íþróttamannvirkjum bæjarins. Þá gerir skipulagið ráð fyrir að hægt verði að reisa nokkur smáhýsi á svæðinu. Unnið er að jarðvegsskiptum og öðrum undirbúningi um þessar mundir. Stefnt er að því að opna svæðið ekki síðar en 1. júní í vor. Rætt hefur verið um að bjóða rekst- urinn út. Óskar segir stefnt að því að hafa svæðið opið lengur en sambærileg svæði, eða frá því snemma á vorin og fram á vetur. Komið hafi í ljós síðustu árin að húsbílafólk sé á ferðinni á þessum tíma og því ætti að vera grundvöllur fyrir lengri opnunartíma. Fimm stjörnu tjaldsvæði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.