Morgunblaðið - 19.01.2008, Side 21

Morgunblaðið - 19.01.2008, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 21 ÁRBORGARSVÆÐIÐ hann hefði ákveðið að ráða sig í starfið á sín- um tíma. Starfsemi HSU skiptist í meginatriðum í þrennt: Heilsugæslu, sjúkrahús og hjúkrun- ardeildir aldraðra. Heilsugæslustöðvar eru átta, frá Þorlákshöfn og Hveragerði í vestri og til Kirkjubæjarklausturs í austri. Sjúkra- hús er á Selfossi þar sem m.a. er veitt þjón- usta í fæðingar- og kvensjúkdómalækningum, skurðlækningum, lyflækningum, myndgrein- ingu, rannsóknum og sjúkraþjálfun. Í ný- byggingunni verða síðan tvær hjúkrunar- deildir fyrir aldraða, samtals 40 rúm. Þá annast stofnunin alla sjúkraflutninga á Suður- landi, ásamt því að reka Réttargeðdeildina að Sogni þar sem vistaðir eru ósakhæfir ein- staklingar. 2 milljarðar í veltu Á fjárlögum ársins 2008 er fjárveiting til HSu um 1.750 milljónir kr. og til Réttargeð- deildarinnar um 195 milljónir. Heildarvelta þessar starfsemi er því tæpir tveir milljarðar á þessu ári. „Starfsemin er enn í svipuðu horfi og fyrir sameiningu. Betur hefur þó gengið að ráða í lausar læknastöður, geðlæknisþjónusta hefur verið aukin á Sogni og Litla-Hrauni, iðjuþjálfun barna er nýbyrjuð og heimahjúkr- un utan dagvinnutíma hefur verið aukin á þjónustusvæði heilsugæslustöðvanna í Hvera- gerði, Þorlákshöfn og á Selfossi. Með tilkomu nýbyggingarinnar styrkist þjónustan enn frekar með fleiri hjúkrunarplássum fyrir aldr- aða og bættri aðstöðu fyrir bráðaþjónustu og Selfoss | Ný viðbygging við Heilbrigðisstofn- un Suðurlands (HSU) verður tekin í notkun næstkomandi fimmtudag. Nýbyggingin er þrjár hæðir auk kjallara. Áætlaður kostnaður við bygginguna er 1,5 milljarðar króna. Á 2. og 3. hæð verða tvær 20 rúma hjúkr- unardeildir fyrir aldraða, á 1. hæð verður heilsugæslustöð og í kjallara aðstaða fyrir endurhæfingu, kapellu, fundi og kennslu, tæknirými, geymslur ofl. Hver hæð er um 1300 ferm., samtals rúmlega 5.200 ferm. Arki- tekt er Helgi Hjálmarsson en Framkvæmda- sýsla ríkisins hefur haft umsjón með fram- kvæmdum. Sjúklingar á hjúkrunardeildinni Ljósheim- um á Selfossi munu um næstu mánaðamót flytjast yfir í nýju bygginguna. Heillandi sameining Magnús Skúlason tók við stöðu fram- kvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Suður- lands 1. september 2004 við sameiningu heil- brigðisstofnana á Suðurlandi. Áður hafði hann starfað í fjögur ár á fjármáladeild heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. „Mér fannst þessi sameining heillandi verkefni og áhuga- vert að fá að stýra uppbyggingu þessarar nýju stofnunar. Taldi mig hafa góðan und- irbúning til þess vegna fyrri starfa. Það var líka ágætt að breyta um umhverfi, en einnig vegna fyrri tengsla við Suðurland, ég var í sveit í Rangárvallasýslu á árum áður og á ættir að rekja þangað í báðar ættir,“ sagði Magnús þegar hann var spurður af hverju endurhæfingu. Þá stendur til að styrkja þjón- ustu í geðheilbrigðismálum,“ kom fram hjá Magnúsi þegar hann var spurður hvort starf- semin hefði vaxið mikið eftir sameininguna. Hjúkrunarrýmum fjölgar Með tilkomu nýju byggingarinnar á Sel- fossi fjölgar hjúkrunarrýmum fyrir aldraða úr 26 í 40 á Selfossi, heilsugæslan fær nýtt og rúmbetra húsnæði á 1. hæð, endurhæfing- araðstaða verður stórbætt, auk þess sem stofnunin fær nýjan og stórglæsilegan aðal- inngang og anddyri. Í eldri byggingunni verð- ur betri aðstaða fyrir rannsóknadeild, lækna- móttökur, skrifstofur ofl. „Nú er verið að taka í notkun 1. áfanga framkvæmdanna sem er 20 rúma hjúkrunar- deild á 2. hæð, nýr aðalinngangur og anddyri með afgreiðslu og símavakt. Á næstunni verð- ur ný kapella tilbúin og í apríl nk. verður hin hjúkrunardeildin á 3. hæð tekin í notkun, ásamt aðstöðu fyrir endurhæfingu í kjallara. Fyrri hluta ársins verður væntanlega boðin út framkvæmd við að ljúka 1. hæð og kjallara. Þá verður eftir að gera nauðsynlegar breyt- ingar í eldri byggingunni,“ sagði Magnús. Allir jákvæðir „Þetta er auðvitað krefjandi, skemmtilegt og gefandi starf þó alltaf sé of mikið að gera. Það hefur verið ánægjulegt að finna jákvæð- an hug starfsfólks, íbúa, þingmanna og sveit- arstjórnarmanna fyrir því að styrkja heil- brigðisþjónustuna á svæðinu. Nú er árangurinn að koma í ljós með viðurkenningu stjórnvalda á þessum sjónarmiðum. Viður- kenningin felst m.a. í auknum fjárveitingum til reksturs og uppbyggingar húsnæðis stofn- unarinnar,“ sagði Magnús. Hann lét þess getið að föstudaginn 25. jan- úar kl. 15 – 17 yrði opið hús fyrir almenning til að skoða hið nýja húsnæði. Í kjölfarið verð- ur síðan farið á fullu í að undirbúa flutning vistmanna á Ljósheimum á nýju deildina á 2. hæð. 1,5 milljarða króna hús tekið í notkun Langþráðar úrbætur Magnús Skúlason fram- kvæmdastjóri fagnar bættri aðstöðu í við- byggingu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Hjúkrunarrýmum fjölgar úr 26 í 40 með nýbyggingu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands SUÐURNES Reykjanesbær | Forsvarsmenn veitingastaðarins Primo hafa gerst aðilar að samkomulagi veit- ingastaða og opinberra aðila í Reykjanesbæ um nýjar leiðir í for- vörnum gegn ofbeldi og fíkniefna- notkun í bæjarfélaginu. Góður ár- angur er af verkefninu, að því er fram kemur á vef Reykjanesbæjar. Í samkomulaginu felst meðal annars að afgreiðslutími staðanna er styttri en áður var og dyraverðir sækja námskeið á vegum bæjarins. Dyraverðir eru í beinu talstöðv- arsambandi við lögregluna. Þá sammælast aðilar um skemmtana- bann á fólk sem veldur ítrekað ónæði eða gerist brotlegt. Reykjanesbær hefur komið upp öryggismyndavélum í miðbænum til eftirlits í nágrenni skemmtistaða við Hafnargötu og vaktar lögreglan þær. Ein slík myndavél bætist nú við. Árangur af sam- starfi um eftirlit við veitingastaði Ljósmynd/Dagný Gísladóttir Forvarnir Veitingastaðurinn Primo gerist aðili að samningum. Grindavík | „Við stefnum að því að þetta verði fimm stjörnu tjaldsvæði. Þau gerast ekki betri,“ segir Óskar Sævarsson, markaðs- og ferðamála- fulltrúi Grindavíkurbæjar. Bærinn er að láta gera nýtt tjaldsvæði á Hópstúni við Austurveg í stað eldra tjaldsvæðis sem fer undir aðkomu og bílastæði knattspyrnuhallar sem er verið að byggja. Nýja tjaldsvæðið tekur um tvö hundruð manns, samkvæmt drög- um að skipulagi sem Forma – lands- lagsarkitektar hafa gert og eru til umfjöllunar hjá Grindavíkurbæ. Svæðið er um tíu sinnum stærra en eldra tjaldsvæðið. Þar verður öll sú aðstaða sem krafist er á bestu tjald- svæðum í dag. Sérstök áhersla verður lögð á að þjóna þeim stóra og vaxandi hópi fólks sem ferðast um landið á húsbílum. Byggt verður þjónustuhús við tjaldsvæðið. Auk hefðbundinnar snyrtiaðstöðu eru uppi áætlanir um að gera þar svefnloft og eldhús- aðstöðu þannig að hægt verði að taka á móti gestum í gistingu. Ekki er síst verið að hugsa um íþrótta- hópa enda er tjaldsvæðið stutt frá íþróttamannvirkjum bæjarins. Þá gerir skipulagið ráð fyrir að hægt verði að reisa nokkur smáhýsi á svæðinu. Unnið er að jarðvegsskiptum og öðrum undirbúningi um þessar mundir. Stefnt er að því að opna svæðið ekki síðar en 1. júní í vor. Rætt hefur verið um að bjóða rekst- urinn út. Óskar segir stefnt að því að hafa svæðið opið lengur en sambærileg svæði, eða frá því snemma á vorin og fram á vetur. Komið hafi í ljós síðustu árin að húsbílafólk sé á ferðinni á þessum tíma og því ætti að vera grundvöllur fyrir lengri opnunartíma. Fimm stjörnu tjaldsvæði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.