Morgunblaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Andra Karl andri@mbl.is RÉTTINDI sumarhúsaeigenda á leigulóðum munu stóraukast verði frumvarp félagsmálaráðherra um frístundabyggð samþykkt á Alþingi, en frumvarpið var lagt fram í gær. Vegur þar þyngst einhliða réttur leigutaka til að framlengja leigu- samning um allt að 25 ár, náist ekki samningar um annað milli aðila. Ráðherra segir frumvarpið bærilega niðurstöðu fyrir landeigendur sem og sumarhúsaeigendur. Á undanförnum árum hafa komið upp fjölmörg deilumál og árekstrar milli landeigenda og leigutaka lóða undir frístundahús. „Það má rekja þróunina til þess að heimildir jarð- areigenda til að ráðstafa sínum eig- um hafa verið auknar verulega, s.s. með breytingum á jarðalögum, og jarðareigendur hafa í auknum mæli nýtt þennan rétt til að stilla sum- arhúsaeigendum upp við vegg,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra við kynningu á frum- varpinu í gærdag. Hún sagði hávær- ar kröfur leigutaka um bætta réttarstöðu hafa skilað sér í frum- varpinu. Meðal þess sem finna má í frum- varpinu, en það tekur til lóða sem eru tveir hektarar að stærð eða minni, er heimild leigutaka til að framlengja leigusamning einhliða. Er það gert þar sem staða leigutaka er oftast nær afar slæm, sé jafnvel með leigusamning til 25 ára þar sem ekki er getið um framhaldið. Þó eru í frumvarpinu sérstök ákvæði sem koma til móts við landeigendur, þ.e. ef leigutaki nýtir sér þennan rétt. Landeigendur hafa þannig heimild til að tvöfalda leiguna á lóðinni eða minnka lóðina niður í allt að 0,5 hektara. Ágreiningi hvað þessi mál varðar er þó ávallt hægt að skjóta til sérstakrar kærunefndar frístunda- byggðamála – sú nefnd er einnig ný af nálinni. Ráðherra mun skipa kærunefnd- ina til að skera úr deilum sem t.a.m. stofnast innbyrðis milli eigenda húsa í frístundabyggð. Í nefndinni munu sitja þrír löglærðir einstaklingar og segir Jóhanna að kostnaður ríkisins vegna frumvarpsins komi eingöngu til vegna hennar. Sá kostnaður hefur hins vegar verið metinn af fjármála- ráðuneytinu sem óverulegur. Spurð hvort ekki sé verið að ganga á eignarrétt landeigenda seg- ir Jóhanna ekki svo vera. Vel hafi verið farið í gegnum slík mál og ákvæði frumvarpsins unnin í nánu samráði við lagastofnun Háskóla Ís- lands. Fyrirmyndin að lögunum er að umtalsverðu leyti sótt til Noregs. Ekki er vitað til annars en reynslan þaðan sé góð. Fleiri nýmæli sem minnst er á í frumvarpinu er t.d. að umráðamönn- um lóða undir frístundahús verður gert skylt að hafa með sér fé- lagsskap um sameiginlega hags- muni. Taki félagsmaður ekki þátt í greiðslu sameiginlegs kostnaðar og í félagssjóð eignast félagið lögveð í eign hans á félagssvæðinu. Lagt er til að lögin taki gildi 1. september nk. og nái til allra samn- inga sem eru í gildi eftir þann tíma. Staða leigutaka bætt  Fyrsta frumvarpið um heildarlöggjöf um frístundabyggð lagt fram á Alþingi  Leigutakar geta framlengt leigusamninga einhliða um allt að 25 ár Árvakur/RAX Sumarhús Réttarstaða leigutaka lóða undir frístundahús er ekki góð. Í HNOTSKURN »Með frumvarpinu er lagt tilað form og efni samnings um leigu á lóð undir frístundahús verði lögbundið. »Þar skal m.a. koma framhvort leigutaki njóti for- kaupsréttar.  Meira á mbl.is/ítarefni „ÞETTA er eig- inlega allt sam- kvæmt því sem við höfum lagt áherslu á, og það er ekkert atriði sem við teljum að vanti í frum- varpið,“ segir Ásgeir Guð- mundsson, for- maður Lands- sambands sumarhúsaeigenda, um frumvarp félagsmálaráðherra um frístundabyggð. Hann fagnar því auk þess að frumvarpið sé loksins komið fram. Ásgeir segir geysilega mikilvægt fyrir leigutaka að fá lagaramma í kringum frístundabyggðina og nefnir að þetta snerti tugi þúsunda manna á Íslandi. Spurður hver séu helstu atriðin að hans mati nefnir Ásgeir m.a. einhliða rétt til fram- lengingar og kærunefnd frí- stundabyggðamála. Geysilega mikilvægt Ásgeir Guðmundsson ÞRÁTT fyrir að réttur leigutaka lóða undir frístundahús batni til muna með nýja frumvarpinu, velta menn því fyrir sér hvort gengið sé á rétt landeigenda. Arngrímur Hermannsson, fram- kvæmdastjóri Dagverðarness, sem á lóðir í Skorradal, hafði ekki séð frumvarpið og var brugðið þegar blaðamaður las úr því. Hann vildi lítið tjá sig um málið en taldi líklegt að lögfræðingur sinn myndi skoða þetta mál frekar. Lögfræðingur skoðar málið ÁRIÐ 2000 fóru fram athuganir á metangasútstreymi á fyrrverandi urðunarstað sorps í Gufunesi. Þetta var þetta gert vegna fyrirhugaðrar Sundabrautar. Boraður var um einn tugur hola og reyndist vera töluverð metangasvirkni í haugunum. Sams konar útstreymi er virkjað á nýjum urðunarstað í Álfsnesi og notað sem eldsneyti á bíla eins og kunnugt er. Framundan eru nýjar athuganir í Gufunesi fyrir Mengunarvarnir hjá Umhverfissviði Reykjavíkurborgar. Verkefni Umhverfissviðs Línuhönn- unar felst í að meta styrk ýmissa efna í grunnvatni, jarðvegi og haug- gasi á um 10 ha. svæði á gamla urð- unarstaðnum og áhættu af þeim vegna framtíðarnýtingar svæðisins. Einnig á að kanna hæð grunn- vatns í jarðlögum og landsig. Enn fremur verður gerð grein fyrir að- gerðum til að verja mannvirki sem kunna að verða byggð á staðnum, reynist þörf á slíku miðað við ástand og þróun hauganna. Loks verður sett fram mat á áhættu tengdri hugsanlegri notkun landsvæðisins, með og án fyrr- greindra varnaraðgerða. Línuhönnun rann- sakar Gufuneshauga Töluverð metangasvirkni árið 2000 Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is TEKJUR ríkissjóðs verða um 4,5 milljörðum króna lægri á árunum 2007 og 2008 en áætlað var vegna þess að ekki fást eins miklar tekjur af sölu eigna á Keflavíkurflugvelli og gert hafði verið ráð fyrir. Að því er fram kemur í bréfi fjármálaráðu- neytisins til fjárlaganefndar Alþing- is má rekja þennan mismun til þess að ekki náðist að ljúka gerð kaup- samninga við tvo aðila á árinu 2007. Í bréfi fjármálaráðuneytisins kemur fram að innborganir söluand- virðis eignanna hafi numið 132 millj- ónum króna árið 2007 en að við af- greiðslu fjáraukalaga fyrir það ár hafi verið gert ráð fyrir 3,5 milljörð- um. Þá er áætlað að greiðslur vegna sölusamninga verði tæpir 2,9 millj- arðar á þessu ári en þær voru áætl- aðar 4 milljarðar við afgreiðslu fjár- laga. Engar skýringar Gunnar Svavarsson, formaður fjárlaganefndar, segir að þessu verði vísað til umsagnar hjá Ríkisendur- skoðun. Gert hafi verið ráð fyrir að söluverð eigna næmi 15,7 milljörðum en samkvæmt bréfi ráðuneytisins hafi þeir aðeins verið um 12,8. „Það er ljóst af bréfi ráðuneytisins að það hefur eitthvað breyst frá því sem var í desember og Ríkisendurskoðun mun fara yfir það,“ segir Gunnar og bætir við að skrifað hafi verið undir flest kauptilboð í september eða byrjun október. „Þegar við vorum að ganga frá fjárlögum var stefnt að því að ljúka kaupsamningum á þeim dögum og það eru tveir mánuðir síð- an það var.“ Atli Gíslason, þingmaður VG, hef- ur óskað sérstaklega eftir því að skoðað verði hvers vegna veittur var afsláttur af eignum vegna raflagna og hvort ekki hafi verið búið að end- urnýja raflagnir áður en eignirnar voru seldar. Sá afsláttur hafi ekki verið kynntur í upphafi samninga. „Það er heldur engin skýring á því af hverju tveir kaupsamningar töfð- ust,“ segir Atli og áréttar að mun- urinn sé það mikill að þetta þurfi nánari skoðun. Árvakur/Ómar Mismunur Ekki tókst að ljúka tveimur kaupsamningum á árinu 2007. 4,5 milljarðar skiluðu sér ekki STJÓRNUM lífeyrissjóða ber lög- um samkvæmt að móta fjárfesting- arstefnu og ávaxta fé sjóðanna með hliðsjón af bestu kjörum sem eru boðin á hverjum tíma með tilliti til ávöxtunar og áhættu. Hvergi er þess krafist í lögum eða reglum um starf- semi sjóðanna að þeir haldi fjárfest- ingarstefnu sinni leyndri. Fram kom í frétt Morgunblaðsins í gær um hlutarfjárkaup lífeyris- sjóða í FL Group, að talsmenn lífeyr- issjóðanna segðust ekki tjá sig um fjárfestingarstefnu sinna sjóða. Hrafn Magnússon, framkvæmda- stjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að fjárfestingarstefna lífeyris- sjóða byggist á ákvæðum laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Sjóðunum beri á hverju ári að senda Fjármála- eftirlitinu fjárfestingarstefnu sína fyrir komandi ár, undirritaða af stjórnarmönnum. Hrafn segir að fjárfestingarstefna lífeyrissjóða sé ekkert leyndarmál. Spurningar um hvort hið sama eigi við um einstakar fjárfestingar sjóðanna hafi ekki komið inn á borð landssamtakanna. Fjárfesting- arstefna ekki leyndarmál JÓHANNA Sig- urðardóttir fé- lagsmálaráðherra hefur skipað Sig- ríði Lillý Bald- ursdóttur í emb- ætti forstjóra Tryggingastofn- unar ríkisins. Fimm umsækj- endur voru um stöðuna. Sigríður Lillý var sett forstjóri TR um ára- mót. Hún er eðlisfræðingur og stundaði doktorsnám og rannsóknir í endurhæfingarverkfræði. Sigríður Lillý forstjóri TR Sigríður Lillý Baldursdóttir ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.