Morgunblaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÆÐAÞING landbúnaðarins verð- ur haldið í dag, fimmtudag, og á morgun. Þingið hefst með athöfn í húsakynnum Íslenskrar erfðagrein- ingar kl. 9:00 Það mun síðan færast yfir í fundarsali Hótel Sögu eftir há- degi þann dag. Að venju verður dagskráin fjöl- breytt og fróðleg en í sameiginlegri dagskrá við upphaf þingsins verður áhersla lögð á alþjóðlega þróun í landbúnaði. Nokkrar málstofur verða haldnar um afmörkuð fagefni þar sem umræður verða um land- búnaðarhagfræði, umhverfi, heilsu, skógrækt, landnýtingu, jarðrækt, búfjárrækt, vistfræði lífríkis í fersku vatni, kolefnisbindingu, ferðamál og samfélagsgerð. Christian Anton Smedshaug hjá norsku bænda- samtökunum mun halda fyrsta fyr- irlesturinn á þinginu og munu marg- ir fleiri fyrirlestrar fylgja í kjölfarið. Árvakur/RAX Góði hirðirinn Meðal annars verð- ur fjallað um úthagabeit sauðfjár. Fræðaþing ÍSLANDSMÓT grunnskólasveita, stúlknaflokkur, fer fram á laug- ardaginn í húsakynnum Skák- sambands Íslands, Faxafeni 12. Hver skóli má senda fleiri en eina sveit, sem er skipuð 4 keppendum (auk varamanna). Mótið hefst kl. 14.00 og tefldar verða 7 umferðir, 2 x 15 mín. eftir Monrad-kerfi. Skráning fer fram á skrifstofu SÍ, sími 568 9141 kl. 10-13 virka daga og í tölvupósti: siks@simnet.is. Íslandsmót - einstaklingskeppni - fyrir stúlkur á grunnskólaaldri fer fram sunnudaginn 10. febrúar í húsakynnum SÍ og hefst kl. 13. Teflt verður í tveimur flokkum: Fæddar 1992-1994 og fæddar 1995 og síðar. Tefldar verða 15 mín. skákir, umferðafjöldi fer eftir fjölda þátttakenda. Fjórar efstu stúlkurnar í yngri flokki tefla síðan um þátttökurétt í Norðurlandamóti stúlkna sem fram fer í Noregi 18.- 20. apríl. Veitt verða verðlaun í hverjum aldurs- flokki og dregið í happdrætti. Íslandsmót stúlkna í skák VINSTRI græn í Reykjavík boða til félagsfundar í dag, fimmtudag- inn 7. febrúar, klukkan 17.30 á Vesturgötu 7. Svandís Svav- arsdóttir borg- arfulltrúi mætir og kynnir REI- skýrsluna. Í kjöl- farið verður boðið upp á fyr- irspurnir og umræður, segir í fréttatilkynningu. VG ræða um REI-skýrslu Svandís Svavarsdóttir STUTT REYKJAVÍKURBORG hefur lagt sérstaka áherslu á að efla þjónustu við innflytjendur í borginni síðustu misseri. Nýjasti áfanginn í þeirri vinnu er upplýsingasíður á ensku, pólsku og taílensku á vef Reykja- víkur, www.reykjavik.is. Sérstök áhersla er lögð á erlend- ar barnafjölskyldur. Unnið er að því að færa helstu umsóknir um þjónustu borgarinnar á áðurnefnd- um tungumálum inn á vefinn. Fleiri tungumál Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is ÞEGAR sinueldarnir á Mýrum, sem kviknuðu vorið 2006, voru í hámarki nam orkulosunin yfir 200 MW. Til samanburðar má nefna að afl Blönduvirkjunar er 150 MW. Þetta kom fram í fyrirlestri Þrastar Þor- steinssonar jarðeðlisfræðings við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, en hann fjallaði um Mýraeldana í fyr- irlestri hjá Náttúrufræðistofnun í gær. Sinubruninn á Mýrum er mesti sinueldur sem þekktur er á Íslandi. Þar brann svæði sem var um 73 fer- kílómetrar að flatarmáli (Þingvalla- vatn er um 82 ferkm. til sam- anburðar) á þremur dögum; 30. mars – 1. apríl. Eftir að tekist hafði að slökkva eld- ana vaknaði áhugi hjá vísindamönn- um á að rannsaka áhrif þeirra á gróð- urfar, dýralíf, vatnafar og fleira. Sett var af stað rannsóknaráætlun sem fyrirhugað er að standi í fimm ár. Þeir sem standa að þessum verkefni eru Náttúrufræðistofnun Íslands, Landbúnaðarháskóli Íslands, Nátt- úrufræðistofa Kópavogs og Háskóli Íslands. Gríðarlegur hraði á eldinum Þröstur benti á að gróðureldar væru algengir víða á jörðinni, en ár- lega brenna nokkrar milljónir fer- kílómetra lands af þeirra völdum. Í fyrirlestri sínum sýndi Þröstur myndir sem teknir voru úr gervi- tunglum, en slíkar myndir hafa síð- ustu ár hjálpað mjög við mælingar á stærð og útbreiðslu gróðurelda. Hann sagði að með úrvinnslu gervi- tunglamynda og athugunum á jörðu niðri væri hægt að rekja framvindu eldanna á Mýrum og hversu mikil orka losnaði í þeim. Með aðstoð gervitunglamynda er m.a. hægt að segja til um hvenær eldarnir náðu til sjávar og þannig meta útbreiðsluhraða þeirra í upp- hafi. Þröstur sagði að meðalhraði eldtungunnar, fyrstu 4-5 klukku- stundirnar hefði verið um 3200 metr- ar á klukkustund, en vindhraði á þessum tíma var um 11 m/s. Þetta þýðir að hraði eldsins var um 3,2 km á klukkustund sem er gríðarlegur hraði og skýrir að nokkru leyti hvers vegna illa gekk að ráða við eldinn. Til samanburðar má nefna að í bruna sem varð á Miðdalsheiði í júní í fyrra var meðalhraðinn 150 metrar á klukkustund. Þröstur sagði að samband veðurs og elda væri mjög sterkt. Fyrirliggj- andi gögn sýndu þetta vel. Fram kom hjá Þresti að rannsókn sem Jón Guðmundsson líffræðingur gerði hefði leitt í ljós að í Mýraeld- unum hefðu losnað um 27 þúsund tonn af gróðurhúsalofttegundum. Það er svipað og tókst að binda með allri uppgræðslu og skógrækt árið 2003. Orka sem losnaði í Mýraeldum var yfir 200 MW þegar mest var 27 þúsund tonn af gróðurhúsaloft- tegundum losnuðu í sinubrunanum Árvakur/RAX Sinueldur Mestu sinueldar Íslandssögunnar kviknuðu á Mýrum að morgni 30. mars. Eldurinn brann í þrjá dag. Í HNOTSKURN »Víst þykir að sinueldarnir áMýrum hafi kviknað af mannavöldum, annaðhvort vilj- andi eða vegna þess að sígarettu var hent út úr bílglugga. » Í sumar verður haldið áframað rannsaka gróður og dýra- líf á svæðinu, en fyrstu nið- urstöður benda til að bruninn hafi haft slæm áhrif á sumar jurtir en fuglalíf hafi aukist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.