Morgunblaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR yfir því þar sem við stóðum á gang- inum. Þrátt fyrir þessa svartsýni kom að sjálfsögðu í ljós að Unnur fékk jafn góða einkunn í þetta skipt- ið og alltaf, sem segir mikið um samviskusemi hennar. Áfram héldum við vinkonurnar út í lífið, deildum reynslu, sorgum og gleði. Við Unnur áttum drengina okkar á sama árinu og vorum tölu- vert saman þessi fyrstu ár sem mæður. Ég man hvað mér þótti gott að deila þeirri reynslu með Unni, en líka skemmtilegt hve ólík sjónarmið okkar voru stundum. Þegar Unnur fór til Bandaríkj- anna að læra minnkaði sambandið við okkur í saumaklúbbnum á tíma- bili, en slitnaði aldrei alveg. Allar höfðum við mikið að gera við barna- uppeldi, nám og fleira. Undanfarin ár hefur samband okkar sjö eflst aftur og mér finnst saumaklúbbur- inn ómissandi hluti lífs míns og allar vinkonurnar sex. Það er því með miklum söknuði sem ég horfi á eftir Unni, sem tókst á við krabbameinið með sama dugnaðinum og kraftin- um eins og öll önnur verkefni sem hún tók sér fyrir hendur. Unnur hélt ávalt von og lífskrafti í gegnum erfið veikindi. Í minningunni á ég dýrmæta stund þegar við Unnur hittumst í síðasta sinn. Augljóst var að dauð- inn var óumflýjanlegur og gegnum tár okkar beggja rifjaði Unnur upp þær ótal góðu stundir sem hún hafði átt með Sveini síðustu árin. Hún minntist ferðalaganna sem þau fóru í og þá sérstaklega skíðaferðanna og við vorum sammála um að það væri svo ótalmargt sem hægt væri að njóta. Við ræddum líka drengina okkar, en Gunnar Már var ofarlega í huga Unnar á þessari stundu. Ég upplifði þarna með vinkonu minni hjálparleysi gagnvart ótímabærum dauða, löngun til að hjálpa, gera eitthvað en geta það ekki. Nú sit ég og horfi á mynd sem tekin var fyrir sextán árum, af okk- ur öllum sjö í saumaklúbbnum. Við vorum þrítugar, brosandi og glaðar að vera saman. Stórt skarð er í hópnum, hún Unnur, sem mun lifa áfram í minningu okkar allra og fylgja mér í hjarta alla tíð. Sveinn og Gunnar Már ég sam- hryggist ykkur innilega, en þið báð- ir voruð lán Unnar á viðburðaríkri en alltof stuttri ævi. Einnig sendi ég foreldrum, systkinum og öðrum að- standendum Unnar innilegar sam- úðarkveðjur. Sylvía Ingibergsdóttir. Nú er fallin fögur rós fyrir státtumannsins hendi. En aldrei deyr það dýrðar ljós er Drottinn okkur sendi. Ljósið veginn lýsir mér er hugur lítur myrkri. Sá geisli Guðs er fylgdi þér og gerði að konu styrkri. Dauðinn bankar dyrnar á og dimmar kenndir vakna. Svo skyndilega þú fellur frá. Þá er svo sárt að sakna. Í huga mínum mynd þín er og minningar um þig geymir. Hvert á land sem minn hugur fer aldrei hann þér gleymir. Drottinn góður gætir þín er þú gengur nýjan slóða ég þakka vil þér Unnur mín vinskapinn þinn góða. (Óðinn Einisson.) Innilegar samúðarkveðjur til Gunnars Más, Sveins, Ásgerðar og annarra ástvina. Hvíl í friði, kæra vinkona. Anna Guðrún Gunnarsdóttir. Margir verða á vegi manns í gegnum lífið, fæstum kynnist mað- ur og þeir eru aðeins örfáir sem maður nær að tengjast raunveru- legum vináttuböndum. Unnur var ein af mínum bestu vinkonum og tel ég mig mikla gæfukonu að hafa fengið að kynnast henni og vera samferða henni. Kynni okkar hófust fyrir rúmum 30 árum og þá mynd- aðist fljótlega sterk vinátta á milli okkar sem fylgdi okkur í gegnum skólagöngu og síðar lífið. Margar góðar minningar um samveru okkar í gegnum tíðina þjóta um hugann og fylla mig hlýju og þakklæti. Það var aldrei lognmolla í kring- um Unni. Hún var hreinskiptin, hlý og einlæg. Hún var fljót að sjá bros- legar hliðar á málefnum sem gáfu henni þá ástæðu til að hlæja sínum hrífandi hlátri og hreif hún þá alla viðstadda með. Hún nærði sig á góðri tónlist og bókmenntum og nærði svo aðra á ástríki sínu, ekki síst með sinni alkunnu snilld í elda- mennsku. Hún bjó yfir mikilli orku og metnaði sem skilaði henni því sem hún setti sér. Hún kláraði frönsku og bókmenntir frá Háskóla Íslands og einleikarprófi á píanó frá Tónlistaskólanum í Reykjavík. Síð- ar fór hún til Cincinnati í Banda- ríkjunum og lauk þaðan doktors- námi í píanóleik. Tónlistin og píanóið urðu hennar vettvangur í lífinu. Hún eignaðist soninn Gunnar Má sem var hennar ljósgeisli og síð- ar var hún svo lánsöm að kynnast eiginmanni sínum Sveini sem var hamingjugjafi hennar og stóð eins og klettur við hlið hennar. Fyrir nokkrum árum greindist Unnur með illvægan sjúkdóm sem hún barðist hetjulegri baráttu við og þótt orrustur ynnust þá kom að því að lokum að hún varð að lúta í lægra haldi. Það er erfitt að sjá á eftir henni Unni og söknuðurinn er sár en minningin um góðan vin mun aldrei gleymast. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Ég og fjölskylda mín biðjum góð- an Guð að styrkja Svein, Gunnar Má og fjölskyldur þeirra í sorg þeirra og söknuði. Guðrún Þórsdóttir. Elskuleg vinkona okkar er látin. Við minnumst Unnar sem tryggr- ar og góðrar vinkonu. Hún var alltaf hreinskilin og blátt áfram, komst beint að kjarna málsins og fór ekki í felur með tilfinningar sínar. Það var ávallt glaðværð í kringum hana án nokkurrar yfirborðsmennsku. Hún var mikill fagurkeri, unni fögrum listum, bókmenntum og síðast en ekki síst góðum mat. Það var ákveð- inn heimsborgarabragur við Unni. Unnur okkar var einstaklega kraftmikil og sjálfstæð. Það kom vel í ljós þegar hún tók sig upp seint á þrítugsaldri og hélt til framhalds- náms í píanóleik til Bandaríkjanna, einstæð móðir með son sinn Gunnar Má sem var að hefja skólagöngu. Þar stundaði hún námið af kappi og sló hvergi af metnaði sínum. Gunn- ar Már var hennar einkabarn og lífsljós. Á milli þeirra ríkti einstak- lega náið samband. Við kynntumst Unni fyrst á námsárunum í tónlistinni. Að loknu framhaldsnámi og störfum erlendis urðu kynni okkar og samstarf nán- ara. Þar ríkti gleði og vinátta. Unn- ur var svo heppin að kynnast Sveini og ná að eiga með honum ómetan- legar stundir. Á brúðkaupsdaginn þeirra fengum við það hlutverk að sjá um tónlistarflutninginn sem var okkur til mikillar ánægju. Síðar stofnuðum við matarklúbb og nut- um góðra samverustunda með Unni og Sveini. Við, Eydís og Kristín Mjöll, stofnuðum tríó með Unni. Tríóið hélt fjölda tónleika og fór í ferðir um landið, til Bandaríkjanna og Kanada. Það var mikið æft en iðu- lega fóru æfingar fram heima hjá Unni á Flyðrugrandanum. Þegar við mættum, ýmist veðurbarðar eða með stírurnar í augunum, hafði Unnur setið við æfingar frá því snemma morguns. Oft bar ilm af ný- bökuðu brauði, snúðum eða öðru góðgæti úr íbúð hennar. Unnur naut þess að dunda sér við matar- gerð og var gerbakstur í sérstöku uppáhaldi. Í æfingahléum gaf hún okkur gjarnan að smakka eitthvað nýtt og gómsætt sem hún hafði ver- ið að prófa. Unnur var frábær píanóleikari, vandvirk með næma tilfinningu fyr- ir blæbrigðum og inntaki tónlistar- innar. Hún naut sín við hljómborðið og það var henni unun að æfa sig og kynnast nýjum píanóverkum. Þessi natni skilaði sér í framúrskarandi flutningi á tónleikum, bæði þegar hún kom fram sem einleikari og í samleik. Um leið og við kveðjum einstaka vinkonu með söknuði, vott- um við Sveini, Gunnari Má, foreldr- um, systkinum og öðrum aðstand- endum innilega samúð. Eydís, Vigdís Klara og Kristín Mjöll. Unnur Fadíla Vilhelmsdóttir kenndi mér í allmörg ár á píanó og er hún mér sérstaklega minnisstæð. Hún var ein elskulegasta kona sem ég hef kynnst og alltaf einstaklega góð við mig og áhugasöm um mína hagi. Unnur var ekki bara píanó- kennari minn heldur og góð vin- kona, hreint frábær og gefandi per- sónuleiki. Þökk sé henni að ég hélt áfram að æfa mig enda var alltaf gaman í tíma hjá henni. Í hennar návist leið mér alltaf vel. Við gátum talað um svo margt og hún hafði svo mikla trú á mér. Ég minnist þess þegar hún nuddaði og hlýjaði á mér hendurnar áður en ég spilaði á tón- leikum. Ég man líka smitandi hlát- ur hennar, við gátum alltaf hlegið svo mikið saman. Ég minnist allra góðu stundanna okkar saman eins og t.d. þegar hún tók mig í tíma heim til sín bæði áður og eftir að hún veiktist. Ég vildi óska þess að ég hefði heimsótt hana oftar og spil- að fyrir hana. En það þýðir ekkert að velta sér upp úr því. Heldur að hugsa um góðu stundirnar okkar. Unnur var yndisleg kona, gull af manneskju sem ég leit upp til. Nú hlýjar manni um hjartarætur að geta hlustað á píanóleik hennar af geisladiski þar sem hún miðlar þeirri list sem var henni svo kær. Elsku Unnur, ég sakna þín svo mikið og minning þín mun alltaf lifa í hjarta mínu. Takk fyrir allt. Margrét Rúnarsdóttir. Á köldum febrúardegi langar okkur að minnast með nokkrum orðum og hlýhug hennar Unnar sem allt of fljótt var frá okkur öllum tekin. Okkar minningar um Unni eru af bjartri og hreinni sál sem ein- kenndist af gleði, jákvæðni og um- hyggju. Unnur var heillandi per- sóna sem hafði hæfileika til að gefa af sér, hvar sem hún kom og hún hafði óskipta skaphöfn listamanns- ins sem alltaf stefndi næst full- komnun og hvort sem það var við pí- anóið eða heimilið, þá voru hennar markmið alltaf há. Þegar leiðir Unnar og Sveins lágu saman fylgdumst við vinir þeirra með því, hvernig tveir full- mótaðir einstaklingar gengu hvor öðrum á hönd þannig að úr varð traust samband sem aldrei bar skugga á. Þau Sveinn sameinuðust af heilum huga í áhugamálum sínum og deildu þeim og það var sama hvort það var tónlistin, skíðin, ferðalögin eða jafnvel veiðiskapur – alltaf voru þau samhent, samferða og samtaka. Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg, en anda, sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið. (Jónas Hallgrímsson) Við erum svo lánsöm að eiga fjölda minninga um veiðidaga og kvöldvökur í miðnætursól með Sveini og Unni í veiðihúsinu við Dunká en þar áttum við leigutak- arnir góðar og dýrmætar stundir saman hin seinni ár. Minn kæri æskufélagi Sveinn og okkar vinur til margra ára hefur mikils að sakna og mikil og þung sorg liggur nú yfir nánustu að- standendum og okkur öllum sann- arlega. Bjartar minningar um hana Unni munum við hins vegar geyma í hjarta okkar og huga um ókomin ár. Dagur og Þórdís. Kveðja frá samnemendum og vinum úr píanókennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík Okkar langar til að minnast kærrar vinkonu sem er fallin frá eftir hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm. Við kynntumst Unni í Tónlistar- skólanum í Reykjavík þar sem við vorum samferða í námi í píanókenn- aradeild skólans. Það verður ekki annað sagt en Unnur hafi verið áhugasamur nemandi, hún tók nám- ið alvarlega, gerði miklar kröfur til sjálfrar sín og var búin að ákveða að helga líf sitt tónlistinni. Það var allt- af gaman að hlusta á Unni á tón- leikum þar sem hún gaf allt í flutn- inginn, hún var einlæg í túlkun sinni og ástríðufull. Við minnumst annars píanókonserts Shostakovich, Schu- mann sónötunnar og fleiri verka sem hún túlkaði á svo einstakan hátt að þegar þessi verk hljóma í dag í eyrum okkar hvarflar hugur- inn strax til hennar. Unnur var lif- andi manneskja í orðsins fyllstu merkingu, litrík og full af eldmóði í öllu því sem hún tók sér fyrir hend- ur. Það hindraði hana ekkert í að ná fram markmiðum sínum. Á þessum tíma var það tónlistin og Gunnar Már sonur hennar sem voru henni allt. Að loknu einleikaraprófi frá tónlistarskólanum fór hún í fram- haldsnám til Bandaríkjanna og lauk þaðan doktorsprófi í píanóleik. Eft- ir að heim kom bjó hún sér og syni sínum heimili á Flyðrugrandanum þar sem ilmurinn af ljúffengu heimabökuðu brauði tók oftar en ekki á móti gestum. Unnur skellti sér af krafti í píanó- kennslu og meðleik eftir framhalds- námið og tókst á við það af sama eldmóði og allt annað í lífi sínu. Hún tók við formennsku Íslandsdeildar EPTA (Evrópusamband píanó- kennara) árið 1999 og undir hennar forystu var Píanókeppni Íslands- deildar EPTA sett á laggirnar, sem nú hefur verið haldin þriðja hvert ár frá árinu 2000. Það að koma fram og spila fyrir aðra var hennar líf og yndi. Að spila bara fyrir sig og fáa útvalda fannst henni vera líkast því að vera alltaf að bjóða sjálfri sér í mat, fleiri ættu að fá að njóta og víst er að hún hafði nóg að gefa. Síðast þegar við hittum hana fyrir jólin, var hún að undirbúa nýtt pró- gramm sem hún ætlaði sér að flytja á tónleikum nú í janúar. Því miður varð ekki úr því ætlunarverki. Unn- ur tókst á við sjúkdóm sinn af aðdá- unarverðu æðruleysi, kvartaði aldr- ei, var ávallt full bjartsýni og ákveðin í því að njóta lífsins. Unnur var svo lánsöm að hitta Svein, eig- inmann sinn og fór ekki framhjá neinum að þau áttu saman ham- ingjurík ár. Við minnumst einstakr- ar konu, sem var dökk yfirlitum, fal- leg, brosmild með hlýtt viðmót og mikla útgeislun, var áhugasöm um menn og málefni og snerti alla þá sem henni kynntust. Fjölskyldu Unnar vottum við okkar innilegustu samúð. Við þökkum Unni samfylgd- ina og vináttu í gegnum árin. Bless- uð sé minning hennar. Anna Snæbjörns, Anna Þóra, Arndís, Berglind, Gerður, Guðrún Margrét, Helga Þórdís, Helena, Ingunn, Kári, Sigrún, Steinunn Á. og Steinunn G. Elsku Unnur, píanókennarinn minn og vinkona. Það var sama hversu kalt hafði verið að bíða í strætóskýlinu. Það var sama hversu lengi ég hafði hoss- ast í strætó. Þegar Unnur tók á móti mér í Tónlistarskóla Kópavogs með glaðlegar krullurnar og stóra brosið var ekki annað hægt en að hlýna samstundis og fyllast já- kvæðni og vinnugleði. Notalegt spjallið á meðan ég tók nótnabæk- urnar upp úr töskunni og smitandi hlátur Unnar ýtti öllum hversdags- legum áhyggjum út í hafsauga: ,,Jæja, hvað viltu svo spila fyrir mig í dag?“ Unnur var einstaklega hvetjandi kennari sem kunni að kveikja eld- móð og spilagleði hjá nemendum sínum, löngunina til þess að komast aðeins hraðar, spila aðeins mýkra …Hún fór oft á kostum þeg- ar hún bókstaflega klappaði og stappaði mann áfram, vitandi að hægt væri að gera betur. Unnur gat þannig verið eins og leiðsögumaður sem ferðaðist með mig á nýja staði í sjálfri mér sem mig óraði ekki fyrir að væru til. Það var svo gaman að túlka tón- list með Unni. Hún hafði hæfileik- ann til að mála upp skýrar myndir í huga manns sem gætu gefið inn- blástur. Þegar ég var unglingur og við vorum báðar nýbúnar að sjá Tit- anic sagði hún til dæmis: ,,Manstu eftir atriðinu í Titanic þar sem allir eru að dansa saman á neðsta far- rýminu, prófaðu að ímynda þér það í þessum kafla.“ Unnur hreif mann líka svo auðveldlega með sér þegar hún sagði frá einstaka tónsmíðum eða tónskáldum. Ég á Unni svo ótalmargt að þakka, enda takmarkaðist kennslan hennar ekki við kennslustofuna. Hún bauð mér oft að fletta nótum fyrir sig þegar hún spilaði í kamm- ersveitum sem var mjög dýrmæt reynsla. Hún var mér glæsileg fyr- irmynd sem listamaður og sjaldan hef ég hitt eins stórhjarta mann- eskju. Ég votta fjölskyldu hennar og aðstandendum mína dýpstu sam- úð. Sigríður Sunna Reynisdóttir. Ég man eftir því þegar Unnur kom fyrst í heimsókn til okkar Hjördísar upp í Saurbæ. Lífsgleði, kátína og þróttur voru aðalsmerkið samfara því að samræðulistin var henni í blóð borin. Það var líka alltaf gaman að koma til þeirra Sveins í Hraunásinn í Garðabænum og þiggja þar framandi te ásamt öðr- um góðgjörðum. Í spjallinu var svo yfirleitt komið víða við og rætt um trú og tónlist, og svo auðvitað til- ganginn, sem við alltaf spyrjum okkur um. Á stundum sorgarinnar finnst okkur oft sem allt missi marks og að ekki sé tilgangur með neinu, en þá er gott að minnast þess, að sá sem er grundvöllur lífs- ins og allt rými skapar, hefur ekki slept hendi sinni af sköpun sinni eða sagt sitt síðasta orð, heldur er hann sá, sem ávallt getur fundið það fót- stig, sem fært er, ef því einungis er gaumur gefinn, en einmitt þess vegna þurfum við aldrei að vera án vonar eða tilgangs. Ég man þegar Unnur heimsótti okkur síðast í Saurbæ, að hún var ekki eins og hún átti að sér. Gleðin var ekki sú sama og þrótturinn ekki sá sami. Á þeirri stundu vissi ég ekki að veikindin, sem hún áður hafði glímt við, og hélt sig hafa yf- irunnið, hefðu tekið sig upp og að hún væri nýbúin að fá staðfestingu þar um. Hún var sér því vel meðvit- andi um að framundan væru erfiðir tímar, sem myndu reyna bæði á hana sjálfa og hennar nánustu. Það var hins vegar aðdáunarvert að fylgjast með því hvernig hún tókst á við sjúkdóminn af æðruleysi, og hvernig lífsgleði, þróttur og bjartsýni náðu eftir sem áður að bera uppi persónu hennar. Það voru líka dagar framundan sem gáfu birtu og fyrirheit, og er mér í því sambandi hugleikinn brúðkaups- dagur hennar og Sveins. Þar skart- aði Unnur sínu fegursta en hafði áð- ur haft unun af því að skipuleggja daginn til hins ýtrasta svo allt mætti verða eins og best yrði á kos- ið. Sá bjarti hamingjudagur er nú að baki og heyrir minningunni til – og eilífðinni. Í þeim skilningi er hann því enn til staðar því ef eilífð er til, þá er hún hér og nú ásamt öllu því sem henni tilheyrir. Við Hjördís biðjum þess að algóð- ur Guð blessi Unni Fadilu Vilhelms- dóttur og alla ástvini hennar, og að hann megi vera Sveini og Gunnari stuðningur í sorginni. Kristinn Jens. Unnur Fadila Vilhelmsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.