Morgunblaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 40
Líkt og fyrr er þetta
sjöunda áratugar
popp, hlaðið surgi, bjögunum
og englasöng… 44
»
reykjavíkreykjavík
NÝTT kaffihús verður opnað í
bókabúð Máls & menningar í
kvöld, en um er að ræða sama
húsnæði og kaffihúsið Súfistinn
var áður í. Í stað Súfistans kemur
kaffihúsið Te & kaffi sem mun
starfrækja bókakaffi líkt og áður
var. Þar verður boðið upp á kaffi-,
te- og súkkulaðidrykki auk þess
sem hægt verður að fá tertur,
bökur, súpur, salöt, brauð og
fleira. Kaffihúsið verður opnað
klukkan 9 á virkum dögum en
klukkan 10 um helgar. Opið verð-
ur til kl. 22 öll kvöld vikunnar.
Á kaffihúsinu er hægt að glugga
í bækur eða tímarit, auk þess sem
þráðlaust netsamband er til stað-
ar.
Um er að ræða níunda kaffihús
Te & kaffi á landinu.
Í tilefni af opnuninni verður
boðið til sérstakrar hátíðar frá
klukkan 20 í kvöld. Þar mun sér-
stakur gestur, Árni Einarsson
fyrrum verslunarstjóri, stikla á
stóru og segja frá sögu hússins.
Þá munu starfsmenn bókabúð-
arinnar fara með húslestur auk
þess sem hljómsveitin Rússíbanar
heldur tónleika. Boðið verður upp
á kaffi og með því og eru allir vel-
komnir meðan húsrúm leyfir.
Te & kaffi í Máli & menningu
Glæsilegt Tölvuteiknuð mynd af nýja kaffihúsinu sem verður opnað í
kvöld. Þar verða sæti fyrir allt að 40 manns.
Nýtt kaffihús opn-
að þar sem Súfist-
inn var áður
Kvikmynda-
leikstjórinn Ragn-
ar Bragason opn-
ar Bíódaga á
Norðurbryggju í
Kaupmannahöfn í
dag með frumsýn-
ingu á kvikmyndinni Foreldrar. Að
sýningu lokinni mun Ragnar ræða
myndina og svara spurningum há-
tíðargesta.
Almennar sýningar á myndinni
hefjast hins vegar ekki fyrr en síð-
ar í þessum mánuði. Fyrri kvik-
myndin í tvíleiknum, Börn hefur
verið þar í sýningum frá desember
og hlotið góðar viðtökur. Þetta er í
fjórða skiptið sem menningarhúsið
Norðurbryggjan stendur fyrir Bíó-
dögum (m.a. í samstarfi við Kvik-
myndamiðstöð Íslands og sendiráð
Íslands í Kaupmannahöfn) og verð-
ur boðið upp á fyrirlestra, umræð-
ur, leikstjóra og ekki síst kvik-
myndir frá Grænlandi, Færeyjum
og Íslandi.
Ragnar Bragason
opnar Bíódaga í Höfn
Hljómsveitin Sigur Rós verður
ein þeirra sveita sem troða upp á
hinni frægu Bonnaroo-hátíð sem
fram fer í Tennessee í sumar. Bonn-
aroo-hátíðin er ein stærsta fjöl-
listahátíð heims, haldin á gríð-
arstóru engi utan við bæinn
Manchester þar sem finna má
skemmtiatriði af öllum toga í fjóra
daga. Á meðal þeirra sem koma
fram á hátíðinni má nefna Metal-
lica, Pearl Jam, Kanye West, All-
ison Krauss og Robert Plant, My
Morning Jacket, The Allman Brot-
hers Band, The Raconteurs, BB
King og Jack Johnson. Sigur Rós er
nú stödd í New York við upptökur á
næstu plötu sveitarinnar sem von
er á í sumar.
Sigur Rós á Bonnaroo
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„VIÐ vorum í samtímanum í Forðist okkur og í
framtíðinni í Legi þannig að nú er komið að
forneskjunni, sautjánhundruðogsúrkál eins og
við köllum það,“ segir Stefán Jónsson, leikstjóri
Baðstofunnar, nýs leikrits eftir Hugleik Dags-
son sem verður frumsýnt í Kassanum í Þjóðleik-
húsinu á laugardagskvöldið. Um er að ræða síð-
asta hluta þríleiks Hugleiks og hefur Stefán
verið leikstjóri allra verkanna þriggja, auk þess
sem nokkrir leikaranna, búninga- og leik-
myndahönnuðir og hljómsveitin Flís hafa tekið
þátt í gerð þeirra allra.
En sautjánhundruð og súrkál – hvaða tími er
það eiginlega? „Við erum þarna á milli móðu-
harðindanna og annarra hörmunga sem geisuðu
á ofanverðri átjándu öldinni. Það má segja að
Hugleikur sé kominn heim því hans svarti og
óhuggulegi húmor passar vel við þennan svarta
og óhuggulega tíma,“ útskýrir Stefán.
Spilað á strauborð
Óhætt er að segja að mikil og sterk þjóð-
félagsádeila hafi skinið í gegn í fyrri verkunum
tveimur, Legi og Forðist okkur. Aðspurður seg-
ir Stefán að einnig megi finna fyrir ádeilu í Bað-
stofunni. „Í bland við margt annað. Þetta nýj-
asta verk er hins vegar í grunninn ástarsaga
sem fjallar um veru sem rekur á fjörur þessa
gamla Íslands. Svo er fylgst með því hvernig
þessari veru farnast,“ segir leikstjórinn, og ger-
ir betur grein fyrir umræddri veru. „Þeir sem
búa fyrir í landinu, illa haldnir af fordómum,
forneskju og flestu sem byrjar á for-, stimpla út-
lendinginn sem marbendil, Grænlending,
eskimóa og ég veit ekki hvað. En það má segja
að þetta sé einhvers konar farandverkamaður,
og þá erum við svolítið að vísa í það hvernig við
tökum á móti þeim lífverum sem við þurfum á
að halda til að halda uppi velferðarkerfinu okk-
ar, og vinna störfin sem við nennum ekki að
vinna.“
En hvað með ástina, hvernig fléttast hún inn í
baðstofublús frá átjándu öld? „Höfuðpersónan,
sem Brynhildur Guðjónsdóttir leikur, verður
ástfangin af aðkomumanninum, og það er nokk-
uð sem er ekki liðið í þessum heimi sem við-
urkennir ekki nýjungar og ljósnæmar tilfinn-
ingar,“ segir Stefán.
Hugmyndin að Baðstofunni er sprottin upp úr
gjörningi sem Ilmur Stefánsdóttir leikmynda-
hönnuður og hljómsveitin Flís frömdu í París.
„Hann gekk út á það að þeir spiluðu á hljóð-
færi sem Ilmur bjó til úr strauborðum og öðrum
heimilistólum. Þetta þróaðist yfir í að hin ýmsu
tæki og tól, strokkar, rokkar og vefstólar eru
notuð sem hljóðfæri í Baðstofunni. Þannig að
þetta er mikið hljóðverk sem bæði leikararnir
og hljóðfæraleikararnir sem leika líka í sýning-
unni skapa.“
Aðspurður segir Stefán Baðstofuna vissulega
vera gamanleikrit. „Þetta er mikið grín, og fólk
sem hefur hlegið að Hugleiki heldur því vonandi
áfram. Svo eru aðrir sem telja hann vera út-
sendara djöfulsins, og það verður bara að halda
áfram að vera þannig.“
Það er Þórunn Elísabet Sveinsdóttir sem sér
um búninga í Baðstofunni, og Egill Ingibergs-
son um lýsingu. Leikarar eru þau Brynhildur
Guðjónsdóttir, Dóra Jóhannsdóttir, Elma Lísa
Gunnarsdóttir, Stefán Hallur Stefánsson, Valur
Freyr Einarsson og Vignir Rafn Valþórsson,
auk meðlima hljómsveitarinnar Flís sem leika
nú í fyrsta sinn á fjölum Þjóðleikhússins.
Sautjánhundruðogsúrkál
Baðstofan, síðasti hluti þríleiks Hugleiks Dagssonar, frumsýnd á laugardaginn
Fríða og dýrið Brynhildur Guðjónsdóttir og Stefán Hallur Stefánsson í aðalhlutverkunum.
■ Í kvöld kl. 19.30
Myrkir músíkdagar
Einstakur viðburður, frumflutningur tveggja íslenskra sinfónía, eftir
Atla Heimi Sveinsson og John Speight. Tónleikar sem enginn
áhugamaður um spennandi nýja tónlist má missa af.
Stjórnandi: Roland Kluttig. Einsöngvarar: Ágúst Ólafsson og
Gunnar Guðbjörnsson. Bakraddir: Hulda Björk Garðarsdóttir,
Sesselja Kristjánsdóttir og Hrólfur Sæmundsson.
■ Lau. 16. febrúar kl. 17
Kristallinn – kammertónleikaröð Þjóðmenningarhúsinu
Fransk-rússneskur kammersirkus. Verk fyrir fjölbreytta hljóðfæra-
skipan eftir Debussy, Ravel og Prokofiev.
■ Fim. 21. febrúar kl. 19.30 – Nokkur sæti laus
Sellósnillingur í toppformi
Daniel Müller-Schott, ein skærasta stjarna sellóheimsins í dag,
leikur einleik í byltingarkenndum konsert Haydns. Einnig eru á
dagskrá forleikur eftir Mozart og Sveitasinfónía Beethovens.Miðasala
S. 545 2500
www.sinfonia.is