Morgunblaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 48
FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 38. DAGUR ÁRSINS 2008 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Spara mætti 390 milljónir  Spara mætti allt að 390 milljónir króna á ári í rekstri heilsugæslu- stöðva höfuðborgarsvæðisins og auka afköst um leið ef rekstrarformi stöðv- anna yrði breytt. Þetta kemur fram í drögum að skýrslu sem unnin var í heilbrigðisráðuneytinu. » Forsíða Tekinn með kókaín  Hollendingur á fimmtugsaldri var úrskurðaður í fjögurra vikna gæslu- varðhald í gær eftir að hafa verið handtekinn með 1,2 kg af meintu kókaíni í Leifsstöð. » Forsíða Réttur leigutaka aukinn  Réttindi sumarhúsaeigenda á leigulóðum munu stóraukast sam- þykki Alþingi frumvarp félagsmála- ráðherra um frístundabyggð. Leigu- takar fá t.a.m. einhliða rétt til að framlengja leigusamning um allt að 25 ár náist ekki samningar um annað. » 4 Bæta á frágang á farmi  Flutningasvið Samtaka verslunar og þjónustu vinnur nú að leiðbeinandi handbók fyrir atvinnubílstjóra með það að markmiði að gera stórátak gegn lélegum frágangi á farmi. » 11 SKOÐANIR» Ljósvakinn: Góður fróðleikur fyrir bíóþjóð Staksteinar: Stórfurðuleg afstaða Forystugreinar: Í þágu hverra | Hættulegur farmur UMRÆÐAN» Vistvænar veiðar Evrópa á breytingaskeiði Ú́t úr kú-kú Frumkvöðlar í stað fylgjenda Fálátur og einrænn bankastjóri Innri leitin situr eftir Öflugt fjármálaeftirlit þjóðhagsleg nauðsyn VIÐSKIPTI» 4% %4  4% 4 $4%  $4 4 5  '6 ( / , ' 7  !  " # /& $$%   4 4 $4 $4$ $4 $4 4$ 4 . 82 (  4  4 4$$ $4 $4 $4 $4$ 4 9:;;<=> (?@=;>A7(BCA9 8<A<9<9:;;<=> 9DA(8 8=EA< A:=(8 8=EA< (FA(8 8=EA< (3>((A" G=<A8> H<B<A(8? H@A (9= @3=< 7@A7>(3,(>?<;< Heitast 0 °C | Kaldast 8 °C Suðvestan 15-23 m/s og él. Lægir heldur austan til síðdegis. Frostlaust með suður- og austurströndinni. » 10 Sigurbjörg Þrast- ardóttir veltir fyrir sér myndunum á Kvikmyndahátíðinni í Berlín sem hefst í dag. » 45 AF LISTUM » Kvikmyndir í Berlín TÓNLIST» Á móti sól á vinsælasta lag landsins. » 44 Kanadíska söng- konan Feist hlaut Shortlist Music Prize-verðlaunin fyrir plötuna The Reminder. » 45 TÓNLIST» Feist hlaut verðlaunin FÓLK» Samvinna Timberlakes og Arctic Monkeys. » 47 LEIKLIST» Baðstofa Hugleiks gerist í forneskjunni. » 40 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Með hnífasett í bakinu á öskudegi 2. Komin í leitirnar 3. Lutfi sagður hafa deyft Britney 4. Búið að slökkva eld á Nings  Íslenska krónan veiktist um 0,55% GAMANÓPERAN Sígaunabaróninn verður frumsýnd í gamla Mjólk- ursamlagshúsinu í Borgarnesi í kvöld og er þetta fyrsta óperusýn- ingin sem sett er upp í bænum, að sögn Theódóru Þorsteinsdóttur, skólastjóra Tónlistarskóla Borg- arfjarðar. Þeir sem taka þátt í sýningunni eru vel á fjórða tuginn og allir Borg- firðingar. Stefnt er að því að Sígaunabaróninn verði sýndur a.m.k. sex sinnum. Óperan verður sett upp í stóra salnum í gamla Mjólk- ursamlagshúsinu og er rými fyrir 80- 90 gesti í salnum. Um tíma stóð til að rífa húsið og það var í niðurníðslu þegar hjónin Páll Björgvinsson arki- tekt og Áslaug Þormóðsdóttir keyptu það til að gera það upp. Theódóra segir það hafa verið draum sinn frá því að hún hóf söng- kennslu fyrir 20 árum að setja upp óperu í Borgarnesi. Ákveðið var að láta drauminn rætast nú í tilefni af 40 ára afmæli skólans. |25 Ópera í Borgarnesi Ljósmynd/Olgeir H. Ragnarsson Fyrsta óperusýningin Óperan Sígaunabaróninn æfð í Borgarnesi. HÚN Obba 327, sem lítur hér aðeins upp úr grængresinu, var afurðamesta kýr á landinu á síðasta ári en þá mjólkaði hún hvorki meira né minna en rúmlega 12 tonn. Að sögn eigenda hennar, ábúenda á Brakanda í Hörgárdal, kippir henni í kynið um nytina því formæður hennar sumar mjólkuðu vel. Kostakýrin Obba í grænum sumarhaga EKKI eingöngu börn brugðu á leik í gær og klæddust grímubúningum í tilefni öskudags. Hjá Prentmeti klæddist starfsfólk litskrúðugum búningum en þetta er fimmta árið í röð sem það er gert, að sögn Ingibjargar Steinunnar Ingjalds- dóttur, starfsmanna- og markaðs- stjóra Prentmets. Ingibjörg Stein- unn segir uppátækið gott fyrir starfsandann og gaman sé að bregða á leik með þessum hætti. Öskudagsstemningin sé ekki síður fyrir fullorðna en börn. „Við tökum lífinu svo alvarlega og höfum gott af því að varðveita barnið í sjálfum okkur,“ segir hún. Misjafnt sé hversu mikil vinna er lögð í búningana. Sumir hanni sína búninga sjálfir en aðrir kaupi þá. „En það sem gerir þetta skemmti- legt er hversu samtaka deildirnar eru. Svo veitum við verðlaun fyrir frumlegustu deildina,“ segir hún, en verðlaunin eru að fara saman út að borða. Í gær voru þemu dagsins m.a. himnaríki og helvíti, veiði- mennska og geðdeild. Alls starfa rúmlega 130 manns hjá Prentmeti og fyrirtækið er með útibú á Selfossi og á Akranesi. Þar tekur starfsfólk virkan þátt í ösku- dagsgleðinni og klæðist búningum. Ingibjörg Steinunn segir stemn- inguna fyrir uppátækinu hafa vaxið með hverju ári. | 42 „Varðveitum barnið í okkur“ Búningastemning var í Prentmeti á öskudag Á́rvakur/Ómar KÝRNAR á Lyngbrekkubúinu í Dalabyggð mjólkuðu að meðaltali 7.881 kg á síðasta ári. Er þetta afurðahæsta kúabú landsins þetta árið. Kýrin Obba 327 á Brakanda í Hörgárdal skilaði liðlega 12.200 kg mjólkur á árinu og var af- urðahæsta kýr landsins. Hjónin Sigurður Björgvin Hansson og Bára Sigurðardóttir hafa búið á Lyngbrekku á Fells- strönd í rúm þrjátíu ár, síðustu tvö árin í félagi við Kristján son sinn. Þau leggja áherslu á rækt- un og fóðuröflun sem þau segja undirstöðu mik- illa afurða. Þá hefur notkun á vélmenni við mjaltir, svokölluðum mjaltaþjóni, stuðlað að auknum afurðum kúnna en þær hafa aukist hröðum skrefum frá árinu 2003 þegar ný tækni var innleidd í fjósið. Kúabúunum fækkar stöðugt og þau stækka sem eftir eru. Nú eru að meðaltali 36,4 mjólk- andi kýr í hverju búi, samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds í nautgriparækt, en þær voru 24 fyrir áratug. Hvert bú framleiðir nú 199.388 kg af mjólk að meðaltali, nærri tvöfalt meira en fyr- ir tíu árum. | 17 Obba á Brakanda í Hörg- árdal mjólkaði mest kúa Kýrnar á Lyngbrekku mjólka mest Ljósmynd/Sara Hrönn Viðarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.