Morgunblaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR gbergmann.is 15.-17.feb. í Reykjavík Helgarnámskeið með Guðjóni Bergmann sem fjallar um það hvernig hugurinn starfar og hverju þú getur stjórnað, hvernig þú getur að nýtt þér streitu til framdráttar, byggt upp sjálfstraust og eflt jákvætt hugarfar, komið lífinu í betra jafnvægi með því að skilja hinar sjö mannlegu þarfir og þjálfað upp einbeitingu og aukið afköst. Kenndar eru einfaldar öndunar-, slökunar- og hugleiðsluæfingar. Samnefnd bók fylgir með ásamt geisladiski. Næsta námskeið í Reykjavík helgina 15.-17.febrúar. Kennt föstudag frá 20:00-22:30, laugardag og sunnudag frá 9:00-17:00. Verð 32.900 kr., skráning og nánari upplýsingar á www.gbergmann.is. Eitt vinsælasta sjálfseflingarnámskeið síðustu ára. Þú ert það sem þú hugsar Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is MEIRIHLUTI borgarstjórnar vill bæta hag grunnskólakenn- ara í Reykjavík með umtalsverðu framlagi til þeirra til að bæta upp manneklu og mik- ið álag í sumum skólum borgar- innar. Þetta kom fram í ávarpi Júlíusar Vífils Ingvarssonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og formanns menntaráðs, á árlegri öskudagsráð- stefnu reykvískra kennara, sem fór fram á Hilton Nordica Hotel í Reykjavík í gær. Að ráðstefnunni standa mennta- svið Reykjavíkurborgar, Kennara- félag Reykjavíkur og Skólastjóra- félag Reykjavíkur og var fullbókað á hana og tæplega 700 manns mættu. Júlíus Vífill Ingvarsson segir að vegna mikils fjölda kennara á ráð- stefnunni hafi sér þótt við hæfi að greina frá hugmyndum um aukið framlag til grunnskólakennara vegna manneklu í skólum. Margir grunn- skólakennarar hafi á líðandi starfsári þurft að leggja á sig mikla aukavinnu og sýna fórnfýsi í starfi til þess að halda uppi lögbundinni kennslu og til þess að kennsla gæti verið sem best. Meirihluti borgarstjórnar kunni vel að meta það sem þeir hafi lagt af mörkum við þessar erfiðu aðstæður og vilji koma til móts við kennara með fyrrgreindum hætti. Stefnt sé að því að borgarstjóri leggi fram tillögu þess efnis fyrir borgarráð í dag. Aukið framlag Að sögn Júlíusar Vífils var unnið að því að ganga frá tillögunum í gær með það í huga að kynna útfærsluna nánar á borgarráðsfundi í dag. Hann segir að fyrri meirihluti borgarinnar hafi lagt 180 milljónir króna til hliðar til aðgerða í starfsmannamálum borgarinnar, það er til kennara, leik- skólakennara og annarra starfs- manna á velferðarsviði og víðar, en samkvæmt nýju tillögunni sé gert ráð fyrir að meiri peningar verði settir í verkefnið. Aðalatriðið sé að nú sé ver- ið að takast á við stöðuna í skólunum, sem ekki hafi verið gert til þessa. Verið sé að umbuna kennurum vegna álagsins, starfsmannaveltu, þjálfunar nýrra starfsmanna og undirbúnings utan vinnutíma. Með þessu sé verið að viðurkenna ríkjandi ástand og koma til móts við grunnskólakenn- ara, eins og sum önnur sveitarfélög hafi gert. „Við viljum halda í okkar góðu kennara í Reykjavík,“ segir hann. Aukið framlag til grunnskólakennara Júlíus Vífill Ingvarsson Á að bæta upp mikið álag og aukavinnu vegna manneklu MIKIÐ álag var á slökkviliði höfuð- borgarsvæðisins í gær. Fyrir utan tvo bruna samtímis voru 73 sjúkra- flutningar á dagvaktinni. Slökkviliðið var kallað í Borgartún í Reykjavík síðdegis, en þar hafði kviknað í bílkrana. Kranamanninum tókst að forða sér þegar eldurinn gaus upp og slökkviliðinu gekk vel að slökkva eldinn og ganga frá á vettvangi til að koma í veg fyrir um- hverfisslys. Eldsupptök eru ókunn. Á sama tíma voru tveir bílar send- ir að nýbyggingu við Hlíðarhjalla í Kópavogi og var slökkviliðið í um tvo tíma á staðnum. Tveir brun- ar samtímis Álag á slökkviliði höf- uðborgarsvæðisins Árvakur/KGA Eldur Mikil olía og glussi voru í bílkrananum og því mikið í húfi. VIÐRÆÐUR um kjaramál héldu áfram hjá sáttasemjara í gær. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, segir að fyrst og fremst hafi verið farið yfir þau sameiginlegu mál sem séu á borði ASÍ og sáttasemjari hafi gefið skýrslu um stöðu mála. Margt hafi þokast í rétta átt en enn vanti skýr svör við ýmsum atriðum. Hann áréttar að launaliðurinn sé ekki hjá ASÍ heldur hjá hverju sambandi fyr- ir sig og nefndar tölur í því sambandi hafi ekki verið samþykktar. Gylfi Arnbjörnsson segir að enn sé ágreiningur um nokkur atriði, m.a. þau sem snúi að uppsagnarákvæð- um. Samkeppnishamlandi ákvæði séu í ráðningarsamningum og verið sé að setja inn alls konar kvaðir á al- menna starfsmenn um að þeir megi ekki vinna hjá samkeppnisaðila inn- an ákveðins tíma. Atvinnurekendur séu farnir að ganga ansi langt í þessu og þetta geti útilokað fólk frá vinnu í tvö til þrjú ár. Ennfremur sé deilt um útreikning á kaupi, vaktavinnu- fyrirkomulag, slysa- og veikinda- tryggingar og fleira. Gylfi segir að í sambandi við stórframkvæmdir vilji ASÍ sjá samning sem tryggi að hægt verði að halda utan um þær. Gylfi segir að mörg atriði hafi skýrst en lokafasann vanti til að ljúka vinnunni og vilji sé til að setja kraft í málin næstu daga. Formenn meta stöðuna í dag Formenn landssambanda og stærri aðildarfélaga innan ASÍ koma saman fyrir hádegi í dag til að fara yfir stöðuna í viðræðunum við SA um launahækkanir. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins á að ræða hvort áhugi sé á að reyna áfram viðræður við atvinnurekendur á grundvelli þeirra tillagna um launabreytingar sem SA hafa sett fram. Miklar efa- semdir eru þó uppi um þessar til- lögur, ekki síst í röðum Samiðnar og Rafiðnaðarsambandsins, sem telja félagsmenn sína fá lítið út úr þeim. Þannig fái t.d. starfsmenn í bygging- ariðnaði, sem skipta ört um starf, lít- ið sem ekkert út úr því fyrirkomu- lagi, sem útfært hefur verið um launahækkanir til þeirra sem setið hafa eftir í launaskriði, svonefndum ,,baksýnisspegli“. Verslunarmenn, Starfsgreinasambandið og Flóa- félögin eru hins vegar reiðubúin að láta reyna á hvort hægt er að ná samningum á þessum nótum. Verði samstaða innan ASÍ um að halda viðræðum áfram á grundvelli þessara hugmynda er talið að þær gætu gengið nokkuð hratt fyrir sig á næstu dögum. Samhliða yrði þá fundað um sameiginlegar kröfur á hendur SA og fljótlega yrði einnig „bankað upp á hjá ríkisstjórninni“, eins og einn viðmælandi orðaði það. Margt í kjaraviðræðun- um þokast í rétta átt LÖGREGLAN kom í veg fyrir að umtalsvert magn af þýfi yrði sent úr landi í vikubyrjun og voru fimm manns handteknir vegna málsins. Fréttavefur Morgunblaðsins greindi frá því í gær að lögreglan hefði komist á snoðir um 12 pakka sem samtals vógu um 130 kg og átti að senda til Póllands. Þrír menn voru handteknir á póst- húsi á Suðurnesjum og í kjölfarið voru tveir til viðbótar færðir til yf- irheyrslu. Lögreglan tók skýrslur af mönnunum en þeim var síðan sleppt. Lögreglan vinnur að rannsókn málsins en megnið af þýfinu mun hafa verið fatnaður og merkjavara, meðal annars úr innbroti í íþrótta- vöruverslun í Hafnarfirði. Þýfið átti að senda til Póllands ♦♦♦ SEX ær hafa verið í sjálfheldu í Ólafsvíkurenni á Snæfellsnesi síðan í haust og hefur ekki enn tekist að bjarga þeim þrátt fyrir nokkrar til- raunir. Ennið er um 411 metra hátt og til þessa hafa ærnar haldið sig frekar ofarlega en í gær voru þær komnar niður í um 350 m hæð. Þá gerði eig- andinn tilraun til að bjarga þeim en þegar björgunarmenn og hundur nálguðust féð brást það hið versta við og færði sig ofar þar sem óger- legt var að komast að því. Talsverð- ur vindur var á norðanverðu Snæ- fellsnesi í gær og gekk á með byl auk þess sem Ólafsvíkurenni var snævi þakið og mjög hált. Færðin var því erfið og urðu menn frá að hverfa, en ær án ætis héldu sínu striki. Sex ær í sjálfheldu í Ólafsvíkurenni á Snæfellsnesi síðan í haust Morgunblaðið/Alfons Kindurnar styggar og björgun mistókst SVANDÍS Svavarsdóttir, formaður stýrihóps um málefni Orkuveitu Reykjavíkur, skilar lokaskýrslu hópsins á fundi borgarráðs klukkan 9 í dag og verða niðurstöðurnar í framhaldi af því kynntar fjölmiðlum. Ljóst er að niðurstaða stýrihópsins er sú að skýrari reglur þurfi um starfsemi Orkuveitunnar og heim- ildir stjórnenda þar til að taka af- drifaríkar ákvarðanir. Einnig verð- ur litið á REI-málið sem lærdóm fyrir stjórnkerfi borgarinnar og komið er inn á hlut forstjóra Orku- veitunnar og forstjóra REI í málinu. Mikil áhersla var lögð á að ná sátt á milli borgarfulltrúa í stýrihópnum og annarra á listum flokkanna. Fyr- ir vikið standa allir flokkar að nið- urstöðunni, og er það áfangi út af fyrir sig, þótt það þýði að um mála- miðlun sé að ræða. Mikil vinna fór í það í gær og fyrradag hjá sjálfstæð- ismönnum að tryggja að allir borg- arfulltrúar innan raða borgarstjórn- arflokksins væru sáttir við niðurstöðuna, enda höfðu þeir ólíka aðkomu að málinu. Sameiginleg niðurstaða stýrihópsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.