Morgunblaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Karl gekk út um morguntíma og taldi alla sauði sína, einn og ?? Í sjónvarpsfréttum í fyrrakvöld,þar sem greint var frá umræðu á Alþingi um niðurstöðu mannrétt- indanefndar Sameinuðu þjóðanna varðandi íslenzka kvótakerfið, kom tvennt athyglivert fram:     Annars vegar að Guðni Ágústs-son, formaður Framsókn- arflokksins, lýsti því yfir að breyta gæti þurft lögum um fisk- veiðistjórnun og opna kvótakerfið að einhverju leyti; hitt sem vakti athygli voru harðorð við- brögð Arn- bjargar Sveins- dóttur, formanns þingflokks Sjálf- stæðisflokksins og formanns sjávarútvegsnefndar þingsins, sem brást eitthvað á þá leið við, að hún væri undarleg ár- áttan hjá ákveðnum alþing- ismönnum, að þurfa alltaf að vera að ráðast á sjávarútveginn, einan atvinnugreina.     Hvers lags eiginlega er þetta?!    Þessar upphrópanir nefndarfor-mannsins lýsa stórfurðulegri afstöðu, að ekki sé meira sagt.     Hvaða árásir eru í því fólgnar,þegar þingmenn, sem taka stofnun eins og mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna alvarlega, telja að íslenzk stjórnvöld verði að bregðast við þeim áfellisdómi sem felst í niðurstöðu nefndarinnar?     Vill þingflokksformaður Sjálf-stæðisflokksins kannski ráða því líka, hvenær þingmenn annarra flokka tala á hinu háa Alþingi og hvaða skoðunum þeir lýsa?     Ætli austfirzkir kjósendur Arn-bjargar séu henni allir sam- mála? STAKSTEINAR Arnbjörg Sveinsdóttir Stórfurðuleg afstaða                      ! " #$    %&'  (  )                     *(!  + ,- .  & / 0    + -                                   !  "  " ! #     12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (  $     &   '           &   '     & '   :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? $" "    " %" "$ "$ "$   $" "$ $" " "$ $"   "$ "                                  *$BC                            !  "  #   $         %   & '   % %   *! $$ B *! (!) *   )     #+ <2 <! <2 <! <2 (*  , ' - ./  D8- E                 *   & #    &      () * +  %  $ /           ,)       ()      * $  %  $ <7  - .     #    $'    "#  +       /     &       0    *1     2   $' 01 ! 22  #! 3  # , ' ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 09 96 0 2 /0 8 TILBOÐ 7.–15. FEBRÚAR + Nánari upplýsingar og bókanir á www.icelandair.is eða í síma 50 50 100 * Innifalið í verði: Flug, flugvallarskattar og gjöld. Ferðatímabil: 2. maí–31. desember. TOR ONT O Ver ð fr á 19 .920 kr.* VEÐUR SIGMUND Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Guðríður Haraldsdóttir | 6. febrúar Grímubúningurinn sem gleymdist … Hóst, hóst, hóst, hóst … þetta hljóð hefur heyrst í himnaríki und- anfarið á svona klukku- tíma fresti eða svo … í miklum köstum. Erfða- prinsinn er kominn með bauga niður á herðar en fegurð hóst- arans hefur haldist óskert. Mætti ekki fyrr en um ellefuleytið í vinnuna af þessum sökum … Hluti samstarfs- fólks míns er í grímubúningi í dag … Meira: gurrihar.blog.is Jenný Anna Baldursdóttir | 6. febrúar Brennvín að drepa fólk? Ég heyri oft sagt um illa farna alka að þeir séu á drepa sig á brennivíni. Það hefur örugglega verið sagt um mig þegar ég leit ekki upp úr mín- um áfengisglösum nema til að anda af og til. Fólk hefur sagt sín á milli, mjög áhyggjufullt, þessi drykkja er að ganga af henni dauðri, hreinlega að drepa hana. Og það var alveg rétt, ég var heppin. Meira: jenfo.blog.is Erna Bjarnadóttir | 6. febrúar 2008 Áfram dagar ólmir æða … En af hestunum er það að frétta að Smári er farinn í vist að Hallkels- staðahlíð í Hnappadal. Skúli bóndi kennir hon- um vonandi háttprýði og siðsemi svo það verði á allra færi að njóta hæfileika hans á eftir. … Í staðinn er herra Þytur kom- inn til dvalar í Fjárborg. Það gullu við húrrahróp í Mýrinni þegar það fréttist og svo er aldrei að vita nema hann nýtist til reiðkennslu síðar. Meira: ernabjarnad.blog.is Emil Örn Kristjánsson | 6. febrúar 2008 Er þetta sniðugt? Í tíu-fréttum sjónvarps- ins í gærkvöldi var um- fjöllun um forkosningar og prófkjör vegna yf- irvofandi forsetakosn- inga í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Var meðal annars litið inn í bandaríska sendiráðið í Reykjavík þar sem Bandaríkjamenn búsettir á Íslandi komu til að neyta kosningaréttar síns. Persónulega er mér slétt sama hvers rass það er sem á eftir að verma for- setastólinn í þessu landi handan hafsins næstu 4 árin. Það var annað sem vakti athygli mína. Þarna var rætt við Paul nokkurn Nikolov, sem mun vera 1. varaþingmaður vitgrannra … afsakið, vinstrigrænna … í Reykjavík- urkjördæmi norður og hefur því gegnt því embætti að vera þingmaður á Al- þingi Íslendinga en í nefndu sjón- varpsviðtali var hann hins vegar titl- aður „bandarískur ríkisborgari“. Öðruvísi mér áður brá. Eru nú vinstri grænir, arftakar gamla Alþýðu- bandalagsins og þar með Komm- únistaflokksins farnir að sækja fram- bjóðendur sína og þingmenn til Bandaríkjanna. Hét það ekki „heims- veldi hins illa“ hér í eina tíð? En ekki bara það. Það vill reyndar svo til að samkvæmt íslenzkum lög- um er heimilt að hafa tvöfaldan rík- isborgararétt og samkvæmt banda- rískum lögum einnig. Bandarísk yfirvöld taka þó fram að þau hvetja ekki til þess að fólk beri tvöfaldan rík- isborgararétta „vegna vandamála sem af slíku kann að leiða“. Sumum kann að þykja þetta voða sniðugt en mér finnst það umhugs- unarvert að maður sem situr á Alþingi Íslendinga er einnig virkur í bandarísk- um stjórnmálum. Allavega gefur hann sér tíma til þess að kjósa í prófkjöri og tjá sig um stjórnmál þar í landi sem bandarískur ríkisborgari. Maður gæti spurt: Hverra erinda gengur maðurinn þá þegar hagsmuna- árekstrar verða milli þeirra tveggja ríkja sem hann hefur þegið borg- ararétt hjá? Við hvort þeirra verður tryggðin meiri? Ég er ekki á nokkurn hátt að amast við því að nýir ríkisborg- arar séu virkir í þjóðfélaginu og einnig í stjórnmálum. Mér finnst það bara sjálfsagt og þá að þeir taki hlutverk sitt alvarlega og einbeiti sér að því en séu ekki að tjá sig sem erlendir rík- isborgarar. Meira: emilkr.blog.is BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.