Morgunblaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2008 19 svarið sem var já, í alvöru. Víkverji telur að hann hafi aldrei á ævinni lent í jafn- spennandi könnun og í umrætt skipti. x x x Eitt er það sviðsem Víkverji veit ekkert um, nefnilega bíla- viðgerðir. Hann veit minna um þessa hluti en raftæki. Samt lenti hann í því að skýra það út fyrir sinni heittelskuðu fyrir skemmstu hvað tímareim væri og hvernig þyrfti að umgangast hana. Þegar fyr- irlesturinn var á enda sótti nag- andi efi að Víkverja. Hafði hann ruglað saman tímareim og vift- ureim? Hann fór á Netið svo lítið bar á og sló upp tímareim. Mikið af efni fannst um tímareimar, tímakeðjur og viftureimar. Eftir stutta rannsókn fékk Víkverji að vita að megininntakið í belgings- legri ræðu hans fyrr um kvöldið stæðist. Óhemju léttir fylgdi þessu. Víkverji var heppinn í þetta skiptið en ætlar að láta ræðuhöld um bílaviðgerðir eiga sig á næst- unni. Farsælast er að þenja sig um þau málefni sem maður hefur trausta þekkingu á. Víkverji hlýtur aðteljast til þeirra sem gefa ekki mikið fyrir raftæki. Þetta sannaðist með óþyrmilegum hætti þegar fulltrúi frá Hagstofu Íslands spurði Víkverja spjörunum úr um raftækja- og net- notkun á heimilinu. Þetta var víst könn- un og Víkverji vildi gjarnan sinna sam- félagslegri skyldu sinni í upplýsinga- samfélagi. Spurt var um sjónvarp, DVD spilara, flatskjá og margt fleira. Og áfram var spurt um hin og þessi raftæki, leikja- tölvur, heimabíó, Dolby stereó, kúbíktúrbó og hvað eina. Víkverji svaraði samviskusamlega með nei-i í öllum tilvikum og nú gerðist hið óvænta: hinn mjög svo hátt- prúði og staðlaði spyrill felldi grímuna eftir sautjándu spurningu og spurði hlýlega og nokkuð feg- insamlega en samt forviða: „Í al- vöru?“ Víkverja varð strax ljóst að hann hafði með staðfastri frammi- stöðu sinni hingað til framkallað þessa óundirbúnu aukaspurningu. Hann dró svarið í nokkur augna- blik svo æpandi þögnin ætlaði að brenna í sundur símalínuna á milli hans og spyrjandans. Loksins kom      víkverji skrifar | vikverji@mbl.is , Kringlunni, sími 533 4533 Smáralind, sími 554 3960 Tax-free-bomba Fríhafnarverð fimmtudag til sunnudags Fríhafnarverð á öllum vörum í verslunum okkar þessa helgi Verið velkomin Við höfum gert okkar bún-inga sjálfar allt frá því viðvorum í öðrum bekk, af þvíannars eru allir meira og minna eins. Til dæmis eru mjög margar stelpur í nornabúningi og strákarnir eru flestir draugar. Og í fyrra voru óteljandi stelpur eins og Silvía Nótt,“ segja þær Vala Sigríð- ur Ingólfsdóttir, Hrafnhildur Ólafs- dóttir og Þórdís Alda Hauksdóttir sem allar verða tólf ára á þessu ári og eru í Vogaskóla. Á öskudeginum í gær var Vala í gervi tónhlöðu eða i-pods, Þórdís var berserkjasveppur og Hrafnhildur vambmikill kokkur. „Þetta snýst um að vera svolítið frumlegur og öðruvísi en allir hinir. Reyndar rákumst við á annan svepp í dag, en hann var ekki eins og minn sveppur,“ segir Þórdís og hlær. Ætlum aldrei að hætta Þeim finnst ótrúlega gaman að finna út hvað þær ætla að vera á þessum degi og hvernig eigi að út- færa hugmyndirnar. „Upphafið að hugmynd minni að vera i-pod er frá því að við vorum í fjórða bekk, en þá var Hrafnhildur Svalaferna og ég komst að því að það væri hægt að vera hvað sem er sem er kassalaga,“ segir Vala sem fékk kassa hjá pabba sínum, málningarprufu í Flugger- litum og fékk konu bróður síns til að teikna apple-merkið aftan á og úr varð i-pod sem hún klæddist. Hrafn- hildur spurði aftur á móti pabba sinn hvort hann gæti hjálpað henni með hugmynd að búningi og sá var ekki lengi að redda málunum. „Hann lét mig fá kokkabúning af sjálfum sér og sagði mér svo að troða inn á mig kodda svo ég væri með ístru, en hann er kokkur og hótelstjóri á Hót- el Eldborg á Snæfellsnesi.“ Þórdís ætlaði að vera írskur búálf- ur en hætti við og sneri sér að ber- serkjasveppnum. „Síðan fékk ég mömmu til að sauma hann eftir mín- um fyrirmælum.“ Vala er með glitrandi gervi- augnahár og segir öskudag veita kærkomið tækifæri til að bera slíkar gersemar. „Við ætlum sko aldrei að hætta að klæða okkur í búninga á öskudaginn, okkur finnst það mjög gaman, en sumar stelpur á okkar aldri nenna því ekki lengur.“ Alltaf heitt kakó hjá ömmu Á skjánum á tónhlöðunni Völu er mynd af Páli Óskari og lagið sem valið hefur verið er Allt fyrir ástina. „Við skiptumst á að syngja það og annað frumsamið lag eftir okkur sem heitir Íslensku sveppirnir en þá snúum við spjaldinu við og í staðinn fyrir Palla er mynd af okkur á skján- um og upplýsingar um lagið. Við sömdum líka dans við það,“ segja þær og bresta í söng: „Íslensku sveppirnir, það eina sem aldrei nóg er af. Sveppirnir gróa, vaxa, þegar þeim er plantað. Íslensku sveppirnir, það eina sem aldrei nóg er af. Við segjum út með gúrkur, inn með sveppina.“ Þær syngja fjarska vel enda var Vala í Krúttakórnum í Langholts- kirkju á sínum tíma, Hrafnhildur í söng og leiklist í Borgarleikhúsinu og Þórdís söng í fjögur ár í skólakór. „Við höfum fengið ótrúlega mikið hrós fyrir frumsaminn sönginn og fyrir frumlega búninga og sum- staðar fengum við tvöfaldan skammt af verðlaunum.“ Öskudagurinn hjá þeim snýst hins vegar ekki aðeins um að rölta á milli fyrirtækja í hverf- inu þeirra til að syngja og fá eitthvað fyrir, þær fara líka alltaf í heitt kakó og saltkjöt og baunir hjá ömmu Hrafnhildar. Tónhlaða, sveppur og feitur kokkur Þeim datt ekki í hug að fara út í búð og kaupa sér fjöldaframleidda búninga fyrir öskudaginn. Þær eru frumlegri en svo og finnst ekkert gaman að vera eins og allir hinir. Kristín Heiða Kristinsdóttir hitti þrjár söngglaðar vinkonur sem lögðu mikla vinnu í að hanna og búa sína búninga til sjálfar. Árvakur/Valdís Thor Svalar í snjókomu Berserkjasveppurinn Þórdís, bumbukokkurinn Hrafnhildur og i-podinn Vala. Árvakur/Valdís Thor Söngkonur Þessi mynd var á i-podinum er þær sungu frumsamda lagið. » „Við ætlum sko aldr- ei að hætta að klæða okkur í búninga á ösku- daginn, okkur finnst það mjög gaman, en sumar stelpur á okkar aldri nenna því ekki lengur.“ khk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.