Morgunblaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2008 15 TRIO Artis, eða „Listarþrenndin“ sé latneskan íslenzkuð, hélt sína fjórðu árlegu nýárstónleika í Mos- fellskirkju á laugardag, eftir að þeim hafði verið frestað um viku sakir veðurs. Samt blandaði fimb- ulrokið á staðnum höstugu geði við ljúfu tónlistina, og myndaði hvin- urinn alluppáþrengjandi and- stæðu. Líklega var hann um leið meginorsök hinnar fámennu að- sóknar, því kirkjan var varla kvartsetin. Að venju var endað á Tríói frá 1915, einu síðasta verki Claudes Debussys og sennilega kunnustu klassísku tónsmíð fyrir hina (enn) óvenjulegu áhöfn er undirr. barði fyrst eyrum í túlkun sömu flytj- enda á sama stað fyrir tveim ár- um. Hins vegar tók maður fyrst nú eftir einkennilega klingjandi taktföstum dynkjum seint í verk- inu, er gætu með góðum vilja verið fágætur hörpupedalaeffekt. En – líkt og þegar glötuðu Bald- ursdraumavísur Finns Magn- ússonar reyndust aðeins jökul- rispur – þá leiddi nánari könnun í ljós að hér var öldungis ekki verið að lýsa stórskotadrunum vest- urvígstöðva, heldur höfðu kirkju- klukkur farið að hálfu af stað; e.t.v. fyrir höfuðskepnuskap veð- urhamsins. Næst á undan var Springsongs, sjöþætt 17 mín. verk Atla Heimis Sveinssonar frá 2006/07 og hið eina íslenzka til þessa fyrir téða áhöfn. Þrátt fyrir ýmis módernískt púslandi tilþrif var það áheyrilega fjölbreytt og sannaði að mínu viti að það bezta sem hent hefur fram- sæknina var þegar höfundar gáfu loks akademíska hreinræktunar- áráttu upp á bátinn. Upphafsverkið var Sónata fyrir einleikshörpu (1953) eftir Ger- maine Tailleferre (1892–1983) er Gunnhildur Einarsdóttir lék af nægri lipurð til að helztu kostir tónskáldkonunnar náðu að blómstra – ekki sízt í sprækum lokaþættinum (III), Perpetuum mobile. Yndislega ferskt og hug- myndaríkt verk. Í einleiksflautup- artítu Bachs í a-moll var og margt vel gert, einkum í syngjandi mjúkri Saraböndunni, þó að langar öndunarpásur sólistans drægju háskalega mikið úr æskilegu hryn- flæði hinna hraðari þátta. Unaðsstund í veðravíti TÓNLIST Mosfellskirkja Verk eftir Tailleferre, Bach, Atla Heimi Sveinsson og Debussy. Trio Artis (Krist- jana Helgadóttir flauta, Gunnhildur Ein- arsdóttir harpa og Þórarinn Már Bald- ursson víóla). Laugardaginn 2. febrúar kl. 17. Kammertónleikarbbbmn Ríkarður Ö. Pálsson LÚÐRASVEIT Reykjavíkur blés inn nýhafna Myrka músíkdaga í Neskirkju við fjölmenna aðsókn á sunnudag og veitti ekki af fólki til að deyfa kirkjuóminn er var í ríf- legasta lagi fyrir 40 manna þrusu- brass. Verkin voru öll innan við 20 ára en samt frekar hefðbundin, enda varla við miklum tilrauna- smíðum að búast fyrir dæmigerða áhugamannalúðrasveit úr einkum yngstu og elztu aldursflokkum. Fallegasta verk tónleikanna var efst á blaði, Hörpukonsert [19’] eft- ir Frakkann Serge Lancen (1922– 2005) frá 1990, og bráðvel samið fyrir þessa óvenjulegu áhöfn. Mús- íkin bar víða heillandi keim af frönskum þjóðlögum og Katie Buckley hörpuleikari SÍ lék sitt af eldfimu röggsömu öryggi. Djúpur frá 2007 eftir hina kornungu Báru Sigurjónsdóttur var örstutt [tæpar 7’] og leitandi að vonum. Miðað við auðheyrðan áhuga höfundar á kontrapunkti virtist það fullþétt skrifað því þykkum rithætti og sjálfstæðri raddfærslu hættir til að vinna hvort gegn öðru, auk þess sem sveitinni tókst misvel að skila nægri nákvæmni. Útkoman var því heldur þvogluleg. Joyeuse symphonie [14’; 1999] hét seinna franska verk dagsins. Það var eftir Idu Gotkovsky (f. 1933), og bar þar mjög á löngum kraftmiklum pedalköflum við á stundum nærri herskáa nýróm- antík. Fjölbreytnin var hins vegar meiri í þríþættri Suite Arctica II [11’; 2001], skemmtilegu verki eftir Pál Pampichler Pálsson, og fór leikur LR þar á eldhressum kost- um. Loks var frumflutt Hýr gleður hug minn [20’; 2008] eftir stjórn- andann um samnefnt íslenzkt þjóð- lag er tefldi auk LR fram einleiks- saxófóni Sigurðar Flosasonar í einleik „ad lib“ og kvæðamanninum Steindóri Andersen í byrjun og enda. Þótt lopinn væri stundum fullteygður að mínum smekk, tókst höfundi og flytjendum yfirleitt vel upp í oft kraftmiklum leik þar sem flögruðu manni fyrir hugskotssjónir hlustminni frá m.a. „prog“-rokki 8. áratugar, tyrknesk-arabískum sköl- um og Wafna! Nazaza! seiðköll- unum æstu úr Carmina Burana. Kraftmikill kirkjublástur TÓNLIST Neskirkja Verk eftir Lancen, Báru Sigurjónsdóttur (frumfl.), Gotkovsky, Pál P. Pálsson og Lárus Halldór Grímsson (frumfl.). Katie E. Buckley harpa, Sigurður Flosason altsax og Steindór Andersen kvæðamaður ásamt Lúðrasveit Reykjavíkur. Stjórn- andi: Lárus H. Grímsson. Sunnudaginn 3. febrúar kl. 14:30. Myrkir músíkdagar – lúðratónleikar bbmnn Ríkarður Ö. Pálsson KONSERTAR eða ekki konsertar? Öllu má nafn gefa í dag þegar múrar milli greina – jafnvel milli listar og „ekki-listar“ – hrynja á færibandi. Alltjent veigruðu höfundar hinna þriggja nýju íslenzku verka fyrir eitt hljóðfæri + strengjasveit sér við að kenna heitin við konsertform það er upphaf á að rekja til Vivaldis og samtímamanna. Aðeins eitt komst nærri, nefnilega „Quasi [= næstum því] Concerto“ Sveins Lúðvíks Björnssonar. Þaðan af síður voru undirleikslausar sólókadenzur boð- aðar með gamalkunnum eftirvænt- ingareggjandi fersexundarhljómi. Öðru nær. Þrátt fyrir fáein módern- ísk stílbrot var flestöll hefð látin lönd og leið, og tónmálið jafnafstrakt og frekast getur orðið í viðteknum framsæknum anda síðustu 50 ára. Það er vitanlega ekki nýtt. Hitt var óljósara hvað væri eiginlega nýtt í annarri framsetningu. Því „nie er- hörte Klänge“ – aldrei áður heyrð- um hljóðum, upphaflegri forsendu tilraunamennsku – var, a.m.k. utan stærra samhengis, hvergi til að dreifa svo ég gæti greint í fljótu bragði. Heldur klént, fannst manni, alla þá stund sem músíkin gerði oft- ast út á hægferðuga litbrigðavinnslu á kostnað auðskynjanlegra forma. Sem leiddi aftur til þess, eins og svo oft áður, að framvindusnautt ferlið leiddi helzt hugann að ósjálfstæðu hjálparkokkshlutverki kvikmynda- tónlistar. Hvort það hafi sumpart stafað af starfsbróðurlegum jafningjaþrýst- ingi eða einfaldlega verið afleiðing langverandi ofverndaðs vinnuum- hverfis sérstyrkjakerfa skal ósagt látið. Hitt ætti að vera löngu ljóst að með sama framhaldi mun nútíma listmúsík múra sig af í endanlega einangrun, hafi hún ekki þegar gert það. M.ö.o. sérgrein sem kemur sárafáum við, þrátt fyrir furðugóða aðsókn í þessu tilviki – anga núgildr- ar viðburðamenningar sem sannar fjarska fátt um jafnaðarhlustun. Þar með skal þó ekki fullyrt að allt hafi brenglað meðtöku í andrá stund- ar og staðar, og var það ekki sízt vandaðri frammistöðu flytjenda og hljómsveitarstjóra að þakka. Hex [18'] Huga Guðmundssonar átti sér skáldleg augnablik í vél- smiðjuhljómandi klasaumgjörð sinni, og Stefán Jón brilleraði á skýháum „clarino“-hornsprettum. Ofurveikt líðandi klasameðferð Sveins Lúðvíks í Quasi Concerto [17'] fram- kallaði á köflum sláandi dulúðarhrif við jafnlíðandi kvarttónaleik Unu Sveinbjarnardóttur. Ekki var heldur að sökum að spyrja um kristalstær hafblikin á milli impressjónískra of- viðra í La Serenissima [22'] Hafliða Hallgrímssonar við virtúós- an klarínettleik Einars Jóhann- essonar – þó að fimmtungsgrisjun verksins hefði hugsanlega verið heildinni til bóta. Viðburðaflipp eða varanlegt gildi? TÓNLIST Listasafn Íslands Hugi Guðmundsson: HEX (frumfl.). Sveinn Lúðvík Björnsson: Fiðlukonsert (frumfl.). Hafliði Hallgrímsson: La Seren- issima (frumfl. á Ísl.). Stefán Jón Bern- harðsson horn, Una Sveinbjarnardóttir fiðla og Einar Jóhannesson klarínett ásamt Kammersveit Reykjavíkur. Stjórn- andi: Bernharður Wilkinson. Sunnudag- inn 3. febrúar kl. 20. Myrkir músíkdagar – Kammertónleikar bbbnn Ríkarður Ö. Pálsson „LÍFIÐ er saltfiskur“ nefnist sýn- ing Dagrúnar Matthíasdóttur í DaLí galleríi og Veggverki á Ak- ureyri. Efniviðinn sækir listakonan í fortíðina, þ.e. minningar um teikni- myndasögurnar um Siggu Viggu og eigin störf í fiskvinnslu. Meginhugmyndin, að samræma sýningarstaðina í eina sýningu þannig að hvor þeirra njóti sér- kenna sinna, er snjöll. En hún væri lítils virði ef framkvæmdin væri ekki eins vel hugsuð og raun ber vitni. Og nær listakonan að sam- ræma staðina með því að setja gjörninginn í aðalhlutverk. Þ.e. að gera veggmynd og sýna svo heimild af gjörningnum í galleríinu á skjá- mynd þar sem skapalónið nýtur sín sem skúlptúr. Þykir mér sem lista- konan hafi skilað hugmynd og fram- kvæmd mjög vel en ekki gefið út- komunni nægan gaum, líkt og að listaverkinu hafi verið lokið þegar hugmyndarlegu markmiðinu var náð. Eitt áhugaverðasta við yfirlits- sýningu Gjörningaklúbbsins í Hafn- arhúsinu í fyrra var að sjá hvernig hlutirnir lifðu gjörningana og stóðu sem sjálfstæðir skúlptúrar eða hvernig heimildir voru í sjálfu sér ágætis vídeóverk eða ljósmyndir. Á þessu flaskar Dagrún. Vegg- myndin er vægast sagt óspennandi listaverk, býður reyndar upp á eilít- inn sjónrænan leik en er ill- sannfærandi að öðru leyti. Innsetn- ingin stendur betur að vígi hvað það varðar, hefur ágæta fagurfræðilega virkni í rýminu. En heimildargerðin er heldur viðvaningsleg og dregur gjörninginn niður. Og þótt einhver kátlegur vandræðagangur loði yfir þessu öllu sem kann að skemmta manni, þá vantar skrefið sem klárar dæmið til fullnustu. Óklárað dæmi MYNDLIST Dagrún Matthíasdóttir DaLí gallerí er opið föstudaga og laug- ardaga frá 14 – 17. Veggverk er aðgengi- legt allan sólarhringinn. Sýningu lýkur 8. febrúar. Aðgangur ókeypis. DaLí gallerí bbmnn Jón B. K. Ransu Óklárað dæmi Skapalón fyrir veggmynd verður skúlptúr í galleíi. SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS Hljómsveitarstjóri ::: Roland Kluttig Söngvarar ::: Ágúst Ólafsson, Gunnar Guðbjörnsson, Hulda Björk Garðarsdóttir, Sesselja Kristjánsdóttir, Hrólfur Sæmundsson Í KVÖLD, FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 19.30 Það er ekki hverjum degi sem tvær íslenskar sinfóníur eru frumfluttar, en það mun einmitt gerast í kvöld, fimmtudagskvöld, þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur sinfóníu nr. 4 eftir John Speight og sinfóníu nr. 3 eftir Atla Heimi Sveinsson. Tónleikarnir eru fram- lag Sinfóníuhljóm- sveitarinnar til Myrkra Músíkdaga, sem fyrir löngu hafa sannað sig sem einn helsti við- burður tónleikaársins. Lífið, ástin og dauðinn tónleikar í háskólabíói tvær íslenskar sinfóníur frumfluttar Fyrsti konsert er frír Skráning og upplýsingar á www.sinfonia.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.