Morgunblaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MORGUNBLAÐ- IÐ birti um helgina grein fulltrúa Sam- orku, Gústafs Adolfs Skúlasonar og Sig- urðar Ágústssonar, um frágang jarðbind- inga. Samorka eru samtök orku- og veitufyrirtækja. Grein þeirra er svar við tveimur greinum okkar um afleitt ástand þessara mála. Þeir segja að íslenska raforkukerfið standist vel sam- anburð við kerfi í nágrannalöndum okkar. Það skal ekki dregið í efa en sannleikurinn er að frágangur raf- magns almennt er óásættanlegur. Í skýrslu okkar fyrir Orkulausnir er dreginn upp faglegur ágreiningur með von um opinbera umræðu um þessi mál. Félagarnir fullyrða í grein sinni að Orkulausnir gefi sig út fyrir óhefðbundnar lausnir. Það er fjarri öllum sannleika. Allt eru þetta mæl- anlegar staðreyndir. Það að ganga frá jarðbindingum samkvæmt reglu- gerð er einfalt mál – enginn galdur, enginn hókus pókus. Fyrirtækið Orkulausnir fer eftir reglugerðum um jarðbindingar, spennujöfnun og hefur þróað eigin aðferðafræði. Orkuveitur, hönnuðir og verktakar fara ekki eftir reglugerðum. Það er kjarni málsins og grafalvarlegt mál. Varnarskaut húsa eru rofin Félagarnir viðurkenna brotalamir við frágang rafmagns; einstök verk sem „vinna hefði mátt betur“ en kenna rafvirkjum um. Það er útaf fyrir sig rétt en veitufyrirtækin þurfa að vinna betur, hönnuðir sömuleiðis. Orkuveita Reykjavíkur rýfur varnarskaut húsa með því að breyta inntökum vatnsveitu úr málmi í plast án þess að gera ráð- stafanir þvert á eigin orð. Á vorfundi Samorku á Akureyri 2005 við- urkenndi OR að veitufyrirtæki geti ekki aftengt jarðtengingu vatns- lagna úr málmi í plast/pex án ráð- stafana. Þrátt fyrir það rýfur OR varnarskaut húsa þegar málmpípum er breytt í plast. Það er alvarlegt brot á reglugerð. Varðandi tækni- lega tengiskilmála Samorku skal bent á reglugerð um raforkuvirki, grein 207: „Jarðskautstaug sú, er bindur saman núlltaug og vatns- pípur, má ekki vera grennri en við- komandi núlltaug…“. Það skal árétt- að að þessu er ekki fylgt eftir. Í leiðbeiningum Samorku eru jarð- taugar vatnspípukerfa of grannar. Opinbert eftirlit er í molum Það er grundvallarvilla í frágangi jarðbindinga, spennujöfnunar og jarðskauta. Hún liggur hjá veitufyr- irtækjum, hönnuðum og verktökum. Opinbert eftirlit er í molum. Þessi grundvallarvilla er ekki bundin við Ísland. Hún er líka í nágrannalönd- um okkar. Brynjólfur Snorrason á Akureyri hefur í þrjá áratugi unnið að rannsóknum á þessu sviði. Því miður hafa margir bitið í hælana á honum fremur en að ganga til sam- starfs með opnum huga í leit að sannleikanum. Hjá Orkulausnum liggur þekking sem gæti fært Ísland í fremstu röð rannsókna á frágangi rafmagns. Þeir félagar kjósa að rengja orð okkar en segja „engin tök á að fjalla faglega um öll þau atriði á þessum vettvangi“. Það gæti hrellt „grunlausa raforkunotendur“ og ábyrgðarhluti að setja fram nið- urstöður um „meinta vá á umdeil- anlegan máta.“ Það má með öðrum orðum ekki rugga bátnum. Þetta er dapurleg afstaða. Við fögnum umræðu, þökkum svarið Við hins vegar segjum að verst af öllu sé að þegja málið í hel. Við skrif- uðum skýrsluna með þá von í brjósti að opna umræðuna til þess að breyta hlutum. Það eru allt of margar vís- bendingar um að rafmengun sé afar alvarlegt vandamál. Við segjum að við rafgæðamælingar sé ekki nóg að líta til fasa eins og orkuveitur gera. Horfa verður á affallið. Við verðum að hafa fullvissu um að rafkerfið hreinsi sig þegar sturtað er niður. Rafkerfið er ekki að hreinsa sig, það hlaðast upp óhreinindi. Við erum með mælingar sem sýna þessar breytur svart á hvítu. Það er einlæg- ur ásetningur okkar að fá umræðuna upp á yfirborðið. Þess vegna fögnum við grein Gústafs Adolfs og Sig- urðar. Rafveitur virða ekki reglugerðir Hallur Hallsson og Svanbjörn Ein- arsson svara grein Gústafs Adolfs Skúlasonar og Sig- urðar Ágústssonar » Orkulausnir fara eft- ir reglugerðum um jarðbindingar og spennujöfnun. Orku- veitur, hönnuðir og verktakar fara ekki eftir reglugerðum. Hallur Hallsson. Hallur er framkvæmdastjóri og Svanbjörn er Bsc rafmagns- tæknifræðingur. Svanbjörn Einarsson. Á SÍÐUSTU árum hafa orðið miklar þjóðfélagsbreytingar á flest- um sviðum hérlendis, og ekki hafa síður orðið breytingar á viðhorfi fólks til fjölmargra samfélagsþátta. Áður fyrr var til að mynda meg- inmarkmiðið með barnauppeldi að gera börn að hlýðnum þjóðfélags- þegnum. Nú er hins vegar meira lagt upp úr því að börnin okkar séu virk og hugmyndarík í samræmi við fjöl- breyttara og flóknara samfélag. Hlýðni er góð upp að vissu marki en gleymum því ekki að þótt hlýðin börn séu fullorðnum oftar en ekki að skapi, þá má sú hlýðni aldrei vera blind og skilyrðislaus. Sterkur áhrifavaldur í lífi mínu er sænskur leikskólakennari með meiru, Birgitta Samuelsson; hún fæddist sama ár og Hitler komst til valda og brautskráðist sem leik- skólakennari árið sem ég varð eins árs. Á sínum yngri árum nam Birg- itta heimspeki og hafði þær hug- sjónir að koma í veg fyrir að heim- urinn yrði á ný handbendi einvalds, líkt og gerðist á tímum Hitlers. Að fólk áttaði sig á því hversu örlagaríkt það getur verið að kenna börnum blindna hlýðni. Hlustum á börnin Hverju mannsbarni er eðlislægt að spyrja af hverju? Börn eru fróð- leiksfús og hlusta með mikilli athygli, það má segja að þau hlusti bæði með augum og eyrum. Í tilefni af hugleið- ingum mínum á degi leikskólans vil ég varpa fram spurningum til full- orðinna. Hvernig hlustum við á börn- in? Til dæmis í samræðum við börn. Erum við of upptekin af því að miðla börnunum þeirri visku sem við telj- um okkur búa yfir? Eða erum við einnig tilbúin að hlusta eftir hug- myndum og skoðunum barnanna? Er það ekki einmitt kjarni lýðræðis að hlusta, að veita börnum möguleika á samræðum, til dæmis um siðfræði og lýðræði í hversdags- leikanum? Við leikskólakenn- arar berum þá ábyrgð að veita leikskólabörn- um möguleika til þátt- töku og til áhrifa á eigið skólastarf. Það krefst einlægrar forvitni og meðvitundar um að hlusta eftir því sem börnin eru að ígrunda og gera yfir daginn. Hlusta eftir því hvar áhugi þeirra liggur. Vit- að er að áhugi er mik- ilvægur drifkraftur í námi og eitt af hlutverkum leikskóla- kennarans er að laga skólastarfið að áhuga og getu barnanna. Árangurs- ríkt verkfæri sem kennarar geta not- að er að skrá hvernig börnin læra. Uppeldisfræðileg skráning er aðferð, sem hefur verið notuð erlendis í um hálfa öld með góðum árangri. Nokkr- ir leikskólar hér á landi hafa nýtt sér þessa aðferð. Skráningin er öflugt verkfæri fyrir kennara til að; gera námið sýnilegt, skoða og ígrunda eig- ið starf og greina áhugasvið og styrk sérhvers barns. En skráning- araðferðin er ekki síður verkfæri fyr- ir börnin til að ígrunda eigið nám, hlusta á og ígrunda hugmyndir ann- arra, jafnt barna sem fullorðinna. Leikskóli á ekki að vera eyland í samfélaginu, heldur hluti af því og börnin þurfa að fá möguleika til að vera virkir þátttakendur í samfélag- inu. Á heimasíðu eins leikskóla á Ak- ureyri má sjá dæmi um slíkt; þar stendur eftirfarandi: „Í dag byrj- uðum við að setja saman lítinn sól- arorkubíl sem við fengum í gegnum samstarfið við Háskólann á Ak- ureyri.“ Vísindasmiðja Í tilefni af Vetrarhátíð Reykjavík- ur býður Þjónustumiðstöð Mið- borgar og Hlíða, í samstarfi við leik- skólabraut Háskólans á Akureyri, börnum og fullorðnum að vinna með byggingar, ljós og skugga í vís- indasmiðju í Ráðhúsi Reykjavíkur hinn 8. febrúar frá kl. 13.00-16.00 og 9. febrúar kl. 11.00-14.00. Þar býðst öllum að byggja úr fjölbreyttum end- urnýtanlegum efnivið. Efnivið sem er bæði gagnsær og ógagnsær. Sér- stakur gaumur verður gefinn að því hvernig hægt er að nota ljós og skugga til að auðga byggingarleik. Þetta er smiðja þar sem einu tak- markanir byggingameistarans eru hans eigið ímyndunarafl. Vís- indasmiðjan er ætluð börnum frá eins til 101 árs. Frumkvöðlar í stað fylgjenda Guðrún Alda Harðardóttir skrifar um leikskólastarf og minnir á ráðstefnu » Vitað er að áhugi er mikilvægur drif- kraftur í námi og eitt af hlutverkum leikskóla- kennarans er að laga skólastarfið að áhuga og getu barnanna. Guðrún Alda Harðardóttir Höfundur er leikskólaráðgjafi í Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða í Reykjavík og dósent við Háskólann á Akureyri. GREIN Hjálmtýs Heiðdals frá 15. desember sl. er furðu þver- sagnakennd fyrir ýmissa hluta sakir. Annarsvegar dregur hann upp þá mynd af gyðingaþjóðinni í Ísrael að hún sé einhver ómann- úðlegasti mannréttindabrjótur og kúgari sem fyrirfinnst á jarðríki og hneykslast mjög á ýmsum að- gerðum hennar sem bitna á óbreyttum palestínskum borg- urum og hinsvegar ber hann í bætifláka fyrir og afsakar á allan hátt miklu stór- felldari og alvarlegri mannréttindabrot öfgasamtaka palest- ínumanna gegn gyð- ingum í Ísrael. En hver eru hin ætluðu mannrétt- indabrot Ísraela gagnvart Palest- ínumönnum nákvæm- lega? Þegar grannt er skoðað virðast þau fyrst og fremst vera afleiðingar af rétt- mætum öryggis- viðbrögðum Ísr- aelsríkis við hryðjuverkum arab- anna: 1. Tafsamar bið- raðir og öryggisleit við landamæri og varðstöðvar. 2. Girðingar og ör- yggisveggir. 3. Óbeinar afleið- ingar af þessum að- gerðum á samfélag Palestínumanna. Palestínumenn kvarta einnig yfir handtökum meintra hryðjuverka- manna, niðurbroti á húsum þeirra og aftökum á þeim. Virðast þeir og stuðningsmenn þeirra engan greinarmun gera á aðgerðum Ísr- aels gegn vopnuðum og skipulögð- um hryðjuverkahópum og svo aft- ur gegn óbreyttum borgurum. Sama má segja um umfjöllun sumra íslenskra fjölmiðla, einkum Ríkisútvarpsins. Þegar rætt er um brot á mann- réttindum Palestínuaraba og ann- arra verður að hafa í huga hve margvísleg mannréttindi eru og hve oft réttindi eins hóps ganga þvert á réttindi annars hóps. Ákaflega auðvelt er að hafa uppi ásakanir um brot á mannrétt- indum sé engrar sanngirni gætt. Hvort vegur til dæmis þyngra, réttur gyðinga til lífs samkvæmt 3. grein eða réttur Palest- ínumanna til ferðafrelsis sam- kvæmt 13. grein, það er að segja ef sú grein á við þeirra aðstæður? Ósannar yfirlýsingar um hungursneyð á Gaza Sömuleiðis verður að benda á hversu margar ásakanir Palest- ínuarabanna og stuðningsmanna þeirra um mannréttindabrot Ísr- aels gegn þeim eru afar ótrúverð- ugar. Til dæmis eru fullyrðingar Sveins Rúnars Haukssonar und- anfarið um hungursneyð og al- gjöran lyfjaskort á Gaza hrein ósannindi. Alþjóðastofnanir og samtök, sem þó eru afar hliðholl málstað Palestínuarabanna og að sama skapi andstæð Ísrael, svo sem Rauði krossinn, Unrwa hjálp- arstarf Sameinuðu þjóðanna og Human Rights Watch lýsa ástand- inu alls ekki með þeim hætti, heldur taka sumar sérstaklega fram á vefsíðum sínum að Ísraelar útvegi allar brýnustu nauðsynjar. Ef aðrar umkvartanir tals- manna Palestínumanna um mann- réttindabrot gegn þeim hafa þennan sama áreiðanleikastuðul, er þá hægt að taka mikið mark á þeim? Dylgjur Hjálmtýs um að ísr- aelskir sagnfræðingar hafi í ný- opnuðum skjalasöfnum fundið sannanir um að opinber stjórnvöld gyðinga hafi fyrir stofnun Ísraels haft þjóðernishreinsun araba beinlínis á stefnuskránni, virðast vera af þessum sama meiði. Hann segir: Skjölin sanna að það var vísvituð stefna síon- ista að hrekja eins marga araba burt frá Palestínu og hægt var. Þetta er órök- studd fullyrðing Hjálmtýs. Hvers vegna nefnir hann ekki heimildir sínar ef þær eru komnar fram? Hvernig hljóðar texti þeirra og hvað heita vísindamennirnir sem fundu þær? Hinn heimsþekkti sagnfræðingur Benny Morris, sem þó er gagnrýninn á margt í framgöngu Ísr- aelsmanna, ályktar eftirfarandi: Það var engin áætlun í gangi hjá síonistum að reka araba burt eða hræða þá til flótta. Hvað ein- stakir skæruliðahópar sem ekki tengdust op- inberum stjórnvöldum gyðingasamfélagsins og afvopnaðir voru eftir Sjálfstæðisstríðið 1948 kunna að hafa haft á stefnuskrá sinni er ekki vitað með vissu. Samúð Ísraela með flóttamönnunum Samúð Ísraela með flóttamönnunum, þrátt fyrir stöð- ugar skærur við öfgahópa meðal þeirra, hefur komið fram í afar samviskusamlegu umsjónar- og uppbyggingarstarfi á svæðum þeirra allt fram að stofnun heima- stjórnar Palestínu 1994 og einnig eftir það. Framfarirnar í heil- brigðismálum Palestínumanna, undir umsjón Ísraels síðustu ára- tugina, vegamálum, veitu- og hol- ræsamálum, fjarskiptamálum og menntamálum eru með ólíkindum. Allavega fram að intifadah upp- reisnum þeirra hafa Ísraelar sinnt mannúðarskyldum sínum við þá með ágætum og mun betur en ýmsar arabaþjóðirnar. Kunnugur tjáði mér að lífskjör í flótta- mannabúðum í Líbanon er hann skoðaði fyrir nokkrum árum hefðu verið hrikaleg, miklu verri en á Vesturbakkanum. Lífskjör og tekjur Palestínuaraba á umsjón- arsvæði Ísraels voru á tímabili fyrir intifadah uppreisnirnar með þeim bestu meðal araba utan olíu- ríkja. Fær ekkert stöðvað framgang lygamafíupalestínuvina í fjöl- miðlum hér á landi, ekki einu sinni virðuleg ritstjórn Morg- unblaðsins? Því vil ég að lokum hvetja ís- lensk stjórnvöld til að huga að lagasetningu eins og þeirri sem tekin hefur verið upp nýlega í sumum nágrannalöndum okkar sem skyldar fjölmiðla til að greina rækilega frá öllum sjónarmiðum aðila í meiriháttar pólitískum deil- um. Hlutdrægur og palestínskur fréttaflutningur af deilum Ísraels og Palestínu hefur valdið því að jafnvel stjórnvöld, t.d. utanrík- isráðherra okkar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hafa skýra og skarpa sjón á Palestínuauganu en kol- svartan lepp fyrir Ísraelsauganu! Hatursgleraugu Hjálmtýs Heiðdals Hreiðar Þór Sæmundsson skrifar um Palestínu og Ísrael Hreiðar Þór Sæmundsson » Því vil ég hvetja ís- lensk stjórnvöld til að huga að lagasetn- ingu … sem skyldar fjöl- miðla til að greina rækilega frá öllum sjón- armiðum aðila í meiriháttar pólitískum deil- um. Höfundur er kaupmaður í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.