Morgunblaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2008 45 eee "VEL SPUNNINN FARSI" "...HIN BESTA SKEMMTUN." HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR eeee „...EIN SKEMMTILEGASTA GAMANMYND SEM ÉG HEF SÉÐ Í LANGAN TÍMA...“ „...HENTAR FÓLKI Á ÖLLUM ALDRI - FRÁBÆR SKEMMTUN!“ HULDA G. GEIRSDÓTTIR – RÚV/RÁS2 SÝND Í KRINGLUNNI EITTHVAÐ SKELFILEGT ER Á SVEIMI! TOM HANKS, JULIA ROBERTS OG PHILIP SEYMOR HOFFMAN FARA Á KOSTUM Í ÞESSARI GAMANSÖMU MYND SEM BYGGÐ ER Á RAUNVERULEGUM ATBURÐUM. TILNEFND TIL ÓSKARSVERÐLAUNA. SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI eee - S.V, MBL eee DÓRI DNA, DV eee - V.I.J., 24 STUNDIR STÆRSTA JANÚAROPNUN SÖGUNNAR Í BANDARÍKJUNUM! SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI eeee „ Charlie Wilson’s War er stórskemmtileg og vönduð kvikmynd - V.J.V., TOPP5.IS „Myndin er meinfyndin“ „Philip Seymour Hoffman fer á kostum í frábærri mynd“ - T.S.K. 24 STUNDIR eeee „Sérlega vel heppnað og meinfyndið bandarískt sjálfsháð...“ Ó.H.T., RÚV/Rás 2 BRÚÐGUMINN kl. 8 B.i. 7 ára ALIENS VS. PRETADOR kl. 10:10 B.i. 16 ára BUTTERFLY ON A WHEEL kl. 8 B.i. 16 ára RUN FATBOY RUN kl. 10:10 LEYFÐ / SELFOSSI/ KEFLAVÍK/ AKUREYRI UNTRACEABLE kl. 8 - 10:10 B.i.16 ára BRÚÐGUMINN kl. 8 B.i. 7 ára ALIENS VS. PRETADOR kl. 10:10 B.i.16 ára SWEENEY TODD kl. 8 - 10:20 B.i.16 ára CHARLIE WILSON'S WAR kl. 8 B.i.12 ára THE MIST kl. 10 B.i.16 ára SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í KRINGLUNNI eee - S.V. FRÉTTABLAÐIÐ SÝND Á SELFOSSI VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á SÝND Á AKUREYRI ÓTTINN BREYTIR ÖLLU! SÝND Í KEFLAVÍK OG SELFOSSI Nú mætast þau aftur! ÁST. SKULDBINDING. ÁBYRGÐ. HANN HLEYPUR FRÁ ÖLLU! SÝND Á SELFOSSI Í dag hefst Berlinale, Kvik-myndahátíðin í Berlín, í 58.sinn. Hátíðin er jafnan frábær vettvangur til að rýna í alþjóðlega strauma í kvikmyndagerð – skemmst er þess að minnast að Kín- verjar og Argentínumenn sáu og sigruðu í fyrra og í ár verða í keppn- isflokknum myndir frá einum átján ríkjum: Brasilíu, Mexíkó, Íran, Jap- an, Belgíu, Þýskalandi, Finnlandi, Frakklandi, Bretlandi, Ítalíu, Aust- urríki, Póllandi, Ísrael, Kanada, Bandaríkjunum, Kóreu, Kína og Hong Kong. Að ógleymdum auðvit- að löndunum sem eiga fulltrúa í öðr- um flokkum.    En lítum stuttlega á keppn-isflokkinn. Nær allar mynd- irnar þar eru heimsfrumsýndar á Berlinale. Frumsýningunum fylgja gjarnan stjörnur sem þykja passa á rauða dregilinn; heimsþekktir leik- arar eða leikstjórar sem draga fjöl- miðla að – þótt hátíðin sjálf hafi reyndar (jákvætt) orð á sér fyrir að sýna áhugasömum áhorfendum og nýju hæfileikafólki engu minni áhuga en stjörnunum. En fremstir á rauða stranganum úr teppabúðinni í ár fara sjálfur Martin Scorsese og meðlimir Rolling Stones, en tónleikamynd Scorseses um sveitina, Shine a Light, er opn- unarmyndin. Allir fimm, leikstjórinn og rokkararnir, eru væntanlegir til frumsýningarinnar og ljóst að þá verður slegið af annars ófrávíkj- anlegri kröfu ljósmyndara um kyssi- legan þokka og hvítar axlir á dregl- inum. Af myndinni sjálfri er það að segja að Scorsese fékk heimslið kvikmyndatökumanna, margfalda Óskarshafa, til þess að filma með 16 tökuvélum tvo konserta Rolling Sto- nes í gamla Beacon-leikhúsinu í New York. Ásamt samtölum, baksviðsefni og eldri innklippum er myndin sögð einstakt portrett af hinni íkonísku rokksveit.    Kvenlega nærveru mun ekkiskorta í Berlín þótt toginleitir Stónsarar fari fremstir. Fljóð á borð við Júlíu Roberts, Kristínu Scott- Thomas, Natalie Portman og Scar- lett Johansson leika nefnilega í keppnismyndum; t.d. er The Other Boleyn Girl eftir Bafta-hafann Just- in Chadwick beðið með forvitni, en þar fara Portman og Johansson, ásamt Eric Bana, með hlutverk í baktjaldasögu systranna Maríu og Önnu Boleyn, en Anna var önnur eiginkona Hinriks VIII. Þá er vonast til að Penélope Cruz mæti nú í eigin persónu til Berlínar, eftir að hafa verið þar á öllum veggspjöldum í fyrra – að auglýsa hárlakk. Hún leikur í myndinni Elegy eftir Isabel Coixet, sem byggist á skáldsögu Philips Roths, Hin feiga skepna, um samband hinnar kláru Consuelu við háskólakennarann sinn Kepesh (Ben Kingsley). Kristin Scott-Thomas leikur í tveimur keppnismyndum. Áður er talin Hin Boleyn-stelpan, en í frönsku myndinni Il y a longtemps que je t’aime … fer hún með hlut- verk konu sem losnar úr fangelsi eft- ir 15 ára vist og flytur inn til systur sinnar eftir áralangt rof í sam- skiptum og trausti. Enn eru ótaldar Happy-Go-Lucky eftir hinn ástsæla Mike Leigh og Fireflies in the Gar- den eftir Dennis Lee, hin síð- arnefnda um fjölskyldu á mörkum upplausnar, þótt allt líti sóma- samlega út á yfirborðinu. Julia Ro- berts, Willem Dafoe og Emily Wat- son eru þar í hópi leikara, en handritið er að hluta byggt á ævi leikstjórans sjálfs.    Þá er að sjá hverjir af aðstand-endum There Will Be Blood mæta til Berlínar. Sú mynd hefur þegar tryggt sér átta Óskarstilnefn- ingar, án þess að það sé þó nokkur ávísun á Silfur- eða Gullbjörn. Því hver veit nema japanska myndin KABEI eftir Yoji Yamada um fjöl- skyldulíf á stríðstímum, eða íranska myndin Söngur spörfuglanna (Avaze Gonjeshk-ha) um strútshald- arann, leigubílstjórann og brota- járnssafnarann Karim lumi á tromp- um, eða að Nanni Morretti slái í gegn sem hljóðláti ekkillinn í Caos Calmo? Þá má ekki gleyma Mexíkó, þaðan kemur Lake Tahoe eftir Fernando Eimbcke um strákinn Ju- an sem strýkur að heiman á fjöl- skyldubílnum. Þannig má enn telja. Hátíðinni lýkur 17. febrúar með skrautlegri mynd Michaels Gondrys, Be Kind Rewind, með Jack Black, Mos Def, Danny Glover, Miu Farrow og Melonie Diaz. Það er svo grísk- franski leikstjórinn Costa Gavras sem fer fyrir átta manna dómnefnd- inni sem útdeilir Gullbirni og Silf- urbjörnum á lokakvöldinu. Slyng fljóð – og Stones AF LISTUM Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur »Kvenlega nærverumun ekki skorta í Berlín þótt toginleitir Stónsarar fari fremstir. Risar Martin Scorcese með félögum sínum í Rolling Stones. Kvikmyndin Shine a Light er opnunarmynd Berlínarhátíðarinnar. sith@mbl.is SPÁDÓMAR Morgunblaðsins um hverjir myndu vinna Shortlist Music Prize, hin bandarísku Mercury-verðlaun, reyndust réttir en það var kanadíska söngkonan Feist sem hampaði verðlaununum fyrir plötu sína The Rem- inder. Segja má að áhættumatið á giskinu hafi verið gott, en það hefur verið mikill hiti í kringum söngkonuna að undanförnu og platan sögð hafa nokkuð víða skírskotun. Plata Feist er nú komin upp fyrir 500.000 eintaka söluna, en aðstandendur verðlaunanna taka ekki til greina plöt- ur sem hafa selst í meira magni þegar tilnefnt er. Platan stendur í 515.000 eintökum og tekur væntanlega kipp í kjölfar þessara frétta. Listamenn sem þurftu að lúta í duftið voru m.a. Ar- cade Fire, Spoon, M.I.A., Wilco og LCD Soundsystem. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 2001 en þá hirti Sigur Rós verðlaunagripinn fyrir Ágætis byrjun. Sigurvegari í fyrra var Cat Power, fyrir plötu sína The Greatest. Til- gangur verðlaunanna er að vera til mótvægis við stærri verðlaunahátíðir eins og Grammy og MTV, með því að leggja áherslu á tónlistarlegt vægi listamannanna frem- ur en markaðs- og söluvirði. Dómnefndir, skipaðar fag- aðilum, sjá þannig um að velja plöturnar. Verðlaunin, líkt og bresku Mercury-verðlaunin sem horft er til sem fyr- irmyndar, njóta talsverðrar virðingar á meðal tónlistar- manna og tónlistaráhugamanna og því ekki slæmt upp á trúverðugleikann að hafa slíkt upp á vasann. Söngkonan Feist vinnur Shortlist-verðlaunin Frábær Kanadíska söngkonan Feist sem hampaði verð- laununum fyrir plötu sína The Reminder. VETRARHÁTÍÐ í Reykjavík geng- ur í garð með litríkri ljósagöngu í kvöld kl. 19.30. Ljósagangan hefst á Skólavörðuholti og heldur niður Skólavörðustíg, inn Þingholtin og endar við Reykjavíkurtjörn. Á leið- inni verða gestir leiddir í gegnum ýmsa ólíka ljós-, hljóð- og leik- heima, vetrarbrass mun óma auk ýmissa óvæntra tónlistaratriða. Við Ráðhúsið mun fransk-japanski sirk- usinn Oki Haiku Dan leika listir sínar. Sannkölluð karnivalstemning markar upphaf vetrarhátíðar í ár og tilvalið að mæta í öskudagsbún- ingum! Að göngunni lokinni tekur við fjölbreytt dagskrá í miðborg- inni; ljóðaslamm á Borgarbókasafni, uppistand og tónleikar í Hafn- arhúsi, dansveisla Kramhússins á Nasa, Retro Stefson, Regnbogakór- inn og margt fleira í Ráðhúsi Reykjavíkur, barokktónlist í Iðnó og margt fleira. Ljósmyndasafnið Reykvísk söfn verða opin fram yfir miðnætti yfir hátíðina og sérstakur safnanæt- urstrætó ekur á milli safnanna. Vetrarhátíð í Reykja- vík hefst í kvöld Dagskrána má nálgast á www.vetrarhatid.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.