Morgunblaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is ÍSLAND ber nafn með rentu og er snævi þakið þessa dagana. Yf- irstandandi frostakafli er orðinn nokkuð langur víðsvegar um landið og víða hefur snjóað og bæst í snjóa- lög, að sögn Leifs Arnar Svav- arssonar hjá snjóflóðavakt Veð- urstofu Íslands. Hann sagði að töluvert hefði fallið af náttúrulegum snjóflóðum á síðustu vikum. Með því er átt við snjóflóð sem falla af nátt- úrulegum orsökum en ekki vegna afskipta mannanna. Þrátt fyrir að snjóflóðahætta ógni hvergi byggð um þessar mundir sagði Leifur Örn að snjóflóðahætta væri víða til fjalla. Hann nefndi að snjóflóð hefðu fallið yfir vegi und- anfarið, t.d. á Austfjörðum í fyrri- nótt og í fyrradag á Vestfjörðum, og þannig truflað samgöngur. Leifur Örn taldi að snjóalög væru hvergi óvenju mikil nú og oft hefði mælst mun meiri snjódýpt. Hann sagði að snjórinn væri víða ójafnt dreifður, mikill snjór væri gjarnan í byggð, þar sem er skjól, en í fjall- lendi hefði snjóinn skafið til og safn- ast í gil en melar stæðu gjarnan upp úr. Sú óvenjulega staða hefur verið síðustu vikur að mesta snjódýpt hef- ur verið við Vík í Mýrdal og óvenju mikill snjór hefur verið í Vest- mannaeyjum. Snjómet í Fljótum Á heimasíðu Veðurstofunnar (www.vedur.is) er hægt að sjá upp- lýsingar um úrkomu og einnig snjó- dýpt og ákomu eftir mælistöðvum á landinu. Í gær var mest snjódýpt við Skeiðsfossvirkjun í Fljótunum 45 sentimetrar. Hinn 19. mars 1995 mældist þar mesta snjódýpt sem mælst hefur hér á landi eða 279 sentimetrar. Meðalsnjódýpt við Skeiðsfossvirkjun í þeim mánuði var 247 sentimetrar og er það mesta meðalsnjódýpt sem vitað er um á veðurstöð hér á landi, að því er fram kemur í grein Trausta Jónssonar veðurfræðings um snjódýpt á Ís- landi. Greinin er á heimasíðu Veð- urstofunnar. Trausti rifjar það upp að veturinn 1994-95 var mjög snjóþungur um stóran hluta landsins. Fram að því hafði mesta snjódýpt mælst á Horn- bjargsvita hinn 20. janúar 1974 og var hún 218 sentimetrar. Tvö eft- irminnileg hríðarveður gerði vet- urinn 1995, það fyrra var 15.-19. jan- úar og er kennt við snjóflóðið í Súðavík. Það seinna var 16.-17. mars. Auk fyrrgreinds mets við Skeiðsfossvirkjun mældist snjódýpt 220 sm í Kálfsárkoti í Ólafsfirði hinn 21. mars og 230 sm snjódýpt mældist í Hvannstóð í Borgarfirði eystra hinn 18. mars 1995. Snjóflóðahætta er víða til fjalla en ógnar ekki byggð Gervitunglamynd/Modis Alhvítt Landið var sannarlega fagurt og frítt hinn 1. febrúar sl. þegar auga gervitungls Modis leit það úr lofti. Óvenju mikill snjór hefur verið á Suðurlandi Í HNOTSKURN »Mesta snjódýpt hér á landimældist við Skeiðsfoss- virkjun í Fljótum 19. mars 1995 og var snjórinn 279 sm djúpur. Þá féll Hornbjargsvitametið frá 1974 sem var 218 sentimetrar. » Í janúar 1937 var skrifað umþað í dagblöðum að í Reykja- vík hefði verið 50-60 sm jafnfall- inn snjór. „ÞETTA leggst mjög vel í mig, er spennandi starf og mikil áskor- un,“ segir Kristín Linda Árnadótt- ir, sem skipuð hefur verið for- stjóri Umhverf- isstofnunar til næstu fimm ára. Hún var ein 23 umsækjenda um starfið og tekur við af Ellý Katrínu Guðmunds- dóttur 18. þessa mánaðar. Spurð hvort breytinga sé von segir Kristín að aukin áhersla verði lögð á að gera verksvið stofnunarinnar sýni- legra. „Stofnunin sinnir mjög fjöl- breyttum málaflokkum sem segja má að snerti alla landsmenn. Við viljum efla stofnunina. Hún er og á að vera leiðandi í umhverfisumræð- unni.“ Erfitt en gefandi starf Þrír forstjórar hafa setið á for- stjórastóli Umhverfisstofnunar á einu ári en síðla árs 2006 kom út skýrsla Ríkisendurskoðunar þar sem fram kom að helstu markmið með stofnun hennar hefðu ekki náðst. Spurð hvernig hún hyggist taka á málum í kjölfar þessara miklu sviptinga svarar Kristín: „Ég hef ansi góða þekkingu á starfi stofnunarinnar, hef verið hér í dá- góðan tíma og veit hvað ég er að fara út í. Auðvitað verður þetta erf- itt starf en einnig mjög gefandi.“ Kristín bindur vonir við að breyt- ingar sem gerðar voru á skipuriti stofnunarinnar um áramótin styrki stöðu hennar. „En allar breytingar taka líka á og við þurfum að þjappa okkur vel saman,“ segir hún. Kristín Linda lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1998, meistaranámi í umhverf- isfræðum frá Háskólanum í Lundi árið 2002 og meistaragráðu í Evr- ópurétti við lagadeild sama skóla 2003. Hún hefur starfað sem lög- fræðingur hjá Umhverfisstofnun frá september sl. og gegnir nú starfi sviðsstjóra lögfræði- og stjórnsýslusviðs stofnunarinnar og er staðgengill forstjóra. Áður starf- aði hún sem lögfræðingur í um- hverfisráðuneytinu. Verði leiðandi í umræðunni Kristín Linda Árnadóttir Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is „ÞAÐ er engin spurning að þetta er sá hópur sem við þurfum að setja á oddinn í komandi kjaraviðræðum,“ segir Sigurrós Kristinsdóttir, vara- formaður Eflingar, en hún átti nýver- ið fund með trúnaðarmönnum er starfa hjá ríki og hjúkrunarheimilum. „Þessi störf skipta okkur öll máli og eiga að gera það. Þau snerta okkur öll,“ segir Sigurrós. Næsta skref er að kjósa í samninganefnd og undirbúa kröfugerð fyrir komandi kjarasamn- inga við ríkið en þeir eru lausir í lok mars nk. Um 2.000 starfsmenn Efl- ingar tilheyra þessum hópi og starfa á hjúkrunarheimilum og Landspítala. Símenntunar þörf Sigurrós segir tvennt hafa verið áberandi á fundi með trúnaðarmönn- unum. Annars vegar nauðsyn þess að hækka launin og það verulega, og hins vegar að vinna að því að auka virðingu fyrir þessum störfum þannig að eðlilegt ástand myndist á stofnun- unum. Verður það m.a. gert með auk- inni símenntun, að sögn Sigurrósar. Nú þegar eru á annað hundrað manns annað hvort í námi eða útskrifaðir sem félagsliðar. Þá kom fram á fund- inum að bjóða þyrfti upp á styttri námsbrautir fyrir þá sem starfa við ræstingar og í eldhúsi. Einnig segir Sigurrós mikilvægt að huga að út- lendingum og bjóða íslenskukennslu á vinnutíma. „Við verðum að skapa þau skilyrði að fólk haldist í þessum störfum,“ segir Sigurrós. „Það skiptir okkur öll máli að það sé stöðugleiki inni á hjúkrunarheimilum, spítölum og í skólum.“ Hún segir marga vilja vinna störf- in, hins vegar setji fólk lág laun fyrir sig. „Fólk verður að geta lifað mann- sæmandi lífi í þessu starfi, án þess að þurfa að leggja nótt við dag.“ Um langan tíma hefur verið mikið álag á mörgum hjúkrunarheimilum þar sem erfitt hefur verið að manna störfin. Ekki er hægt að nota sömu aðferðir og inni á leikskólum að loka deildum, skerða þjónustu og senda fólk heim þannig að ástandið er mun erfiðara og meira álag á þeim sem vinna þessi störf. Vilja launahækkun og aukna virðingu Árvakur/Kristinn Mikilvæg „Þessi störf skipta okkur öll máli og eiga að gera það,“ segir Sig- urrós Kristinsdóttir, varaformaður Eflingar, um umönnunarstörf. HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hefur dæmt 31 árs karlmann í 2 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að slá annan mann tvisvar í andlitið og bíta hann í vinstra lærið. Þetta gerðist í apríl 2006 í gleðskap í Vestmanneyj- um. Árásarmaðurinn, sem þrisvar áð- ur hefur verið dæmdur fyrir líkams- árásir, þarf að greiða manninum 182 þúsund krónur í bætur. Við ákvörðun refsingar var tekið tillit til þess að út- gáfa ákæru dróst mánuðum saman. Beit mann í vinstra lærið ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 09 96 0 2 /0 8 TILBOÐ 7.–15. FEBRÚAR + Nánari upplýsingar og bókanir á www.icelandair.is eða í síma 50 50 100 * Innifalið í verði: Flug, flugvallarskattar og gjöld. Ferðatímabil: 21. apríl–31. desember. H AL IF AX Ve rð frá 19 .12 0 kr .*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.