Morgunblaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2008 13
ERLENT
Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hf.,
kt. 701086-1399, hefur birt Lýsingu vegna víxlaflokks
sem tekinn hefur verið til viðskipta hjá OMX Nordic
Exchange Iceland hf. (hér eftir OMX ICE) og gert
aðgengilega almenningi frá og með 7.2.2008.
Eftirfarandi víxlaflokkur hefur verið gefinn út:
Víxlaflokkur að fjárhæð kr. 5.000.000.000 var
gefinn út þann 1.12.2007 og tekinn til viðskipta
hjá OMX ICE þann 7.2.2008. Nafnsverðeiningar
5.000.000 ISK. Auðkenni flokksins í OMX ICE
er STRB 08 1201. Víxlarnir eru vaxtalaus
eingreiðslubréf sem skulu endurgreiðast
þann 1.12.2008.
Umsjónaraðili skráningarinnar í OMX ICE
er Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hf.
Lýsingu er hægt að nálgast á vefsetri OMX ICE:
www.omxgroup.com/nordicexchange. Einnig má
nálgast Lýsingu á skrifstofu Straums - Burðaráss
að Borgartúni 25 eða á vefsetri Bankans:
www.straumur.com.
Reykjavík, 7.2.2008.
AÐ minnsta kosti 52 biðu bana og hundruð slösuðust af völdum tuga ský-
stróka í fjórum suðurríkjum Bandaríkjanna í gær og fyrradag. Margar
byggingar hrundu í óveðrinu, að sögn bandarískra fjölmiðla. Tuttugu og
átta fórust í Tennessee, þrettán í Arkansas, sjö í Kentucky og fjórir í Ala-
bama. Björgunarmenn eru hér að störfum við heimavist háskóla í Jackson,
en hún varð fyrir miklum skemmdum í óveðrinu.
AP
Tugir manna létu lífið
af völdum skýstróka
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
LÍKLEGT þykir að Silvio Berlus-
coni komist aftur til valda á Ítalíu í
þingkosningum, sem fram fara 13.-
14. apríl, eftir að hann kom í veg fyr-
ir að mynduð yrði bráðabirgðastjórn
til að hægt yrði að breyta kosninga-
löggjöfinni áður en nýtt þing yrði
kosið.
Giorgio Napolitano, forseti Ítalíu,
rauf þingið í gær og boðaði til kosn-
inga með semingi eftir að hafa beitt
sér fyrir bráðabirgðastjórn og breyt-
ingum á kosningalöggjöfinni sem er
talin hafa ýtt undir pólitískan óstöð-
ugleika í landinu. Samkvæmt kosn-
ingalögunum þurfa flokkarnir mjög
lítið fylgi til að fá sæti á þinginu og í
síðustu kosningum skiptust þingsæt-
in á milli 39 flokka. Þetta hefur orðið
til þess að mjög erfitt er að mynda
trausta ríkisstjórn.
Prodi hættur
Ríkisstjórn mið- og vinstriflokka
undir forystu Romanos Prodis féll
þegar lítill miðflokkur sagði skilið við
hana aðeins 20 mánuðum eftir að
hún var mynduð. Stjórn Prodis var
61. ríkisstjórn Ítalíu frá síðari heims-
styrjöldinni.
Prodi staðfesti í gær að hann
hygðist hætta í stjórnmálunum og
víkja fyrir yngri manni, Walter Vel-
troni, 52 ára borgarstjóra Rómar og
leiðtoga Lýðræðisflokksins, nýs
flokks sem varð til við samruna
tveggja stærstu mið- og vinstri-
hreyfinganna.
Prodi, sem er 68 ára, kvaðst hafa
ákveðið að draga sig í hlé vegna þess
að þörf væri á „kynslóðaskiptum“ í
ítölskum stjórnmálum. „Einhver
varð að sýna gott fordæmi,“ sagði
Prodi og orð hans voru augljóslega
sneið til Berlusconi sem er 71 árs.
Skoðanakannanir benda til þess
að flokkur Berlusconis, Forza Italia,
og bandamenn hans séu með 10-16%
forskot á vinstri- og miðflokkana.
Veltroni kveðst vilja að flokkur
sinn bjóði fram einn án stuðnings
annarra mið- og vinstriflokka.
Nokkrir stjórnmálaskýrendur segja
að þetta geti aukið fylgi Lýðræðis-
flokksins en auki líkurnar á að því að
hægriflokkarnir fari með sigur af
hólmi.
Líkur á að Silvio
Berlusconi
komist til valda
Boðað til þingkosninga á Ítalíu í apríl
Bagdad. AFP. | Liðsmenn hryðju-
verkasamtakanna al-Qaeda í Írak
eru farnir að þjálfa börn, kenna þeim
að beita byssum og ræna fólki, að
sögn talsmanna bandaríska hersins
og öryggissveita Íraks.
Talsmaður bandaríska hersins í
Írak sagði að fimm myndbönd, þar
sem liðsmenn al-Qaeda sæjust þjálfa
börn, hefðu fundist í húsi meintra al-
Qaeda-manna í bæ nálægt Bagdad 4.
desember. Á myndskeiðum, sem yf-
irvöld birtu, sáust piltar, sumir að-
eins níu ára, æfa sig í að beita
skammbyssum, vélbyssum og fleiri
vopnum. Piltarnir voru með grímur
fyrir andlitinu og í búningum evr-
ópskra fótboltaliða.
Segja al-Qaeda
þjálfa ung börn
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
SÁ GAMLI draumur að stytta
ferðatímann á milli Sydney og
Lundúna verulega kann að rætast í
ekki svo fjarlægri framtíð, eftir að
breskt fyrirtæki skýrði frá því að
það hefði hannað umhverfisvæna of-
urþotu, A2, sem ætlað er að þjóti
milli heimsborganna á fimmföldum
hljóðhraða.
Fyrirtækið sem um ræðir, Reac-
tion Engines, hefur fengið styrk frá
Evrópsku geimferðastofnuninni,
ESA, til að þróa verkefnið, en þotan
mun taka allt að 300 farþega og
hafa allt að 20.000 km flugdrægi.
Vélin yrði um tvöfalt lengri en
núverandi farþegaflugvélar og
myndi fljúga undir hljóðhraða að
Norður-Atlantshafinu en síðan
klifra upp í háloftin og skjótast yfir
norðurpólinn og Kyrrahafið á leið
sinni suður til Ástralíu.
Verði vélin að veruleika verður
um byltingu að ræða í samgöngum,
en nú þarf fyrst að fljúga í um 12
klukkustundir austur á bóginn og
síðan í um 10 stundir frá flugvelli í
Asíu áður en lent er í Ástralíu, að
viðbættum biðtíma á flugvöllum.
Annað byltingarkennt atriði við
vélina varðar orkugjafann, fljótandi
vetni, sem framleiðendur segja
margfalt orkuríkara en samsvar-
andi magn af jarðefnaeldsneyti.
Áhersla ESB gæti flýtt fyrir
Reiknað er með að tilraunaflug
hefjist innan aldarfjórðungs og með
hliðsjón af áherslu Evrópusam-
bandsins á að draga úr losun gróð-
urhúsalofttegunda frá flugi er ekki
útilokað að tilraunir hefjist fyrr.
Fimm tíma á milli
Sydney og Lundúna
Í HNOTSKURN
»Reaction Engines segjasthafa leyst vandamálið sem
felst í hitanum sem leiðir af hin-
um geysilega hraða.
»A2 yrði 143 metra löng ogum tvöfalt stærri en núver-
andi „júmbó“-farþegaþotur.
»Fargjaldið yrði svipað og áviðskiptafarrými í dag.
Byltingarkennd Svona sjá hönnuðir fyrir sér að ofurþotan A2 muni líta út.
FORMAÐUR
sendinefndar Al-
þjóðaráðs Rauða
krossins í Tsjad
sagði í gær að
minnst 160
manns hefðu
beðið bana og
þúsund særst í
átökum sem
geisuðu í höf-
uðborg landsins, N’Djamena, um
helgina. Franski varnarmálaráð-
herrann Herve Morin, sem var í
N’Djamena, sagði að mörg börn
hefðu barist með uppreisn-
armönnum sem réðust inn í borg-
ina á laugardag.
Idriss Deby Itno, forseti Tsjad,
lýsti í gær yfir sigri á uppreisn-
arliðinu og sagði að stjórnarherinn
hefði náð öllu landinu á sitt vald.
Minnst 160
féllu í Tsjad
Idriss Deby Itno
STARFSEMI rafveitna og almenn-
ingssamgöngur komust í eðlilegt
horf í Kína í gær, daginn áður en
kínverska nýárið gekk í garð, eftir
að hafa raskast vegna mestu vetr-
arharðinda í landinu í hálfa öld.
AP
Ár rottunnar Dansarar í ljónabún-
ingum á nýárshátíð í Peking.
Nýtt ár í Kína
STUTT
ÞING Tyrklands hóf í gær umræðu
um hvort heimila ætti konum að
vera með íslamska höfuðklúta eða
slæður í háskólum landsins.
Stjórnarflokkur Tyrklands lagði
til að bann við höfuðklútunum, sem
sett var eftir valdarán hersins 1980,
yrði afnumið þar sem það sam-
ræmdist ekki trúfrelsi og réttinum
til menntunar. Hart var deilt á
þinginu um tillöguna.
Slæður leyfðar?