Morgunblaðið - 07.02.2008, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2008 17
LANDIÐ
Ártúnsbrekka | Framkvæmdir
standa nú yfir við byggingu nýrrar
þjónustustöðvar N1 í Ártúns-
brekku, Bíldshöfðamegin. Á svip-
uðum slóðum hefur í gegnum árin
verið mótað merki Reykjavík-
urborgar í blómum, en að sögn Ing-
unnar Sveinsdóttur, fram-
kvæmdastjóra neytendasviðs hjá
N1, eru litlar líkur á að hróflað verði
við merkinu, enda er það töluvert
neðar en nú er verið að grafa, og
gengið verður frá öllu til fyrra
horfs. Stöðin sem fyrir er verður rif-
in og sú nýja verður samkvæmt
nýju útliti stöðva N1, svipuð þeirri
sem risin er við Hringbraut.
Bráðbirgðastöð verður opin allan
tímann meðan á framkvæmdum
stendur.
Metansala hefur verið á vegum
N1 í gámum Bíldshöfðamegin. Á
lóðinni verður einnig byggð aðstaða
til að selja metan með nýjustu tækni
sem því tilheyrir. „Metanið verður
með þessu töluvert aðgengilegra en
það hefur verið,“ segir Ingunn.
Samkvæmt áætlun á nýja þjón-
ustustöðin að vera tilbúin seinnipart
sumars. Þarna verður einnig þjón-
ustuverkstæði fyrir dekk og smurn-
ingu og dekkjahótel eins og á öðrum
þjónustuverkstæðum N1. „Við erum
að gera þarna nútímastöð, öflugri og
stærri en þá sem fyrir er,“ segir Ing-
unn.
Ný stöð í Ártúnsbrekku
Árvakur/Ómar
Víkur Áætlað er að opna nýja þjónustustöð N1 í sumar í stað þessarar sem fyrir er í Ártúnsbrekku.
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Árvakur/Helgi Bjarnason
Kúabændur Framleiðslan komst á flug hjá Sigurði Hanssyni og Báru Sig-
urðardóttur og vinnan varð léttari þegar þau fengu sér mjaltaþjón í fjósið.
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Fellsströnd | Bændurnir á afurða-
hæsta kúabúi landsins telja að stöðug
vinna við ræktun og fóðuröflun sé
lykillinn að árangrinum ásamt
mjaltatækninni en mjaltaþjónn ann-
ast verkið á þeirra búi.
Lyngbrekkubúið á Fellsströnd í
Dalabyggð varð afurðahæsta kúabú
landsins á síðasta ári, samkvæmt nið-
urstöðum skýrsluhalds í nautgripa-
rækt. Hver kýr á búinu skilaði að
meðaltali 7.881 kg mjólkur.
Hjónin Sigurður Björgvin Hans-
son og Bára Sigurðardóttir byggðu
nýbýlið Lyngbrekku út úr Orrahóli
1975 og hafa búið þar síðan, síðustu
tvö árin í félagi við Kristján son sinn.
Þau byggðu íbúðarhús 1975 og útihús
á árunum 1979 til 1981. Sigurður seg-
ir að þau séu búin að breyta þessum
byggingum mikið og stækka. Þannig
byggðu þau mjaltabás á árinu 2003
og breyttu yfir í lausagöngu. Mjalta-
básinn var þó ekki í notkun nema
stuttan tíma því þau keyptu sér
mjaltaþjón sem hefur annast mjalt-
irnar síðan. „Við vildum létta vinnuna
og langaði ekki að standa við mjaltir
marga klukkutíma á dag,“ segir
Bára.
Fóðuröflunin er undirstaðan
Nokkurt rót varð á framleiðslunni
fyrst eftir að mjaltaþjónninn var tek-
inn í notkun en síðan hefur leiðin leg-
ið upp á við. Meðalafurðir á hverja kú
hafa aukist um leið og kúnum hefur
verið fjölgað og keyptur aukinn
mjólkurkvóti. Á síðasta ári stóðu um
59 svokallaðar árskýr undir fram-
leiðslunni. Kýrnar geta gengið frjálst
um fjósið, hafa alltaf aðgang að fóðri
og eru mjólkaðar þrisvar til fjórum
sinnum á sólarhring og fá um leið
kjarnfóður í mjaltabásnum, og
heimaræktað korn að auki. Bára tek-
ur fram að kjarnfóðurgjöf hafi ekki
verið aukin.
Fóðuröflunin er þó undirstaðan í
árangri í mjólkurframleiðslunni.
Kristján sonur þeirra sér mikið til um
ræktunarstörfin og hefur komið sér
upp tækjabúnaði til þess. Túnin eru
endurræktuð reglulega og mikið
ræktað af grænfóðri auk korns.
Sigurður og Bára hafa frá upphafi
stundað nautgripa- og sauðfjárrækt.
Lengi vel framleiddu þau innan við 50
þúsund lítra á ári en nú eru þau kom-
in með framleiðslurétt fyrir 460 þús-
und lítrum á ári. Að auki eru þau með
560 kindur. „Það liggur mikið fé í
kvóta bænda og ég er ekki viss um að
allir yrðu glaðir við að missa hann,“
segir Sigurður, spurður um um-
ræðuna um að fella niður kvótakerfið.
Hann bætir við: „Það er í sjálfu sér
ekkert að því en hvernig ætti þá að
stýra framleiðslunni? Áður voru
menn að framleiða og framleiða en
ekkert seldist. Nú er góð sala í mjólk-
urafurðum og vaxandi.“ Bára
hnykkti á þessu með því að segja að
best væri að halda núverandi kerfi og
reyna að auka útflutning á mjólkur-
vörum.
Fleiri ógnanir eru við rekstur kúa-
búa um þessar mundir. Kjarnfóðrið
hefur hækkað mikið og fjármagns-
kostnaður og nú hafa fréttir borist af
tugprósenta hækkun á áburði. Sig-
urður bætir því við að allir kostnaðar-
liðir í rekstrinum hafi hækkað veru-
lega. „Mjólkin hefur ekki hækkað
neitt sem heitið getur. Það segir sig
sjálft að við verðum að fá hækkanir á
afurðirnar til að mæta þessum kostn-
aðarhækkunum,“ segir hann.
Þau hjónin telja að komi ekki til
hækkana á afurðaverði hljóti ein-
hverjir bændur gefast upp.
Vilja flytja inn
Innflutningur á nýju kúakyni hef-
ur í mörg ár verið hitamál í bænda-
stétt og náð langt út fyrir raðir
bænda. Þótt kýrnar á Lyngbrekku
skili miklum afurðum vilja bændurn-
ir þar skoða innflutning með opnum
huga. Sigurður bendir á að kúabænd-
ur í nágrannalöndunum séu komnir
miklu lengra í kynbótum en Íslend-
ingar enda geri smæð íslenska kúa-
stofnsins það að verkum að kynbætur
séu seinlegar. Þau telja innflutning
ekki sérstaka vá fyrir íslenska kynið
ef hann færi fram með kynbótum.
„Þá gætu þeir tekið þetta sem vildu
og uppbygging nýs stofns tæki lang-
an tíma,“ segir Sigurður og telur
rangt að tala um að skipta um kúakyn
ef þessar aðferðir yrðu notaðar.
Bændurnir á Lyngbrekku líta
fyrst og fremst til þess að fá háfætt-
ari kýr með betri júgurgerð. „Það er
ekki nóg að auka framleiðslugetu
kúnna ef ekki er hægt að ná úr þeim
mjólkinni,“ segir Sigurður og bendir
á að íslensku kýrnar séu fastmjólka
og því seinlegt að mjólka þær. „Það
má ekki stöðva framþróunina. Þeir
sem vilja hafa íslensku kúna munu
hafa val um það,“ segir Sigurður.
Afurðir verða að hækka
vegna aukins kostnaðar
Í HNOTSKURN
»Miklar breytingar hafa orðiðí búskap á Fellsströnd, eins
og víðar. Þar er nú búskapur á
fimm jörðum í stað tuttugu fyrir
ekki svo mörgum árum.
»Lyngbrekkubúið á tvær jarð-ir og leigir þá þriðju. Bænd-
urnir heyja á þremur jörðum til
viðbótar og nýta því sex jarðir
við búskapinn.
Kýrnar á Lyng-
brekku í Dölum
mjólka mest
MEÐALNYT kúa hér á landi hefur
aukist mikið á undanförnum árum.
Meðalnytin var 5480 kg mjólkur á
síðasta ári sem er tæpum 100 kg
meira en árið áður og 1250 kg
meira en fyrir tíu árum.
Niðurstöður skýrsluhalds í naut-
griparækt fyrir árið 2007 sýna að
kúabúum fækkar en kúm fjölgar
þannig að þau bú sem eftir eru
stækka. Að meðaltali eru 36,4 árs-
kýr á þeim búum sem taka þátt í
skýrsluhaldinu en voru 24 fyrir tíu
árum. Hvert bú framleiddi á síð-
asta ári 199.388 kg mjólkur að
meðaltali, nærri tvöfalt meira en
fyrir tíu árum þegar meðalfram-
leiðslan var rúmlega 101 þúsund
kg.
Metin frá 2006 standa
Lyngbrekkubúið í Dalabyggð
var afurðahæsta kúabúið á nýliðnu
ári, með 7881 kg mjólkur að með-
altali. Er það örlítið minna en af-
urðahæsta búið á árinu áður. Því
voru engin met slegin á því sviði.
Daníel Magnússon á Akbraut í
Holtum var ekki langt á eftir en
kýrnar hans mjólkuðu að meðaltali
7731 kg. Afurðahæsta búið frá
árinu áður var nú í tíunda sæti með
7011 kg mjólkur. Alls voru ellefu
bú með yfir 7000 kg í meðalaf-
urðir.
Kýrin Obba 327 á Brakanda í
Hörgárdal var afurðahæsta kýrin,
samkvæmt skýrsluhaldi síðasta
árs. Hún mjólkaði 12206 kg. Af-
urðahæstu kýrnar hafa stundum
mjólkað betur. Þannig fóru tvær
kýr yfir 13 þúsund kg á árinu 2006.
Afurðahæsta kúabúið 2007,
Lyngbrekkubúið í Dölum, átti
fimm kýr sem mjólkuðu að með-
altali yfir 10 þúsund lítra og að
auki fimm kýr sem mjólkuðu meira
en níu þúsund lítra og fimmtán
sem mjólkuðu meira en átta þús-
und lítra yfir árið.
Meðalframleiðsla
tvöfaldast á áratug
!
"
#
$
%
&
'#
$&%
#&
! !
%
$
&
'$"
'#$
!"#$#
%&
' ( "#
)
'
(*
%"
+,%&
!"#$#
()*+,-)./0.''$
10.. /)*). .'''./. /)
-#.
,
!
"
#
$
%
&
'
()*+,-)./
.''$
.*.'.2/0.*. .. .$'''./. /).2.+3
("
%
/%"
("
% %) '%
/
-
)
#&
00
#.
!
1
( "#
2
!
$
2
!"%
3.
!
#
%&
' ( "#
#
# 4
(,
5. "
. + 6
- $
0
7
#
6
-
($ "
5
3$
8
3.
$%%
$$
$"#$
$!!%
$##
$!
$'"
$'##
$'%
$'
$''
9: <= >; <: @= ;< AB @; <> A@ <? &
%) C ,
-#.
)
Reykjavík | Á fundi skipulagsráðs
sem haldinn var í gær var sam-
þykkt tillaga skipulags- og bygging-
arsviðs um að skipa vinnuhópa og
stofna miðborgarteymi Reykjavík-
urborgar vegna endurskoðunar á
deiliskipulagi Laugavegarreita.
Verkefninu var vísað til frekari
meðferðar skipulagsstjóra. Óskar
Bergsson, áheyrnarfulltrúi Fram-
sóknarflokksins, lét bóka að skipun
nýs stýrihóps um endurskoðun
Laugavegar væri „… staðfesting á
ráðaleysi Sjálfstæðisflokksins og
lista Frjálslyndra og óháðra í skipu-
lagsmálum miðborgarinnar. Upp-
kaupin á Laugavegi 4 og 6 eru
greinilega fordæmisgefandi og þess
vegna er hlaupið til og skipaður enn
einn stýrihópur til þess að ýta vand-
anum á undan sér í stað þess að
leysa hann“, segir m.a. í bókuninni.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins,
Hanna Birna Kristjánsdóttir og
Gísli Marteinn Baldursson, og
fulltrúi Frjálslyndra og óháðra, Ólöf
Guðný Valdimarsdóttir, bókuðu að í
bókun Óskars Bergssonar gætti því
miður bæði rangfærslna og mis-
skilnings. „Í fyrsta lagi gengur
þessi tillaga ekki út á skipan stýri-
hóps, heldur miðborgarteymis
Reykjavíkurborgar og vinnuhóps
þeim til ráðgjafar. Með því er
tryggt að verkefnið verði unnið
hratt og örugglega, enda munu til-
lögur verða kynntar í apríl/maí. Að
auki er umrædd tillaga um endur-
skoðun deiliskipulags við Laugaveg-
inn í samræmi við bókun borgar-
ráðs frá 24. janúar …“ segir m.a. í
bókun sjálfstæðismanna. „Skipu-
lagsráð er með þessari tillögu í
engu að víkja sér undan þessu
vandasama verkefni, öðru nær er
skipulagsráð einhuga í því að sú
endurskoðun sem nú verður farið í
geti tryggt aukna sátt, aukin gæði
og verðmæti við og fyrir þessa mik-
ilvægu verslunargötu Reykvíkinga,“
segir jafnframt í bókun sjálfstæð-
ismanna.
Miðborgarteymi
um Laugaveg