Morgunblaðið - 07.02.2008, Síða 34

Morgunblaðið - 07.02.2008, Síða 34
34 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Stefán JóhannEggertsson fæddist á Miðjanesi í Barðastrand- arsýslu 6. október 1932. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 29. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Eggert Stef- ánsson frá Kleifum í Gilsfirði, f. 25. nóv- ember 1900, d. 17. janúar 1964 og Mar- grét Ólafsdóttir frá Skriðnesenni í Bitru, f. 22. ágúst 1905, d. 1. september 1994. Systk- ini Stefáns eru Anna Eggerts- dóttir, f. 25. febrúar 1930, d. 17. apríl 2006, Guðrún Eggertsdóttir Kaaber, f. 19. mars 1937, Sigvaldi Þór Eggertsson, f. 19. júlí 1941, og Ragna Valgerður Eggertsdóttir, f. 17. desember 1947. Sonur Stefáns og Sigríðar Ingi- bjargar Guðmundsdóttur frá Kleifum í Seyðisfirði, f. 20. desem- ber 1945, er Eggert Stefán Stef- ánsson, f. 3. ágúst 1972. Sonur Eggerts og Ínu Bjargar Guðmunds- dóttur, f. 19 janúar 1967, er Arnór Darri Eggertsson, f. 11. júlí 1999. Stefán fór ungur að taka þátt í bú- störfum í foreldra- húsum á Brunngili í Bitru. 1945 flytur fjölskyldan að Úti- bleikstöðum í Mið- firði en þar við sjóinn undi hann hag sínum vel. 1953 flytur fjöl- skyldan að Steðja í Borgarfirði þar sem Stefán bjó um fimmtíu ára skeið. Þar stundaði hann hrossa- rækt og tamningar með hefð- bundnum búskap. Seinni árin starfaði Stefán við smíðar og í gróðurhúsarækt. Stefán tók virk- an þátt í störfum Ungmenna- félagsins og starfaði mikið innan vébanda Björgunarsveitarinnar Oks. Útför Stefáns fer fram frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Í dag kveðjum við Stefán frænda okkar. Hann kvaddi þennan heim að- faranótt þriðjudags, þess 29. janúar síðastliðinn. Það er margs að minn- ast á þessum krossgötum það fyrsta sem kemur upp í hugann er söngur. En Stefán var söngmaður mikill og hrókur alls fagnaðar og skipti þá ekki máli hvað var sungið því hann virtist kunna allt. Ekki er hægt að hugsa um Stefán nema að sjá hesta allt í kringum hann, en hestar og hrossarækt áttu hug hans allan og einbeitti hann sér að ræktun grárra hrossa. Einhvern veginn hljómar í huga mér „...átta gráa gæðinga“ á þessari stundu. Við systkinin bjuggum lengi hjá Stefáni á Steðja og lærðum við margt af honum eins og að umgang- ast hross og bera virðingu fyrir skepnum. Alla tíð vorum við systk- inin velkomin til hans hvort heldur var á degi eða nóttu. Í huganum eru margar góðar minningar, jól á Steðja, Þorrablót og hin árlega sum- arskemmtun „Söngur og hestar“ sem haldin var á Steðja þar til Stefán flutti í bæinn. Þannig minnumst við hans: söngurinn, brekkan, bálið og Steðjinn. Við kveðjum þig með söknuði og biðjum guð að geyma þig. Jóhann, Eggert, Kristmundur og Margrét. Stefán frændi, kvaddi okkur fyrir nokkrum dögum. Það er óneitanlega skrýtin tilhugsun að geta ekki lengur litið við í kaffi og rökrætt um lélegar leikmyndir, hesta og önnur mál sem voru þess virði að rífast örlítið yfir. Í seinni tíð vorum við þó einfaldlega orðin sammála um að vera ósammála um vissa hluti. Svo hlógum við. Við systkinin vorum öll hvert á sinn hátt, náin Stefáni frænda. Hann var hjá okkur á jólunum, öll vorum við í sveitinni hjá ömmu og honum og hann fylgdist alltaf vel með því sem að við tókum okkur fyrir hendur. Sveitaferðirnar upp að Steðja voru stór hluti af tilveru okkar systk- inanna. Ótalmargar minningar af fjölskyldunni að keyra Hvalfjörðinn þar sem við sitjum í aftursætinu, mænum á grjótið uppi í hlíðunum og pössum upp á að tilkynna á réttum stöðum að við séum alveg í spreng til þess að tryggja að stoppað verði í sem flestum sjoppum á leiðinni. Svo er keyrt upp „Dragann“ og að Steðja, þar sem að okkar bíður uppá- halds amma okkar allra og Stefán frændi. Honum þótti gaman að syngja og hefði eflaust eins og Valdi frændi sagði, lært söng ef hann hefði verið uppi á öðrum tíma. Þau voru notaleg og góð sumarkvöldin á Steðja þegar Stefán tyllti sér út á tröppur í blankalogni með bláa glasið, fleiri bættust í hópinn og svo var sungið og horft á Baulu í roðagylltri kvöldsól- inni. Og oft var svo mannmargt í sveitinni að sofið var á dýnum inn í eldhúsi, stofunni og úti í tjöldum. Ég og Lúlli bróðir smituðumst af hestabakteríunni og sóttum því mik- ið í sveitina til Stefáns og á tímabili var Lúlli hans hægri hönd í sveitinni, gekk í þau verk sem þurfti að vinna og hugsaði um hrossin. Sjálf eign- aðist ég minn fyrsta hest 12 ára göm- ul, þegar Stefán gaf mér folald i skiptum fyrir vinnu við heyskapinn. Honum þótti án efa afskaplega vænt um öll systkinabörnin sem sum hver bjuggu um tíma hjá honum og ömmu. En hann gat líka verið harður í horn að taka og reyndi að skipta sér hæfilega af uppeldinu á okkur og kenna okkur að vinna í sveitinni. Það er ekki hægt annað en að brosa þeg- ar við heyrum hann í huganum stilla útvarpið á gufuna fram í eldhúsi, ganga að litla herberginu, banka ákveðið á harðspjaldahurðina og segja hátt og skýrt „Góðan dag! Ertu nokkuð komin/nn með legu- sár?“ Þetta var pen ábending um að kominn væri tími til að fara á fætur og gefa skepnunum. Stefán kvaddi okkur heldur fljótt í síðustu viku. Það var eitt og annað sem mörg okkar langaði að spjalla betur um og það virðist svo óskap- lega stutt síðan við sátum hlið við hlið og opnuðum jólapakkana á Borgarholtsbrautinni. En frænda okkar hefur legið á að setjast aftur í hnakkinn og þeysa af stað því það var eitt það síðasta sem hann sagði við mig, hversu mikið hann væri far- ið að langa aftur á bak. Án efa hefur Hnokki gamli beðið hans við hliðið. Við kveðjum móðurbróður okkar með sömu orðum og hann kvaddi Eggert bróður með, fyrir svo stuttu síðan. Stefán minn við sjáum þig svo seinna. Við ætlum bara rétt að vona það. Guð geymi þig, elsku frændi. Eggert, Lúðvík og Margrét Kaaber. Stefán Eggertsson, oftast kennd- ur við Steðja í Flókadal er farinn yfir móðuna miklu. Hans er saknað af syni, sonarsyni, frændum og vinum. Um skaphöfn Stefáns ætla ég að- eins að segja þá skoðun mína að hann var góður og tryggur vinum sínum en harður andstæðingur. Hann gat bæði verið ranglátur og réttlátur frá mínum sjónarhóli. Það er mannlegt. Stefán bjó á Steðja af hagsýni og lítillæti, flest árin með móður sinni Margréti Ólafsdóttur, sem var heimsins besta kona. Stefán var hestamaður, hagyrð- ingur, söngmaður og félagsmála- maður þegar hann vildi, svo sem leiklist í Logalandi og björgunar- sveit í Borgarfirði. Samt þótti honum ekki vont að vera einn. Helstu félagar í búi eftir lát móður voru hestarnir, kýr, hrafnar, tófur og kindurnar. Oftast vann hann við smíðar með búskapnum. Enginn var glaðlegri, flottari og kátari þegar átti að skemmta sér. Allt var gleðigjafi: söngur, hestar, vín og víf. Stefán söng vel, var tónvís með sinni háu tenórröddu og hafði langað alla tíð í söngnám. Stefán var alinn upp á hestbaki, enda af Kleifakyni, sonur Eggerts Stefánssonar frá Kleifum. Afinn Stefán á Kleifum var sagður galdra- maður á hesti, sumir synir hans einnig. Stebbi fékk arfinn líka. Hann tamdi hvaða hest sem var, stygga, slæga og hrekkjótta, sem aðrir höfðu gefist upp á, og svo þessi ljúfu, hvítu hross út af henni Lýsu frá Útibleiks- stöðum sem þeir feðgar Eggert og Stefán komu með af Heggstaðanes- inu þegar þeir fluttu að Steðja. Hvítu hrossin Jóhannesar á Kleifum voru af sama stofni, því Toppa Jóhannesar var undan Lýsu, fengin frá Eggerti bróður. Stebbi minn, minningar um þig fjalla ekki síður um hesta. Þessi stóri óaðskildi þáttur sem sameinaði vin- áttu svo margra og enn er það svo. Þú leiddir mig í stóra sannleikann um vilja, gang og úthald hrossa. Saga frá því þegar þið feðgar riðuð frá Steðja um 8 að kvöldi og gistuð um 12 efst í Norðurárdal. Um 4 dag- inn eftir á Útibleiksstöðum eftir 8 tíma reið frá efri bæjum Norðurár- dals, ríðandi þróttmiklum reiðhest- um með sinnhvorn unghestinn í taumi, en varla komið á bak þeim. Minning um þig á Fölskva í flug- stungum óravegu í Hálsasveit og hesturinn þvílíkt góður á eftir. Við rekandi stóð á heiðina. Kjarkurinn í þér var óvenjulegur. Við skiptumst á hrossum, gáfum hvor öðrum, þú mér þó betri. Stund- um var hjá þér hópur hrossa frá mér og öfugt. Eftir jarðarsölu keyptirðu stóra hæð í Kópavogi, nálægt skyldmenn- unum. Fáir bændur geta státað af því að selja vel og eiga andvirðið. Þú bjóst ekki með banka eða kaupfélagi, þú áttir. Byggingar eru forgengilegar en ekki land. Nokkur ár í nánd við þína nánustu voru góð en ekki nógu mörg. Krabbinn, sá skelfilegi sjúkdómur felldi þig, Stebbi minn. Þín er sárt saknað af skyldmenn- um og vinum. Hvítu hrossin sakna umhyggjunn- ar þinnar, en merkinu er hátt haldið í Skagafirði og víðar. Kveðja, Guðmundur Hermannsson og Klara Njálsdóttir. Fallinn er frá kær vinur, Stefán Eggertsson bóndi frá Steðja. Eftir baráttu við illvígan sjúkdóm varð hann að lokum að láta undan og kveðja. Það gerði hann sáttur. Stefán var bóndi með kindur, hesta, hund og kött og sinnti þeim öll- um vel. Það var sérstaklega gaman að fylgjast með Stefáni þegar hann umgekkst skepnurnar sínar. Hann ræddi við þær og sýndi þeim mikla væntumþykju, enda voru þær gæfar eftir því. Nýtnin var í fyrirrúmi í hans búskap og átti hann þó nokkuð af traktorum og vélum sem aðrir nenntu ekki að nota en Stefán hélt gangandi með lagni og iðjusemi. Þegar búskapur dróst saman í Steðja og hægt var að sinna hestum og kindum utan hefðbundins vinnu- tíma sótti Stefán vinnu til okkar í Sólbyrgi. Þar var nóg að gera við garðyrkjustörfin og gott að hafa einn fullorðinn með unglingunum sem voru þar í sumarvinnu. Stefán náði vel til unglinganna, hann hafði gam- an af þeim, spaugaði og stríddi þeim góðlátlega öðru hverju og allir höfðu gaman af. Stefán var þægilegur og góður verkmaður, vandvirkur og áreiðanlegur. Það var aldrei neinn æsingur en þrautseigjan er ekki síðri kostur en asinn. Alltaf var hægt að leita til Stefáns þegar mikið lá við svo sem þegar uppskera þurfti á rúmhelgum degi. Ávallt var brugðist við með jákvæðum hætti og Stefán mættur stuttu seinna á Lödunni. Hestar voru aðaláhugamál Stef- áns og hann hafði sterkar skoðanir á hrossarækt eins og flestu öðru. Reyndar hafði hann oft á orði að það væri lítið um hrossaræktendur í dag og þeim mun meira um hrossafram- leiðendur en hann gerði skýran mun þar á. Stefáni fannst frekar afturför í hrossaræktinni en hitt og kunni ekki að meta stóra og þungbyggða hesta, vildi hafa þá smærri og liprari, enda duga slíkir hestar mun betur í smala- mennsku og önnur störf. Stefán náði langt í ræktun gæðinga, hestakyn hans lifir og mun halda minningu hans á lofti um einhverja framtíð. Stefán var hagmæltur með ágæt- um þó hann færi hljótt með þá hæfi- leika. Eins var hann góður söngmað- ur og hefði mátt gera meira af því að leyfa öðrum að njóta þessara hæfi- leika sinna. Honum fannst sjálfum ekki mikið til koma þó að hægt væri að setja saman vísu og syngja, það var sjálfsagt í hans huga að allir gætu slíkt. Þegar við fluttum úr sveitinni hafði Stefán á orði að best væri bara að flytja líka en hugur hans stóð til uppeldisstöðvanna. Ekki varð úr því en í staðinn flutti hann í Kópavoginn eins og við og keypti fallega íbúð á Álfhólsvegi með góðu útsýni og átt- um við margar góðar stundir þar. Alltaf var Stefán að dunda eitthvað, laga bílskúrinn til að koma gömlu dráttarvélunum fyrir og fleira. Á efri hæðinni eignaðist Stefán góðan ná- granna og hjálpuðust þeir að við að búa í haginn. Það var ekkert verið að slaka á þó að framtíðin væri ljós. Blessuð sé minning góðs vinar og samúðarkveðjur til Eggerts og ann- arra aðstandenda. Bernhard og Hugrún. Stefán Jóhann Eggertsson MINNINGAR Þegar ég frétti andlát vinar míns Ingimars Þórðarson- ar bifreiðarstjóra á Egilsstöðum, þá rann það upp fyrir mér að með honum er genginn einn af síðustu frum- kvöðlum í landflutningum með bif- reiðum á Íslandi og því miður ferst fyrir að skrá sögu þeirra. Fyrstu kynni mín af Ingimar Þórðarsyni voru þegar ég fékk að sitja honum á vinstri hönd í Fjall- kirkjunni ofan af Mývatnsöræfum til Reykjavíkur, síðla vetrar 1964. Ég var þá að koma frá Vopna- firði, en varð fyrir því óhappi að flutningabíllinn sem ég var á bil- aði. Ekki var mikil umferð um öræf- in á þessum tíma og varð ég því harla feginn þegar Fjallkirkjan birtist á veginum, en Ingimar var þá í sinni fyrstu ferð á þessum bíl, sem hann hafði byggt yfir um vet- urinn og átti síðan enda var hann ekki falur. Fjallkirkjan var Scania-bifreið, Ingimar Þórðarson ✝ Ingimar Þórð-arson fæddist á Úlfsstöðum í Valla- hreppi í Suður- Múlasýslu 25. apríl 1924. Hann lést 23. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Egilsstaða- kirkju 2. febrúar. sem Ingimar hafði fengið án yfirbygg- ingar haustið áður og var auðþekkt hvar sem hún fór, en yfir stýrishúsinu var svefnpláss fyrir öku- manninn, sem ekki var algengt þá, en Ingimar vissi vel af langri reynslu að oft ráða langferðamenn ekki sínum nætur- stað, þegar veður eru misjöfn á heiðum uppi. Nokkrar sögur spunnumst um þennan bíl sannar og lognar, og læt ég hér eina fylgja með. Einhverju sinni hafði Ingimar komið um nótt til Reykjavíkur og verið með farm sem þurfti að losa í vesturbænum að morgni, svo hann lagði bílnum á laust stæði ekki langt frá. Um morguninn hafði einhver samband við lögregluna og kvartaði yfir þessum stóra flutn- ingabíl sem lagt væri þarna við húsið. Lögreglan kom á staðinn og at- hugaði bílinn, en hann reyndist harðlæstur og ökumaður hvergi sjáanlegur. Þeir tóku því þá ákvörðun að bíða og sjá hvort sökudólgurinn kæmi ekki út úr einhverju húsi þar nærri. En mikil var undrun þeirra þeg- ar bifreiðin fór allt í einu í gang og ók sem leið lá úr stæðinu og áfram á götuna án þess að nokkur hefði farið inn í bílinn. Þeir flýttu sér á eftir honum, og um leið og hann stöðvaði á ákvörð- unarstað stukku þeir að bílnum og opnuðu dyrnar. Þá reyndist vera undir stýri þunnhærður miðaldra maður og varð brosmildur þegar þeir spurðu fyrst hvar hann hefði verið. Nú ég var auðvitað á efri hæð- inni, sagði ökumaðurinn og brosti enn breiðar. Eftir þessa ferð af öræfunum með Ingimar, þá héldum við góðu sambandi og fórum við m.a. saman í fyrstu utanlandsferð Ingimars, en það var til Svíþjóðar 1973 ásamt Jóni Þórðarsyni á Ísafirði. Ingimar var þá í hugleiðingum um að kaupa sér vagn til að auka flutningagetuna. Mér er minnisstætt þegar við fórum að aka um í Svíþjóð og mættum stórum flutningabifreið- um með tengivögnum, þá sagði Ingimar þessa fleygu setningu: „Þetta gætum við líka ef við hefð- um vegi.“ Enda fór það svo að um leið og vegirnir bötnuðu, þá fékk hann sér slík æki og fylgdist raun- ar vel með nýjungum í starfsgrein- inni, allt þar til hann seldi fyr- irtækið og setti sjálfan sig á eftirlaun. Ég þakka Ingimar Þórðarsyni samstarf og aðstoð í gegnum árin og veit að við mætumst áreiðan- lega einhvers staðar þar sem vegir eru breiðir og greiðir. Björn Ólafsson. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birt- ist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.