Morgunblaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING ARGENTÍSKI hljómsveitarstjórinn og píanistinn Daniel Barenboim hlýtur dönsku Léonie Sonning- tónlistarverð- launin á næsta ári, samhliða flutningi sínum á tveimur píanó- konsertum eftir Beethoven með Konunglegu dönsku sinfón- íuhljómsveitinni. Barenboim fær 600.000 danskar krónur að launum, tæpar 7,8 millj- ónir íslenskra króna. Dómnefnd sem valdi Barenboim sagði hann einn merkasta listamann heimsins á sviði sígildrar tónlistar og hljómsveitarstjóra í heimsklassa. Barenboim er ísraelskur ríkisborg- ari en var fyrir skömmu gerður að palestínskum heiðursborgara. Hann var einn stofnenda Dív- anhljómsveitarinnar 1999 í því skyni að auka skilning milli Ísraela, Pal- estínumanna og annarra araba, og stuðla að friði. Hljómsveitin er skip- uð ungmennum frá Ísrael, Palestínu og öðrum arabalöndum. Barenboim heiðraður Hlýtur Léonie Sonning-verðlaunin Daniel Barenboim DANMARKS Radio (DR), þ.e. rík- isútvarp Danmerkur, hefur í hót- unum við danska tónlistarmenn, að því er danska dagblaðið Politiken heldur fram. DR neiti tónlist- armönnum um greiðslur fyrir flutn- ing á sjónvarpsstöðvum sínum og krefjist þess að þeir segi sig úr sam- tökum danskra tónlistarmanna, Dansk Musiker Forbund (DMF), vilji þeir á annað borð koma fram á stöðvum þess. Lögmaður DMF, H.C. Tjellesen, segir þetta ólögmæta kröfu. Reglur DMF kveði á um að tónlistarmenn megi ekki flytja tónlist á sjónvarps- stöðvum án þess að fá greitt fyrir. Tjellesen segir DMF íhuga hvort lögsækja eigi DR fyrir vikið. DR krafðist þess fyrir tveimur ár- um að tónlistarmenn kæmu fram án launa á sjónvarpsstöðvum fyrirtæk- isins. Aðeins tíu tónlistarmenn hafa til þessa gefið sig fram við DMF vegna slíkra krafna en DMF segir tónlistarmenn óttast að verða settir á svartan lista hjá DR kvarti þeir undan þessu fyrirkomulagi. Vill ekki borga Í FORSAL vinda nefnist sýn- ing Hrafnhildar Ingu Sigurð- ardóttur sem opnuð verður í START ART á Laugavegi 12b í dag. Myndefnið sækir Hrafn- hildur í haust- og vetrarlægðir sem gengið hafa yfir landið undanfarna mánuði. „Ég fór suður með sjó og stóð á brún Krýsuvíkurbjargs og horfði á brimið í sortanum, þá birtist sólin augnablik, rétt gægðist yfir sjóndeildarhringinn, andartaks ljós- brot eins og til að minna á að hún væri þarna ennþá þrátt fyrir allt. Það er þetta augnablik sem ég reyni að fanga í nýjustu myndum mínum,“ seg- ir Hrafnhildur um verkin. Myndlist Haust- og vetrar- lægðir Hrafnhildar Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir FJÓRTÁN laga ljóðaflokkur eftir Önnu S. Þorvaldsdóttur Almanaksljóð, verður frum- fluttur í Norræna húsinu í dag klukkan 12. Almanaksljóð eru samin við ljóð sr. Bolla Gúst- afssonar. Einnig verða flutt lög þeirra Ingibjargar Þorbergs, Atla Heimis Sveinssonar, Hreiðars Inga Þorsteinssonar og Tryggva M. Baldvinssonar við ljóð fjögurra annarra þekktra skálda. Flytjendur á tónleikunum eru Gerður Bolladóttir sópran, Sophie Schoonjans hörpuleikari og Pamela De Sensi flautuleikari. Sunnudaginn 10. febrúar verður sama efnisskrá flutt í Laugarborg í Eyjafirði kl. 15. Tónlist Ljóðrænir tónleikar í Norræna húsinu Gerður Bolladóttir FÉLAGIÐ Íslensk grafík opn- ar á morgun árlega sýningu Grafíkvina í sal félagsins, Graf- íksafninu í Hafnarhúsi, Tryggvagötu 17, hafnarmegin. Þar verða til sýnis verk eftir Georg Guðna, Ragnheiði Jóns- dóttur og Einar Hákonarson. Einar og Ragnheiður eru þekktir grafíklistamenn en Georg er þekktastur af draum- kenndum landslagsmálverk- um. Sýningin er hluti af Vetrarhátíð í Reykjavík og verður opin til kl. 1 eftir miðnætti á morgun, á Safnanótt. Sýningin verður opnuð kl. 14 á morg- un. Frekari fróðleik um félagið má finna á vefsíðu þess, www.islenskgrafik.is. Myndlist Einar, Georg Guðni og Ragnheiður Georg Guðni Hauksson Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Í EINU atriða kvikmyndarinnar Raging Bull, þar sem fjallað er um ævi bandaríska hnefaleikakapp- ans og ofstopamannsins Jake LaMotta, ríkir kynngimögnuð þögn áður en hann greiðir hnefa- leikamanninum Sugar Ray Robinson rothögg. Þessi þögn er myndlistarmanninum JBK Ransu hugleikin, en hann er sýningarstjóri sýningarinnar Þögn sem verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, kl. 17 í dag. Á sýningunni er ljósi varpað á það hversu þögn- in er vanmetin og hvernig hún hefur að vissu leyti snúist upp í áreiti í nútímasamfélagi. Ransu segist hafa að hluta til fengið hugmyndina að sýningunni, að vinna með þögnina, þegar hann horfði á Raging Bull í New York. Myndin hafi haft mikil áhrif á þá ákvörðun, en þá þögn í hinu nærtæka umhverfi. Í sjálfu sér sé mikið þægilegra að fara einn út í skóg eða út í sveit ef maður sé að leita að þögninni. En það sé mun erfiðara í brjálæði hnefaleikahringsins og því sé fyrrnefnt atriði í Raging Bull fyrir vikið svo magnað. Í texta á vef safnsins um sýninguna segir að hún veki athygli á því hvað þögnin sé vanmetin og að hún hafi að vissu leyti snúist upp í áreiti í okkar nú- tímasamfélagi. Ransu segir þögn vissulega mikið áreiti því fólk sé orðið vant annars konar áreiti, frá öðru fólki, sjónvarpi og öðru. „Þannig áreiti erum við vön, það er þessi orka sem við erum alltaf að gefa frá okkur í samtöl og að horfa og tala og allt þetta. En áreitið þegar þú ert einn, og það er jafn- vel bara hljóð, kyrrð, það er mikið áreiti og það kemur bara innan frá. Á einhverju stigi þykir okk- ur það óþægilegt, við þurfum að horfast í augu við okkur sjálf, jafnvel að hlusta á það sem við erum að hugsa sem er í 80-90% tilfella bara tómt bull,“ seg- ir Ransu. Það sé áreiti. – Er þögnin ekki gullin, eins og segir í laginu? „Hún er gull þegar við sjálf upplifum þögnina því þegar þú ert að hlusta á það sem þú ert að hugsa ertu ekki að upplifa þögn. Það er þögnin í okkur sem kallar á þetta,“ segir Ransu. Á sínum andlegu ferðalögum, þar sem hann hafi leitað þagnarinnar í Mið-Ameríku, hafi honum þótt óþægilegt að tala ekki við neinn og gera ekki neitt. Þá hafi þögnin verið yfirgnæfandi. Á endanum hafi hann þó náð algerri, innri þögn. – Af hverju valdirðu þessa fjóra myndlist- armenn á sýninguna, Finnboga Pétursson, Harald Jónsson, Finn Arnar Arnarsson og Hörpu Árna- dóttur? „Það er áhrifameira að fá ólíkar nálganir á þögn- ina og mér fannst í þeim verkum sem ég hafði séð eftir þau áður vera einhver þögn en af ólíkum toga. Það var ekkert fyrirfram ákveðið að það yrðu bara fjögur en þegar við komum saman í salnum (í Hafnarhúsinu) að skoða þetta þá einhvern veginn fannst mér það nóg, að það þyrfti ekki að bæta við hópinn og síst af öllu að gera einhverja kaótíska sýningu.“ Ólík nálgun Listamennirnir nálgast viðfangsefnið með ólík- um hætti en þó með sama markmið í huga, þ.e. að skapa vettvang þar sem þögn ríkir. Haraldur vinn- ur verk úr hljóðeinangrandi efni út frá grunnfleti hússins; Harpa tekst á við þögnina með ljóðrænu og hæglátu verki; Finnbogi tekur fyrir þögnina milli hljóðs og hreyfingar og Finnur skilur eftir sig þögn af tilvistarlegum toga, flytur út úr safninu fyrir opnun eftir að hafa búið í sýningarrýminu um skeið. Ransu segir Harald vinna með safnaþögnina, þ.e. þögnina í safninu. „Mér finnst það svolítið kómískt að á svona sýningu eins og Þögn sé það ekki sýningunni í hag, eða upplifuninni af henni, að það sé rosalega vel mætt á hana en það er safninu í hag. Ef það eru alltaf 20-30 manns í salnum þá er aldrei þögn. Þannig að það er togstreita og mót- sögn í því.“ Ransu segist þó ekki ætla að ganga um með skilti í Hafnarhúsi sem á standi „Þögn“ en úti- lokar samt ekki að mæta í bol með slíkri áletrun. Þar sem þögnin ríkir  JBK Ransu er sýningarstjóri myndlistarsýningarinnar Þagnar sem verður opnuð í Hafnarhúsi í dag  Fjórir listamenn takast þar á við þögnina Árvakur/Ómar Hljóðlaus Finnbogi, Haraldur, Ransu, Harpa og Finnur nutu þagnarinnar í Hafnarhúsinu í gær. Í HNOTSKURN » Önnur sýning verður opnuð í Hafnarhúsiá morgun á sama tíma, Erró – ofurhetjur. Sýningunni er ætlað að höfða til efri bekkja í grunnskólum og eru ofurhetjur í aðal- hlutverki, eins og nafnið gefur til kynna. Á sýningunni er m.a. stærsta verk Errós í eigu Listasafns Reyrkjavíkur, 13 metra breitt. » Á morgun verður Safnanótt sett í Hafn-arhúsi kl. 19 og stendur til kl. 1 eftir mið- nætti. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá í öllum húsum Listasafns Reykjavíkur Nánari upplýsingar verður hægt að finna á vef safns- ins, www.listasafnreykjavikur.is Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is MYNDSTEF, samtök íslenskra myndhöfunda á sviði höfund- arréttar, frumsýna í Háskóla Reykjavíkur í dag tvær stuttar heimildarmyndir á þeirra vegum um höfundarrétt. Myndirnar heita Hver á þetta pensilfar? og Ég veit að þetta má ekki en það gera það allir. Í myndunum er fjallað um höfund- arrétt og þá sérstaklega brot á hon- um, t.d. með dreifingu höfundarrétt- arvarins efnis á Netinu. Seinni titillinn vísar til algengrar afstöðu ungmenna sem annarra til niðurhals og dreifingar á slíku efni en einnig er fjallað um möguleika Netsins í kynningu á höfundarréttarvörðu efni og listamönnum. Í annarri myndinni eru nokkur ungmenni tek- in tali á förnum vegi en öll eiga þau það sameiginlegt að hafa halað niður af Netinu höfundarréttarvörðu efni og þá oftast nær meðvituð um að þau séu að brjóta á slíkum rétti. Minnt er á að höfundarréttur sé yfir og allt um kring í umhverfi okkar. Fræða börn og unglinga Formaður Myndstefs er Knútur Bruun. Hann segir ungt fólk ekki al- ið upp í því að virða höfundarrétt og úr því verði að bæta, t.d. með fræðslu í grunnskólum og víðar. „Í fyrsta lagi ætlum við að nota þessar myndir inn í fyrirtæki sem hafa með vernduð verk að gera, og jafnframt inn í háskóladeildir þar sem verið er að fjalla um höfundarrétt og fram- haldsskóla […] við ætlum að reyna í gegnum menntamálaráðuneytið og Námsgagnastofnun að koma þessu jafnvel inn í grunnskóla. Þá erum við kannski meira að ímynda okkur að sú mynd sem fjallar um notkun á Netinu höfði til þess aldursflokks,“ segir Knútur. Lögfræðingar geti ekki elt uppi brotamenn á barnsaldri en það sé hins vegar hægt að fræða börn og unglinga um höfundarrétt, að óheimilt sé að ná sér í hugverk annarra án leyfis og endurgjalds. Myndirnar snúast þó ekki aðeins um það heldur er einnig vakin at- hygli á því að ef meira höfundarrétt- arvarið efni væri aðgengilegt á Net- inu á sanngjörnu verði gæti það dregið úr niðurhali og dreifingu. Höfundarréttur yfir og allt um kring Höfundarréttur Knútur Bruun er formaður Myndstefs. ♦♦♦ Í DAG: 12.15 Norræna húsið Gerður Bolladóttir, sópran, Sophie Schoonans, harpa, og Pamela De Senzi, flauta, flytja Almanaksljóð eftir Bolla Gúst- afsson við lag Önnu Þorvalds- dóttur, auk laga eftir fleiri tónskáld. 19.30 Háskólabíó Sinfóníuhljómsveit Íslands frumflytur Sinfóníu nr. 3 eftir Atla Heimi Sveinsson og Sin- fóníu nr. 4 eftir John Speight. Einsöngur: Ágúst Ólafsson og Gunnar Guðbjörnsson. Stjórn- andi: Roland Kluttig. 20.30 Laugarborg, Eyjafirði Sigurður Halldórsson, selló, og Daníel Þorsteinsson, píanó. Sérstakur gestur: Marta Hrafnsdóttir, alt. Flytja lög eftir Atla Heimi Sveinsson, Úlfar Inga Har- aldsson, Hjálmar H. Ragn- arsson og Hafliða Hall- grímsson. Myrkir músíkdagar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.