Morgunblaðið - 07.02.2008, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 07.02.2008, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2008 47 ÞAÐ kemur líklega ekki á óvart að David Beckham hefur verið kosinn kynþokkafyllsti fótboltakappi í heimi. Vefsíðan www.thepeoplesc- lub.com stóð fyrir valinu og voru það breskir kvenkyns fótboltaaðdáendur sem kusu. „Beckham hefur ekki misst kyn- þokkann, hann er dáður fyrir útlit sitt og boltahæfileika, þrátt fyrir að hafa flutt til Los Angeles,“ sagði eig- andi vefsíðunnar um niðurstöðuna sem hann segir einnig sýna að breskar konur horfi ekki aðeins á breska fótboltamenn því þeir sem á topp-tíu-listanum sitji komi víða að. David er ekki sá eini í Beckham- fjölskyldunni sem fær þann heiður að vera kynþokkafyllstur því Vic- toria var nýlega valin kynþokka- fyllsta móðir í heimi af und- irfatamerkinu Victoria Secret. Tíu kynþokkafyllstu fótboltamenn í heimi. 1. David Beckham (LA Galaxy, England) 2. Thierry Henry (Barcelona, Frakkland) 3. Freddie Ljungberg (West Ham Utd, Svíþjóð) 4. Cristiano Ronaldo (Manchester Utd, Portúgal) 5. Fernando Torres (Liverpool, Spánn) 6. Paolo Maldini (AC Milan, Ítalía) 7. Kaka (AC Milan, Brasilía) 8. Michael Owen (Newcastle Utd, England) 9. Andriy Shevchenko (Chelsea, Úkraína) 10. Frank Lampard (Chelsea, Eng- land) Freddie Ljungberg Thierry Henry David Beckham Kynþokka- fyllsti fót- boltakappinn EINS og að blanda saman vatni og olíu myndu sumir líklega segja, en heyrst hefur að bandaríski popp- arinn Justin Timberlake ætli að vinna með breska indí-bandinu Arctic Monkeys. Timberlake og drengirnir í Arctic Monkeys hitt- ust og ræddu mögulega samvinnu á hóteli í London í síðustu viku. „Þeir hittust eitt síðdegi og ræddu mögulega samvinnu, það yrði frábært að sjá þá vinna sam- an,“ sagði heimildarmaður við dag- blaðið The Sun. „Tónlistarsmekkur Monkeys-manna er mjög breiður sem og Justins. Þetta yrði ráða- hagur gerður í tónlistarhimnaríki.“ Timberlake hefur áður unnið með Duran Duran, Madonnu og 50 Cent, en Arctic Monkeys unnu ný- lega með breska rapparanum Diz- zee Rascal. Meðlimir Arctic Monkeys, Alex Turner, Jamie Cook, Matt Helders og Nick O’Malley, þóttu tapa svo- litlu af rokk og ról-„kúlinu“ nýver- ið er þeir báðust afsökunar á að hafa valdið smáskemmdum á hót- elherbergi. Bandið dvaldi á hóteli í Soho- hverfinu í London og hellti óvart pínu rauðvíni á einhvern skraut- grip sem var í herberginu. „Þegar þeir skráðu sig út sagði einn hljómsveitarmeðlima að hann hefði hellt smárauðvíni niður og bauðst til að borga fyrir skemmdirnar. Hann var mjög kurteis og baðst margfalt afsökunar,“ sagði hót- elstarfsmaður. Ætla kannski að vinna saman Borubrattir Arctic Monkeys er bresk indí- rokksveit. Gaman verður að sjá hvort úr sam- vinnu þeirra og Timberlake verður. Sykursnúður Justin Tim- berlake hefur mest verið í danspoppinu. JEREMY Clarkson einn umsjón- armanna bílaþáttarins Top Gear kemur til landsins í dag samkvæmt vefmiðlinum visir.is. Clarkson kem- ur hingað til að vera viðstaddur sér- staka forsýningu á Top Gear þætti í Laugarásbíói í kvöld. Umræddur þáttur fjallar um ferð þáttastjórn- endanna á norðurpólinn á jeppum sem breytt var af íslenska fyrirtæk- inu Arctic Trucks. Clarkson er hér á vegum fyrirtækisins. Þátturinn verður sýndur á Skjá- Einum hinn 10. febrúar Jeremy Clarkson Top Gear-gaur til landsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.