Morgunblaðið - 07.02.2008, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2008 29
Móðir mín var alþýðukona sem
allt sitt líf laut hjartanu í ákvörðun-
um og lét umhyggju fyrir öðrum
ávallt sitja fyrir eigin hag. Á þeim
stutta tíma sem hún glímdi við veik-
indin, sem að lokum höfðu sigur, tal-
aði hún meira um veikindi þeirra
sem lágu á deildinni með henni en sín
eigin veikindi þótt hún ætti augljós-
lega í harðri baráttu sjálf. Þannig
var hún.
Hún og systkini hennar stóðu
varla fram úr hnefa þegar þau átta
til níu ára gömul stóðu uppi á bala og
beittu fyrir útgerð föður síns í Hrís-
ey. Þar með hófst starfsævin. Móðir
mín vann mestan hluta ævinnar í
rækju og fiskvinnslu, en um tíma
einnig í skóbúðinni, á Hótel Mána-
kaffi og í Björnsbúð á Ísafirði. En
það skipti engu hvaða störfum hún
gegndi, hún gekk til þeirra allra af
dugnaði og samviskusemi og með
ánægju.
Ég er yngsti sonur hennar og mik-
ill mömmudrengur. Fimm, sex ára
undi ég mér ekki á leikskóla og
strauk þaðan ítrekað. Það endaði
með því að móðir mín samdi um að
ég fengi að koma og standa við hlið
hennar í Niðursuðuverksmiðjunni
eftir að ég var vaknaður á morgnana.
Vikum eða mánuðum saman pillaði
ég með henni rækju og þvældist inn-
an um konurnar í rækjunni.
Mér finnst eins og þannig hafi það
alltaf verið, að við stæðum saman
hlið við hlið allt lífið. Og nú þegar
hún er farin er ég eins og á berangri.
Það er nánast óbærileg tilhugsun að
eiga aldrei aftur að heyra röddina
hennar, glaðlegan hláturinn, hnellnu
svörin og allar sögurnar af öðrum
meðlimum fjölskyldunnar og vinum
hennar sem hún átti marga og ein-
læga.
Mamma átti marga skemmtilega
takta og t.d. gaf hún okkur börnun-
um sínum og barnabörnum flest ein-
hver auknefni. Ég tel að af því ég var
yngstur og alveg örugglega í uppá-
haldi, hafi hún gefið mér tvö auk-
nefni: Sextándi og Himneskur. Eng-
inn veit hvaðan þessi nöfn komu, en
ekkert var eins ljúft og að heyra
mömmu segja þau, þótt stundum
væri það pínlegt fyrir ungan snáða
frammi fyrir öðrum. En ástin á bak-
við þau leyndi sér aldrei og hún lifir.
Mamma las blöðin og þá sérstak-
lega minningargreinarnar í Morgun-
blaðinu alltaf spjaldanna á milli. Það
var algengt að hún hæfi sögu með
þessum orðum: „Mikið er nú lagt á
sumt fólk,“ og svo táraðist hún yfir
örlögum sér alls ókunnugs fólks
þannig að aðrir táruðust einnig. Hún
grét yfir bíómyndum og bókum en
hló líka innilega þegar henni fannst
eitthvað vera kjánalegt og skemmti-
legt.
Það er á engan hallað þegar því er
haldið til haga að hún og Hjördís
systir hennar voru ákaflega sam-
rýmdar. Það var henni því mikið áfall
þegar þessi yngri systir hennar féll
frá fyrir tæpum tveimur árum úr
sama sjúkdómi og hún hefur nú lotið
í lægra haldi fyrir. Þar missti hún
sinn nánasta vin.
Nú þegar hún er farin í faðminn á
Drottni sínum, sem hún trúði stað-
fastlega á, treysti ég því að þær syst-
ur og allt þeirra fólk sem áður var
gengið sitji saman yfir guðlegum
kaffibolla og hlæi eins og þeim var
einum lagið.
Eftir sit ég eins og við öll sem elsk-
uðum hana og finnst að hönd mín
hafi nýlega runnið úr hennar, ráð-
villtur og dapur. En hún hefur frá
fyrsta augnabliki verið í öllum
hirslum hjartans og verður þar uns
kemur að því að einnig það stoppar
og sameinast henni á ný.
Guð blessi þig mamma mín og
geymi.
Þinn
Heimir Már og Jean François.
Til ömmu minnar.
Vertu, góði Guð, hjá mér,
gleði sönn er veitt af þér.
Gjörðu bjart mitt bernskuvor,
blessa, faðir, öll mín spor.
Alltaf veist þú um minn veg,
allt þú veist, sem tala ég,
öll mín verk sér auga þitt,
einnig hjartalagið mitt.
(Höf. Einar Jónsson)
Kveðja. Þinn
Egill Ýmir.
Amma mín var hetjan mín. Hún
var umburðarlynd, góð, heiðarleg og
ótrúlega skilningsrík á mannlegt eðli
og margbreytileika fólks. ún vildi
koma á sáttum og friði alls staðar og
gerði alltaf allt sem í hennar valdi
stóð til að fólki liði vel. Mér finnst orð
mín fátækleg og skorta kraft en í
mínum huga var amma hin full-
komna fyrirmynd og allt það sem
mig langar að vera í lífinu. Faðmur
hennar var alltaf opinn og nóg til af
ást, knúsi og þolinmæði. Amma sagði
svo margt fallegt og viskufullt. Hún
kenndi mér að reyna að vera þolin-
móð og að stundum væri betra að
sitja á sér, þótt maður vissi betur í
deilum við aðra. Amma agaði mig
blíðlega og kenndi mér að vilja verða
betri manneskja. Ég verð henni æv-
inlega þakklát fyrir að hafa alið mig
upp þannig.
Amma átti mikið af góðum vinum
og enga óvildarmenn. Minningarnar
eru margar og góðar en ég hefði
samt viljað hafa ömmu miklu lengur
hjá mér. Við töluðum saman á hverj-
um degi og það verður erfitt að hafa
hana ekki hjá sér framar.
Amma var söngelsk og kunni
endalaust af lögum. Afi spilaði oft á
orgelið inni í stofu og við amma sung-
um með og á ferðalögum sungum við
mikið.
Bekan yngsti sonur minn segist
ætla að kasta síma hátt upp í loftið til
guðs. Hann segir að hann geti það al-
veg. Hann og bræður hans sakna
langömmu sinnar sárlega. Enda var
hún að minnsta kosti Íslandsmeistari
í ömmuhlutverkinu.
Amma kenndi mér að elda og baka
og leyfði mér frá því ég man eftir mér
að subba allt út í hveiti og búa til mis-
ljótar kjötbollur. Hún brosti bara og
sagði að æfingin skapaði meistarann.
Í veikindum sínum stóð amma sig
eins og hetja. Hún bar sig vel fyrir
okkur hin eins og henni var einni lag-
ið. Dugleg fram til síðustu stundar.
Amma sagði að maður ætti aldrei að
fara ósáttur við neinn að sofa. Mikið
væri gott ef allir hefðu það viðhorf
hennar að leiðarljósi.
Synir mínir munu búa að hlýju og
vináttu ömmu sinnar alla sína ævi.
Systir þeirra er of ung til að muna en
þeir eru staðráðnir í að vera góðir við
hana og lofa að varðveita minning-
arnar um ömmu sína fyrir hana. Og
það eru einmitt góðar minningar sem
eru það dýrmætasta sem amma skil-
ur eftir sig hjá okkur öllum.
Ég er þakklát guði fyrir að amma
skuli ekki hafa þurft að þjást meira
en hún gerði og að hún hafi fengið að
deyja heima hjá afa sem hún elskaði
svo mikið. Síðasta kvöldið fóruð þau
saman með faðirvorið áður en hún
sofnaði svefninum langa, nákvæm-
lega eins og hún vildi hafa það.
Elsku amma, takk fyrir þína
styrku hönd sem hefur leitt mig í
gegnum lífið.
Ég mun alltaf elska þig, amma
mín. Við munum sakna þín sárt en ég
hlakka til að hitta þig á ný hjá guði.
Að síðustu vil ég rifja upp textabrot
sem við sungum svo oft saman:
Ég horfi út á hafið sem hylur þokan grá
og aldrei, aldrei framar ég þig fæ að sjá.
Ég kveð þig kæri vinur svo klökk í hinsta sinn
og guð og gæfan fylgi og greiði veginn þinn.
(Höf. ók.)
Þín alltaf,
Ósk Norðfjörð, Brynjar
Logi, Bjartur Freyr, Bekan
Máni, Freyja Norðfjörð.
Í dag kveðjum við Ósk Norðfjörð
Óskarsdóttir eða Ósk ömmu eins og
hún var kölluð á heimili okkar.
Ósk kynntist ég þegar ég var ung-
lingsstúlka því þau hjón voru vina-
fólk foreldra minna.
Ég hreifst strax af þessum hjónum
fyrir það hvað þau voru meiriháttar
hress og skemmtileg. Ósk var leikari
af Guðs náð. Síðan átti það fyrir mér
að liggja að verða tengdadóttir
þeirra hjóna og eignuðumst við Ósk-
ar elsti sonur þeirra tvo syni, þá Er-
ling Arnar og Pétur Geir, sem sakna
nú sárt ömmu sinnar. Okkar leiðir
skildust svo þegar þeir voru 9 og 10
ára gamlir.
Þau eiga heiður skilið, Ósk og Pét-
ur, hvað þau stóðu þétt við bakið á
okkur og studdu okkur í erfiðleikum.
Ég er óumræðilega þakklát þeim
hjónum Ósk og Pétri fyrir hvað þau
hafa verið mér og sonum mínum góð.
Ég kveð þig með söknuði, elsku
Ósk, og þakka fyrir vináttu og hlý-
hug.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Ég vil votta Pétri, Óskari, Rúnari,
Guðmundu, Heimi og fjölskyldum
þeirra mína dýpstu samúð.
Svanhildur Sörensen.
Elsku Ósk mín, mér var mikið
brugðið þegar Pétur hringdi og til-
kynnti mér um fráfall þitt, en ég veit
að þér líður vel núna og að þú ert laus
við allar þjáningar.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku Pétur, Óskar, Rúnar,
Munda, Heimir og fjölskyldur, ég
votta ykkur mína dýpstu samúð
vegna fráfalls eiginkonu, móður og
ömmu.
Dalla.
Elsku amma.
Mikið rosalega tók þetta
snöggt af. Þetta er ennþá svo
óraunverulegt, þetta er svo
sárt. Það verður tómlegt án
þín. En það er eitt sem við
vitum, að þú átt eftir að hafa
það gott hjá englunum.
Guð geymi þig, elsku
amma.
Elsku afi, við vottum þér
okkar dýpstu samúð.
Hjördís og Hafdís.
HINSTA KVEÐJA
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
sonur, afi og langafi,
ÞORVALDUR RAGNAR GUÐMUNDSSON,
Funalind 13,
Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítalans, Landakoti,
mánudaginn 28. janúar.
Útförin fer fram frá Digraneskirkju í Kópavogi
föstudaginn 8. febrúar kl. 13:00.
Dóra Guðleifsdóttir,
Leifur H. Þorvaldsson, Sigríður Karlsdóttir,
Guðmundur R. Þorvaldsson, Jónína Sigrún Ólafsdóttir,
Lára Sigvardsdóttir Hammer,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir mín og tengdamamma, amma og
langamma,
BRYNDÍS JÓNSDÓTTIR
frá Siglufirði,
lést á Heilbrigðisstofnuninni á Siglufirði miðviku-
daginn 30. janúar.
Útför hennar fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugar-
daginn 9. febrúar kl. 14.00.
Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Halldóra Jónasdóttir,
Edda Rósa Gunnarsdóttir, David Jarron,
Bettý Gunnarsdóttir, Óðinn Gústavsson,
Adam Jarron, Andri Jarron,
Arna Mjöll Óðinsdóttir, Freyja Óðinsdóttir,
Embla Óðinsdóttir.
✝
Bróðir okkar, mágur og frændi,
HELGI ÞORVALDSSON,
Gamla-Hrauni,
Eyrarbakka,
lést föstudaginn 1. febrúar.
Útförin fer fram frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn
9. febrúar kl. 14.00.
Aðstandendur.
✝
Útför elskulegrar systur minnar, mágkonu og
frænku,
LILJU JÓNSDÓTTUR
frá Ásmúla,
sem lést á Elliheimilinu Grund 30. janúar, fer fram í
Kálfholtskirkju föstudaginn 8. febrúar kl. 14.00.
Dagbjört Jónsdóttir, María Guðbjartsdóttir og systkinabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
SIGURVEIG MAGNÚSDÓTTIR,
sem lést miðvikudaginn 30. janúar, verður
jarðsungin frá Kálfatjarnarkirkju föstudaginn
8. febrúar kl. 13.00.
Kristjana B. Leifsdóttir, Indriði Jóhannsson,
Kristján H. Leifsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÓLÖF ÞÓRARINSDÓTTIR,
til heimilis að Brúnavegi 5,
105 Reykjavík,
sem lést á Landspítalanum við Hringbraut
föstudaginn 1. febrúar verður jarðsungin frá kirkju
Óháða safnaðarins föstudaginn 8. febrúar kl. 15.00.
Ólafur Hafþór Guðjónsson,
Níels Ólafsson,
Björg Ólafsdóttir, Magnús Magnússon,
Daníel Ólafsson,
Guðjón Hafþór Ólafsson, Þuríður Edda Skúladóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengda-
móður og ömmu,
SIGRID ØSTERBY,
Dunhaga 15,
Reykjavík.
Atli Konráðsson, Anne Berit Valnes,
Sif Konráðsdóttir, Ólafur Valsson,
Huld Konráðsdóttir, Sigurður Tómas Magnússon,
Ari Konráðsson, Þóra Guðmundsdóttir,
Andri Konráðsson
og barnabörn.