Morgunblaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ósk NorðfjörðÓskarsdóttir fæddist í Hrísey 9. júní 1934. Hún and- aðist í Reykjavík 30. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Óskar S. Kristjánsson útgerð- armaður, f. 28.2. 1911, d. 19.1. 1992, og Salbjörg I. Jón- atansdóttir hús- móðir, f. 10.8. 1914, d. 11.11. 1990. Ósk var elst fimm systk- ina. Hin eru Guðrún Hjördís, f. 1.9. 1937, d. 3.4. 2006, Sigríður T., f. 6.4. 1942, Kristján J., f. 13.9. 1944, og Vilhelmína N., f. 27.8. 1949. Ósk giftist árið 1953 Pétri Geir Helgasyni frá Ísafirði, f. 15.11. 1932, en þau höfðu þá verið heit- bundin frá því í febrúar 1952. Börn þeirra eru: 1) Óskar Geir Pét- ursson, f. 1.9. 1952. Börn hans og Svanhildar Sörensen frá Ísafirði eru: a) Erling Arnar, f. 11.9. 1970, kvæntur Lucindu Friðbjörns- dóttur. Börn þeirra eru Friðbjörn Óskar, f. 12.7. 1988, Tinna, f. 22.12. 1991, Erling Arnar, f. 11.8. 1995, og Valgerður, f. 15.5. 1998. b) Pétur Geir Óskarsson, f. 1.1. 1972. Dóttir Péturs Geirs og Díönu Óskar Ósk- arsdóttur er Amanda Líf, f. 3.11. 1999. Dætur Óskars Geirs og Dal- rósar Gottschalk eru Hjördís Ósk, f. 25.6. 1984, og Hafdís Ýr, f. 22.10. 1986. Sambýliskona Óskars Geirs er Jóhanna Jónsdóttir, f. 14.9. 1963. Börn hennar eru Stefán, Heiða og Lísa. 2) Rúnar Þór Pétursson, f. 21.9. 1953. Börn hans eru: a) Atli Már, f. 3.12. 1977, börn hans og Ölfu Vilhelmsdóttur eru Kristófer, f. 13.10. 1994, Rannveig, f. 2.8. 1997, og Emelía, f. 2.8. 1997. b) Gunnlaug Hólm, f. 26.12. 1984, dóttir hennar er Anika Járnbrá. c) Hergeir Már, f. 1.12. 1987. d) Freyja, f. 25.11. 1989. e) Alda Kar- en, f. 3.7. 1992. f) Egill Ýmir, f. 6.2. hafa leiðir þeirra legið saman síðan þá. Systur Óskar, þær Hjördís og Sigríður, fylgdu henni fljótlega til Ísafjarðar og fundu sína eiginmenn þar og um tíma áttu öll systkini hennar, einnig Vilhelmína og Krist- ján, heima fyrir vestan. Samband þeirra systra var náið enda áttu þær um tíma allar rækjusjómenn og börn þeirra voru á svipuðum aldri. Samgangur var því mikill. Ósk vann lengst af í fiskvinnslu og rækjuvinnslu á Ísafirði en einnig við verslunarstörf í skóbúðum og í Björnsbúð. Hún var annálaður starfskraftur og ein af bón- usdrottningunum í Niðursuðuverk- smiðjunni á Ísafirði. Hún var hvers manns hugljúfi og mikið fyrir börn, hvort sem það voru hennar eigin börn, barnabörn eða venslabörn, en hún naut samvista við þau allt til síðasta dags ævinnar. Ósk gaf börnum og barnabörnum gjarnan auknefni, sem á vissan hátt fólu í sér innsýn hennar í persónuleika hvers og eins, og hún söng mikið fyrir öll sín börn og barnabörn. Hún var reglumanneskja en hafði gaman af því að vera í góðra vina hópi og syngja og dansa. Ósk og Pétur áttu eftir að verða víðförul. Þau fluttu fyrst frá Ísa- firði til Reykjavíkur árið 1976 og þaðan til Kópaskers, aftur til Ísa- fjarðar, svo á Árskógsströnd og til Akureyrar. Þá áttu leiðir þeirra aftur eftir að liggja til Kópaskers, áður en þau fóru til Akureyrar þar sem þau bjuggu síðustu ár. Þau fluttu til Reykjavíkur í ágúst 2007 og varð Dvergabakkinn síðasta heimili Óskar, en heimilið var henni alla tíð griðastaður. Hún var mikil húsmóðir, fær í höndunum, mikil smekkmanneskja á umhverfi sitt og ákaflega gestrisin. Ósk vissi ekkert yndislegra en að fá barnabörnin í heimsókn og síð- asta kvöldið sem hún lifði fékk hún langömmustrákana sína í heim- sókn sem sungu fyrir hana Ó Jesú bróðir besti. Þrátt fyrir veikindin fór hún því sæl í hjarta í rúmið heima hjá sér og vaknaði aldrei aft- ur. Ósk verður jarðsungin frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. 2003. 3) Guðmunda J. Norðfjörð Péturs- dóttir, f. 13.9. 1958. Dóttir hennar og Þrastar Johnsen er Ósk Norðfjörð, f. 8.8. 1978. Synir Óskar og Gísla Steinars Jó- hannessonar eru Brynjar Logi, f. 3.7. 1998, Bjartur Freyr, f. 31.5. 2000, og Bek- an Máni, f. 7.7. 2003. Dóttir Óskar og Arn- þórs Jökuls Þor- steinssonar er Freyja Norðfjörð, f. 12.6. 2007. Börn Guð- mundu og Guðmundar Arnar Benediktssonar, f. 28.8. 1953, eru Hrönn, f. 14.1. 1985, Halla, f. 5.3. 1986, Davíð Ben, f. 30.6. 1987, og Pétur Ben, f. 3.11. 1989. Sambýlis- maður Guðmundu er Hinrik H. Friðbertsson, f. 19.4. 1954. Börn Hinriks eru: a) Dagný Huld, f. 26.3. 1979, börn hennar eru Ingibjörg Ylfa og Friðbert Dani, og b) Guð- mundur Ingi, f. 11.9. 1981, maki Svanhildur Bragadóttir, sonur þeirra er Jakob Orri. 4) Heimir Már Pétursson, f. 20.5. 1962, í stað- festri samvist með Jean François Tessier, f. 22.7. 1979, frá Montréal í Kanada. Ósk og Pétur ólu upp dótt- urdóttur sína, Ósk Norðfjörð Þrast- ardóttur, f. 8.8. 1978, frá unga aldri. Ósk Norðfjörð hóf starfsævina snemma þegar hún fór aðeins átta til níu ára gömul að beita fyrir út- gerð Óskars föður síns í Hrísey, eins og þau gerðu öll systkini henn- ar frá unga aldri. Sextán ára gömul fór hún til Akureyrar og vann í mötuneyti Menntaskólans á Ak- ureyri. Möguleikar kvenna til mennta voru ekki miklir á þessum árum. Ósk þurfti að velja milli þess að fara í gagnfræðanám eða í hús- mæðraskóla. Hún kaus að fara í Húsmæðraskólann á Ísafirði og kom til Ísafjarðar sautján ára göm- ul. Þar kynntist hún Pétri Geir og Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt lit og blöð niður lagði líf mannlegt endar skjótt. (Hallgrímur Pétursson.) Nú er móðir mín, Ósk Norðfjörð Óskarsdóttir, fagra stúlkan frá Hrís- ey, fallin frá eftir stutt veikindi. Hún hafði kennt sér meins í marga mán- uði en harkað af sér enda aldrei verið kvartsár kona. Leitað var skýringa og í ljós kom að hún var með útbreitt krabbamein. Niðurstöðurnar lágu fyrir skömmu fyrir nýliðna jólahátíð og samstundis hófst meðferð sem fólst í því að lina þjáningar hennar. Oftast gekk það vel en stundum ekki. Þegar vel gekk fylltist maður gleði og bjartsýni en þegar illa gekk hellt- ist yfir vanmáttur og varnarleysi. Þegar ástvinur greinist með ban- vænan sjúkdóm breytist á auga- bragði líf allra sem standa honum nærri. Hvað mig varðar var þessi tími bæði átakanlegur og yndislegur. Hver dagur, hver stund, hvert orð og snerting fékk nýja merkingu, varð dýrmætari. Því er nú einu sinni þannig farið að hversu lærðar og leiknar sem við manneskjurnar verðum erum við aldrei viðbúnar því að missa ástvin. Þannig var það með mig þótt ég vissi hvert stefndi. Ég var samt svo heppin að geta látið mömmu vita hve mikilvæg hún væri mér og hversu vænt mér þætti um hana. Að launum frá henni fékk ég tækifæri til að gera henni sumt létt- bærara í veikindum hennar og fyrir það er ég þakklát. Mamma var kona sem eftir var tekið, ekki síst vegna fölskvalausrar framkomu. Hún var dugleg, heiðar- leg, hreinskilin og ótrúlega skemmti- leg. Allt sem gerðist í samfélaginu skipti hana máli og hún fylgdist grannt með mönnum og málefnum. Hún hafði skoðanir á flestum hlutum og vildi gjarnan tjá sig um það sem átti hug hennar hverju sinni. Þá skipti ekki alltaf máli hverjir á hlýddu, ættingi eða ókunnugur, ung- lingur eða öldungur, því með áherslum og leikrænum tilburðum átti hún stað og stund. Mamma las Morgunblaðið spjald- anna á milli allt sitt líf og aldrei sleppti hún minningargreinunum. Hún hafði sterkar skoðanir á því hvernig minningargreinar ættu að vera, sá m.a. engan tilgang með því að telja upp neikvæða þætti í fari eða lífi fólks, mikilvægast væri að muna það góða. Ég man það góða í samskiptum okkar mæðgna enda auður garður í minningum mínum um eitthvað slæmt í fari mömmu. Nú er hún farin, dáin, og lífi henn- ar lokið hér á jörðu. Við sem elsk- uðum hana nærumst á öllum minn- ingunum sem við eigum um hana og flytjum þær áfram til niðja okkar. Síðustu dagana sem hún lifði rædd- um við oft um veikindi, tilgang lífsins og endalok lífsins. Mamma var trúuð og sagðist ekki óttast dauðann ef hún þyrfti ekki að þjást mikið. Ég spurði hana hvernig hún óskaði sér að fara ætti hún eitthvert val og það stóð ekki á svarinu: „Fá að sofna heima í rúminu mínu að kvöldi og vakna ekki aftur að morgni, það væri eins og að fá þann stóra í lottóinu.“ Óskin hennar mömmu rættist, hún lagðist til svefns ánægð og verkja- laus við hlið lífsförunauts síns að kvöldi og vaknaði ekki aftur. Það er sárt að missa mömmu sem hefur ver- ið órjúfanlegur hluti af lífi mínu en samt er ég full þakklætis yfir því að hið óumflýjanlega fór á þann veg að hún þurfti ekki að þjást lengur. Mamma hefur gengið sinn lífsveg til enda en líf hennar verður áfram með okkur sem elskuðum hana. Það er von mín að andi móður minnar sé nú á ferð um eilífðina góðu og fögru og að hún sé umkringd liðnum ást- vinum. Fyrir hönd aðstandenda þökk- umöllu því góða fólki sem hlúði að og hugsaði til mömmu í veikindum hennar.Guð geymi þig, mamma, um alla eilífð. Guðmunda J. Norðfj. Pétursdóttir og Hinrik H. Friðbertsson. Ósk Norðfjörð Óskarsdóttir ✝ Faðir okkar og tengdafaðir, HAUKUR HAFSTAÐ verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 9. febrúar kl. 14.00. Jarðsett verður að Reynistað. Þórólfur H. Hafstað, Þuríður Jóhannsdóttir, Ingibjörg H. Hafstað, Sigurður Sigfússon, Ásdís H. Hafstað, Sveinn Klausen, Steinunn H. Hafstað, Eiríkur Brynjólfsson. ✝ SIGURVEIG JÓNSDÓTTIR leikkona er látin. Sigrún Valdimarsdóttir, Jón Steindór Valdimarsson, Gerður Bjarnadóttir. ✝ Eiginmaður minn, BENEDIKT THORARENSEN, Þorlákshöfn, verður jarðsunginn frá Þorlákskirkju laugardaginn 9. febrúar kl. 14.00. Blóm afþökkuð en vinsamlegast látið heldur líknarstofnanir og góð málefni njóta. Guðbjörg Magnúsdóttir Thorarensen. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, HELGA LAUFEY JÚNÍUSDÓTTIR, sem lést á Hrafnistu í Reykjavík þriðjudaginn 29. janúar, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, fimmtudaginn 7. febrúar kl. 13.00. Jóhanna Þórisdóttir, Ingiberg Guðbjartsson, Guðlaugur Þórisson, Aðalheiður Magnúsdóttir, Jenný Þórisdóttir, Guðmundur Hjörleifsson, Auður Þórisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SOFFÍA ERLENDSDÓTTIR frá Eiðum, Miðvangi 22, Egilsstöðum, lést mánudaginn 4. febrúar. Útför hennar fer fram frá Egilsstaðakirkju mánudaginn 11. febrúar kl. 14.00. Þóra Vilbergsdóttir, Harpa Vilbergsdóttir, Hafsteinn Ólason, Hrafn Vilbergsson, Lára Vilbergsdóttir, Valgeir Skúlason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Bróðir okkar, SKÚLI SKÚLASON ættfræðingur frá Hólsgerði, Lindargötu 64, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum, Landakoti, þriðjudaginn 5. febrúar. Kristveig Skúladóttir, Þorkell Skúlason. ✝ Elskuleg móðir okkar, dóttir mín, systir okkar og frænka, LINDA MARÍA BELLERE, Granaskjóli 34, 107 Reykjavík, lést á heimili sínu laugardaginn 2. febrúar. Jarðarför auglýst síðar. Eva Dögg Hallgrímsdóttir, Jón Kristófer Fasth, Anna Norris, Jónas James Norris, Jo Ann Önnudóttir, Antony Lee Bellere, Gunnar Þór Norris, Helena Norris, og frændsystkini.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.