Morgunblaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI ÍSFÉLAG Vestmannaeyja hefur skrifað undir samning um smíði á nýju uppsjávarveiðiskipi í Chile. Fé- lagið skrifaði undir samning á öðru sams konar skipi í nóvember síðast- liðnum. Fyrra skipið verður afhent í maí árið 2010 og hið síðara í marz 2011. Kaupverð skipanna hefur ekki verið gefið upp, en samtals mun það vera nálægt fjórum milljörðum króna. Smíðasamningurinn er við skipa- smíðastöðina ASMAR í Talcahuano í Chile. Skipin eru hönnuð og teiknuð hjá Rolls Royce í Noregi. Skipin verða 71,1 metri að lengd og 14,40 metrar að breidd. Burðargeta verður rúmlega 2.000 tonn í 10 tönk- um útbúnum öflugri RSW-kælingu. Skipin verða útbúin til nóta- og flott- rollsveiða og aðalvélin verður af gerð- inni Bergen Diesel, 4.500 kw eða 6.120 hestöfl. Nýlega voru uppsjávarskipin Álsey II VE og Antares VE seld og í stað þeirra var keypt Álsey VE 2, sem er öflugt og burðarmikið skip. Ísfélagið gerir einnig út uppsjávarskipin Guð- mund VE, Sigurð VE og Bjarnarey VE. Auk þess eru uppsjávarskipin Júpiter ÞH og Þorsteinn ÞH gerð út af Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. Elzta skipið, Bjarnarey, áður Júpíter, var smíðað 1957, Sigurður er frá 1960 og Júpíter frá 1977. Þá var Heimaey, sem var smíðuð 1967, seld nýlega. Ægir Páll Friðbertsson, fram- kvæmdastjóri Ísfélagsins, segir að smíði þessara skipa sé liður í að end- urnýja nokkuð aldraðan flota félags- ins. Þetta sé nokkurt áræði, sérstak- lega í ljósi þeirrar óvissu sem ríkir um vöxt og viðgang loðnustofnsins. Síðari nýsmíði Ísfélags Vest- mannaeyja hf. er sjöunda skipið sem ASMAR smíðar fyrir íslenzka aðila. Uppsjávarskipin Ingunn AK, Hákon ÞH og Huginn VE voru smíðuð hjá ASMAR. Auk þessara skipa var haf- rannsóknaskipið Árni Friðriksson RE smíðað í stöð ASMAR og nýlega hófst smíði á nýju varðskipi fyrir Landhelgisgæzluna. Ísfélagið semur um aðra nýsmíði Skipasmíðar Tölvugerð mynd af hinum nýju skipum Ísfélags Vestmannaeyja, en það er Rolls Royce samsteypan sem hannar skipin og sér um megnið af vélbúnaði þeirra. Skipin verða afhent á vordögum árin 2010 og 2011. Í HNOTSKURN »ASMAR smíðar fyrir ís-lenzka aðila. Uppsjáv- arskipin Ingunn AK, Hákon ÞH og Huginn VE voru smíðuð hjá ASMAR. Auk þessara skipa var hafrannsóknaskipið Árni Frið- riksson RE smíðað í stöð ASM- AR og nýlega hófst smíði á nýju varðskipi fyrir Landhelgisgæzl- una. »Skipin verða 71,1 metri aðlengd og 14,40 metrar að breidd. Burðargeta verður rúm- lega 2.000 tonn í 10 tönkum út- búnum öflugri RSW-kælingu. Skipin verða útbúin til nóta- og flottrollsveiða og aðalvélin verð- ur af gerðinni Bergen Diesel, 4.500 kw eða 6.120 hestöfl. Félagið er nú með tvö glæsileg upp- sjávarveiðiskip í smíðum í Chile Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is ÚR VERINU Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is MEÐFERÐ fanga í Guantanamo- fangabúðunum brýtur gegn grund- vallarmannréttindum og Alþingi Ís- lendinga á að taka skýra afstöðu gegn því. Þetta kom fram í máli Árna Páls Árnasonar, varafor- manns utanríkismálanefndar, í um- ræðum á Alþingi í gær en fulltrúar allra flokka fordæmdu framferði Bandaríkjamanna í þessum efnum. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, vakti máls á þessu í ljósi frétta um að banda- ríska leyniþjónustan hafi beitt vatnspyntingum við yfirheyrslur á föngum. „Má ég þá minna á að pyntingarnar sem þarna er staðfest að hafi farið fram eru ekki einu mannréttindabrotin sem fólgin eru í geymslu fanga til dæmis í fanga- búðunum í Guantanamo. Þar er um ómannúðlega meðferð að ræða á allan hátt og allar grundvallarregl- ur réttarríkisins og réttlátrar máls- meðferðar eru brotnar þar sem mönnum er haldið föngnum án ákæru og án lögfræðiaðstoðar árum saman,“ sagði Steingrímur og hvatti til þess að þingheimur sam- þykkti hið fyrsta þingsályktunartil- lögu VG um að ríkisstjórnin beitti sér fyrir því á alþjóðavettvangi að fangabúðunum yrði lokað. Bandaríkin loki búðunum Árni Páll tók undir að hraða ætti afgreiðslu tillögunnar og sagði sam- starf Íslands og Bandaríkjanna hafa byggst á þeirri forsendu að þau síðarnefndu hafi rækt það hlut- verk sitt að vera í fararbroddi lýð- ræðisþjóða í vesturheimi. „Það er sorglegt og alvarlegt að þau hafi með framgöngu sinni varðandi rekstur búðanna í Guantanamo skorist úr leik í því efni,“ sagði Árni Páll. Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, minnti á að mannréttindi væru í öndvegi í íslenskri utanríkisstefnu en taldi þó ekki tilefni til sérstakra aðgerða í ljósi þessara nýjustu upp- lýsinga. „Baráttan gegn alþjóðleg- um hryðjuverkum verður að sjálf- sögðu að fara eftir alþjóðlegum reglum hvað varðar mannréttindi og er rekstur Guantanamo-búðanna engin undantekning þar á,“ áréttaði Ragnheiður en flokksbróðir hennar Pétur H. Blöndal var harðorðari: „Ég skora á Bandaríkin að loka þessum búðum og má þennan blett af sögu sinni,“ sagði hann og for- dæmdi „þessa ótrúlegu tilraun þeirra í Guantanamo að kanna hversu langt hægt sé að ganga í að brjóta og fótumtroða mannrétt- indi“. Alþjóðasamningar brotnir Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði fregnir af mannréttindabrotum Bandaríkja- manna mjög slæmar. „Með því að Alþingi Íslendinga lýsi yfir fordæm- ingu á þessum fangabúðum þá er- um við í raun að taka undir með al- þjóðasamtökum lögmanna og flestra annarra sem hafa tjáð sig um löggjafarmálefni, um fordæm- ingu á því að alþjóðasamningar séu brotnir,“ sagði Jón og Höskuldur Þór Þórhallsson, þingmaður Fram- sóknarflokks, tók í sama streng. „Dæmi eru um að menn hafi verið þar í fimm ár án ákæru og allt nið- ur í 13 ára gamlir. Þetta er skýlaust brot á Genfarsáttmálanum og öðr- um mannúðar- og mannréttinda- ákvæðum sem við Íslendingar höf- um samþykkt,“ sagði Höskuldur. Fordæma framferði Bandaríkjamanna Árvakur/Frikki Allir á móti Þingmenn allra flokka eru ósáttir við framferði Bandaríkja- manna gagnvart föngum í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu. Varaformaður utanríkismála- nefndar vill skýra afstöðu Alþingis Í HNOTSKURN » Bandaríska leyniþjónustanhefur viðurkennt að hafa beitt vatnspyntingum, þ.e. að líkja eftir drekkingu, við yf- irheyrslur í Guantanamo. » Yfirmaður CIA hefur sagt aðþessu hafi verið beitt þrisvar en aldrei á síðustu fimm árum. » VG lagði í október framþingsályktunartillögu þar sem meðferð fanga í Guntanamo er fordæmd. Málefni fatlaðra Vinna við flutning á málefnum fatl- aðra frá ríki til sveitarfélaga er í full- um gangi, að því er fram kom í svari félagsmálaráð- herra við fyrirspurn Rósu Guðbjarts- dóttur, Sjálfstæð- isflokki, á Alþingi í gær. Rósa sagði mýmörg tækifæri geta skapast fyrir fjölbreyttara rekstrarform á þjónustu við fatl- aða og að fagfólk sem hefði áhuga á rekstri slíkrar þjónustu gæti það illa í núverandi kerfi. Ásta R. Jóhannesdóttir, Samfylk- ingu, sagði rekstrarformin þegar vera fjölbreytileg og Árni Þór Sig- urðsson, VG, lagði þunga áherslu á að það yrði sveitarfélaganna sjálfra að ákveða hvernig rekstri þessarar þjónustu væri háttað. Undir það tók Helgi Hjörvar, Samfylkingu, sem þó sagði mikilvægt að hafa miðlægar þekkingarmiðstöðvar til að styðja við sveitarfélögin. Varnarmál enn í nefnd Varnarmálafrumvarp utanrík- isráðherra er enn til meðhöndlunar í utanríkismálanefnd Alþingis en tek- in hefur verið ákvörðun um að senda það út til umsagnar, m.a. til Ríkislög- reglustjóra, Landhelgisgæslunnar og Samtaka hernaðarandstæðinga. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir sérstakri Varnarmálastofnun en til stóð að ráða forstjóra hennar frá og með 1. febrúar sl. Einhver töf verður á því enda má ætla að afgreiðsla málsins taki nokkrar vikur í nefndinni. Byggingarstofnun Byggingarstofnun verður heiti nýrrar stofnunar sem verður komið á fót í júní en frumvarp um það var lagt fram á Alþingi í gær. Stofnunin á að hafa eftirlit með mannvirkjagerð, markaði með byggingarvörum og stuðla að samræmdu byggingareft- irliti. Þá stendur til að leggja Bruna- málastofnun niður á næsta ári og færa starfsemi hennar undir þessa nýju stofnun. Dagskrá þingsins Þingfundur hefst kl. 10.30 í dag með óundirbúnum fyrirspurnum. Jafnframt eru tvær utandagskrár- umræður á dagskrá, m.a. um einka- rekstur og útvistun á starfsemi Landspítalans. Rósa Guðbjartsdóttir ÞETTA HELST … FIMMTÍU karl- ar deyja árlega vegna krabba- meins í blöðru- hálskirtli af um 190 sem greinast með það. Þetta kom fram í svari Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heil- brigðisráðherra við fyrirspurn Álfheiðar Ingadóttur, þingmanns Vinstri grænna, á Alþingi í gær. „Skipuleg leit hjá einkennalausum körlum tíðkast ekki í nágrannalönd- um okkar og stafar það af því að eng- ar góðar, viðurkenndar skimunarað- ferðir eru til,“ sagði Guðlaugur en áréttaði að fylgst væri vel með nýj- ustu upplýsingum í þessum efnum. Skimun vegna endaþarms- og ristilkrabbameins hefst 2009 Álfheiður spurði ráðherra jafn- framt út í undirbúning að skimun eftir krabbameini í ristli og enda- þarmi og benti á góðan árangur af skipulagðri leit að brjóstakrabba- meini hjá konum. Dánartíðni kvenna sem greindust með slíkt krabbamein væri 30-40% lægri hjá konum sem kæmu í skimun. Guðlaugur sagði áætlað að hefja slíka skimun í byrjun árs 2009 en til að byrja með myndi hún takmarkast við aldurshópinn 60-69 ára. Kostar 50 karla lífið Guðlaugur Þór Þórðarson 190 árlega með krabba- mein í blöðruhálskirtli ÞAÐ ER áhyggjuefni að landbúnað- ar- og sjávarútvegsráðherra hafi tekið undir hugmyndir um að ríkið kaupi upp greiðslumark í mjólk, sagði Valgerður Sverrisdóttir, þing- maður Framsóknarflokks, á Alþingi í gær og varaði við því að Ísland yrði fyrsta landið í hinum vestræna heimi til að hætta stuðningi við mjólkur- framleiðslu. Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður landbúnaðar- og sjávarút- vegsnefndar, sagði hins vegar að skoða ætti allar hugmyndir í þessum efnum en taldi þó ekki líklegt að þetta yrði niðurstaðan. Áhyggjur af mjólkinni ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.