Morgunblaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Kárahnjúkavirkjun | Hert verður á því að menn fylgi öryggisreglum í vinnubúðum Landsvirkjunar við Hraunaveitu, í kjölfar þess að maður var þar hætt kominn eftir að hann villtist frá vinnubúðum um sl. helgi. Sigurður Arnalds hjá Lands- virkjun segir þetta stórhættulegt og manninn hæglega hafa getað orðið úti. „Þetta verður til þess að menn fara mjög í saumana á að herða á öllu liðinu að fylgja ströngum reglum um að hreyfa sig ekki þegar svona viðrar, án þess að aðrir viti, og að hafa möguleika á fjarskiptum.“ Betur fór en á horfðist Maðurinn, sem villtist frá vinnubúð- unum, starfar á svæðinu og var hann að fara í tíu-kaffi frá verkstæði yfir í mötuneyti sl. laugardag, nokkur hundruð metra leið eftir vegi. Hon- um láðist, að sögn Sigurðar, að láta vita að hann væri að fara og tók ekki með sér síma, eins og öryggisreglur kveða á um. Maðurinn villtist nokk- uð af leið til austurs í stífum skaf- renningi og um 8 stiga frosti og lét fyrir berast þar sem hann var niður kominn. Um hádegi söknuðu vinnu- félagar hans og fóru þá út að leita og fundu hann fljótt. Maðurinn var þá orðinn mjög kaldur og var drifinn til hjúkrunarfræðings á staðnum sem hlúði að honum. Hann hresstist nokkuð fljótt og dvaldi í búðunum þann daginn og nóttina vegna veð- urs, en var svo ekið á sjúkrahúsið á Egilsstöðum næsta morgun þar sem búið var um kalsár á höndum. Vinnufélagi ók honum svo á sjúkra- húsið á Akureyri þar sem gengið var betur frá umbúðum og hann svo út- skrifaður sl. mánudag. Ekki hefur reynst unnt að fá viðtal við manninn. Hert verður á því að menn fari að öryggisreglum LANDIÐ Egilsstaðir | Á Bókasafni Hér- aðsbúa hófst í síðustu viku dagskrá sem sérstaklega er ætluð útlend- ingum á svæðinu. Þrjú félagasam- tök á Fljótsdalshéraði hafa tekið sig saman um verkefnið og munu sjálf- boðaliðar frá þeim mæta í bóka- safnið á hverjum fimmtudegi milli kl. 17 og 19 fram til vors. Þetta eru Héraðsdeild Rauða krossins, Nor- ræna félagið og Soroptim- istaklúbbur Austurlands. Soroptimistar afhentu bókasafn- inu pólskar bækur að gjöf sl. fimmtudag og verða þær til útláns. Þá gefa Soroptimistar einnig pólsk- ar bækur til Bókasafnsins á Seyð- isfirði. Með þessu stuðla samtökin að því að bókasöfnin standi sem flestum opin. Austfirsku bókasöfnin hafa markað sér þá stefnu að hafa pólsk- ar bækur fyrir börn og unglinga til útláns, þar sem fjöldi Pólverja í fjórðungnum er orðinn nokkur og þ. á m. börn, sem skortir lesefni á sínu móðurmáli. Að auki ætla bóka- söfnin hvert um sig að leggja áherslu á annað erlent tungumál í bókakosti sínum og ætlar Bókasafn Héraðsbúa t.d. að sérhæfa sig í þýskum bókum. Kynna þjóðfélag og menningu Sem dæmi um fimmtudags- dagskrárliði ætlaða erlendum íbú- um svæðisins næstu vikurnar má nefna kynningu á árstíðunum og ís- lenska veðrinu, íslenskum dag- blöðum, umfjöllun um réttindi og skyldur, heilbrigðiskerfið, ferða- leiðir á Austurlandi og bæjarhá- tíðir, íslenskar barnabækur, banka- kerfið, íslenskar hannyrðir og eldamennsku. Síðasti fimmtudagurinn með þessu sniði í bókasafninu verður í lok júní. Árvakur/Steinunn Ásmundsdóttir Bókheimar Alla jafna er líflegt á Bókasafni Héraðsbúa enda góðan bóka- kost þar að finna. Hér afgreiðir Guðrún Gunnarsdóttir viðskiptavini. Bókasöfnin laða til sín erlenda íbúa Fáskrúðsfjörður | „Það er býsna streituvaldandi að vinna við snjó- mokstur í blindhríð og menn orðnir uppstífir af því að vera í svona færð,“ segir Orri Harðarson, sem vinnur á snjóruðningstækjum hjá Vöggi ehf. á Fáskrúðsfirði. Sl. mánudag lenti hann í stóru snjó- flóði í Mjósundum milli Fáskrúðs- og Stöðvarfjarða. Munaði ekki miklu að flóðið hrifi 20 tonna þung- an snjóruðningsvörubíl Orra tugi metra niður í stórgrýtta fjöru. Ekki segist hann hafa lent í viðlíka áður en sé furðu lítið brugðið. „Við erum með snjóhreinsun frá Breiðdalsvík, norður á Norðfjörð, yfir Fagradal upp í Egilsstaði og yfir Breiðdalsheiði. Það er meiri snjór í vetur en hefur verið und- anfarið, en maður hefur séð miklu meiri snjó en þetta.“ Orri segir Fagradalinn, Oddsskarðið og Breið- dalsheiðina langþyngstu kaflana á þeim leggjum sem Vöggur er með. „Snjóruðningstækin geta haldið endalaust áfram þótt maður sjái nánast ekki milli stika. En þegar orðnir eru tugir bílar fastir eins og var á Fagradal á mánudag veist þú ekki neitt hvenær þú ert að ryðja snjó og hvenær bíl. Það er ógnvekj- andi að menn fara þessar leiðir þótt standi stórum stöfum á skiltunum að það sé lokað. Við snjóruðnings- menn skiljum það ekki orðið. Fólk lokar augunum fyrir íslenskri veðr- áttu.“ Að ryðja snjó en ekki bílum í óveðri Árvakur/Steinunn Ásmundsdóttir Lokað Snjóruðningstækin geta rutt út í eitt ef bílar þvælast ekki fyrir. Reyðarfjörður | Framtíð Austur- lands, menntun, orka og tækifæri, var yfirskrift málþings sem haldið var í gær á Reyðarfirði. Var það að undirlagi Háskólans á Bifröst og Þekkingarnets Austurlands. Á þinginu ræddi Friðrik Sophus- son, forstjóri Landsvirkjunar hvern- ig nýting orkulinda skapaði ný tæki- færi í menntun og atvinnu. Grétar Þ. Eyþórsson, prófessor á Bifröst velti upp tækifærum Austfirðinga og Stefanía G. Kristinsdóttir, frkvstj. Þekkingarnetsins, ræddi þjónustu við þekkingarsamfélagið. Þá fjallaði Einar R. Haraldsson, forstjóri Heil- brigðisstofnunar Austurlands, um möguleika fólks til fjarnáms og Helga Jónsdóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar tók saman erindi og umræður. Fundarstjóri var Ágúst Einarsson, rektor á Bifröst. Þingað um hlutverk menntunar í framtíðinni MIKIÐ var um að vera í verslunum og öðrum fyrirtækjum á Akureyri í gær eins og venjulega á öskudaginn. Kötturinn var sleginn úr tunnunni á Ráðhústorgi og sáu starfsmenn Norðurorku um að undirbúa það. Árni Páll Árnason varð tunnukóng- ur og Reynir Birgisson katt- arkóngur. Ungur drengur sem blaðamaður ræddi við á Ráðhústorgi var sannfærður um að köttur væri í tunnunni „og það kemur popp úr kettinum,“ sagði stráksi. Líf og fjör var í fyrirtækinu Blikkrás við Óseyri að vanda, en þar hafa Oddur Helgi Halldórsson og hans fólk staðið fyrir söngkeppni á þessum degi í mörg ár. Þá má geta þess að krakkar sem komu við hjá bæjarsjónvarpinu N4 sungu öll í beinni útsendingu. Smá hjálp Starfsmenn Norðurorku aðstoðuðu suma á Ráðhústorginu. „Það kem- ur popp úr kettinum“ Glaðar í bragði Þessi fríði flokkur var fyrir utan VÍS við Glerárgötu. Árvakur/Skapti HallgrímssonReitt til höggs Hann tók vel á því, þessi drengur, þegar hann freistaði þess að næla sér í katt rkóngstitilinn. ÁKVEÐIÐ hefur verið að sýning Leik- félags Akur- eyrar á leikrit- inu Ökutímum verði á fjölun- um í Reykja- vík næsta haust en ekki er ljóst hvar það verður. Sýningum lauk á Ak- ureyri í vikunni fyrir troðfullu húsi en að sögn Magnúsar Geirs Þórð- arsonar leikhússtjóra þurfti að hætta til þess að rýma fyrir næstu frumsýningu, Dubbeldusch eftir Björn Hlyn Haraldsson. „Við fylgjum þannig stefnu okkar um þéttar sýningar í takmarkaðan tíma,“ segir Magnús. „Við höfum fengið fjölda áskorana um að koma með Ökutíma suður og munum bregðast við því í þetta skiptið.“ Sýningum á Óvitum eftir Guð- rúnu Helgadóttur var líka hætt fyrir fullu húsi í desember og strax þá var ákveðið að þeir mættu aftur til leiks í Samkomuhúsinu í haust. Ökutímar sýndir í Reykjavík NOKKRIR vistmenn og starfsmenn á Dvalarheimilinu Hlíð, heimili eldri borgara, hafa veikst vegna nóró- veirusýkingar sem greindist á tveim- ur deildum á dögunum. Umrædd veira er ein algengasta orsök fjölda- sýkinga á sjúkrahúsum, hún er bráð- smitandi en reyndar hættulaus full- frísku fólki. Nóróveiru- sýking á Hlíð ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.