Morgunblaðið - 09.02.2008, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
BÆJARRÁÐ Akraness gagnrýnir
vinnu stýrihóps um málefni Orku-
veitu Reykjavíkur og REI, sem skil-
aði skýrslu sinni formlega í gær. Í
bókun bæjarráðs frá fundi 7. febrúar
er lýst yfir furðu á því að skýrslan hafi
verið birt án þess að kynna hana fyrir
öllum eigendum. „Svo virðist sem
skýrsluhöfundur telji að málefni REI
sé einkamál borgarstjórnar Reykja-
víkur, þar sem pólitískir fulltrúar sem
þátt tóku í atburðarásinni geti rann-
sakað sjálfa sig og komist að sameig-
inlegri niðurstöðu. Bæjarráð telur lít-
ið mark takandi á slíkri skýrslu og
átelur vinnubrögðin, þar sem sameig-
endum hefur verið haldið utan við
málið á öllum stigum þess.“
Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á
Akranesi, sagði í samtali við Morg-
unblaðið að gengið hefði verið beint
framhjá Akranesi og Borgarbyggð.
„Við eigum 5,57% hlut í Orkuveitunni
og höfum fulltrúa í stjórn. Þegar
stýrihópurinn var settur á fót hófst
nýtt tímabil þar sem framkvæmt var
alveg án þess að tala við okkur,“ sagði
Gísli, sem ekki hafði séð skýrsluna
þegar rætt var við hann. „Þetta er
gert út frá naflasjónarmiðum borgar-
fulltrúa í Reykjavík. Ég skil þetta
sem svo að skýrslan sé hluti af borg-
arpólitíkinni í Reykjavík. Óháður aðili
hefði átt að leggja mat á þetta,“ segir
hann.
Stefnumótun á að
vera innan OR
Páll S. Brynjarsson, sveitarstjóri í
Borgarbyggð, tekur í sama streng.
Hann gagnrýnir þar að auki að stýri-
hópnum hafi verið ætlað stefnumót-
andi hlutverk. „Í inngangi að skýrslu
stýrihópsins segir að honum hafi ver-
ið falið að koma með tillögur um fram-
tíðarstefnumótun Orkuveitu Reykja-
víkur. Mér finnst að fyrirtæki sem er í
sameign þriggja aðila eigi að móta sér
stefnu, en ekki að sú stefnumótun fari
fram hjá einum eignaraðilanum. Það
finnst mér óeðlilegt,“ segir Páll. „Við
hefðum viljað
miklu meiri sam-
skipti. Við þekkt-
um til stöðu-
skýrslunnar sem
kom 1. nóvember
og þetta efni var
tekið fyrir á eig-
enda- og stjórnar-
fundum OR í
sama mánuði. En
skýrsluna fengum
við fyrst senda til okkar eftir hádegið í
gær, eftir að við óskuðum eftir því við
Reykjavíkurborg.“
Aðeins ein úttekt af þremur
Svandís Svavarsdóttir, borgar-
fulltrúi Vinstri grænna, sem stýrði
vinnu hópsins, segir gagnrýni þeirra
Gísla og Páls réttmæta, betra hefði
verið að hafa alla eigendur með í ráð-
um. Hins vegar hafi stýrihópurinn
verið á vegum borgarráðs og niður-
stöðum hafi átt að skila þangað.
„Við töldum rétt frá byrjun að það
væri mátulegt á okkur stjórnmála-
mennina að fara betur ofan í þetta
ferli til að skilja það betur sjálf. Fleiri
aðilar eru að skoða málið, bæði um-
boðsmaður Alþingis og innri endur-
skoðun Reykjavíkurborgar, sem eru
óvilhallir aðilar. Enda segir í skýrslu
stýrihópsins að þetta sé einungis inn-
legg í umræðuna en ekki lokaniður-
staða,“ segir hún. Hún kveður stjórn-
armönnum í Orkuveitunni það í lófa
lagið að leggja til sjálfstæða úttekt á
þeim bænum, kjósi þeir það.
Ennfremur játar Svandís því fús-
lega að viss tilhneiging sé til þess al-
mennt að minni hluthafar í Orkuveit-
unni séu ekki hafðir með í ráðum og
úr því þurfi að bæta.
Gagnrýna stýrihópinn fyrir samráðsleysi
Gísli S.
Einarsson
Páll S.
Brynjólfsson
Svandís
Svavarsdóttir
MORGUNBLAÐINU
hefur borist eftirfar-
andi yfirlýsing frá Vil-
hjálmi Þ. Vilhjálmssyni
borgarfulltrúa.
„Vegna umfjöllunar
Kastljóss um að ég hafi
þann 4. október annars
vegar og 8. október
hins vegar orðið tví-
saga um málefni kaup-
réttasamninga vil ég
taka eftirfarandi fram.
Ég mótmælti þessu
harðlega og sagði að
snúið hefði verið út úr
orðum mínum. Spyrj-
andi Kastljós hélt öðru
fram.
Eftir að hafa skoðað málið nánar
kemur í ljós að ég hafði rétt fyrir
mér og hafði ekki orðið tvísaga,
eins og stjórnendur Kastljóss hafa
viðurkennt. Sömu
stjórnendur hafa lofað
að birta leiðréttingu
vegna þessa í kvöld.
Í sama viðtali talaði
ég um ráðgjöf borg-
arlögmanns. Þar átti ég
við fyrrverandi borg-
arlögmann, sem taldi
að ég hefði umboð til að
taka þessa ákvörðun
sem fulltrúi eigenda.
Í áliti núverandi
borgarlögmanns á bls.
5 kemur fram að borg-
arstjóri hafi stöðuum-
boð til að taka ákvarð-
anir fyrir hönd
eigandans, Reykjavíkurborgar, á
aðalfundum og eigendafundum OR.
Auk þess komu engar athuga-
semdir fram um umboð mitt á
stjórnar- og eigendafundi OR.“
Yfirlýsing frá Vilhjálmi Þ.
Vilhjálmssyni vegna
Kastljóss á fimmtudag
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson
„ÉG AUÐVITAÐ ber svona mál
undir borgarlögmann. Ég fer ekki til
lögfræðinga úti í bæ. Og það kemur
fram í hans áliti að ég hafi haft þetta
umboð. Mér hefði ekki dottið í hug að
fara að undirrita svona nema ég
hefði skýrt umboð til þess,“ sagði
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgar-
fulltrúi, aðspurður í Kastljósinu á
fimmtudagskvöld um það álit lög-
mannanna Andra Árnasonar og
Láru V. Júlíusdóttur, að hann hefði
ekki farið fram með lýðræðislegum
hætti þegar hann samþykkti sam-
runa Reykjavík Energy Invest og
Geysir Green Energy í haust.
„Ég fer ekki til svona máls fyrr en
ég er með það alveg á hreinu að ég
hafi svona umboð. Mér bara dettur
það ekki í hug og það er auðvitað al-
veg ljóst að aðilar í kerfinu hefðu nú
aldeilis aðvarað borgarstjóra um það
ef hann hefði ekki slíkt umboð.
Þetta hefur verið svona […] Ég
fékk úr þessu skorið og það kemur
líka fram í áliti borgarlögmanns að
þetta hefur verið viðtekin venja […]
Það kemur líka fram í skýrslunni
að minnihlutinn á síðasta kjörtíma-
bili[…] hafi þá velt því fyrir sér að
breyta þessu og ég tek alveg heils-
hugar undir það sem kemur fram í
þessari skýrslu að það þarf að skýra
þetta umboð betur og ekki síst vegna
þeirra álita sem fram hafa komið í
þessu máli og ég mun beita mér fyrir
því að og hvetja til þess að það verði
gert sem allra fyrst[…]“
Vilhjálmur segir í yfirlýsingu frá
því í gær að hann hefði átt við ráðgjöf
fyrrverandi borgarlögmanns, þegar
hann var spurður um umboð sitt í
Kastljósinu, ásamt því sem hann
vitnar í nýja skýrslu stýrihóps borg-
arstjórnar um málefni Orkuveitu
Reykjavíkur og dótturfyrirtækis
hennar, REI, og samstarf þessara
fyrirtækja við Geysir Green Energy.
Innt eftir ummælum Vilhjálms í
Kastljósinu í Ríkissjónvarpinu í gær
vildi Kristbjörg Stephensen borgar-
lögmaður ekki láta hafa neitt eftir
sér um málið. Morgunblaðið náði
ekki í Kristbjörgu í gær, þrátt fyrir
ítrekaðar tilraunir.
Á þessu stigi er ekki ljóst hvaða
borgarlögmaður veitti Vilhjálmi um-
boð en Kristbjörg hefur starfað sem
borgarlögmaður frá 1. júlí 2007.
Embættið hafði þá ekki verið til frá
því í maí 2005 þegar Gunnar Eydal
gegndi embættinu. Vilhjálmur H.
Vilhjálmsson gegndi því þar á undan,
en lét af störfum í apríl 2004. Hjör-
leifur B. Kvaran hafði þá gegnt emb-
ættinu frá júní 1994. Hvorki náðist í
Vilhjálm Þ. né Hjörleif símleiðis í
gær. Gunnar Eydal vildi ekki tjá sig
um málið í fréttum RÚV í gærkvöldi.
Óljóst við hvaða borg-
arlögmann var rætt
ÓLÖF Guðný
Valdimarsdóttir
hefur verið ráð-
in aðstoðar-
maður Ólafs F.
Magnússonar
borgarstjóra.
Hún er arkitekt
að mennt og
með próf í hag-
nýtri fjölmiðlun
frá Háskóla Ís-
lands.
Ólöf Guðný var formaður Nátt-
úruverndarráðs og Landverndar
auk þess að vera stjórnarmaður í
Umhverfisverndarsamtökum Ís-
lands. Hún hefur setið á Alþingi
sem varaþingmaður Framsókn-
arflokksins í Vestfjarðakjördæmi
en sagði sig úr flokknum vorið
2003. Ólöf Guðný hefur starfað
mikið að skipulagsmálum, sem
skipulagsráðgjafi og einnig var
hún skipulagsfulltrúi í Akranesbæ.
Ólöf Guðný á tvær dætur.
Ólöf aðstoð-
armaður
borgarstjóra
Ólöf Guðný
Valdimarsdóttir
LEITIN að Ívari Jörgenssyni, 18
ára pilti, sem saknað hefur verið
frá því á sunnudag á norðurhluta
Jótlands, hefur enn engan árangur
borið. Danska lögreglan hefur fáar
vísbendingar til að fara eftir. Í dag,
laugardag, munu 200 bæjarbúar í
Havndal, heimabæ Ívars, taka þátt í
leitinni. Ívar hefur búið í Dan-
mörku í 11 ár með foreldrum sín-
um.
Enn saknað
STÓRT loðnuskip, Fiskeskjer frá
Álasundi í Noregi, sigldi upp á
enda gamla hafnargarðsins í Nes-
kaupstað um kl. 15.30 í gær og
strandaði þar. Verið var að færa
skipið á milli bryggja þegar óhapp-
ið varð. Systurskip Fiskeskjer,
Strand Senior, dró skipið aftur á
flot síðdegis í gær. Minni háttar
skemmdir urðu á viðlegukanti og
grjóthleðslu. Í gær kannaði kafari
einnig skemmdir á Fiskeskjer.
A.m.k. einn dýptarmæla skipsins
virkaði ekki eftir óhappið.
Hjálmar Ingi Einarsson, hafn-
arstjóri í Neskaupstað, sagði að
Fiskeskjer væri 1.960 tonna fjöl-
veiðiskip og smíðað 1999. Hann
sagði skipið hafa leitað vars á
Norðfirði líkt og fleiri íslensk og
norsk fiskiskip. Voru talsvert
margir bátar þar að bíða af sér
bræluna í gær. Hjálmar kvaðst
ekki vita til þess að leki hefði kom-
ið að Fiskeskjer við óhappið. Hann
taldi líklegt að skipið héldi aftur á
veiðar þegar lægði.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins mátti líklega kenna bilun í
stýringu skiptiskrúfu Fiskeskjer
um óhappið. Stjórntæki skrúfunnar
munu ekki hafa virkað og brugðu
skipverjar á það ráð að nota neyð-
arrofa til að drepa á aðalvélinni.
Skipið var þá komið á svo mikið
skrið að það rann upp á land.
Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir
Strand Fiskeskjer, sem er tæplega 2.000 tonna norskt fjölveiðiskip frá Álasundi, náðist á flot í gær.
Lét ekki að stjórn og strandaði