Morgunblaðið - 09.02.2008, Page 8
8 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
HÓTEL Rangá, sem er á bökkum
Eystri-Rangár, hefur gerst félagi í
markaðssamtökum lúxuxhótelanna
Special
Hotels of
The World.
Fimmtíu
hótel um
heim allan
eru í sam-
tökunum
og er lagð-
ur metn-
aður í að
bjóða vand-
aða þjónustu og einstaka markaðs-
aðstöðu í viðkomandi landi.
Nú er verið að endurhanna Hótel
Rangá, nýja hönnunin er innblásin
af landslagi og umhverfi í kringum
hótelið, segir í tilkynningu.
Sérstaða samtakanna, Special
Hotels of The World, felst í sam-
starfi við hótel sem bjóða gestum
sínum einstæða þjónustu og upp-
lifun og hafa þannig sérstöðu á
markaðnum í viðkomandi landi og
þótt víðar sé leitað.
Í markaðssam-
tök lúxushótela
Í Hótel Rangá.
BESTU nemendur Háskólans í
Reykjavík voru í vikunni heiðraðir
við hátíðlega athöfn í skólanum. Að
þessu sinni hlutu 70 nemendur við-
urkenningu fyrir frábæran náms-
árangur á síðustu önn. Þessir nem-
endur komast þar með á hinn
svokallaða forsetalista HR, en þeim
heiðri fylgir niðurfelling skóla-
gjalda á yfirstandandi önn.
Straumur greiðir skólagjöld
þessara nemanda, en Straumur hef-
ur um árabil styrkt nemendur HR.
Að þessu sinni hlutu heiðurinn 23
nemendur úr tækni- og verk-
fræðideild, 20 úr viðskiptadeild, 13
úr lagadeild, 11 úr tölvunarfræði
og 3 úr kennslu- og lýðheilsudeild.
Bestu nemend-
urnir heiðraðir
Í ÁLYKTUN félagsfundar VG í
Reykjavík á fimmtudag er Rei-
skýrslunni fagnað og Svandísi
Svavarsdóttur þökkuð vel unnin
störf. „Niðurstöður og störf hópsins
eru til marks um breytt og bætt
vinnubrögð í stjórnmálum þar sem
þverpólitísk samvinna er höfð að
leiðarljósi,“ segir þar m.a.
Svandísi þakkað
RÍFLEGA þrjú-
hundruð manns
mættu á kynn-
ingarfund vegna
ferðar 66° norð-
ur og Íslenskra
fjallaleiðsögu-
manna á
Hvannadals-
hnjúk. Mikill
áhugi er fyrir ferðinni og æf-
ingaprógramminu sem búið er að
setja upp til þess að búa fólk undir
ferðina, segir í tilkynningu. Nú
þegar hafa um 160 manns skráð sig
en farið verður á toppinn tvo daga,
annars vegar 31. maí og hins vegar
7. júní.
Mikill áhugi
á hnjúknum
STUTT
STJÓRN Heimssýnar, hreyfingar
sjálfstæðissinna í Evrópumálum,
fagnar fríverslunarsamningi sem
gerður hefur verið á milli Fríversl-
unarbandalags Evrópu (EFTA),
sem Ísland er aðili að, og Kanada.
„Vert er af þessu tilefni að minna á
að vegna stöðu Íslands utan Evr-
ópusambandsins höfum við Íslend-
ingar fullt frelsi til að gera þá al-
þjóðasamninga sem við kjósum og
teljum þjóna okkar hagsmunum
best, t.a.m. fríverslunarsamninga
og samninga um skiptingu sameig-
inlegra fiskistofna, svo dæmi séu
tekin,“ segir í ályktun Heimssýnar.
Fagna fríverslun
ÞÉTTRIÐIÐ tengslanet, upplýsing-
ar og notenda- og markaðsgreining
var fyrirlesurunum ofarlega í huga á
alþjóðlegri netmarkaðsráðstefnu,
sem haldin var í gær í samvinnu Ár-
vakurs og Nordic eMarketing. Til-
efni ráðstefnunnar var meðal annars
10 ára afmæli mbl.is.
Fyrirlesarar voru frá ýmsum
löndum og höfðu ólíka sýn á við-
fangsefnið. „Gamla slagorðið valdið
til fólksins er loksins orðið að raun-
veruleika,“ sagði Hollendingurinn
Ton Wesseling í ávarpi sínu, en
Wesseling lýsir sjálfum sér sem net-
fíkli, bloggara og ráðgjafa. Sagði
hann að netið væri að þróast í átt að
risastóru tengslaneti einstaklinga,
sem skiptust á upplýsingum og hug-
myndum. Þeir sem vildu selja vöru
og þjónustu á netinu yrðu að hafa
þetta ofarlega í huga og nýta sér þá
mörgu samskiptavefi sem nú er að
finna á netinu.
Netauglýsingar á krepputímum
Steffen Gausemel Backe, yfirmað-
ur rannsóknar- og greiningarsviðs
Aftonbladet í Svíþjóð, sagði hins
vegar að efnisrík netsvæði gæfu
bestu möguleikana og þangað litu
auglýsendur helst eins og þeir hefðu
löngum gert, til efnismikilla og út-
breiddra fjölmiðla. Auglýsinga-
tekjur á netinu færu ört vaxandi og
væru greinilega að færast frá prent-
miðlum og sjónvarpi og að netinu.
Backe sagði að áhugavert yrði að
sjá hvort netið héldi sínu, ef efna-
hagslíf heimsins væri að sigla inn í
samdráttarskeið, eða hvort það sama
gerðist og árin 2000 og 2001 að aug-
lýsendur snúi á ný til hefðbundinna
fjölmiðla. Í samtali við Morgunblaðið
sagði Backe hins vegar að staða net-
miðla væri nú allt önnur en fyrir sjö
árum, þeir væru stærri og meira
lesnir en áður og auglýsendur væru
betur upplýstir um kosti þess að
auglýsa á netinu. Því byggist hann
ekki við því að draga mundi úr net-
auglýsingum í þeim mæli sem gerst
hefði árin 2000 og 2001 þegar net-
auglýsingar hurfu nánast algerlega.
Öflun upplýsinga
Ólafur Örn Nielsen, sérfræðingur
á netdeild mbl.is, fræddi ráðstefnu-
gesti um það hvernig mbl.is hefur
nýtt sér vefgreiningar og hvernig
auglýsendur geti nýtt sér upplýsing-
ar sem fást með þeim hætti. Sagði
hann að breytingar hefðu verið gerð-
ar á vefsíðunni vegna upplýsinga
sem fengist hefðu með greiningu.
Viðmótið hefði verið einfaldað, frétt-
ir aðskildar frá öðru efni og vinsælt
efni, eins og slúður og skemmtiefni
væri nú á meira áberandi stöðum.
Þetta hefði skilað mun meiri lestri á
mbl.is.
Sagði Ólafur að vefgreining hefði
gert það að verkum að stjórnendur
mbl.is vissu meira um hegðun les-
enda sinna og gætu tekið ákvarðanir
byggðar á staðreyndum í stað til-
finninga, eins og kannski hefði verið
raunin áður. Þá byggju þeir yfir
meiri og ítarlegri upplýsingum fyrir
auglýsendur sjálfa, sem auðveldaði
þeim að ná til sinna markhópa.
Ingvar Hjálmarsson, netstjóri
mbl, segir að markmiðið með ráð-
stefnunni sé að kynna auglýsinga- og
markaðsfólki hvaða tækifæri netið
býður upp á. Einnig skipti miklu að
þeir sem ætla að ná árangri á netinu
meti í upphafi þá grunnþætti sem
eiga að ráða för. Þessa þætti megi
síðan draga saman í þar til gerðum
forritum og nota til að sjá hvort til-
teknar markaðasðgerðir hafi heppn-
ast.
Ingvar segir að netið og fjölmiðlun
taki stöðugum breytingum. Nú sé til
dæmis ljóst, að sjónvarp á netinu sé
að verða fyrirferðarmeira en áður.
Þá sé netið komið í vasann á fólki því
í nýjustu farsímunum geti menn
vafrað á netinu og bæði lesið þar
texta og skoðað myndskeið.
Rúmlega 300 manns sátu ráð-
stefnuna og segir Ingvar ljóst, að
mikill áhugi sé á þessu viðfangsefni.
Til standi að ráðstefnur af þessu tagi
verði haldnar árlega héðan í frá.
„Gamla slagorðið um valdið til
fólksins orðið að raunveruleika“
Ljósmynd/Jón Svavarsson
Ráðstefna Viðskiptaráðherra, Björgvin Sigurðsson, setti ráðstefnu Árvakurs og Nordic eMarketing í gær.
Í HNOTSKURN
» Tíu ár eru liðin frá því aðmbl.is-vefurinn var opnaður
og var ráðstefnan haldin í tilefni
þess, en ætlunin er að halda slík-
ar ráðstefnur árlega héðan í frá.
» Fyrirlesarar ræddu meðalannars mikilvægi þess að eig-
endur vefsíðna öfluðu sér eins ít-
arlegra upplýsinga og unnt væri
um notendur sína, enda gætu
slíkar upplýsingar skipt sköpum
fyrir auglýsendur.
Mikilvægt að
greina hegðun
vefnotenda