Morgunblaðið - 09.02.2008, Page 10
10 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Engar áhyggjur, Villi minn, Erlendur ætlar að hlaupa í skarðið ef ég klikka eitthvað á þessu.
VEÐUR
Er óeðlilegt að ætlast til að for-svarsmenn einkafyrirtækis eins
og FL Group hafi skilning á því, að
aðkoma þeirra að gerð þjónustu-
samnings á milli OR og REI var
óviðeigandi?
Forsvarsmenn FLGroup voru
vissulega að gæta
eigin hagsmuna og
reyna að hámarka
arðsemi eigin fyr-
irtækis af þeim sam-
runa sem fyrirhugaður var á milli
REI og GGE.
En ber forsvarsmönnumFL Groupekki samt sem áður að hugsa
um það hvað er rétt og eðlileg op-
inber stjórnsýsla? Þeir eru hluti af
hinu íslenzka samfélagi og þeim
ber að virða lög þess og reglur.
Í þessu ljósi er er erfitt að skilja yf-irlýsingu FL Group um þetta mál
vegna þess, að nú liggur fyrir að
þeir voru með puttana í samnings-
gerð á milli opinbers fyrirtækis og
dótturfyrirtækis þess.
Það er hægt að gera þá kröfu tilforsvarsmanna FL Group að
þeir skilji og virði grundvallar-
reglur samfélags okkar en sökin er
þó ekki fyrst og fremst þeirra.
Ábyrgðin liggur hjá kjörnumfulltrúum sem virðast hafa
gleymt því til hvers þeir voru kosn-
ir: Þeir voru m.a. kosnir til þess að
gæta hagsmuna borgarbúa.
Ábyrgðin liggur líka hjá ákveðnum
embættismönnum, sem hljóta að
hafa vitað að afskipti forsvars-
manna FL Group af þjónustusamn-
ingi Orkuveitunnar og Reykjavík
Energy Invest var óviðeigandi svo
ekki sé meira sagt.
Eitt af því, sem við getum lært afREI-málinu er að blanda ekki
saman opinberum rekstri og einka-
rekstri á þann veg, sem gert var.
STAKSTEINAR
Samningurinn og FL Group
SIGMUND
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
!
"
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
#
#
#
#
# # #
#
#
# # # #
*$BC $$$
!
"
#
$ # !% &
*!
$$B *!
%&'
(
$
$'
$
) *+ )
<2
<! <2
<! <2
% ( $, !-$. )/
D8-E
62
'$ () !
(*
+ ,
B
# #
- !
&
.$ $ !
"/
0
*
) -. !'#* " .$ (* !&
"
!$ #
01 $&$)22 ) $* &$3
) *)$, !
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Ólína Þorvarðardóttir | 8. febrúar 2008
Samstöðustjórnmál?
Það lítur út fyrir að
skýrsla stýrihópsins
svokallaða eigi að
verða endahnúturinn á
þessu skelfilega OR- og
REI-máli. Svandís talaði
um að það hefði ekki
verið í verkahring nefndarinnar að
sakfella menn. Nú yrðu menn bara
að læra af reynslunni og ná sam-
stöðu um betri vinnubrögð í framtíð-
inni. Hún talaði um samstöðustjórn-
mál. Þeim sem brjótast inn á
bensínstöðvar er ekki gefinn kostur á
slíku.
Meira: olinathorv.blog.is
Heiða B. Heiðarsdóttir | 8. febrúar
Flögrandi fiðrildi
í nærbuxunum
Ef það er eitthvað að
marka þessar klósett-
skálahreinsiefna- og
dömubindaauglýs-
ingar þá mæta manni
svífandi blómaknúpp-
ar þegar maður lyftir
klósettsetunni við notkun undraefn-
anna.
Og ef maður … eða kona í þessu
tilviki, kaupir Always-eitthvað dömu-
bindi … og notar þau, er hún svo
fersk og fín allan daginn að það
spretta bleik fiðrildi upp …
Meira: skessa.blog.is
Hjalti Már Björnsson | 8. febrúar 2008
Kynþættir
Mér finnst þetta alltaf
frekar langsótt með nöfn
á kynþáttum hér vestra.
Líklega er það vegna
sögu landsins, þar sem
samskipti kynþátta hafa
ekki beinlínis verið sér-
staklega farsæl alla tíð, að hálfgert
tabú er orðið að kalla menn svarta,
hvíta, gula … Ætlast er til þess að
menn noti lýsingar eins og african am-
erican, caucasian eða asian. Sjálfur
veit ég ekki til þess að ég sé ættaður
frá Kákasusfjöllum en þrátt fyrir það er
ég skilgreindur sem caucasian.
Meira: kjarninn.blog.is
Pjetur Hafstein Lárusson | 8. febrúar
Steinn Steinarr VII
Mér er það stórlega til
efs, að umkomulausara
fólk hafi verið til á Ís-
landi, en niðursetningar
gamla bændasam-
félagsins. Ómálga börn
voru rifin úr faðmi for-
eldra sinna og þeim ráðstafað af
hreppnum, eins og verið væri að reka
fé í dilka. Guð og lukkan réðu því svo,
hvar ómagarnir lentu og hvernig með-
ferð þeir fengu. Piltstauti sá, Að-
alsteinn Kristmundsson, er hóf að
rölta um götur Reykjavíkur undir því
meitlaða nafni Steinn Steinarr, var úr
hópi þessa auðnulausa fólks. Var síst
að undra, að hann smíðaði sér skáld-
anafn úr grjóti. Með fáum undantekn-
ingum, svo sem Bólu-Hjálmari og
Stephani G. Stephanssyni, höfðu Ís-
lendingar vanist því, að höfuðskáld
þeirra væru ættgöfugir menntamenn
eða í það minnsta hempuklæddir
kirkjunnar þjónar fram til dala, eins og
t.d. séra Jón Þorláksson á Bægisá.
Lágmarkið var, ef menn ætluðu sér
inngöngu í höllu Braga, að þeir ættu
til gildra bænda að telja. Þeir sem
neðar voru settir í mannvirðingarstig-
ann, en ortu þó, kölluðust „alþýðu-
skáld“ og þótti miður fínt á betri bæj-
um. En sem sagt, skömmu eftir
glanshátíðina miklu á Þingvöllum árið
1930 fer hann að mæla göturnar í
höfuðstaðnum, þessi niðursetningur
að vestan. … Ekki er að orðlengja
það, að piltur þessi lagðist í skáld-
skap, með þeim árangri, sem alþjóð
þekkir. Vissulega var Steinn Steinarr
ekki hið eina skáld sinnar tíðar, sem
alþýða þessa lands ól af sér. Það var
meira að segja annar niðursetningur í
skáldahópnum, þótt lítið færi fyrir
honum, hógværðarinnar vegna, og á
ég hér við „hreppsómagahnokkann“
Örn Arnarson. Og ekki má gleyma
Reykjavíkurskáldinu Vilhjálmi frá Ská-
holti. Steinn var síður en svo einn um
það, sinnar kynslóðar, að yrkja vel.
Auk Arnar Arnarsonar og Vilhjálms frá
Skáholti má nefna skáld eins og Dav-
íð Stefánsson og Tómas Guðmunds-
son og raunar fleiri. En með fullri virð-
ingu fyrir þeim og öðrum, sem nefna
mætti í sömu andrá, er Steinn Steinar
það skáld síðustu aldar, sem varpar
ljósi, jafnt á gengna slóð, sem og veg-
inn fram. Hann er sá steinn, sem
stærstur er í vörðu íslensks skáld-
skapar allar götur aftur til Jónasar
Hallgrímssonar.
Meira: hafstein.blog.is
BLOG.IS
MJÖG mjótt var á munum í kosn-
ingum til stúdentaráðs Háskóla Ís-
lands, sem fram fóru á fimmtudag.
Röskva fór með sigur af hólmi í
kosningunum, hlaut 1.692 atkvæði
og fimm sæti í ráðinu. Vaka hlaut
1.686 atkvæði og fjögur sæti.
Hvor fylking fékk að auki einn
mann kjörinn í háskólaráð, Vaka
fékk 1.677 atkvæði en Röskva 1.683
atkvæði. Alls kusu 3.446 eða 34,64%.
Bergþóra Snæbjörnsdóttir var
efst á lista Röskvu. Hún segir þetta
hafa verið sætan sigur, en muninn
þó fulllítinn. „Sex atkvæði, það er
ofsalega mjótt á munum, enda ætl-
um við að gera betur á næsta ári og
breikka bilið.“
Röskva náði meirihluta í fyrra í
fyrsta sinn í nokkur ár og Bergþóra
segir að á tímabilinu hafi náðst að
sinna mjög mörgum verkefnum.
„Eitt ár er stuttur tími til að koma í
gegn þeim verkefnum sem maður
vill. Ég hef þó fulla trú á því að
næsta ár verði jákvætt fyrir okkur.“
Röskva hefur lagt áherslu á að
hækka grunnframfærslu nemenda
og því starfi verður haldið áfram.
„Svo er stúdentagarðamálið, sem
vonandi fer að ganga í gegn. Mark-
miðið er að tvöfalda fjölda stúdenta-
íbúða og vonandi gengur það eftir,“
sagði Bergþóra.
Ingólfur Birgir Sigurgeirsson er
efsti maður á lista Vöku sem nú hef-
ur fjögur sæti í stúdentaráði. Hann
sagði að Vökumenn hefðu staðið sig
frábærlega og náð að minnka mun-
inn frá síðasta ári.
„Erum á réttri leið“
„Við bættum við okkur fylgi og
munurinn er ekki nema sex at-
kvæði. Það er erfitt að vinna upp at-
kvæðamun en þetta sýnir að við er-
um á réttri leið og erum að gera
góða hluti,“ sagði Ingólfur.
Framundan hjá Vöku er að veita
meirihlutanum aðhald og vera með
virka stjórnarandstöðu. „Ég er
þakklátur þeim stúdentum sem
treystu á okkur og eru greinilega
mjög margir. Þetta gat fallið hvor-
um megin sem var, sex atkvæði eru
ekki neitt.“
Röskva sigraði
naumlega í HÍ
Bergþóra
Snæbjörnsdóttir
Ingólfur Birgir
Sigurgeirsson
FRÉTTIR