Morgunblaðið - 09.02.2008, Síða 12

Morgunblaðið - 09.02.2008, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stjórnmál eiga það til að verastöðug endurtekning. Samamálið er tekið upp aftur ogaftur og sömu rimmurnar háðar. Víglínurnar eru oft fyrirsjáan- legar og hafa jafnvel ekkert með málið sjálft að gera. Þess vegna er alltaf jafnskemmtilegt þegar víglín- urnar hverfa og þingmenn taka sam- an þvert á flokka og fyrri rifrildi. Þannig var því háttað í umræðum um fangabúðir Bandaríkjamanna við Guantanamo-flóa á Kúbu í vikunni en þingmenn allra flokka lýstu yfir mikilli óánægju með þær fregnir að vatnspyntingum hefði verið beitt við yfirheyrslur. Margir höfðu þegar tekið undir þingsályktunartillögu Vinstri grænna um að Alþingi for- dæmi mannréttindabrot og hvetji bandarísk yfirvöld til að loka Guant- anamo. Stundum er því haldið fram að rödd Íslands skipti engu í hinu stóra samhengi en þegar kemur að eins grófum mannréttindabrotum og um ræðir eiga íslensk stjórnvöld að sjálf- sögðu að spyrna við fótum. Það væri jafnframt sómi að því að utanrík- isráðherra færi að tillögu Árna Þórs Sigurðssonar, þingmanns VG, og kallaði sendiherra Bandaríkjanna á sinn fund til að mótmæla þessu fram- ferði. Karlgerðar konur Steinunn Valdís Óskarsdóttir virð- ist ekki fá mikinn stuðning við þings- ályktunartillögu sína um að fundið verði nýtt og kynhlutlausara orð yfir ráðherra. Málið var rætt á þingi í vikunni og aðeins einn þingmaður sem tók til máls, Steinunn Þóra Árnadóttir, studdi tillöguna heils- hugar. Að sjálfsögðu má deila um það hvort breyta eigi rótgrónum orðum í tungumálinu. Helstu mótrökin eru málfarsleg íhaldssemi, sem auðvitað á fyllilega rétt á sér. Málfarsbreyt- ingar mega ekki vera svo hraðar að kynslóðir skilji illa hver aðra og ekki er góður bragur á því að skipta orð- um út af litlu tilefni. Breytingar á starfsheitum eru þó langt frá því að vera fordæmalausar á Íslandi. Fóstr- ur urðu leikskólakennarar, hjúkr- unarkonur hjúkrunarfræðingar og skúringakonur urðu ræstitæknar. Einhverra hluta vegna hefur þótt sjálfsagðara að breyta starfsheitum sem vísa til kvenna en karla og glittir þar í gamalgróin viðhorf að það sé miklu vandræðalegra að kvengera karla en að karlgera konur. Kynhlutleysi eða kynusli? Bjarni Harðarson þingmaður hef- ur borið því vitni og sagt frá því að mörgum hafi svelgst á þegar hann fór að kalla sig kaffidömu á bókakaffi þeirra hjóna. Ég er hjartanlega sam- mála Bjarna að það væri skemmti- legast ef orðin fengju öll að standa enda kynusli skemmtilegri en kyn- hlutleysi. Ef almennt er talið að starfsheiti eigi að endurspegla um- rætt verksvið og fólkið sem sinnir starfinu þá er orðið ráðherra einfald- lega ekki nógu gott. Í umræðu um þetta á þingi kvað við gamalkunnan og heldur þreyttan tón, þ.e. að þetta væri nú ekki brýn- asta málið sem ætti að ræða hvað varðar jafnrétti kynjanna. Þessi röksemdafærsla tekur á sig margar myndir en heyrist oft og iðu- lega í umræðum um réttindabaráttu ólíkra hópa. Sjálfskipaðir dómarar segja þeim sem standa í eldlínunni fyrir hverju eigi að berjast og hverju ekki. Oftar en einu sinni hefur mér t.a.m. verið bent á að beina sjónum mínum að hræðilegum aðstæðum kvenna í útlöndum þegar ég ræði of- beldi gegn konum á Íslandi. Með þessum rökum mætti kveða niður stóran hluta af íslenskri þjóð- félagsumræðu. Eða á nokkuð að bæta aðbúnað fanga á Íslandi því að allt er verra í Guantanamo? Og er ekki alveg út í hött að eyða orku í mögulegar breytingar á íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu meðan fiskveiðistjórnunarkerfi annarra þjóða eru miklu verri? Eins og Steinunn Valdís benti á í umræðunum þá útilokar eitt ekki annað. Það er nefnilega allt í lagi að þrífa skrifborðið í vinnunni þótt allt sé í drasli á heimilinu. „Óafbakað“ þingsjónvarp Athyglisverð hugmynd var reifuð í vikunni þegar rætt var um þings- ályktunartillögu frá fulltrúum allra flokka um að þingfundum verði út- varpað á sérstakri útvarpsrás. Þetta er auðvitað hin besta tillaga því þó að fundir Alþingis séu á netinu, og í sjónvarpi eftir tilvikum, þá myndu útvarpsútsendingar auka enn á að- gengi fólks að fundum þingsins. Árni Johnsen fór þó út í dálítið aðra sálma þegar hann lagði til að Al- þingi kæmi á fót sjónvarpsgerð sem myndi fjalla um nánast öll þingmál. Þessu fylgdu útlistanir á afbökuðum málflutningi fjölmiðla frá Alþingi sem væri háður „geðþótta- uppsetningu ýmissa fjölmiðla- manna“. Árni sagði Alþingi ekki geta setið undir því til lengdar „að láta misvitra túlkunarmenn velja og hafna því sem kjörnir þingmenn þjóðarinnar eru að fjalla um“. Lág- stemmt orðaval það. Ég veit ekki betur en almennt hafi þingmenn ágætan aðgang að fjöl- miðlum. Það sem ekki ratar í fréttir má skrifa um í aðsendri grein auk þess sem margir fá tækifæri til að tjá sig í hinum ólíkustu spjallþáttum. Tilraun á borð við þessa gæti engu að síður verið mjög skemmtileg. Sér- staklega yrði gaman að fylgjast með þingmönnum ná samstöðu um rit- stjórn og efnistök. Áhorfstölur og kostnaður myndu vekja athygli þeirra sem áhuga hafa á fjölmiðlum og síðast en ekki síst væri spennandi að sjá hvernig flokksfélagar Árna, sem almennt vilja sem minnst rík- isumsvif, brygðust við sérstakri sjón- varpsþáttagerð Alþingis. Eða getur verið að Árni sé einn um að vilja fara þessa leið? Herra frú ráðherra og sjónvarp frá Alþingi ÞINGBRÉF Halla Gunnarsdóttir NIÐURSTAÐA Hæstaréttar sem dæmt hefur olíufélögin þrjú, Ker, Skeljung og Olís, til að greiða Reykjavíkurborg 73 milljónir kr. í bætur vegna tjóns af ólögmætu sam- ráði félaganna, getur verið fordæm- isgefandi í öðrum málum, að mati Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hrl. sem fór með málið fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Hafa ber vara á of víðtækum ályktunum um fordæmisgildi ein- stakra dóma Hæstaréttar en fleiri lögmenn sem rætt var við eru þeirr- ar skoðunar að dómurinn sé athygl- isverður og gefi sterka vísbendingu í öðrum stórum samkeppnismálum. Það skiptir miklu í þessu dómsmáli að olíufélögin viðurkenndu í mála- tilbúnaði sínum að þau hefðu með samráði við útboð brotið gegn 10. gr. þágildandi samkeppnislaga. Þau báru á hinn bóginn fyrir sig að ósannað væri að borgin hefði orðið fyrir tjóni vegna þessa. Félögin hafa viðurkennt samráð í fleiri tilvikum en halda því fram að þau hafi ekki haft neinn ávinning af því. Orðalagið í niðurstöðu Hæstaréttar í fyrradag er hins vegar talið gefa ástæðu til að ætla, að erfitt verði fyrir olíufélögin að halda því fram að þau hafi ekki haft hag af samráðinu og ekki valdið öðrum tjóni. Ótvíræð niðurstaða „Þetta er mjög ítarlegur dómur og það sem mér finnst […] athyglisvert er að Hæstiréttur kemst ótvírætt að þeirri niðurstöðu að þetta samráð hafi falið í sér fjártjón fyrir Reykja- víkurborg. Því er alveg slegið föstu,“ segir Vilhjálmur. Hæstiréttur segir í niðurstöðu sinni: „Aðaláfrýjendur [olíufélögin] hafa ekkert fært fram í málinu, sem staðið getur í vegi fyrir þeirri álykt- un að tilgangur þessa alls hafi verið að halda viðskiptum gagnáfrýjanda [Reykjavíkurborg] hjá aðaláfrýjand- anum Skeljungi hf. gegn verði, sem ekki hefði staðist boð annarra aðal- áfrýjenda ef reglur samkeppnislaga hefðu verið virtar í skiptum þeirra, en gegn því að njóta þessa hafi aðal- áfrýjandinn Skeljungur hf. greitt hinum tveimur hluta af þeim ágóða, sem vænst var að þessi háttsemi leiddi af sér. Aðaláfrýjendur hafa heldur ekkert fært fram til stuðn- ings því að slíkur ágóði hafi ekki hlotist af þessu í reynd. Sá ágóði varð ekki sóttur hér úr hendi ann- arra en gagnáfrýjanda, enda hefur því hvorki verið hnekkt, sem hann heldur fram, að vélamiðstöð hans hafi ekki selt öðrum þjónustu né að verulegu tapi um árabil af rekstri Strætisvagna Reykjavíkur hafi verið mætt með beinum fjárframlögum hans, en ekki því einu að hækka þar fargjöld. Eins og málið liggur fyrir verður því að leggja til grundvallar að með þessu hafi verið leiddar næg- ar líkur að því að gagnáfrýjandi hafi orðið fyrir tjóni, sem aðaláfrýjendur hafi bakað honum svo að skaðabóta- skyldu þeirra varði.“ Vilhjálmur segir niðurstöðuna mjög afdráttarlausa hvað þetta varðar, „og þannig gæti þessi dómur verið fordæmisgefandi í þeim málum þar sem samráð í útboði er sann- að.“,,Það er létt á þeim gífurlega ströngu sönnunarkröfum sem olíu- félögin héldu fram að þyrftu að vera fyrir hendi þannig að sá sem fyrir tjóninu verður þyrfti að sýna upp á krónu hvert tjón hans hefur verið,“ segir Vilhjálmur. Óljósara er hvort dómur Hæsta- réttar gæti haft víðtækari afleiðing- ar. Athygli hefur vakið að Hæsti- réttur fellst á þær reikniaðferðir sem notaðar voru til að leggja mat á tjón vegna samráðsins í útboðum á olíuvörum 1996 og 2001. Í dómnum segir um þetta: „Þessa leið til að reikna tjónið verður út af fyrir sig að telja færa, enda verður ekki ætlast til af gagnáfrýjanda að hann reisi út- reikning sinn á öðrum upplýsingum en þeim, sem honum eru tiltækar. Verður þá að hvíla á aðaláfrýjendum [olíufélögunum] að hnekkja líkind- um fyrir að gagnáfrýjandi hefði mátt vænta samsvarandi niðurstöðu í báðum útboðum ef samráð hefði ekki verið um tilboð í fyrra tilvik- inu.“ Bjartsýnni á niðurstöðuna í máli Sigurðar Hreinssonar Nokkur dómsmál eru í undirbún- ingi eða eru þegar komin til með- ferðar í dómskerfinu, þar sem kraf- ist er bóta vegna meints tjóns af ólögmætu samráði olíufélaganna. Alcan á Íslandi krefst 190 milljóna kr. á hendur félögunum en fyrirtæk- ið telur sig hafa þurft að greiða elds- neyti of dýru verði vegna kaupa til álversins í Straumsvík. Var málið tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavík- ur 21. desember sl. Ríkisstjórnin ákvað 7. febrúar 2006 að höfða skyldi mál af hálfu rík- isins gegn olíufélögunum vegna ólöglegs verðsamráðs þeirra og tjóns sem af því hafi orðið m.a. í elds- neytisútboði Landhelgisgæslunnar. Á síðasta ári féll dómur í Héraðs- dómi Reykjavíkur í máli Sigurðar Hreinssonar gegn Keri og var félag- inu gert að greiða Sigurði 15 þúsund kr. í skaðabætur. Neytendasamtök- in tóku að sér málið fyrir Sigurð sem prófmál fyrir fleiri neytendur. Dómnum var áfrýjað og er málið nú rekið fyrir Hæstarétti. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir dóms- niðurstöðu Hæstaréttar í fyrradag sýna að samráð olíufélaganna hafi leitt af sér tjón fyrir viðskiptavin. ,,Ég er ekki löglærður, en ég fæ ekki betur séð en það styrki það prófmál sem við erum með í gangi vegna þess að það er alveg ljóst að þessi nið- urstaða Hæstaréttar segir okkur að olíufélögin voru með samráði sínu að valda tjóni úti í samfélaginu. Ég er bjartsýnni en áður á að dómur falli okkar umbjóðanda í vil og vonandi verða bæturnar einnig hærri en hon- um voru dæmdar í héraðsdómi,“ segir hann. Eitt útgerðarfélag, Dala-Rafn í Vestmannaeyjum, höfðaði skaða- bótamál gegn olíufélögunum og er það nú til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Dala-Rafn taldi að ol- íufélögin þrjú bæru ábyrgð á tjóni sem útgerðin hefði orðið fyrir á ár- unum 1996-2001 vegna missis hagn- aðar. Aðalbótakrafa Dala-Rafns er upp á tæplega 8,4 milljónir kr. og er byggð á samanburði við olíumark- aðinn í Færeyjum. Vestmannaeyjabær fól lögfræðingi að höfða mál í gær Vestmannaeyjabær fól í gær lög- manni bæjarins að birta olíufélögun- um stefnu þar sem krafist er allt að 30 milljóna kr. bóta vegna tjóns sem bærinn telur sig hafa orðið fyrir vegna samráðs félaganna. Elliði Vignisson bæjarstjóri staðfesti þetta í gær. „Mér sýnist á öllu að þetta séu mjög sambærileg mál. Ef eitthvað er þá er brotið í okkar máli ennþá skýr- ara og brotaviljinn ekki síður ein- beittur,“ segir hann um samanburð- inn við dóm Hæstaréttar í máli Reykjavíkurborgar og olíufélag- anna. Elliði fjallar einnig um þetta á bloggsíðu sinni og segir m.a.: „[…]teljum við hjá Vestmannaey- jabæ einsýnt að olíufélögin hafi með samráði valdið sveitarfélaginu veru- legum fjárskaða með ólögmætu samráði við gerð tilboða vegna út- boðs okkar hinn 14. apríl 1997 vegna eldsneytiskaupa Bæjarveitna, Áhaldahúss og Hafnarsjóðs. Við þetta bætist að verðsamráðið hefur valdið íbúum bæjarins og fyr- irtækjum, einkum sjávarútvegsfyr- irtækjum verulegu tjóni. Búast má við því að krafa Vest- mannaeyjabæjar á hendur olíufélög- unum nemi allt að 30 milljónum króna sem er sá afsláttur sem reikna má með að Vestmannaeyjabær hefði fengið af keyptu eldsneyti frá maí 1997 til loka árs 2001 ef ekki hefði verið um samráð að ræða. Stefna okkar byggist á því að í gildi hafi verið samkomulag milli ol- íufélaganna um að skipta á milli sín framlegð vegna viðskipta Vest- mannaeyjabæjar og eins af olíufé- lögunum. Gögn benda til að sam- komulagið hafi verið í gildi frá 1997 til 2001.“ Dómur Hæstaréttar talinn geta gefið fordæmi í öðrum skaðabótamálum Árvakur/Kristinn Bætur Hæstiréttur dæmdi olíufélögin til að greiða Reykjavíkurborg bætur. Dómsmálum gegn olíufélögun- um fer fjölgandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.