Morgunblaðið - 09.02.2008, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 29
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
Fyrsta vitneskja mín umfiðluleikarann ShlomoMintz kom með geisla-plötu. Hann spilaði Fiðlu-
sónötu í A-dúr eftir César Franck,
og meðleikari hans á píanóið var
landi hans Yefim Bronfman. Ég segi
landi; þeir voru báðir fæddir í Sov-
étríkjunum, Shlomo í Rússlandi og
Yefim í Úsbekistan, fluttu báðir
ungir að aldri með fjölskyldum sín-
um til Ísraels, og búa nú báðir í
Bandaríkjunum. Þetta rifjast upp á
leið minni til fundar við fiðluleik-
arann heimsfræga.
Já, platan hreif mig. Þar spiluðu
þeir þessa yndislegu sónötu, og
sjálfsagt fleiri verk, en þetta stóð
upp úr, yndislega lýrískur og gagn-
sær fiðluleikur og þrunginn mús-
íkalskri innlifun. Í huga mínum varð
Shlomo Mintz erkifiðlari franska im-
pressjónismans þegar önnur plata
bættist í safnið með sónötum
Faurés.
Með eindæmum fjölhæfur
Þess vegna rak mig í rogastans þeg-
ar ég heyrði Shlomo Mintz spila
verk eftir Bartók, þar sem hann
bókstaflega reif í strengi í kraftmikl-
um hamagangi og gaf lítið fyrir mel-
ódíska fegurð, en hins vegar allt í
rytmíska spennu. Stíllinn var auðvit-
að allt annar, en spilatæknin, boga-
tæknin og hugsunin í tónlistinni var
líka allt önnur. Vissulega eru góðir
hljóðfæraleikarar fjölhæfir, en stað-
reyndin er sú, að margir hallast að
því að spila svipaða músík, og gera
jafnvel út á það sem þeir eru bestir í.
Ef þeir hafa sérstaklega fallegan
tón, þá nota þeir hann alls staðar –
líka þar sem það á ekki endilega við.
Shlomo Mintz er ekki þannig. Með
partítum og sónötum Bachs fyrir
einleiksfiðlu sýndi hann enn aðra
hlið, sem mér fannst líka mikið til
koma.
Og nú er hann kominn hingað,
með prógramm sem er svo einstakt,
að það er sjaldgæft að heyra. Þetta
eru 24 kaprísur eftir Nicolo Pag-
anini; níðþung smáverk hlaðin öllum
þeim tæknibrellum og fing-
urbrjótum sem hægt er að leggja
fyrir fiðluleikara. Hver kaprísa tek-
ur á einu tækniatriði, trillum, tví-
grípum, eða öðru slíku. Þeir eru
virkilega teljandi þeir fiðluleikarar
sem hafa þessi verk á valdi sínu og
geta spilað á tónleikum. Tónleikarn-
ir verða í Grafarvogskirkju í dag kl.
17.
Shlomo Mintz er afskaplega geð-
þekkur maður. Þennan heimsfræga
fiðluleikara munar ekki um að
standa upp, setjast og snúa sér ótal
sinnum til að þóknast ljósmynd-
aranum, og sest loks andspænis
mér; ekki beint brosandi, en þó með
brosandi fasi. En um leið og hann
býður af sér þennan góða þokka
horfir hann stíft í augu mín og fasið
verður ákaft þegar hann svarar –
jafnvel kjánalegu spurningunum.
Þarf ekki allt eins andlegan und-
irbúning þegar ráðist er í að spila
allar kaprísurnar á einum tón-
leikum, rétt eins og líkamlegan?
„Ég veit ekki hvort það er and-
legur undirbúningur, en vissulega
er þetta andlega krefjandi. Þetta er
eins og að hlaupa langhlaup. Þú
þarft að byggja þig upp og byggja
undirbúninginn upp, stilla sjálfa þig
og koma þér í réttan farveg. Þú
þarft að gæta þess að sumar kapr-
ísurnar geta farið algjörlega með
þig á skömmum tíma, ef þú spilar
þær of mikið. Þetta er líkamlega
krefjandi, og það er andlega krefj-
andi að læra allar þessar nótur,
muna utan að öll verkin. Þá er mús-
íkalska tjáningin eftir, og það að
ákveða hvað þú ætlar að gera við
hverja og eina þeirra svo hún verði
lifandi músík, og svo hvernig þú
bindur þær svo þær standi fallega
saman í listrænni heild.“
Líturðu á þær sem eitt verk?
„Á vissan hátt geri ég það, þótt
sumar kaprísanna séu betri tón-
smíðar en aðrar. Það er sama hug-
mynd að baki þeim öllum og það
bindur þær saman. Þær þjóna allar
þeim tilgangi að sýna tæknilega og
líkamlega erfiðan fiðluleik. En þær
hafa líka sína listrænu vídd.“
Kaprísurnar eru goðmagnaðar,
sumir trúðu því að þær væru komn-
ar frá djöflinum, vegna þess að þær
eru svo erfiðar að aðeins færustu
snillingar geta leikið þær.
„Já, þær eru erfiðar, það er satt.
Það eru örfáir fiðluleikarar sem
voga sér að takast á við þær allar.
Enn færri þora að hljóðrita þær all-
ar á einu bretti. Maður þarf að vera
með þeim – eyða með þeim löngum
stundum áður en maður kemur að
þeim punkti að maður ekki bara
ráði við þær, heldur ráði jafn vel við
allar.“
Manstu hvenær þú settir fyrst
kaprísu á nótnapúltið þitt?
„Já, ég var átta eða níu ára, og
mig minnir að það hafi bara verið sú
fyrsta. Ég hef sennilega ætlað mér
þá að taka þetta skipulega. Svo æfði
ég þær lengi með hléum, en gat loks
spilað þær allar þegar ég var 22 ára.
Ekki auðvelt.“
Er hægt að fullyrða að þessi smá-
verk sýni allar þær tækniknúnstir
sem fiðluleikari getur ratað í á ferli
sínum?
„Já, ég held ég geti ekki annað en
játað því. Það væri þó auðveldara að
setja það upp á hinn veginn, að ef þú
hefur spilað allar kaprísurnar og
kannt hverja brellu sem Paganini
leggur fyrir þig, þá geturðu spilað
hvað sem er. Svo er annað mál hvað
fólk gerir við alla þessa tækni. En
það má segja að kaprísurnar séu
biblía fiðluleikarans eins og etýður
Chopins fyrir píanóið eru biblía
píanóleikara. En þótt þessi verk séu
að svo stórum hluta hrein tækni, þá
verð ég samt að segja að engin bók
samin fyrir fiðlu er svo þrungin
músík og glæsileika. Það segir sína
sögu, að Liszt, Brahms og Schu-
mann stálu stefjum úr verkinu í sín
eigin verk; það finnst mér til marks
um snilli Paganinis sem tónskálds.“
Shlomo Mintz leikur allar 24 kaprísur Paganinis fyrir fiðlu
Aðeins á færi
örfárra snillinga
» Shlomo Mintz spil-aði óendanlega fal-
lega og stjórnaði um
leið Ensku kammer-
sveitinni af fullri al-
vöru. Of gott til að vera
satt? Nei, það var gott,
og satt.
Jürgen Kanold,
Südwest Presse.
» Þetta var sá fegurstifiðluleikur, sem við
dauðleg getum nokkru
sinni vonast til að
heyra.
Milwaukee Sentinel.
» Það er stórkostlegtafrek að spila allar
24 kaprísur Paganinis á
einum tónleikum. Það
er aðeins á færi fárra
snillinga. Shlomo Mintz
gerði það dæmalaust
vel.
Fernando Herrero,
El Norte de Castilla.
Kaprísur „Þær þjóna allar þeim tilgangi að sýna tæknilega og líkamlega erfiðan fiðluleik. En þær hafa líka sína
listrænu vídd,“ segir fiðluleikarinn heimskunni, Shlomo Mintz, sem leikur í Grafarvogskirkju kl. 17 í dag.
Árvakur/Frikki
t brot sé
eti undir
gr. hegn-
um rann-
sviðum sé
við því að
rannsaki
regla háð
ælum rík-
handhafa
m við eigi.
110. gr.
ki skýrð
r að brot
í öðrum
sakborn-
si máli í
ekki unnt
æði þessi
lögregla
u skatta-
á að um-
varði við
Endanlegt
kunni að
kattrann-
afa rann-
á viðkom-
nsóknar
æðir seg-
rið aflað í
kattrann-
n hefur
ð lög í því
um ætluð
gum.
rti áður-
handhafa
lds til að
rlit með
hann ekki
stjóra að
du hans
hendingu
óra.
ikar, að
lögreglu-
nnsóknar
refsinæmi
ðið því í
fram að
an getur,
tóku þrír hæstaréttardómarar af
fimm, þau Garðar Gíslason, Gunn-
laugur Claessen og Ingibjörg
Benediktsdóttir.
Í séráliti minnihluta dómsins,
þ.e. dómaranna Árna Kolbeinsson-
ar og Markúsar Sigurbjörnssonar,
kemur fram önnur afstaða til
málsins. Segja þeir að hin almenna
regla sé að rannsókn opinberra
mála sé í höndum lögreglu, sem
háð sé eftirliti og nánari fyrirmæl-
um ríkissaksóknara. Í 66. gr. laga
um meðferð opinberra mála sé þó
gengið út frá því að lög kunni að
kveða á um aðra skipan. Sam-
kvæmt 1. mgr. 103 gr. tekjuskatts-
laga skuli skattrannsóknarstjóri
hafa með höndum rannsókn sam-
kvæmt þeim lögum og lögum um
aðra skatta og gjöld, sem lögð eru
á af skattstjórum eða þeim falin
framkvæmd á. Geti hann að eigin
frumkvæði eða samkvæmt kæru
hafið rannsókn á hverju því atriði
er varði þessa skatta og séu hon-
um með 103. gr. laganna fengnar
heimildir til að geta sinnt því verk-
efni. Meginregla sé að yfirskatta-
nefnd úrskurði sektir vegna brota
á lögunum, sem skattrannsóknar-
stjóri hafi haft til rannsóknar, og
sé úrlausn hennar fullnaðarúr-
skurður. Með 5. gr. laga nr. 34/
2005 sem breytti 110. gr. tekju-
skattslaga hafi skattrannsóknar-
stjóra verið veitt heimild til að
víkja frá þessari meginreglu með
því að gefa aðila kost á að ljúka
máli með sátt um sektargreiðslu
að nánari skilyrðum uppfylltum.
Þá sé skattrannsóknarstjóra með
4. mgr. 110. gr. tekjuskattslaga
einnig veitt heimild til að víkja frá
meginreglunni með því að vísa
máli til opinberrar rannsóknar af
sjálfsdáðum eða eftir ákvörðun um
hvort hann beini sjálfur máli til
lögreglu. Fjármálaráðherra hafi á
hinn bóginn samkvæmt heimild
sem nú sé í 121. gr. tekjuskatts-
laga sett reglugerð um fram-
kvæmd skattaeftirlits og rann-
sókna. Með 38. gr. reglugerðar-
innar séu skattrannsóknarstjóra
settar leiðbeiningar um hvaða at-
riði hann skuli hafa til viðmiðunar
þegar ákvörðun sé tekin í þessum
efnum. Endanlegt mat á beitingu
heimildarinnar sé þó lagt í hendur
skattrannsóknarstjóra.
Minnihluti dómsins segir síðan
að ekki verði ákvæði 4. mgr. 110.
tekjuskattslaga skilið öðruvísi en
svo, að hafi skattrannsóknarstjóri
haft til rannsóknar brot á skatta-
lögum sé það á valdi hans eins, en
ekki lögreglu eða handhafa ákæru-
valds, að hlutast til um opinbera
rannsókn máls. Orðalag ákvæðis-
ins gefi ekkert svigrúm til að ætla
öðrum þær heimildir með vísan til
almennra reglna laga um meðferð
opinberra mála um ákæruvaldið
eða rannsóknar heimildir lögreglu.
Í tilvikinu, sem mál þetta varðar,
hafi skattrannsóknarstjóri tekið
ákvörðun um að beina því ekki til
opinberrar rannsóknar. Með því
að verða við kröfu ríkislögreglu-
stjóra væri þeirri ákvörðun ekki
aðeins í reynd vikið til hliðar, held-
ur væri jafnframt komin upp staða
sem svaraði til þess að skattrann-
sóknarstjóri hefði tekið gagnstæða
ákvörðun. Án tillits til þess hvern-
ig ákvörðun skattrannsóknar-
stjóra um að beina máli [ÓM] til
yfirskattanefndar til fullnaðarúr-
skurðar kynni að samrýmast
ákvæðum 38. gr. reglugerðar
[fjármráðherra] og öðru því, sem
líta hefði þurft til við þá ákvörðun,
væri ekki á valdi dómstóla að veita
ríkislögreglustjóra heimild til
þeirra rannsóknaraðgerða, sem
hann færi fram á, með þeim afleið-
ingum sem að framan greinir.
Dómararnir tveir töldu því að ekki
yrði hjá því komist að hafna kröfu
ríkislögreglustjóra.
Gögnin verða afhent
Skattrannsóknarstjóri Bryndís
Kristjánsdóttir segir að umrædd
gögn verði nú afhent í kjölfar
dómsins. Að sögn hennar er sú
niðurstaða Hæstaréttar, að dóm-
urinn hafi klofnað í afstöðu sinni
til málsins, staðfesting þess að
réttarágreiningur hafi verið um
málið. „En maður veltir því fyrir
sér hvort dómurinn leiði til þess að
fleiri skattamál verði send lög-
reglu en hingað til hefur verið
gert,“ segir Bryndís um fordæm-
isgildi dómsins. „Í framkvæmd
hefur frá upphafi ekki verið ná-
kvæmlega miðað við það hvenær
brot teljist varða við 262. gr. al-
mennra hegningarlaga, þegar
ákvörðun er tekin um að vísa máli
[til lögreglu].“
Bendir Bryndís á þann mögu-
leika, í ljósi jafnræðissjónarmiða,
að e.t.v. þurfi nú í ríkari mæli að
fara að beina málum til lögreglu.
Bryndís segir að sú lína, sem
greini á milli mála sem eigi heima
hjá lögreglu og hinna sem eigi
heima hjá skattyfirvöldum, þurfi
að vera svo skýr að ekki sé neinn
vafi hjá hvorum aðilanum mál eigi
að fá meðferð.
„Meginreglan núna er sú að
stærstur hluti skattamála er af-
greiddur innan stjórnsýslunnar,
þ.e. annaðhvort hjá skatt-
rannsóknarstjóra með sektar-
ákvörðun eða yfirskattanefnd, sem
úrskurðar sekt. Nú er spurning
hvort þetta úrræði verði notað í
minna mæli og hvort smærri mál
fái lögreglumeðferð. Þá má velta
því fyrir sér hvort æskilegt sé að
litlu málin sæti lögreglumeðferð,
sem ekki hefur verið raunin hing-
að til.“
Helgi M. Gunnarsson, saksókn-
ari efnahagsbrota, sagði að dóm-
urinn væri staðfesting á þeim
skyldum sem ákæruvaldið hefði til
að rannsaka mál og bendir á að
RLS hefði getað framkvæmt hús-
leitina eftir úrskurð héraðsdóms
en fallist á að bíða niðurstöðu
Hæstaréttar.
mildin veitt
eit hjá skattrannsóknarstjóra en dómurinn
ðar réttarágreining tveggja ríkisstofnana
Árvakur/Sverrir
sóknarstjóra vegna ákvæða um þagnarskyldu.