Morgunblaðið - 09.02.2008, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 33
Þorlákshöfn. Kirkjan var að mestu
byggð með sjálfboðavinnu sóknar-
barnanna og lögðu margir gjörva
hönd á þær framkvæmdir, þökk sé
þeim öllum fyrir fórnfúst starf í
þágu Kirkjunnar. Benedikt var
mjög félagslyndur og hafði gaman
af söng og söng hann í Kirkjunni
sinni alveg frá því hún var tekin í
notkun og allt til dánardags.
Lengst af söng hann með Söng-
félagi Þorlákshafnar og síðustu
fjögur árin með Kirkjukór Þor-
láks- og Hjallakirkju en hann var
einn af stofnfélögum kórsins.
Benedikt var safnaðarfulltrúi fyrir
Þorláks- og Hjallasókn frá árinu
1985 til ársins 2007 og sat í sókn-
arnefnd frá 1999 til ársins 2007.
Sem safnaðarfulltrúi mætti hann á
alla fundi héraðsnefndar í Ár-
nesprófastdæmi og hafði þar áhrif.
Benedikt var ekki í nefndum bara
til að vera í nefndunum, hann hafði
skoðanir og fylgdi þeim fast eftir
og hafði þannig áhrif á mörg fram-
fara- og velferðarmál. Við fyrstu
kynni virtist Benedikt nokkuð ein-
rænn og hvatvís en honum líkaði
vel ef honum var svarað á sama
hátt og var þá hvers manns hug-
ljúfi og var gaman að eiga við hann
skoðanaskipti enda maðurinn vel
lesinn og skemmtilegt að vera
samvistum við hann.
Undirritaður var svo heppinn að
sitja með Benedikt í sóknarnefnd-
inni í mörg ár og var það sér-
staklega ánægjulegt og lærdóms-
ríkt. Með okkur tókst góð vinátta
og minnist ég margra samveru-
stunda okkar þar sem hann sagði
mér margar sögur m.a. frá náms-
árum sínum erlendis. Ég þakka
Benedikt ánægjuleg kynni og góða
vináttu. Sóknarnefnd minnist
margra ánægjulegra samveru-
stunda með Benedikt, bæði á fund-
um og einnig þegar sóknarnefndin
fór í heimsókn til annarra kirkna
og gerði sér þá jafnan glaðan dag
að heimsókn lokinni. Þessar stund-
ir eru okkur öllum ógleymilegar og
þökkum þær um leið og sóknar-
nefnd þakkar Benedikt langt og
farsælt starf fyrir kirkjurnar í
Þorláks-og Hjallasókn og biðjum
við honum Guðs blessunar. Kæra
Guðbjörg og aðrír aðstandendur,
sendum ykkur okkar bestu sam-
úðarkveðjur fullviss þess að minn-
ing um góðan dreng lifir.
F.h. sóknarnefndar Þorláks- og
Hjallasóknar
Ægir E. Hafberg.
Kveðja frá Söngfélagi
Þorlákshafnar.
Það er með djúpri virðingu og
þökk sem Söngfélag Þorlákshafnar
kveður hinsta sinni kæran félaga
til fjörutíu ára.
Benedikt Thorarensen var einn
af stofnendum Söngfélagsins
haustið 1961 og var ásamt þáver-
andi söngstjóra, Ingimundi Guð-
jónssyni, aðalhvatamaður að stofn-
un þess. Benedikt er raunar fyrsti
skráði félagi Söngfélagsins og með
sinni áferðarfallegu rithönd skráði
hann fyrstu lög þess ásamt fé-
lagatali í þar til gerða bók sem enn
er varðveitt í fórum félagsins.
Hann var jafnframt í fyrstu stjórn
Söngfélagsins og gegndi í gegnum
tíðina mörgum trúnaðarstörfum
fyrir það. Benedikt var á þeim
tíma virkur þátttakandi í mannlífi
okkar litla samfélags og gerði sér
eins og margir aðrir grein fyrir
mikilvægi þess að efla andann þeg-
ar amstri hversdagsins lauk. Kór-
söngur var vel til þess fallinn. At-
vinnulíf staðarins byggðist upp á
sjósókn og fiskvinnslu og oft voru
það lúnir Söngfélagar sem mættu í
matsal Meitilsins fyrstu starfsárin
og sungu frá sér þreytuna undir
dyggri stjórn söngstjórans. Það
má geta sér til um að þar hafi hún
hljómað fallega bassaröddin hans
Benedikts, ekki síður en á kirkju-
loftinu í Þorlákskirkju síðar.
Saga Söngfélagsins er samofin
sögu kirkjunnar okkar. Í rúm
fjörutíu ár sá Söngfélagið um
kirkjusöng í prestakallinu. Á sama
hátt má segja að saga Benedikts
Thorarensen hér í Þorlákshöfn sé
samofin sögu kirkjunnar, því víst
má telja að hann hafi átt stóran
þátt í því öfluga hugsjónastarfi
sem unnið var þegar ákveðið var
að byggja kirkju í Þorlákshöfn.
Hann sat áratugum saman í sókn-
arnefnd Þorlákskirkju, var safn-
aðarfulltrúi til langs tíma og söng
við langflestar kirkjulegar athafnir
í prestakallinu frá fyrstu tíð.
Benni var góður félagi. Hann
hafði djúpa og hljómmikla bassa-
rödd, var tónviss og næmur fyrir
túlkun og hinum ,,rétta“ hljómi
tónlistarinnar. En hann var líka
með skoðanir á flestum hlutum og
ekki endilega alltaf sammála söng-
stjóranum. Hann lá heldur ekki á
skoðunum sínum og þegar kom til
fjörugra umræðna í kaffihléinu á
kóræfingum var Benni Thor
sjaldnast langt undan! Ekki verður
höfðinginn Benedikt Thorarensen
kvaddur án þess að minnst sé á
hans góðu konu Guðbjörgu Magn-
úsdóttur Thorarensen, sem lifir
mann sinn. Þau hjónin bjuggu sér
fallegt menningarheimili hér í bæ,
lengst af í húsinu Háleiti. Þaðan
gátu þau horft út um stóra stofu-
gluggann á kirkjuna sem var þeim
svo kær og til hafs þegar svo bar
undir. Guðbjörg var einnig dyggur
Söngfélagi frá stofnun og saman
hljómuðu altröddin hennar og
bassaröddin hans sem undirtónn í
kórstarfinu frá upphafi.
Þeir eru ófáir félagarnir sem
hafa verið þeim hjónum samferða í
Söngfélaginu og margur nýliðinn
þegið leiðsögn þeirra þegar kom
að því að læra raddir fyrir messur
og aðrar athafnir kirkjunnar. Fyr-
ir þetta allt eru á kveðjustund
færðar hjartans þakkir frá Söng-
félagi Þorlákshafnar.
Guðbjörgu sendum við innilegar
samúðarkveðjur og biðjum henni
Guðs blessunar.
Blessuð sé minning Benedikts
Thorarensen.
Kveðja frá kirkjukór
Þorlákskirkju
Í dag kveðjum við kórfélagar í
kirkjukór Þorlákskirkju mætan fé-
laga okkar og vin Benedikt Thor-
arensen. Benni, eins og við köll-
uðum hann, var einn af
stofnendum kirkjukórsins og var
alla tíð lykilmaður í honum. Hann
var hávaxinn maður, virðulegur og
hafði einstaklega mikla og fallega
bassarödd sem hann hélt til dauða-
dags. Julian E. Isaacs organisti,
sem var fyrsti stjórnandi kórsins,
hafði þau orð um rödd Benna að
hún væri gott dæmi um rétta
raddbeitingu sem varðveitti rödd-
ina svo lengi.
Benni var nýlega búinn að draga
sig í hlé skömmu áður en hann
lést, en hann lést þann 26. janúar,
fáeinum dögum áður en hann náði
82ja ára aldri. Hann var ákaflega
virkur í kórnum og var annt um
velgengni hans. Hann söng með
okkur allar messur yfir jólahátíð-
arnar nú síðast og lét sig ekki
vanta. Kórinn fór í tvær eftir-
minnilegar söngferðir. Fyrri ferðin
var til Bristol árið 2005 og þar
söng kórinn meðal annars í Saint
Monicás Chapel, þar sem organist-
inn þar, sem er þekktur konsert-
organisti, doktor John Bishop
hafði þau orð um Benna, að rödd
hans væri einstök og gæfi kórnum
sérstakan og litríkan hljóm. Þetta
var einstakt hrós frá svo virðu-
legum tónlistarmanni. Seinni ferð-
in var farin síðastliðið sumar. Þá
var haldið til Skotlands til Dun-
fermline og sungið þar í Abbey
Church við skoska messu.
Benni treysti sér ekki með í
fyrstu en ákvað svo að slá til og
skella sér með okkur. Þetta var
yndisleg ferð. Benni hafði á sínum
yngri árum verið við nám í Oxford
og þarna úti var hann kominn á
„heimavöll“. Hann naut sín vel,
ræddi við alla á sinni fallegu
ensku, borðaði english breakfast
og fékk sér öl á kvöldin. Þó var
eitt mikilvægt atriði sem ekki
mátti gleymast, það var að koma í
Marks og Spencer og kaupa eitt-
hvað fallegt handa Guðbjörgu sinni
og fékk hann dygga aðstoð frá
nokkrum vöskum konum úr kórn-
um. Benni hafði oft skemmtilega
sýn á hlutina og gat komið með at-
hugasemdir sem maður gat ekki
annað en sprungið af hlátri yfir.
Hann gat líka verið ákaflega stríð-
inn og skotfastur ef sá gállinn var
á honum og kom fyrir að einhverj-
ir voru kannski ekki alveg sáttir í
það og það skiptið, en það entist
samt ekki lengi og því síður erft.
Við kveðjum Benna með þakklæti
fyrir allan samsönginn, vináttuna,
samverustundirnar í kirkjunni sem
og annars staðar. Við vottum eft-
irlifandi eiginkonu hans, Guð-
björgu Thorarensen, okkar dýpstu
samúð. Hafðu þökk fyrir allt og
allt. Kveðja, f.h. kórfélaga,
Sigurlaug B. Gröndal.
Sem stormur hreki skörðótt ský
svo skunda burt vor ár.
(SG)
Þjóðin hefur fyrir skömmu verið
í óða önn að dusta af sér gamla ár-
ið og fagna nýrri tíð, sem menn
ættu lífið að leysa, með ólátum í
bland. Allt líður um síðir í aldanna
skaut og farið veg allrar veraldar.
Í þann mund er hæst ber hátíð, er
margur annars hugar og að tygja
sig til ferðar með mal sinn og staf
– ferðalok á þessari jörð við næsta
leiti. Stundaglasinu verður ekki
oftar snúið við og síðasta sand-
kornið fellur.
Við munum hann Benna Thor.
og minnumst góðs bekkjarfélaga,
þegar hann hefur nú „fylllt sína líf-
daga“ og lagt í geimförina. Þá ung-
ur var tók hann sér veturvistir
„Undir skólans menntamerki“
norður í MA.
Það lið, sem þreytti saman
gönguna áleiðis upp krókóttan
menntaveginn, var ekki allt í sama
stakk búið. Þarf það engrar skýr-
ingar við, en hver líti í eigin barm.
Misjafnt höfðust menn að á þeirri
tíð. Þegar við glímdum við skræð-
urnar í friðsæld Eyjafjarðar, þá
var vargöld í heimi og veröld á
hvolfi.
Á sólfáðum sumardegi 1945 var
skartið sett á kollinn, táknið um
löggildingu á áfanga í endalausri
vegferð. Minningarnar frá þessum
löngu liðnu dögum fylgja manni
inn í kvöldrökkrið. Þær eiga ekki
heima á torgum, en eru margra
aura virði í sálarsjóði. Þótt leiðir
skildi og annir daganna tækju sinn
toll, þá röknuðu ekki þau bönd,
sem knýtt voru í vistinni forðum í
MA. Þessi vörpulega kempa hann
Benedikt meitlaði nafn sitt í sögu
Þorlákshafnar – kannske rann
honum blóðið til skyldunnar að
rækta þar garðinn sinn, leggja
hönd á plóg með öðrum fúsum
höndum. Fast var sóttur sjórinn
og björg dregin í bú, en „maðurinn
lifir ekki á brauði einu saman“, í
þeim anda reis Þorlákskirkjan, þar
var hann með í verki. Hann hefði
sómt sér vel í stólnum, en kaus
kórinn. Það munaði um manninn
þar sem hann vann og var.
Við biðjum að heilsa, kæri félagi,
og góða ferð inn á fyrirheitsins
lönd, þar er ekki í kot vísað.
Við vottum þér, frú Guðbjörg,
innilega samúð á döprum dögum.
Fjalarr Sigurjónsson.
Nú þegar Benedikt Thorarensen
er horfinn af vettvangi fer ekki hjá
því að hugurinn leiti á þær slóðir
sem urðu lífsvettvangur hans.
Í ársbyrjun 1951 flutti hann, þá
25 ára, frá æskustöðvum sínum á
Selfossi til Þorlákshafnar. Þar
hafði forn verstöð verið endurreist
árið áður með fyrstu vertíð Meit-
ilsins hf. og aðeins voru þá fjórir
einstaklingar skráðir þar með lög-
heimili. Í júní 1951 varð hann
framkvæmdastjóri Meitilsins en
það fyrirtæki var burðarás alls at-
vinnulífs Þorlákshafnar næstu ára-
tugi. Benedikt kom ekki óundirbú-
inn til leiks eftir nám í ensku og
hagfræði í Oxford og starfsþjálfun
hjá útgerðarfyrirtæki í Fleetwood.
Verkefnin voru mjög fjölþætt og
ekki aðeins bundin rekstri Meitils-
ins. Þar má nefna samskipti við
flutningaskip um talstöð, móttöku
þeirra og afgreiðslu í Þorlákshöfn.
Þá hefur góð enskukunnátta Bene-
dikts komið sér vel.
Hann hafði mikla sérstöðu meðal
frumbyggjanna og muna börnin,
sem ólust þar upp, eftir honum
sem hávöxnum manni í vönduðum
jakkafötum hversdaglega meðan
aðrir karlmenn voru klæddir að
hætti sjó- og verkamanna. Bene-
dikt byggði hús að A-götu (Egils-
braut) 4 árið 1952 og bjó þar með
Guðbjörgu eiginkonu sinni árin
1953-1963. Snemma mun hugur
Benedikts hafa hneigst að fleiru en
brauðstriti daglegs lífs. Þannig
varð hann formaður stjórnar
Bóka- og minjasafns Þorlákshafn-
ar frá stofnun þess 1965 og var
ódeigur stuðningsmaður Skúla
Helgasonar við útgáfu þriggja
binda ritverks um sögu Þorláks-
hafnar. Benedikt var einnig hvata-
maður þess að hafinn var und-
irbúningur að ritun sögu
Þorlákshafnar tímabilið 1928-1990.
Hann skipaði sæti í ritnefndinni til
lokadags og var mjög ötull við öfl-
un heimilda í máli og myndum.
Minni hans var traust til síðustu
stundar og fjölmargar samtíma-
heimildir s.s. fundargerðir skráðar
af honum varða sögu þeirra tæpu
sex áratuga sem leiðir hans og
Þorlákshafnar lágu saman. Rit-
hönd hans, formfögur og læsileg,
og greinargóð framsetning vekur
hrifningu lesandans. Á heimili
hans og hans ágætu eiginkonu hef
ég átt margar ánægjulegar stundir
á síðustu árum og sótt þangað
margt fróðleikssprekið. Á kveðju-
stund er mér söknuður og þakk-
læti efst í huga.
Kæra Guðbjörg: Þér og öðrum
aðstandendum og vinum Benedikts
sendi ég innilegar samúðarkveðj-
ur.
Björn Pálsson.
Hann var sambland af heims-
manni og íslenskum alþýðu- og at-
hafnamanni. Sigldur, með fágaðan
smekk og fataval og lengi á kafi í
útgerð og sjávarútvegi. Með áhuga
á bókum, veiðum, hestum og vit á
flestu.
Þorlákshöfn var lítið þorp þegar
ég var á barns- og unglingsaldri.
Guðbjörg frænka mín og Benedikt
maður hennar voru þar á meðal
frumbyggja og þangað var ég svo
lánsöm að fá að fara í heimsóknir
og stundum til dvalar á sumrin.
Og ævintýralandið allt í kring,
sjórinn, höfnin og fjaran, sandur-
inn með melgresi, móarnir með
fuglalífi og kríuvarpinu, brimið við
klettana á suðurströndinni. Þar
var gaman að vera barn – leika sér
úti og ekki síður að búa í fallega
húsinu við A götu. Þar réð Guð-
björg ríkjum, eldaði góðan mat,
kveikti upp í arninum á kvöldin,
fræddi um náttúru og umhverfi og
hugsaði þá, eins og alltaf, vel um
frænku sína og fleiri sumargesti.
Guðbjörg stjórnaði líka símstöð-
inni en Benni stjórnaði í Meitlinum
og þangað var gaman að koma í
heimsókn – og jafnvel vinna þar
einhverja daga á unglingsárunum
þegar landburður var af fiski og
ekki við hæfi að gesturinn sæti
heima í hægindum þegar allir sem
vettlingi gátu valdið sameinuðust
við að bjarga aflaverðmætunum.
Heim kominn á kvöldin stillti hann
gjarnan á bátabylgjuna og fylgdist
með ferðum og aflabrögðum
bátanna. Sagði fréttir og spurði
frétta og lét gjarnan fylgja með að
maður ætti að vera duglegur að
borða matinn sem á borð var bor-
inn. Hann væri góður.
Eftir búsetu í A götu sem síðar
fékk virðulegra nafn fluttu Guð-
björg og Benni í Háaleiti og enn
síðar, þegar kominn var tími til, í
önnur og minni hús. En alls staðar
var jafn gott að koma og vera inn-
an um bækurnar, málverkin og fal-
legu hlutina og ekki síst að njóta
samverunnar við húsráðendur.
Benni hafði alltaf sterkar skoð-
anir á mönnum og málefnum og
gaman af rökræðum. Stutt í glettni
og stríðni, en hún var aldrei ill-
kvittin. Eftir að ég varð fullorðin
og flutt norður spjölluðum við
stundum saman í síma. Hann
þekkti sjálfur til á Akureyri, stúd-
ent frá M.A. og vildi gjarnan fá
fréttir þaðan.
Hann hafði líka ákveðnar skoð-
anir á þjóðmálum sérstaklega á
sjávarútvegi og fiskveiðistjórnar-
kerfinu og áhrifum þess á sjáv-
arbyggðirnar, útgerðir, fólkið og
tekjuskiptinguna. Hikaði ekki við
að skipta um stjórnmálaflokk og
styðja eða láta af stuðningi við þá
eftir því sem honum fannst þeir
standa sig og ekki síst stefnu
þeirra og verkum í sjávarútvegs-
málum.
Á málefnum byggðar sinnar
hafði hann alltaf áhuga og lagði
sitt fram til uppbyggingar og
góðra verka þar. Fram á síðustu
ár og mánuði var hann enn þátt-
takandi og hafði ánægju af – sagð-
ist reyndar stundum ekkert skilja í
að unga fólkið vildi enn hafa hann
með. Það skildi ég aftur á móti vel.
Benedikt Thorarensen er og
verður eftirminnilegur maður. Ég
og fjölskylda mín þökkum fyrir
góða samfylgd.
Sigríður Stefánsdóttir.
Ég hitti Benna síðast í kirkjunni
þar sem hann kom út úr skrúðhús-
inu, íklæddur bláa kufli kórsins og
albúinn þess að ganga upp á
kirkjuloftið og hefja upp sinn bass-
aróm. Handtakið var þétt og fasið
fágað sem fyrr.
En nú hefur rödd hans hljóðnað
og í dag kveðjum við glæsimennið
Benedikt Thorarensen í hinsta
sinn.
Öll þorp eiga sinn glæsimann og
ef farið hefði fram kosning í gamla
daga á milli okkar strákanna hver
væri okkar glæsimenni, er ég ekki
í vafa um að Benni hefði fengið at-
kvæði okkar allra. Hjá honum fór
allt vel saman, hár og spengilegur,
bar sig vel, ávallt vel klæddur og
fasið eins og hjá sönnum fyrir-
manni.
Saga Þorlákshafnar og þeirra
hjóna Guðbjargar og Benedikts er
samtvinnuð. Ung að árum námu
þau land í Þorlákshöfn og voru ein
af frumbyggjum staðarins og frá
þeim tíma hafa þau lagt allt sitt af
mörkum til að gera hag bæjarins
sem mestan.
Benedikt var fyrsti forstjóri
Meitilsins og gegndi því starfi í á
annan áratug og var síðan um ára-
bil einn lykilstjórnenda félagsins.
Öll störf Benna einkenndust af
mikilli snyrtimennsku, natni og
mikilli tryggð við félagið. Rekstur
á árum áður var oft erfiður, höfnin
var ótrygg svo ekki sé meira sagt,
sveiflur í afla og síðast en ekki síst
oft tíðum mikil verðbólga, en aldr-
ei gafst Benni upp. Meitillinn var
hans starfsvettvangur og honum
helgaði hann sitt ævistarf.
Benedikt var og mikill og góður
félagsmálamaður og gegndi ýms-
um störfum á þeim vettvangi, var
um árabil sýslunefndarmaður,
hreppstjóri og í stjórnum margra
samtaka.
Og þar sem annar staðar lagði
Benni ávallt gott til, var víðsýnn
og framgangan var ávallt í sam-
ræmi við þann virðuleika sem
embættið gerði kröfu um.
Heimili þeirra Guðbjargar og
Benedikts stóð fyrst við A-götu 4
og ég man þá stund að við peyj-
arnir í þorpinu sýndum meiri fág-
un og meiri kurteisi þar en víðast
annars staðar, slík var virðing okk-
ar fyrir þeim ágætum hjónum. Þau
hjón gáfu tón sem var og er hverju
þorpi mikilvægur og koma í hug-
ann orð eins og reisn, myndugleiki
og fágun. Og það var sama hvort
fiskaðist mikið eða lítið og hvort
mikil eða lítil peningalykt væri yfir
bænum, að ávallt var reisnin sú
sama og hlúð að menningunni sem
fyrr.
Ég sakna þess að eiga ekki kost
á að hitta Benna á ný, en minn-
ingin um glæsimennið Benedikt
Thorarensen mun lifa og sá góði
tónn sem þau hjón gáfu okkur mun
óma um ókomna tíð. Við Birna
vottum Guðbjörgu og fjölskyldu
hennar okkar dýpstu samúð.
Blessuð sé minning Benedikts
Thorarensen.
Þorsteinn Garðarsson.