Morgunblaðið - 09.02.2008, Page 34

Morgunblaðið - 09.02.2008, Page 34
34 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jón HaukurHafstað fæddist í Vík í Skagafirði hinn 23. desember 1920. Hann lést á Heilbrigðisstofn- uninni á Sauð- árkróki 29. janúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Árni J. Hafstað, bóndi í Vík, og kona hans Ingibjörg Sig- urðardóttir. Systk- ini Hauks í Vík eru Árni (1915-1994), Sigurður (1916-2003), Páll (1917- 1987), Steinunn (1919-2005), Erla (1921-2000), Halldór (1924), Mar- grét Sigríður (1925-1926), Sigríð- ur (1927), Guðbjörg (1928-1966), og Valgerður (1930). Haukur ólst upp í Vík og stund- aði nám í Flensborgarskóla í Hafn- arfirði, þar sem hann lauk gagn- fræðaprófi. Haukur kvæntist árið 1949 Ás- verndar, en því starfi gegndi hann rúman áratug. Þau fluttu norður aftur árið 1986, í hús sem þau reistu í Víkurlandi og nefndu Há- vík. Nyrðra vann hann ýmis störf og var meðal annars eftirlits- maður Náttúruverndarráðs við byggingu Blönduvirkjunar. Í Há- vík bjuggu þau uns þau fluttust á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks árið 2004. Haukur sinnti marg- víslegum félagsmálum.Hann starf- aði fyrir Sósíalistaflokkinn og sat í flokksstjórn Sósíalistaflokksins og í miðstjórn Alþýðubandalagsins. Hann var í framboði fyrir Sósíal- istaflokkinn og Alþýðubandalagið í Skagafirði og Norðurlands- kjördæmi vestra. Sat á Alþingi sem varamaður árið 1972. Hann var formaður Karlakórsins Heimis um árabil og í stjórn Leikfélags Skagafjarðar. Þá var hann áhuga- maður um skógrækt og nátt- úruvernd almennt og starfaði í ýmsum félögum því tengdum. Útför Hauks í Vík verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Reynistað- arkirkjugarði. laugu Sigurð- ardóttur fóstru, d. 20. ágúst 2005. Börn þeirra eru: 1) Þór- ólfur, f. 1949, maki Þuríður Jóhanns- dóttir. Dætur þeirra eru Ásdís og Hrafn- hildur. 2) Ingibjörg, f. 1951, maki Sig- urður Sigfússon. Sonur þeirra er Jón Árni. 3) Ásdís, f. 1952, maki Sveinn Klausen. Dætur hennar og Grétars Guðmundssonar eru Áslaug Salka og Tinna. 4) Steinunn, f. 1954, maki Eiríkur Brynjólfsson. Sonur hennar er Jón Haukur Árnason og stjúpbörn Guðrún, Einar og Matt- hildur. Barnabarnabörn Hauks eru fimm. Haukur og Áslaug bjuggu í Vík til ársins 1972 en þá fluttu þau til Reykjavíkur þegar Haukur gerð- ist framkvæmdastjóri Land- Þegar Salka var lítil var hún sann- færð um að afi Haukur væri mik- ilvægasti maðurinn á Íslandi. Þessa ályktun byggði hún á því að þegar þau gengu saman upp Laugaveginn komust þau ekkert áfram því að hann þekkti hvern einasta mann og þau stoppuðu og spjölluðu við alla. Þetta var áður en við vissum að afi hefði setið á Alþingi og farið til Kína og heilsað Maó. Tinna hélt lengi að amma Áslaug hefði unnið hjá Bretadrottningu þar sem hún hafði nú búið á Englandi og kunni lag um kisuna í höllinni. Aðdáun okkar á afa og ömmu var þó ekki byggð á þessum afrekum þeirra, heldur á hlýju þeirra og hvernig þau alltaf voru til staðar fyr- ir barnabörnin sín. Afi gaf svo mikið af sér og var alltaf svo skemmtileg- ur, við máttum greiða á honum hárið og hann mátti kitla okkur undir ilj- unum. Afi tók sig vel út með fasta- fléttu og við erum fyrir löngu orðnar ónæmar fyrir iljakitli. Hann reyndi sitt besta til að gera úr okkur skáld en án árangurs þar sem hann var venjulega búinn að botna fyrripart- ana sína á undan okkur. Afi og amma voru ævintýraleg hjón sem elskuðu hvort annað heitt. Afi sagði að hann hefði dreymt ömmu á hverri nóttu frá því að hún dó og þó við syrgjum elsku afa þá gleður það okkur að þau amma séu nú sameinuð í draumalandinu. Áslaug Salka og Tinna Grétarsdætur. Í dag fylgjum við Hauki Hafstað í Vík, móðurbróður okkar, síðasta spölinn og viljum við minnast hans hér með nokkrum orðum. Haukur var okkur nánari en aðrir frændur og við eldri systurnar bjuggum hjá þeim Áslaugu um tíma í Vík, þar sem við nutum umhyggju þeirra og kærleika. Í minningum frá barnæsku er Haukur afskaplega hjartahlýr, glett- inn og einn skemmtilegasti maður sem við þekktum. Í jólaboðunum í Vík var hann hrókur alls fagnaðar og stjórnaði þar leikjum og spilum ásamt því að syngja og sprella. Haukur átti það líka til að sýna ýmsa galdra og töfrabrögð og ná þar með óskiptri athygli ungu kynslóðarinn- ar. Algengt var að sjá Hauk sitja með barn á hné sér og segja sögur eða raula vísur. Haukur tók við búi föður síns, Árna í Vík. Ásamt búskapnum ráku þau Áslaug sumardvalarheimili fyrir börn. Vík var höfuðból ættarinnar og þar var oft gestkvæmt og margt um manninn. Haukur sinnti félagsmálum af kappi, starfaði lengi í Alþýðubanda- laginu og var líklega eini bóndinn á Íslandi sem fór til Kína á 6. áratugn- um og hitti Maó formann. Áhugamál Hauks voru mörg, meðal annars skó- rækt og náttúruvernd og var hann framkvæmdastjóri Landverndar um tíma. Það var alltaf ánægjulegt að koma á heimili þeirra Áslaugar og Hauks og njóta gestrisni þeirra og nærveru hvort sem það var í Vík, Reykjavík eða Hávík. Þau voru einstaklega hlý og samheldin hjón. Það er komið að kveðjustund, við kveðjum Hauk með þakklæti og sendum börnum hans og fjölskyldum þeirra innilegar samúð- arkveðjur. Foreldrar okkar, Sigur- þór og Fjóla í Messuholti, biðja fyrir góðar kveðjur og þakka Hauki sam- fylgdina. Arngunnur, Steinunn og Ingibjörg Haukur Hafstað móðurbróðir minn var eftirminnilegur maður. Hann bjó á föðurleifð sinni í Vík og þar átti Árni Hafstað afi minn heima. Heimsóknir vestur í Vík, til frændfólksins þar, eru því hluti af bernskuminningunum. Hauki var auðvelt að kynnast, hann var ræð- inn, kíminn og jákvæður og fór ekki í manngreinarálit hvort sem voru börn eða fullorðnir. Börn drógust að honum eins og segli og ástæðan var einföld, hann var svoooo skemmti- legur. Mér fannst Haukur vera ekta bóndi að útliti, holdskarpur og mar- keraður af erfiðisvinnu, hendurnar grófar og lemstraðar eftir „smáó- höpp“ þannig að það vantaði framan á tvo eða þrjá fingur. Vík var þó ekk- ert venjulegt sveitaheimili því á sumrum rak Áslaug, kona Hauks, þar barnaheimili og þá var jafnan fjör á bænum. Annað var líka eft- irminnilegt við Vík. Þar var lausgön- gufjós, kýrnar voru ekki bundnar á bása heldur gengu frjálsar um. Það þótti mér jákvætt fyrirkomulag. Strax á barnsaldri man ég að mér féll vel við skoðanir Hauks og því betur eftir því sem ég þroskaðist. Hann var sósíalisti, jafnréttissinni, herstöðvaandstæðingur og náttúru- verndarmaður. Hann var líka víðför- ull á þess tíma mælikvarða, hann hafði farið til Kína með íslenskri sendinefnd. Hann hafði tekið í hönd- ina á Chou Enlaí og rætt við hann um heimshorfurnar. Haukur hafði meira álit á Chou en Maó. Ég deildi þeim skoðunum með honum. Hauk- ur var farsæll maður og fórst flest vel úr hendi. Hann rak Víkurbúið með ágætum þótt hann yrði ekki rík- ur af búskapnum. Hann náði sér í af- bragðskonu, Áslaugu Sigurðardótt- ur, vel menntaða fóstru úr Reykjavík. Hann átti barnaláni að fagna og Ingibjörg dóttir hans tók það snemma við búrekstrinum, með Sigurði bónda sínum, að Haukur gat hafið nýjan feril sem baráttumaður um náttúruvernd. Þau Áslaug fluttu til Reykjavíkur og hann gerðist framkvæmdastjóri náttúruverndar- samtakanna Landverndar og lét mikið að sér kveða. Síðan fluttu þau norður á ný og byggðu upp Hávík. Þar sinnti hann áfram náttúruvernd- armálum og ræktaði garðinn sinn. Haukur var alla tíð sannur bar- áttumaður og jafnaðarmaður og fet- aði í mörgu sömu slóð og íslensk vinstrihreyfing átti eftir að gera síð- ar, frá rauðum kommúnisma til þess vinstrigræna sósíalisma sem nú er uppi. Ég kveð Hauk í Hávík með virðingu og er stoltur af að hafa átt slíkan mann að frænda og vini. Árni Hjartarson. Við munum eftir Hauki föðurbróð- ur frá því við fyrst munum eftir okk- ur sjálfum. Í veröld okkar systkinanna í Útvík hefur Haukur í Vík alltaf leikið stórt hlutverk, sérstaklega á uppvaxtarár- um okkar. Hann birtist oft skyndi- lega á hlaðinu heima í Útvík, kominn í heimsókn. Það var jafnan nokkur áskorun fyrir okkur sem lítil börn að verða á vegi hans. Þá var maður oft tekinn í bóndabeygju eða settur í kleinu án þess að fá nokkra rönd við reist. Minniháttar sjónhverfingar í bland við meiriháttar handapat fékk mann jafnvel til að trúa að hann hefði tekið af manni nefið og stungið í vasann. Því var þó snarlega skilað aftur á sinn stað og gekk maður feg- inn á braut úr háskanum. Hann tók það heldur ekki óstinnt upp þótt við syngjum til hans á móti ,,Haukur, laukur, sparibaukur“, heldur skellihló hann. Haukur var spenn- andi. Á æskuárum okkar bjó Haukur í Vík ásamt konu sinni Áslaugu og börnum þeirra fjórum, en Áslaug lést fyrir hálfu þriðja ári. Mikill og góður samgangur var á milli bæj- anna Víkur og Útvíkur. Það er auð- velt að draga upp í huganum svip- myndir af þeim Hauki og pabba, þar sem þeir stóðu heima á hlaði með strá í munni og réðu snarlega ráðum sínum um heyskapinn í brakandi þurrkinum. Haukur var náttúruunnandi og sýndi það í verki og var fróður um örnefni og sögu heimahaganna og þekkti hann þar hvern stein og hverja þúfu. Svo hafði hann líka gaman af að segja frá og honum var einkar lagið að gæða frásögnina lífi með áhrifaríkum frásagnarmáta og látbragði. Hann var stundum snögg- ur upp á lagið, en það rauk jafn- harðan úr honum, því hann var glað- sinna. Haukur sýndi umhverfi sínu rækt- arsemi, hvort sem í hlut átti náttúr- an í kringum hann eða fólkið. Hann var einstaklega félagslyndur og gestrisinn og tók iðulega á móti gest- um sínum sem væru þeir alger himnasending. Jólaboðin sem þau hjónin héldu á meðan þau bjuggu í Vík voru þau allra skemmtilegustu sem við systkinin komumst í tæri við. Þá komu krakkarnir í Vík heim í jólafrí og farið var í leiki þar sem all- ir tóku virkan þátt í, ungir sem aldn- ir. Það var alltaf gott að koma í Vík og síðar Hávík til þeirra Hauks og Áslaugar, sem tóku okkur opnum örmum og minningarnar um þau munu ylja okkur áfram. Við kveðjum nú Hauk frænda með söknuði. Þór- ólfi, Ingibjörgu, Ásdísi og Steinunni og fjölskyldum þeirra sendum við innilegar samúðarkveðjur. Ingibjörg, Ingunn, Arnór og Árni frá Útvík. Þannig bara var það: þegar vor var í lofti, jörð tók að grænka og fuglar að syngja var maður drifinn í snögga herraklippingu og svo niður á BSÍ þar sem Norðurleiðarrútan beið. Vor eftir vor eftir vor fór mað- ur eins fljótt og hægt var norður í Vík – til Hauks og Áslaugar og þeirra allra. Þetta var hluti af gang- verki tilverunnar. Seinna áttaði ég mig á hvað mig þyrsti norður. Í víðáttum Skaga- fjarðar fékk ég að leika mér, dútla eitthvað gagnlegt, hjálpa til, varð kúarektor og loks fullgildur kaupa- maður. Með sól á vanga og í hvítum og svörtum strigaskóm sem urðu grænir fylgdist maður með veðri og gróðri og skepnum og vélum. Stælt- ist. Varð brúnn. Ég var ekki einn. Um Vík fóru heilar kynslóðir af barnaheimilis- krökkum og smám saman urðu til árgangar af vöskum kaupamönnum. Ungt fólk sem fékk mikilvægt og gott nesti til framtíðar; minningar, reynslu, vinnugleði og hafði kynnst því að vera treyst. Í Vík var og er líka einn af mikilvægum áningar- stöðum ættmenna þar sem frændur og vinir staldra við, tengjast og efl- ast og halda svo áfram sinni leið. Ég var í algleymi sveitalífsins í ilmi af heyi eða mold eða fjósi, á skröltandi vél, með hárbrúsk og yl af skepnu í lófanum eða í rigningu að laga girðingu. Haukur bóndi var nú alltaf skammt undan og tók þátt í öllu saman. Bændur geta allt og kunna allt. Haukur var svoleiðis og ef annað brást þá komu naglar og baggabönd að góðum notum! Hauk- ur var skemmtilegri en flestir aðrir og líka öðruvísi en margir bændur og var stundum í heimi sem var mér alveg framandi. Átti hann ekki hlut í fyrstu sláttuþyrlunni sem kom í fjörðinn og fyrstu heybindivélina? Hann fór til Kína. Hann talaði á kosningafundum og í útvarpi og á þingi. Haukur vann að landverndar- málum af krafti og þau Áslaug flutt- ust suður og urðu bændur í Reykja- vík. Áfram var hlúð að nýjum kynslóðum og plægðir akrar í um- hverfismálum. Seinna, það hlýtur að hafa verið vor, fluttust þau auðvitað aftur norð- ur. Í enn eina Víkina og auðvitað með útsýni yfir víðan Skagafjörð, innan um skjólgóð tré sem áður voru hríslur í skógrækt. Voru á sínum stað og í mikilvægum hlutverkum í gangverkinu. Ég drúpi höfði og þakka góðum frænda og frændfólki samfylgdina. Finnur Árnason. Kveðja frá Landvernd Haukur Hafstað tók við starfi framkvæmdastjóra Landverndar ár- ið 1972, þremur árum eftir að sam- tökin voru stofnuð, og tók hann þá við af Árna Reynissyni. Við ráðningu Hauks var horft til margra þátta: hann hafði rekið myndarbúskap í Skagafirði í marga áratugi, hafði samtímis tekið virkan þátt í land- græðslu- og skógræktarstarfi, hafði starfað ötullega að félagsmálum bæði heima í héraði og á landsvísu og meðal annars setið á Alþingi sem varaþingmaður. Haukur var léttur í lund og átti auðvelt með að ná til fólks og viðhalda góðu sambandi við það, sem ekki síst er mikill kostur í áhugamannasamtökum. Haukur átti mikinn þátt í öflugu sjálfboðastarfi Landverndar í land- græðslu sem á þeim tíma var aðal- áherslumál samtakanna. Haukur var um langt árabil umsjónarmaður af hálfu þáverandi Náttúruverndar- ráðs um frágang vegna vega á Norð- urlandi vestra og kom þar á afar góðu samráði við Vegagerðina um frágang og jafnvel um vegarstæði. Haukur átti einnig mjög gott sam- starf við Landsvirkjun á sínum tíma. Samráð með þessu móti er það sem frjáls félagasamtök á borð við Land- vernd gjarnan vilja hafa við hina stærri og smærri framkvæmdaaðila úti í náttúru landsins. Hann var því viss fyrirmynd í þessum efnum. Í framkvæmdastjóratíð Hauks fékk Landvernd eignarhlut í Al- viðru, bóndabýli í Ölfusi þar sem samtökin reka nú náttúrufræðslu- setur. Þar átti Haukur hlut að máli. Haukur lét af störfum fyrir Land- vernd 1986 og hafði þá átt ómetan- legan þátt í því að tryggja grunninn að tilvist samtakanna og festa í sessi þá starfshætti sem samtökin fara eftir. Haukur fylgdist vel með starfi Landverndar hin síðari ár. Hann skynjaði vel breytingarnar í sam- félaginu, var afar ánægður með hvernig Landvernd gekk og hvatti til dáða. Björgólfur Thorsteinsson, formaður Landverndar. Vinur minn, Haukur bóndi í Vík, var maður brosmildur og ljúfur í lund, hugsjónamaður með brennandi áhuga á þjóðþrifamálum, ekki síst á sviði menningarmála, skógræktar og landgræðslu, glöggur maður og víð- sýnn og sómi sinnar stéttar. Hann fékk ungur áhuga á stjórnmálum og á þeim vettvangi lágu leiðir okkar saman á árunum í kringum 1960 í baráttunni fyrir brottför bandaríska hersins frá Íslandi. Þá þegar hafði Haukur öðlast mikla reynslu í stjórnmálum og verið fimm sinnum í framboði til Alþingis, í fyrsta sinn sumarið 1949 fyrir Sósíalistaflokk- Haukur Hafstað ✝ Eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS KJARTAN GUÐMUNDSSON, Rjúpnasölum 10, áður Löngubrekku 2, lést á Landakotsspítala laugardaginn 2. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild A6 á Landspítalanum í Fossvogi og K1 á Landakoti. Fyrir hönd aðstandenda, Hjördís Erla Pétursdóttir. ✝ Elskulegur, ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EGGERT ÓLAFSSON, til heimilis að Skarðshlíð 23e, Akureyri lést á heimili sínu fimtudaginn 7. febrúar. Útför auglýst síðar. Sigurlaug Anna Eggertsdóttir, Bergvin Jóhannsson, Steinunn Pálína Eggertsdóttir, Jóhann Jóhannsson, Stefán Eggertsson, Elín Valgerður Eggertsdóttir, Hilmar Stefánsson, Sigurður Grétar Eggertsson, Rósa Helgadóttir, afabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.