Morgunblaðið - 09.02.2008, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 51
„Brúðguminn er heilsteypt
og skemmtileg mynd sem kemur eins
og ferskur andvari inn í skammdegið.”
-S.P., Kvika Rás 1
SÝND Í SMÁRABÍÓI, REGNBOGANUM, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBBÍÓI
NÚ
VERÐUR
ALLT
VITLAUST!
“Myndin er frábær skemmtun”
- Þ.H., MBL
* Gildir á allar sýningar í Háskólabíói merktar með rauðu
450
KRÓNUR
*
Í BÍÓÞú færð 5 %
endurgreitt
í Háskólabíó
Sýnd kl. 8 og 10
STÆRSTA
JANÚAROPNUN
SÖGUNNAR
Í BANDARÍKJUNUM!
EITTHVAÐ SKELFILEGT
ER Á SVEIMI!
eee
- S.V, MBL
eee
DÓRI DNA, DV
eee
- V.I.J., 24 STUNDIR
LANG VINSÆLASTA KVIKMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG
30.000 GESTIR - 3 VIKUR Á TOPPNUM!
MISSIÐ EKKI AF ÞESSARI!
- H.J. , MBL
eeeee
„Myndin er verulega vel leikin
og að öllu leyti frábær”
- E.E., DV
eeeee
Frábær mynd. Hún er falleg, sár og
fyndin. Allt gekk upp, leikur, leikmynd,
saga, hljóð, mynd og allt sem þarf til að
gera fína bíómynd.
-S.M.E., Mannlíf
eeee
Besta íslenska fíl-gúdd myndin
fyrr og síðar “
- S.S. , X-ið FM 9.77
eeee
“Brúðguminn er skemmtileg mynd sem
lætur áhorfendur hljæja og líða vel“
- G. H., FBL
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
- H.J. , MBL
eeeee
„Myndin er verulega vel leikin
og að öllu leyti frábær”
- E.E., DV
Sýnd kl. 6:15, 8 og 10 POWERSÝNING
-bara lúxus
Sími 553 2075
Sýnd kl. 1:45, 4 og 5:30 m/ísl. tali
10
eeee
- V.J.V., TOPP5.IS
- T.S.K. 24 STUNDIR
eee
Ó.H.T., RÚV/Rás 2
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
Rambo kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára
Ástríkur á Ólympíuleikunum kl. 3 - 5:30 - 8
Atonement kl. 3 - 6 - 9 B.i. 12 ára
Charlie Wilson’s war kl. 10:30 B.i. 12 ára
Brúðguminn kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára
Duggholufólkið kl. 4 B.i. 7 ára
Sýnd kl. 2 m/ísl. tali
Sýnd kl. 5:30, 8 og 10:30
Sýnd kl. 2
GILDIR Á ALLAR SÝNINGAR
MERKTAR MEÐ RAUÐU450 KR. Í BÍÓ
Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó
ef þú greiðir með kreditkorti
tengdu AukakrónumStærsta kvikmyndahús landsins
ROKKAFINN Mick Jagger hefur lengi verið sagður nís-
kasta rokkstjarna heims og ófáar sögurnar til af nirf-
ilshætti söngvarans. Ein slík saga komst í fréttirnar í vik-
unni fyrir frumsýningu á Rolling Stones-myndinni Shine
a Light. Jagger mun hafa lýst áhuga á að kaupa lands-
lagsmálverk af hljómsveitarfélaga sínum, gítarleik-
aranum og málaranum Ronnie Wood, en hætt við þegar
hann sá verðmiðann sem var í kringum 70 þúsund pund.
Talið er að Jagger eigi um 500 milljónir punda í bein-
hörðum peningum og því ekki beint fjárskortur sem
hamlaði því að viðskiptin ættu sér stað. Í kjölfarið voru
rifjaðar upp fleiri sögur af Jagger og þar með talin sag-
an af honum þegar hann á að hafa gefið leigubílstjóra í
New York 50 sent í þjórfé. Þegar náinn vinur Jaggers
var spurður að því í kjölfarið hvort þetta gæti staðist, að
Jagger hefði gefið svo litla fjárhæð í þjórfé, svaraði vin-
urinn: „50 sent? Það er algjörlega fráleitt. Jagger hefði
aldrei látið svo mikla upphæð af hendi.“
Séðir Rokkararnir í Rolling Stones eru ekki beint staðal-
ímynd fyrir fátæka og þjakaða listamenn.
Svona verða menn
víst ríkir
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
„Ég er nýkominn í hljóðver,“
tjáir Eyfi blaðamanni, „og er
búinn að spila inn sjö grunna af
tólf í góðu samstarfi við Þóri
Úlfarsson.“
Þessari vinnu er ætlað að
skila tólf laga plötu, sem verður
gefin út sumardaginn fyrsta, 24.
apríl. Er hún til heiðurs Berg-
þóru Árnadóttur, en Eyfi end-
urvinnur lögin og syngur ásamt
sannkölluðu stórskotaliði
söngvara en þeir eru Bubbi
Morthens, Björgvin Hall-
dórsson, Stefán Hilmarsson,
Egill Ólafsson, Ragnheiður
Gröndal, Guðrún Gunn-
arsdóttir, Edgar Smári og Erna
Hrönn Ólafsdóttir úr hljóm-
sveitinni Bermúda.
„Ég fór til Spánar í viku með
efnið hennar Bergþóru, ríflega
100 lög, og valdi úr,“ segir Eyfi.
„Málið er að mér fannst lög-
unum hennar, sem eru mörg
hver framúrskarandi, ekki gerð
nógu góð skil á sólóplötunum
hennar sem voru gerðar um og
upp úr 1980. Það var eins og það
hefði verið kastað til höndum.
Mér rann eiginlega blóðið til
skyldunnar og mig langaði til að
nýta mína reynslu og sambönd í
að gera þessum fínu lögum
Bergþóru góð skil. Sam-
verkamenn mínir tóku allir sem
einn vel í þessa vinnu sem sýnir
að tónlist Bergþóru lifir og hún
nýtur virðingar í hópi íslenskra
tónlistarmanna.“
Húmoristi
Eyfi kynntist Bergþóru per-
sónulega snemma á níunda ára-
tugnum er hann var að stíga sín
fyrstu skref sem tónlist-
armaður. Þá voru tíð Vísnavin-
akvöld á Hótel Borg og Eyfi
gekk í hljómsveitina Hálft í
hvoru um þetta leyti, en hún
lagði fyrir sig poppaða alþýðu-
tónlist. Þar um borð var Berg-
þóra og hún og Eyfi kynntust
ágætlega. Hann fór t.a.m. með
henni í tveggja vikna túr um
landið árið 1984 en þá var Berg-
þóra hætt í Hálft í hvoru og far-
in að einbeita sér að eigin ferli.
„Bergþóra var að vissu leyti
mjög sérstök kona. Hún fór eig-
in leiðir í lífinu og lifði eftir hipp-
ískum hugsjónum. Mikill húm-
oristi og hafði góða nærveru.
Mér finnst eins og fólk sé í dag
að vakna til vitundar um hversu
góður lagahöfundur hún var.“
Það er nóg framundan hjá
Eyfa, sem segist alltaf vera að
reyna að minnka við sig en sjái
svo ekki út úr augum fyrir verk-
efnum. Þannig verður óður
sunginn til The Eagles á tvenn-
um tónleikum í Borgarleikhús-
inu hinn 19. mars og þá tekur
Eyfi þátt í flutningi Sgt. Pep-
per’s Lonely Hearts Club Band
í Laugardalshöll 22. mars.
Rann blóðið til skyldunnar
Morgunblaðið/Frikki
Eyfi „Ég fór til Spánar í viku með efnið hennar Bergþóru, ríf-
lega 100 lög, og valdi úr,“ segir Eyjólfur Kristjánsson.
Eyfi vinnur að heiðrunarplötu til handa Bergþóru Árnadóttur
heitinni, sem lést úr krabbameini fyrir rétt tæpu ári