Morgunblaðið - 10.02.2008, Qupperneq 6
6 SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
É
g hrökk við um daginn.
Góður bóndi og nátt-
úrubarn sagði mér frá
kunnum manni, gömlum
kunningja sínum reynd-
ar, sem kominn væri á stjá og auðvit-
að á skotskónum. Það hefur verið
nokkurt frost undanfarið og fallegt
veður. Því eru kjöraðstæður til anda-
veiða, enda öll vötn að lokast. Rétt
einstaka gat opið, þar sem eru kalda-
vermsl eða volgrur. Og þegar þannig
árar blandast allar tegundir saman á
litlu svæði, endur sem má skjóta og
endur sem ekki má skjóta. Í fyrri
flokknum eru algengastar inn til
landsins fyrir sunnan stokkönd, rauð-
höfði og urtönd, en stokkönd og
toppönd fyrir norðan. En af friðuðum
öndum nefni ég gulönd eða stóru
toppönd, húsönd og hvinönd, sem
kemur frá Skandínavíu og hefur hér
vetursetu, m.a. í Meðallandinu,
kannski 50 til 100 einstaklingar. Hús-
öndum hefur fækkað á síðustu árum,
en þær verpa ekki annars staðar í
Evrópu en hér á landi. Í bók sinni,
Íslenskum fuglum, segir Ævar Pet-
ersen, að húsöndin sé ein þeirra
varptegunda, sem evrópskir fugla-
skoðarar sækist hvað mest eftir að
sjá og sé það orð sem fer af Mývatni
sem andaparadís fyrir fuglaskoðara
ekki síst húsöndinni að þakka.
Ég hef áður vakið athygli á því á
Alþingi og í Morgunblaðinu, að brögð
eru að því, að skotveiðimenn skjóti
friðaðar endur. Og er þá allt til, að
þeir kunni ekki að greina sundur teg-
undirnar, skjóti t.d. æðarkollu fyrir
stokkönd, eða þeir fari laumulega og
skammist sín fyrir feng sinn eða láti
birta mynd af sér á netinu með tvo
straumandarsteggi í fanginu eins og
dæmi eru um. Ég vek athygli á þessu
til umhugsunar. Og eins því, að
óhindrað skuli leyft að skjóta endur
fram í miðjan mars, þegar auðveldast
er að ná þeim.
Ég hreyfði því á Alþingi á sínum
tíma að rétt væri að takmarka veiðar
á öndum á lindasvæðum og tók þá-
verandi umhverfisráðherra, Sigríður
Anna Þórðardóttir, því vel og leitaði
eftir umsögn Náttúrufræðistofnunar.
Ég hef hana í höndum frá 25. júlí
2005, en þar leggur stofnunin til, að
vetrarveiðar á fuglum (frá 1. nóv-
ember til 31. mars) verði bannaðar á
eftirfarandi votlendis- og lindasvæð-
um: Kelduhverfi–Öxarfirði, Land-
broti–Meðallandi, Sogi, Apavatni–
Laugarvatni, Brúará og Ölfusforum
við Ölfusá. Fuglaveiðar eru bannaðar
á Laxár- og Mývatnssvæðinu og við
Vestmannsvatn, en fuglagriðland er á
jörðunum Sandi og Sílalæk í Aðaldal,
sem eru mikil náttúruparadís.
Mér er ekki kunnugt um, að um-
hverfisráðherra hafi sýnt þessum til-
lögum áhuga, en vel má vera, að það
hafi farið fram hjá mér. Ég varð
mjög undrandi, þegar rjúpnaveiði var
leyfð á sl. hausti. Veiðitíminn var
styttur og tíð rysjótt, sem betur fer.
En svo hart var að stofninum sorfið,
að veiði var lítil sem engin. Ég vil
mega vænta þess, að ekki verði geng-
ið til rjúpna á hausti komanda og að
fuglaveiðar verði takmarkaðar á skil-
greindum lindasvæðum. Það hefur
ráðherrann í hendi sér, því að ekki
þarf annað en að breyta reglugerð-
inni. Og það er auðvelt að breyta
PISTILL » Því eru kjöraðstæður
til andaveiða, enda öll
vötn að lokast.
Halldór
Blöndal
Fuglaveiðar verði bannaðar á lindasvæðum
reglugerð. Ég hef reynslu fyrir því.
Það má vera, að það kosti ríkissjóð
nokkrar krónur að friða lindasvæðin
fyrir vetrarveiðum á fuglum, en því
fé yrði þá vel varið. Og auðvitað er
líka til í dæminu, að einhver ein-
staklingur gangi fram fyrir skjöldu
eins og Orri Vigfússon fyrir laxinn,
ef ráðherra vill ekki beita sér í mál-
inu. Og svo er auðvitað ekki vansa-
laust, hversu illa er búið að minka-
og refaveiðimönnum. Á meðan annað
hefur ekki komið í ljós vil ég mega
trúa því og treysta að ráðherra hafi
fullan vilja og getu til að bæta þar úr
brýnni þörf.
Hljóðpistlar Morgunblaðsins,
Halldór Blöndal les pistilinn
HLJÓÐVARP mbl.is
FRÉTTASKÝRING
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
GUÐMUNDUR Þór Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Kirkjuráðs, segir
að það hafi vissulega komið til um-
ræðu innan kirkjunnar að selja
prestssetrið Laufás í Eyjafirði og
flytja prestssetrið annað. Þórarinn
Pétursson, bóndi í Laufási, hefur
hafnað tilboði sem stjórn prestssetra
gerði honum um leigu til fjögurra
ára, en Guðmundur segir að í tilboð-
inu hafi kirkjan komið vel til móts við
Þórarinn.
Eins og fram hefur komið í Morg-
unblaðinu snúast deilurnar um Lauf-
ás um hvort Þórarinn Ingi Pétursson
fái að nýta jörðina áfram undir sauð-
fjárbúskap og hvort íbúðarhús hans
sem þar stendur fái að vera þar
áfram.
Samningur um húsið kom til
vegna fötlunar sr. Péturs
Þórarinn er sonur séra Péturs Þór-
arinssonar sem lést á síðasta ári.
Fjölskylda Péturs rak búskap á jörð-
inni af myndarskap og í tíð Péturs
var búið stækkað. Þar er nú rekið um
600 kinda bú, auk hrossabúskapar.
Búskapurinn var að stærstum hluta á
verksviði Þórarins, enda átti séra
Pétur við langvinn og erfið veikindi
að stríða. Þórarinn fór fram á það að
hann fengi að byggja hús fyrir sig og
fjölskyldu sína á jörðinni. Stjórn
Prestssetrasjóðs tók sér talsverðan
tíma til að svara þessari beiðni.
Ástæðan er sú að reglur kveða á um
að þegar prestskipti verða á prests-
setrum taki nýr prestur við allri jörð-
inn og hlunnindum sem henni fylgja.
Áður en gengið var frá leigusamn-
ingi við Pétur og Þórarin í mars 1999
var gerð bókun í stjórn Prestssetra-
sjóðs. Þar segir: „Það er því algerlega
ljóst að þessa ákvörðun tekur stjórn
Prestssetrasjóðs einungis vegna
þeirrar miklu fötlunar sem sr. Pétur
býr við og nauðsyn þess að hann hafi
aðstoðarfólk við búskap en því starfi
gegnir Þórarinn nú.“
Í leigusamningnum, sem bæði sr.
Pétur og Þórarinn undirrituðu, kem-
ur fram að fjarlægja skuli húsið þeg-
ar Pétur lætur af prestskap og að
ekki sé hægt að framlengja samning-
inn. Húsið var byggt þannig að auð-
velt væri að flytja það.
Tilboð um leigusamning
Eftir að séra Pétur lést óskaði Þór-
arinn eftir að hann fengi að búa
áfram á jörðinni. Kirkjuráð sam-
þykkti hins vegar að beina þeim til-
mælum til stjórnar prestssetra að
Þórarni yrði boðinn fjögurra ára
leigusamningur án hlunninda, en
jafnframt var þess krafist að hann
myndi flytja húsið af jörðinni eins og
áður hafði verið samið um. Stjórn
prestssetra samþykkti þessa tillögu.
Þórarinn hefur hins vegar hafnað
henni, en jafnframt sagði hann í bréfi
til stjórnarinnar að ef þessari tillögu
yrði ekki breytt sæi hann ekki annan
kost en að fara fram á að fá að búa á
jörðinni til næstu sláturtíðar svo hon-
um gæfist færi á að bregða búi.
Í samtali við Morgunblaðið sagði
Þórarinn að hann væri hins vegar
ekki tilbúinn til að leggja árar í bát og
vonaðist til að sá mikli stuðningur
sem hann hefði fengið úr héraðinu
yrði til þess að kirkjan endurskoðaði
afstöðu sína.
Að frumkvæði Guðnýjar Sverris-
dóttur sveitarstjóra hófu heimamenn
undirskriftasöfnun þar sem skorað
var á kirkjunna að verða við óskum
Þórarins. Sveitarstjórn Grýtubakka-
hrepps hefur einnig ályktað um mál-
ið. Þá hafa einstaklingar haft uppi
hótanir um að segja sig úr kirkjunni
ef málið fari í þann farveg sem kirkju-
ráð og stjórn prestssetra vill. Vilji
heimamanna virðist vera nokkuð ein-
dreginn í þessu máli, en þó hefur
Morgunblaðið rætt við einstaklinga
úr sókninni sem gagnrýna undir-
skriftasöfnunina og segja að ekki
megi halda þannig á málum að fram-
tíð prestssetursins verði teflt í tví-
sýnu.
Guðmundur sagði kirkjuna aðeins
vera að óska eftir að staðið verði við
gerða samninga um ábúð á jörðinni,
sem hann átti aðild að. Jafnframt að
farið væri að lögum og reglum og
ályktun Kirkjuþings 2007. „Telja
verður vel boðið að hann fái fjögurra
ára umþóttunartíma. Með þessu er
verið að koma mjög langt til móts við
Þórarinn,“ sagði Guðmundur.
Þórarinn lítur hins vegar svo á að
fyrst kirkjan sé tilbúin til að leigja
honum jörðina áfram til búskapar
geti það ekki skipt öllu máli þó húsið
fái að vera áfram á jörðinni. Hann tel-
ur auk þess að fjögurra ára leigu-
samningur sé of stuttur.
Margir tilbúnir að
kaupa kirkjujarðir
Talsvert hefur verið rætt um að
mál Þórarins í Laufási sé fordæm-
isskapandi, en í reynd eru mörg for-
dæmi fyrir því í gegnum árin að
kirkjujarðir hafi verið „bútaðar niður
til afkomenda presta“, eins og einn
viðmælandi blaðsins komst að orði.
Innan kirkjunnar eru menn hins veg-
ar almennt sammála um að þetta sé
ekki til eftirbreytni og að kirkjan
verði að halda betur utan um eignir
sínar en gert hafi verið í fortíðinni.
Einn heimildarmaður blaðsins benti
á að prestssetrin séu einu eignir
kirkjunnar sem eftir séu, en þau eru
u.þ.b. 80.
Árið 1997 var gerður samningur
milli ríkisins og kirkjunnar þar sem
kirkjan afsalaði sér miklum eignum
gegn því að ríkið tæki að sér að
greiða prestum laun. Dæmi eru um
að eignir hafi á þessum tíu árum tí-
faldast í verði. Eftirspurn eftir jörð-
um hefur aukist mikið á síðustu ár-
um. Í hverjum mánuði hafa
áhugasamir kaupendur samband við
kirkjuna og falast eftir að kaupa jarð-
ir í hennar eigu.
Laufás er mikil kostajörð. Bestu
veiðistaðir í Fnjóská eru á jörðinni og
þar er einnig æðarvarp sem fjöl-
skylda sr. Péturs hefur lagt áherslu á
að rækt og hlúa að. Mikill húsakostur
er á jörðinni. Ekki ljóst hvaða verð
fengist fyrir jörðina, en heimamenn
hafa verið að giska á að hún kunni að
fara á 300 milljónir. Fari svo að Lauf-
ás verði seldur er líklegast að prests-
setrið verði flutt á Svalbarðsströnd
eða Grenivík. Ljóst er þó að kirkj-
unar menn ganga ekki glaðir til þess
verks að selja Laufás enda hefur þar
verið prestssetur frá upphafi kristni
á Íslandi. Margir merkir prestar hafa
setið staðinn.
Prestar hikandi að
sækja um brauðið
Fyrirhugað er að auglýsa prests-
setrið laust til umsóknar, en það
verður ekki gert fyrr en niðurstaða er
komin varðandi ábúð Þórarins á jörð-
inni. Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hafa margir sýnt áhuga á að
sækja um embættið, en jafnframt
heyrist að deilurnar fæli menn frá
því. Sumir vilji ekki koma nálægt
málinu meðan þessi staða sé uppi.
Kirkjuyfirvöld útiloka ekki
sölu á Laufási í Eyjafirði
Sonur fyrrverandi
prests í Laufási sættir
sig ekki við tilboð um
leigusamning til 4 ára
Morgunblaðið/Þorkell
Prestssetur Kirkja hefur verið í Laufási í Eyjafirði frá upphafi kristni á
Íslandi. Þar hafa í gegnum tíðina setið margir merkir prestar.
BORGARRÁÐ hefur sent húsafrið-
unarnefnd til meðferðar erindi eig-
anda Unuhúss, Garðastrætis 15,
sem fer fram á að húsið verði friðað
þannig að fasteignagjöld verði felld
niður. Að öðrum kosti fer hann
fram á að tillaga að friðun á deili-
skipulagi verði felld niður.
Tillögur að friðun húsa eru gerð-
ar í deiliskipulagsáætlun borgaryf-
irvalda en friðun húsa er á vegum
ríkisins í samræmi við Húsafrið-
unarnefnd. Því hefur erindinu, sem
var til umfjöllunar í borgarráði sl.
fimmtudag, verið beint til Húsafrið-
unarnefndar.
Í umsögn skipulagsstjóra um
málið, sem borgarráð samþykkti,
er ekki lagt til að deiliskipulagi
Grjótaþorps, sem samþykkt var ár-
ið 2002, verði breytt og tillaga að
friðun hússins verði afnumin.
Húsið er byggt fyrir árið 1918 og
því háð þjóðminjalögum um breyt-
ingar og endurbætur.
Gestur Ólafsson, arkitekt og
skipulagsfræðingur, er eigandi
Unuhúss. Hann segir í bréfi sínu til
borgarinnar að borgaryfirvöld hafi
ekki tekið afstöðu til tillögu um
friðun hússins. Hann bendir á að
fyrir röskum aldarfjórðungi hafi
hann endurnýjað húsið fyrir eigin
reikning og fært að verulegu leyti í
fyrra horf. Hann segir viðhald nú
orðið æði kostnaðarsamt og fer
þess því á leit við borgina að fallist
verði á tillögu um friðun hússins og
að fasteignagjöld verði felld niður
til jafnræðis við önnur friðuð hús.
Aðsetur ungra skálda
Unuhús er nefnt eftir Unu Gísla-
dóttur (1855-1924), sem leigði þar
út herbergi og hafði kostgangara
og Erlendur sonur hennar eftir
hennar dag. Una seldi fæði ódýrar
og leigði herbergi lægra verði en
aðrir hér í bæ. Þess vegna dróst
einkum að húsi hennar fólk, sem lít-
il hafði auraráð eða hvergi átti þak
yfir höfuðið. Húsið var líka þekkt
aðsetur ungra skálda og listamanna
á fyrstu áratugum 20. aldar.
Vilja friða
Unuhús
Morgunblaðið/Þorkell
Þekkt hús Snemma á 20. öld var
Unuhús aðsetur ungra skálda.