Morgunblaðið - 10.02.2008, Síða 10

Morgunblaðið - 10.02.2008, Síða 10
10 SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Sundabraut hefur verið á skipulags- áætlun Reykjavíkur í á þriðja áratug. Nú hefur borgarráð lýst þeim vilja að brautin verði í göngum frá Laugarnesi í Gufunes og ljóst sýnist að þaðan og norður fyrir Kollafjörð fari hún ekki í göngum heldur landleiðina og á fyllingum og brúm. BORG Í DEIGLU laga í upphafi var að hún lægi innan við stórskipahöfnina og sements-, tjöru- og malarhöfnina og svo yfir Grafarvoginn fremst og síðan undir hömrunum í Eiðsvík og þaðan yfir í Geldinganes. Með þessari leið var meiningin að draga úr þeim umferð- arhávaða, sem bærist upp í hverfið.“ Á skipulagi Þróunarstofnunar 1977 kemur Sundabrautin til sög- unnar; „framtíðar Vesturlands- vegur“ frá Kleppi, framan við stór- skipahöfnina, á hábrú eða í botngöngum yfir Elliðaárvog og þaðan um Gufunes og Geldinganes og með annarri brú yfir á Álfsnes. Þessi uppdráttur var samþykktur af borgarstjórn, en ekki tókst að fá staðfestingu ráðherra fyrir borg- arstjórnarkosningarnar 1978. Þá komust vinstriflokkarnir til valda í Reykjavík og lögðu uppdráttinn til hliðar. Vinstrimenn sóttu til byggð- arsvæða við Rauðavatn, en sú stefna má segja að hafi sprungið í loft upp vegna sprungusvæðis við Rauða- vatn. Þegar sjálfstæðismenn end- urheimtu borgina í kosningunum 1982 komst byggð á strandsvæð- unum aftur í öndvegi. Í skipulagi S undabraut sást fyrst á tillöguupp- drætti Þróun- arstofnunar 1977, en var fyrst sett inn í aðalskipulag 1984 og tekin í tölu þjóðvega í vegaáætlun 1994-5. Fram til þess að Sundabraut komst í aðalskipulag voru menn að velta fyrir sér tilfærslum á Vesturlands- vegi niður á Korpúlfsstaðasvæðið og að Leiruvogi. Mosfellssveitarmenn mótmæltu því að vegurinn færi þannig yfir Leiruvog sem hug- myndir gengu út á og öðrum ofbauð að vegurinn færi þrisvar sinnum yf- ir Korpu. Fyrst með björgum fram Trausti Valsson, sem starfaði hjá Þróunarstofnun, segir: „Þegar við í Þróunarstofnun fór- um að líta á málið, þá sveigði Vest- urlandsvegurinn við Keldnaholt, lá eftir farvegi Korpu og inn að vog- inum. Það kom hins vegar ekki til greina að vegurinn þjarmaði svona að Korpu og því fór ég að velta fyrir mér að finna aðra lausn. Þá kom Sundabrautin til sögunnar. Mín til- Grafarvogssvæðisins 1983 er gert ráð fyrir Sundabraut nálægt sínu fyrra lagi frá Kleppi og yfir í Gufu- nes og árið eftir er Sundabraut sett inn í aðalskipulag í fyrsta skipti. Í uppdrætti Borgarskipulags 1988 má segja að gæti sömu aðalatriða og í skipulagsuppdrætti Þróunarstofn- unar 1977. Þrettán valkostir Ólafur Bjarnason, aðstoðarsviðs- stjóri framkvæmdasviðs Reykjavík- urborgar, segir að Vegagerðin og Reykjavíkurborg hafi frá upphafi starfað saman að undirbúningi Sundabrautar. Vegagerðin hafi ver- ið leiðandi í þessu samstarfi, sem hafi alla tíð verið gott, en gott sam- ráð sé nauðsynlegt því ríkið kostar framkvæmdina, en skipulagsvaldið er hjá sveitarfélaginu. Fyrsta áfangaskýrslan um Sundabraut kom út í september 1997 og voru þar taldir til hvorki fleiri né færri en 13 möguleikar á þverun; þ.á m. brýr; hábrú 50 metra há, lágbrú, opnanleg brú og botn- göng og jarðgöng á fimm mismun- andi leiðum. Leið I kom í land norð- an við Holtagarða og hún er í UNDIR SUND OG YFIR Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is                                                                                   !"           Drangajökull Óvænt samband á Ströndum Gríptu augnablikið og lifðu núna Flugmaður einn heldur því blákalt fram að hann hafi náð sambandi með GSM síma þar sem hann var staddur í Gjögri. Þykir mönnum það með ólíkindum, enda ekki vanir slíkum munaði á þessum slóðum. Er skýringanna helst að leita í því að maðurinn var með síma frá Vodafone. – Sönn saga frá 1414. Með tilkomu langdræga GSM kerfisins býður Vodafone nú stærsta þjónustusvæðið á Íslandi. Skiptu yfir til Vodafone, án þess að skipta um símanúmer, með einu símtali í 1414 – strax í dag. F í t o n / S Í A

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.