Morgunblaðið - 10.02.2008, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 10.02.2008, Qupperneq 20
Knattundrið Cristiano Ronaldo hefur tekið eðlisfræðina í sína þjónustu fer að verða nær að máta hann við goðsagnir á borð við Pelé og Diego Maradona. Fróðlegt verður að sjá hvernig Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) ætlar að snúa sig út úr því í framtíðinni að velja Ronaldo leik- mann ársins en sem kunnugt er hefur leikmaður með ensku fé- lagsliði aldrei hlotið þá útnefningu frá því kjörinu var hleypt af stokk- unum 1991. Kannski þarf Ronaldo að ganga í raðir Real Madríd eða AC Milan til að láta drauminn ræt- ast? Vonandi ekki, án hans yrði enska knattspyrnan mun fátækari. Æfingin skapar meistarann Það er engin tilviljun að Ronaldo hefur jafn mörg brögð uppi í erm- inni og Harry Houdini. „Í hvert skipti sem ég hafði tuðruna á tán- um í æsku reyndi ég að brydda upp á nýjungum. Draumurinn var að skapa mér sérstöðu sem leikmað- ur,“ rifjar hann upp. Holdlegt atgervi spillir vissulega ekki fyrir en þegar allt kemur til alls er það æfingin sem skapar meistarann. Það veit Ronaldo. Þannig var undraspyrnan gegn Portsmouth á dögunum engin heppni, líkt og Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri United, benti á. Þessa frumlegu spyrnutækni hefur Ronaldo æft aftur og aftur og aft- ur … Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is H onum eru allir vegir færir. Sumt af því sem hann gerir með knöttinn fær mann til að klóra sér í höfð- inu.“ Það er ekki dauðlegur maður sem mælir með þessum hætti úr lazy boy-stólnum sínum á laugar- dagssíðdegi heldur einn fremsti sparkandi sinnar kynslóðar, Portú- galinn Luís Figo. Og um hvern er hann að tala? Kemur nema einn maður til greina? Cristiano Ro- naldo. Portúgalski landsliðsmaðurinn hjá Manchester United, sem varð 23 ára í vikunni, er enn að bæta á sig blómum. Góður var hann fyrir en í vetur hefur hann opnað nýjar víddir í sparkheimum. Það getur varla nokkur maður efast um það lengur að hann sé besti knatt- spyrnumaður í heimi. Eini leikmað- urinn sem velgir honum undir ugg- um er líklega Lionel Messi á góðum degi. Því fer þó fjarri að Messi – Ingemar Stenmark knattspyrnunn- ar – sé jafn fjölhæfur og Ronaldo. Portúgalinn hefur ótal vopn á hendi. Haldi hann uppteknum hætti VÍSINDI» Eðlisfræðingurinn Það er ekki laust við að Cristiano Ronaldo hafi boðið þyngdarlögmálinu birginn með aukaspyrnu sinni gegn Portsmouth. Vísindi | Glöggir sparkrýnendur hafa veitt því athygli að í stað þess að leggja knöttinn frá sér, líkt og flestir aukaspyrn- endur, þrýstir Cristiano Ronaldo honum niður í svörðinn. Öfgar | Leiðtogi Frelsisflokksins í Hollandi, vill koma í veg fyrir að fleiri múslímar flytji til landsins og þrumar að þeir sem þegar búi í landinu eigi að rífa hálfan Kórarninn vilji þeir fá að vera áfram. VIKUSPEGILL» Bestur? Verður Cristiano Ronaldo fyrsti „Englend- ingurinn“ til að hljóta nafnbótina Leikmaður ársins hjá FIFA? 20 SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ GEORGE heitinn Best er að margra áliti hæfi- leikaríkasti leikmaðurinn í sögu Manchester United og þótt víðar væri leitað. Hann var útherji með kostulega knatttækni og kunni hvergi betur við sig en með rammvillta varnarmenn í kringum sig – nema ef vera skyldi á knæpunni. Vegna leikstíls og getu er Cristiano Ronaldo iðu- lega borinn saman við Best. Hann er raunar ekki sá fyrsti á umliðnum áratugum en Paddy Crerand, fyrrverandi leikmaður Manchester United, hittir naglann á höfðuðið þegar hann trúir breska blaðinu The Times fyrir því að Ronaldo sé frá- brugðinn fyrri umsækjendum um nafnbótina „Hinn nýi George Best“. Sama hvatvísin „Ronaldo er sá fyrsti sem komið hefur fram á sjónarsviðið sem er þess umkominn að vera nefnd- ur í sömu andrá og George,“ segir Crerand, sem lék lengi með Best. „Þeir eru um margt líkir. Leika auðveldlega á andstæðinga, jafnvígir á báða fætur og frábærir skallamenn. Svo hafa þeir báðir útlitið með sér! Umfram allt er Cristiano samt gæddur sömu hvatvísinni og George. Ég hef séð ófáa kappleikina um dagana en það fer ávallt fiðr- ingur um mig þegar ég veit að Cristiano er að fara að spila.“ Crerand segir Best og Ronaldo einnig eiga hugrekkið sameiginlegt. „George bað um boltann sama á hverju gekk. Cristiano gerir það líka. Þeim mun fastar sem varnarmennirnir sparka í þá þeim mun ákveðnari verða þeir – og leika betur. Leikurinn var bæði grófari meðan George var upp á sitt besta – það þurfti að skjóta mann til að fá brott- vísun – og vellirnir verri. Hvað hefði hann gert í dag á iðjagrænum völl- um innan um varnarmenn sem varla mega tækla?“ Blæs á baulið Það eina sem skilur Best frá Ronaldo á þessum tímapunkti, að dómi Crerands, er stöðugleiki þess fyrrnefnda í allra stærstu leikjunum. „Því stærri sem leikurinn var þeim mun betur lék George. Cristiano hefur ekki alltaf gert þetta en það kemur með tímanum. Hann er sterkur karakter. Það hefur hann sýnt á útivöll- um þegar áhorfendur baula á hann leik- langt. George lenti aldrei í því. Áhorf- endur nutu þess að horfa á hann, heima og úti. En svona hefur fótboltinn breyst. Því miður.“ Betri en Best? Reuters Hlébarði í antilópuhjörð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.