Morgunblaðið - 10.02.2008, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 10.02.2008, Qupperneq 25
á átakasvæðum MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2008 25 skrifa um á hverjum degi í erlendum fréttum. Ég gerði ekkert í þessu fyrr en 1998 en þá spurðist ég fyrir um það hjá utanríkisráðuneytinu hvort vantaði ekki fólk í einhver störf. Mán- uði síðar var hringt og spurt hvort ég vildi fara til Kósóvó. Þá var Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) að byrja að koma undir sig fótunum á Balkanskaga. Mér fannst þetta dálít- ið skelfileg tilhugsun. Það átti að heita vopnahlé á svæðinu og ÖSE reyndi að fylgjast með að það héldi en í raun var allt að leysast upp. Það voru átök á hverjum degi og fólk drepið og það vissu allir að það stefndi í stríð. En ég ákvað að fara. Það kom aldrei neitt annað til greina. Kannski var forlagatrúin þar aftur á ferðinni.“ Í höfuðborginni Pristína starfaði Urður sem einn af blaðafulltrúum ÖSE. Verkefnið var að afla með öllum ráðum fregna af því sem gekk á í landinu og miðla til fjölmiðla. „Ég var svo heppin að þarna var fullt af færu fólki að vinna. Ég fékk 2-3 vikur til að setja mig inn í hlutina. Menn voru stöðugt að hringja og spyrja: „Var sprengt þarna? Hver er staðan þarna? Hve margir eru dánir hér? Er vegurinn opinn hér? Er verið að ráðast á þetta þorp?““ Góðir stríðsfrétta- ritarar og slæmir – Þarna ertu að fást daglega við stríðsfréttaritara. Er það ekki ákveð- in manngerð? „Jú, það má segja það.“ – Hvernig kanntu við hana? „Ég kann ágætlega við hana. Ég kynntist mörgum þeirra vel, endaði á að leigja íbúð með nokkrum þeirra og þetta eru mínir bestu vinir. Þeir hlógu reyndar oft að mér því þar sem ég var frá Íslandi hafði ég engan grunn til að skrifa eða tala um stríð og stríðstól. Við eigum engin orð yfir mismunandi sprengjur. Og þeim fannst ógurlega fyndið þegar ég út- skýrði fyrir þeim íslenska orðið skrið- dreki. Ég get ekki sagt að ég sé ónæm fyrir þessu starfi, það fylgir því viss sjarmi en það er líka erfitt.“ – En hvað myndirðu segja að ein- kenndi þessa stétt umfram aðrar? „Eirðarleysi. Og spennufíkn. Það eru neikvæðu hliðarnar – en um leið líka þær sem valda því að fólk getur yfir höfuð stundað þetta starf.“ – Nú kynnu sumir að segja að það væri í eðli þessa starfs að nærast á hörmungum? „Kannski en mér finnst það ekki al- veg sanngjarnt. Það eru reyndar til karakterar í stéttinni sem það mætti segja um. En það fólk í faginu sem ég þekki og ber virðingu fyrir hefur mjög ríka réttlætiskennd. Það sést líka að ef það reynir að hægja á og setjast að einhvers staðar þá stofnar það fyrr en varir alls kyns baráttu- og borgarasamtök. Það horfir upp á fólk drepið og pyntað og missa allt sitt, endalaust óréttlæti. Bestu stríðsfréttaritararnir eru þeir sem hætta aldrei að spyrja. Þeir koma á stað þar sem allt hefur verið sprengt og fólk drepið. Hjörð fréttamanna streymir inn og atgangurinn minnir á fræga bók um bransann sem heitir „Er einhver hér sem hefur verið nauðgað og talar ensku?“ En þegar allir eru farnir, þá sitja þeir bestu eft- ir. Og þeir snúa aftur og aftur. Þeir vilja skilja hvað rekur átökin áfram og hafa úthald til að fylgja því eftir. Ég er ekki viss um að fólk átti sig á hvað það er mikilvægt. Að umfjöllun um stríðsátök snúist ekki bara um vondu og góðu karlana heldur það sem undir býr og afleiðingarnar.“ Lengstu 10 mínútur sem ég hef lifað – Hvernig er að afla upplýsinga sem blaðafulltrúi við aðstæður eins og í Kósóvó? „Það var flókið. Þetta er ekkert let- istarf. Símakerfið var oft í miklum ólestri og ekkert hægt að hringja. Þá varð bara að fara á staðinn.“ – Fara á staðinn segirðu. En síðan eru jarðsprengjusvæði um allt. Hvernig er að athafna sig innan um þau? „Þar þarf að fara mjög varlega. Við fengum reyndar þjálfun í því hvað ætti að varast. Og hvað við ættum að gera ef við lentum engu að síður inni á jarðsprengjusvæði.“ – Og hvað á að gera í slíku tilfelli? „Í fyrsta lagi á aldrei að fara utan vega og helst ekki út á malarvegi. Og alls ekki út á gras. Ég er meira að segja svona enn að ef ég geng út á gras erlendis þá er ég aðeins á varð- bergi í augnablik. Ef þú áttar þig engu að síður á að þú ert kominn á varasamt svæði þá verðurðu að bakka og fara í sömu skrefin aftur. Við lentum einu sinni inni á svona svæði fyrir tóman asnaskap. Það tók 10 mínútur að feta sig 10 metra aftur á bak. Það voru lengstu 10 mínútur sem ég hef nokkurn tímann lifað.“ Urður segir að lífið í slíkum starfs- hópi við svo óvenjulegar aðstæður verði fljótt heimur út af fyrir sig með sérstökum formerkjum. „Maður kynnist fólki ofsalega vel og fljótt. Ég á mjög góða vini frá þessum tíma og þótt ég tali ekkert við þá mánuðum saman er þetta mjög sérstakur vinskapur þar sem allt er lifað í botn, bæði gleðin og sorgirnar.“ Fullorðnir menn í ekkasogum – En síðan lendirðu í því að vera í Kósóvó bæði fyrir og eftir loftárásir Nató. Hvernig reynsla var það? „Ég var búin að vera í Kósóvó í rúman mánuð og rétt byrjuð að vinna. Við vissum hvað var í aðsigi. Ástandið var að verða hættulegt. Loks tilkynntu Serbarnir að vopna- hléið væri runnið út í sandinn og vís- uðu okkur úr landi. Það var ákveðið að ég færi á undan yfir landamærin til Makedóníu til að tala við fjölmiðla. Svo beið ég ásamt þeim eftir að sjá 1.300 friðargæsluliða á appels- ínugulum bílum keyra í gríð- arlangri halarófu út úr Kósóvó.“ Langsetur Frá blaðamannafundi í Kíev 2004, þar sem Urður segir helst til marga hafa verið á mælendaskrá. 
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.